Morgunblaðið - 25.03.2006, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Aðalheiður Þor-steinsdóttir
fæddist að Götu í
Vetleifsholtshverfi í
Ásahreppi 31. mars
1926. Hún lést á
Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi í
Fossvogi 10. mars
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Þorsteinn
Tyrfingsson, f. á Ár-
túnum á Rangár-
völlum 28. apríl
1891, d. 22. septem-
ber 1973, og Guðrún Pálsdóttir, f.
á Reynifelli á Rangárvöllum 28.
júní 1981, d. 7. maí 1988. Eftirlif-
andi systkini Aðalheiðar eru: Guð-
rún Sigríður, Þórdís Inga, Ingi-
björg, Þóra, Anna og Þórhildur
Svava. Látin systkini eru: Steinn,
Bjarnhéðinn, Tyrfingur Ármann,
Sigurður, Guðbjörn Ingi (lést í
bernsku), andvana fæddur bróðir,
Pálína Salvör (lést kornabarn) og
Þórhildur (lést í frumbernsku).
Hinn 23. febrúar 1946 giftist Að-
alheiður Þórarni Vilhjálmssyni,
frá Meiri-Tungu í Holtum, f. 20.
desember 1910, d. 18. maí 1983.
Foreldrar hans voru hjónin Vil-
hjálmur Þorsteinsson, f. 18. desem-
ber 1870, d. 22. júní 1951, og Vig-
dís Gísladóttir, f. 3. apríl 1878, d.
28. apríl 1958. Börn Aðalheiðar og
Þórarins eru: 1) Karl Jóhann,
kvæntur Ingu Jónu Einarsdóttur,
Grétars er Guðríður Sigurðardótt-
ir. Börn þeirra eru Vigdís Birna og
Andri Sveinn. 5) Margrét (lést ung-
lingur). 6) Þorsteinn Gunnar,
kvæntur Sigríði Ásu Sigurðardótt-
ur. Sonur þeirra er Almar Þór.
Sonur hennar er Sigurður Eyberg
Guðlaugsson.
Sem kornabarn fór Aðalheiður
til föðurforeldra sinna Þórdísar
Þorsteinsdóttur, f. 1. september
1861, d. 7. október 1953, og Tyrf-
ings Tyrfingssonar, f. 28. maí
1865, d. 27. nóvember 1947, að
Vetleifsholtsparti (nú Kastala-
brekka), í Vetleifsholtshverfi og
ólst upp hjá þeim og föðursystur
sinni Sigríði Tyrfingsdóttur, f. 8.
september 1899, d. 17. desember
1998. Hjá þeim ólst einnig upp önn-
ur sonardóttir þeirra, Guðrún
Ólafsdóttir Hafberg, f. 7. ágúst
1916.
Aðalheiður fékk sína formlegu
menntun í farskóla heima í Vet-
leifsholtshverfi og austur í Bjólu-
hverfi. Hún fór að þeirrar tíðar
hætti ung að heiman í vist til
Reykjavíkur til fjölskyldu Guido
Bernhöft og bundust hún og fjöl-
skyldan tryggðar- og vináttubönd-
um sem héldust æ síðan.
Aðalheiður og Þórarinn hófu bú-
skap árið 1946 í Litlu-Tungu í
Holtum. Þangað fluttust tveimur
árum síðar fóstrur hennar þær
Þórdís og Sigríður og voru báðar
með henni til dauðadags. Árið
1999 fluttist Aðalheiður að Sel-
fossi, fyrst að Álftarima 22 og síð-
astliðið haust að Grænumörk 2.
Útför Aðalheiðar Þorsteinsdótt-
ur fer fram frá Árbæjarkirkju í
Holtum í dag og hefst athöfnin
klukkan 14.
synir þeirra eru
Heiðar Þór og Sig-
mar. Unnusta Sig-
mars er Birna Ósk
Sigurjónsdóttir. Börn
Ingu Jónu eru Bjarni,
Einar Ingi og Drífa
(lést í bernsku) Krist-
insbörn. Bjarni er
kvæntur Ólöfu Maríu
Gylfadóttur. Börn
þeirra eru: Ævar Elí
og Lína Rut. Einar
Ingi er kvæntur Ástu
Björg Ásgeirsdóttir.
Börn hans eru Inga
Jóna, Aron Ingi, Daníel Andri og
Þóra Valdís. 2) Þórdís Torfhildur,
sonur hennar er Grétar Mar, kona
hans er Halldóra Rannveig Blön-
dal. 3) Vilhjálmur, kvæntur Guð-
björgu Ólafsdóttur. Synir þeirra
eru: Guðni Rúnar Karl, Þórarinn
og Ketill. Kona Guðna er Kathrine
Høgild Pedersen. Sonur Guðbjarg-
ar er Þórarinn Birgir Þórarinsson.
