Morgunblaðið - 25.03.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 11
FRÉTTIR
fimmtudag,
föstudag
og laugardag
Opið til kl. 16 laugardag
FERÐATÖSKUDAGAR
Stærsta töskuverslun landsins
Skólavörðustíg 7, Rvík, sími 551 5814
Góðar fermingargjafir
20%afsláttur afferðatöskum
STJÓRNARFUNDUR hjá Hitaveitu
Suðurnesja var haldinn í gærdag en
þar var farið yfir stöðuna sem upp er
kominn í samskiptum hitaveitunnar
við varnarliðið á Keflavíkurflugvelli.
Hitaveita Suðurnesja sér Keflavíkur-
flugvelli fyrir heitu vatni og rafmagni
en óljóst er hver afdrif samningsins
um vatnsveituna verða.
Í honum er kveðið á um að varn-
arliðið kaupi heitt vatn um ótilgreind-
an tíma og geti ekki skorið kaupin nið-
ur nema um 4% á ári. Var
samningurinn gerður árið 1998 við
Bandaríkjastjórn og mátu yfirmenn
hitaveitunnar varnarliðið sem ótrygg-
an viðskiptavin sem hætt gæti kaup-
um fyrirvaralaust og kröfðust því að
samningurinn yrði um ótilgreindan
tíma og semja þarf um samningslok
hans. Bandaríkjamenn hafa minnkað
kaupin um 22% frá upphafi samnings-
tímans árið 1999 en hefðu í raun getað
skorið niður um rúmt 31%.
Júlíus Jónsson, forstjóri hitaveit-
unnar, segir þá hafa lækkað minna til
að byrja með en eftir að tilkynning
kom um brottflutning árið 2003 hafa
þeir nær nýtt sér ákvæðið til fulln-
ustu. Samningur varnarliðsins og
hitaveitunnar um rafmagnsveitu er
hins vegar í gegnum ríkið og frá-
brugðinn, því þar er aðeins getið um
þriggja mánaða uppsagnarfrest.
25 ára samstarf
Júlíus sagði eftir