Kona hans er Ragnheiður Páls-
dóttir. Dætur þeirra eru Kristín og
Laufey Fríða. Dóttir hans er Unn-
ur Dögg. Synir Vilhjálms eru Geir
og Kjartan Freyr. Kona Geirs er
Gunnþórunn Steinarsdóttir. Börn
þeirra eru Steinar Logi og Sigþór
Bjarmi. Kona Freys er Heiðrún
Hafný Hafsteinsdóttir. Barn
þeirra er Sigurdís Sjöfn. 4) Vigdís,
gift Gunnari A. Jóhannssyni. Börn
þeirra eru Grétar Þórarinn, Marí-
anna og Gunnar Jóhann. Kona
Kynni okkar Öllu hófust fyrir
rúmum 30 árum eða þegar ég
kynntist Vigdísi konu minni. Nú
þegar hún er látin koma upp í huga
manns minningar sem munu verða
okkur huggun gegn þeim söknuði
og sorg sem hellist yfir aðstand-
endur á slíkri stundu. Það hefur oft
verið sagt að erfiðasta skyldmenni
að lynda við sé tengdamamma. Að-
alheiður var undantekningin sem
sannaði þá reglu. Ég man ekki öll
þessi 30 ár eftir að á milli okkar
hafi nokkurn tíma borið skugga á
þá vináttu og traust sem þróaðist
með okkur. Við vorum þeirrar
ánægju aðnjótandi að hún var tíður
gestur á heimili okkar, sérstaklega
eftir að hún brá búi og sonur henn-
ar tók við.
Þegar ég lít til baka kemur fyrst
upp í huga minn sá geysilegi dugn-
aður og samviskusemi sem ein-
kenndi hana. Öll hennar búskap-
arár gekk hún til allra verka bæði
úti sem inni, einnig eftir að hún
hætti búskap þegar hún missti eig-
inmann sinn Þórarin Vilhjálmsson
og sonur þeirra hafði tekið við
búinu fór hún í fjósið með syni sín-
um, það var eins og hún þyrfti
nokkur ár til að gíra sig niður. Mér
verður lengi minnisstætt eitt atvik
eftir að við Vigdís vorum farin að
búa á Ásmundarstöðum, það höfðu
verið óþurrkar, hey höfðu hrakist
og mikið hey lá flatt. Þegar stytti
upp bauðst ég til að hjálpa þeim að
ná því saman. Ég batt fyrir þau
fram til tvö að nóttu og ákváðum
við að sjá til hvort hann héngi ekki
þurr eitthvað áfram. Ég var ekki
búinn að vera lengi heima er mér
sýndist hann vera að draga upp svo
ég ákvað að fara strax aftur og átti
von á að taka alla heimilismenn í
rúminu, en ég var ekki búinn að
opna dyrnar þegar Alla kemur full-
klædd á móti mér og býður mér
morgunkaffi, hef ég hana grunaða
að hafa ekki farið lengra en á eld-
húsbekkinn til að hvíla sig. En
svona var hún, gekk alltaf fyrst til
verka og hætti síðust. Það varð
henni því mjög erfitt þegar hún
missti heilsuna fyrir 14 árum og
fékk ekki nema takmarkaðan mátt
aftur eftir þau veikindi. Þó mátt-
urinn væri ekki mikill vantaði ekki
áhugann og viljann, þegar hún
dvaldi á heimili okkar kom ekki til
greina annað en hún tæki þátt í
heimilisstörfum með okkur eins og
kraftar hennar leyfðu. Þess á milli
sat hún og prjónaði eða bakaði
bestu flatkökur sem ég hef fengið
eins og fjölskyldan, vinir og vanda-
menn þekkja og hafa notið góðs af.
Hún unni náttúrunni mikið og
naut þess að ferðast. Það var
draumur hennar þegar hún hætti
búskap að ferðast og ganga á fjöll.
Hún hafði unun af að ferðast og
ræktaði félagsskap við eldri borg-
ara og svokallaðan Borghildarhóp,
einnig ferðaðist hún með okkur
bæði hér innanlands og utan og eru
minningar af þeim ferðum nokkuð
sem mun lifa með okkur og börnum
okkar um ókomna tíð. Hún fór með
okkur nokkrum sinnum til Flórída
og var ánægjulegt að sjá hvað hún
naut þeirra ferða, hún hafði orð á
því hvað þessi notalegi hiti færi vel
í hana. Hún dvaldi með okkur í
tvær vikur norður í Öxarfirði í sum-
ar í blíðskaparveðri og naut hún
þess að setjast út á pall með prjón-
ana strax á morgnana fékk sér síð-
an stutta göngutúra til að liðka lú-
inn líkama. Það er mér
eftirminnilegt að sjá hvað hún naut
þeirrar ferðar og dáðist að nátt-
úrufegurð og veðurblíðu Öxarfjarð-
ar.
Amma var hún einstök, það var
alveg sama hvaða dynti barnabörn-
in tóku uppá alltaf sá hún eitthvað
jákvætt við það, aldrei heyrði ég
annað en þau væru meistaraverk
Guðs.
Aðalheiður ólst upp hjá föðurfor-
eldrum sínum og föðursystur sinni
Sigríði Tyrfingsdóttir. Fljótlega
eftir að hún hóf búskap að
Litlu-Tungu fluttu þær til hennar
Þórdís amma og Sigga föðursystir
hennar. Ég átti því láni að fagna að
kynnast Siggu mjög vel en sam-
band þeirra Öllu var einstakt. Alla
sýndi henni eins og öðrum mikið
trygglyndi og hafði það veruleg
áhrif á hennar líf en Sigga bjó hjá
henni þar til hún lést 99 ára gömul.
Umhyggja hennar fyrir öðrum
verður okkur sem þekktum hana
minnisstæð og ekki síður hvað hún
var þakklát fyrir það sem fyrir
hana var gert. Hún gerði sér grein
fyrir að sú stund kæmi sem nú er
runnin upp og hafði skipulagt hana
svo vel sem henni var unnt. Hún
hafði þá ósk ef hún fengi aftur áfall
þá fengi hún að kveðja þennan
heim frekar en að vakna til hans
ósjálfbjarga, því verðum við fyrir
hennar hönd að vera sátt við þessi
leikslok, þar sem veikindin voru
óumflúin.
Við vandamenn hennar og vinir
verðum henni ævinlega þakklát og
munum minnast hennar fyrir dugn-
að, trygglyndi og ósérhlífni.
Gunnar Jóhannsson.
AÐALHEIÐUR
ÞORSTEINSDÓTTIR
Innilegar þakkir til þeirra er sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför ástkærs mannsins
míns, föður okkar, tengdaföður, sonar, bróður og
mágs,
HJÁLMS SIGURJÓNS SIGURÐSSONAR,
Mánabraut 5,
Skagaströnd.
Sigríður Rut Sigurðardóttir,
Guðbjörg Hjálmsdóttir,
Harpa Hjálmsdóttir, Brett Harris,
Ólafur Freyr Hjálmsson,
Ásdís Hjálmsdóttir,
Guðbjörg Hjálmsdóttir, Sigurður Sigurjónsson.
Steinunn Sigurðardóttir, Bjarni Vésteinsson,
Ragnar Sigurðsson, Sigríður J. Guðmundsdóttir,
Sigurður Sigurðsson, Ingibjörg Eiríksdóttir,
Reynir Sigurðsson, Þórrún Þorsteinsdóttir.
Fyrir okkar hönd, fjölskyldna okkar og annarra
nákominna færum við öllum innilegar þakkir sem
sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og út-
för
BÖÐVARS G. BALDURSSONAR,
Smárarima 74,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við þeim sem önnuðust
hann í veikindum.
Guð blessi ykkur.
Gerður Jensdóttir,
Grétar Böðvarsson,
Signý Marta Böðvarsdóttir,
Haukur Böðvarsson.
Elskulegur faðir okkar, afi, langafi og tengda-
faðir,
KRISTJÁN SÍMONARSON
fyrrv. flugumferðarstjóri,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði fimmtudaginn
16. mars.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði mánu-
daginn 27. mars kl. 15.00.
Kolbrún Kristjánsdóttir,
Hrafnhildur Kristjánsdóttir,
Steinþórunn Kristjánsdóttir,
Rúna Lísa Ómarsdóttir
og fjölskyldur.
Bróðir okkar,
JÓNAS HELGASON
frá Gvendarstöðum,
sem andaðist á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga föstudaginn 17. mars,
verður jarðsunginn frá Þóroddsstaðarkirkju í dag klukkan 14.
Rannveig Helgadóttir,
Sæmundur Helgason,
Oddur Helgason,
Jórunn Helgadóttir,
Kristín Helgadóttir.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug
við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar og
móður,
ARNDÍSAR GUÐLAUGS JÓHANNSDÓTTUR,
Logafold 114,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til Karitas hjúkrunarþjónustu,
lækna og hjúkrunarfólks á Landspítala Hringbraut
og Fossvogi.
Guð blessi ykkur öll.
Gunnar Þór Adólfsson,
Grétar Kristinn Gunnarsson.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og langalangamma,
FJÓLA ELÍASDÓTTIR,
Syðra-Seli,
Hrunamannahreppi,
lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum, Selfossi,
að kvöldi föstudagsins 17. mars.
Jarðarförin auglýst síðar.
Elsa Sigrún Böðvarsdóttir,
Guðrún Böðvarsdóttir, Sigurður Hannesson,
Guðmundur Böðvarsson, Ragnheiður Richardsdóttir,
Margrét Böðvarsdóttir, Birgir Thorsteinson,
Kristrún Böðvarsdóttir, Sigurður Jóakimsson,
Agnes Böðvarsdóttir, Þorvaldur Jónsson
og fjölskyldur.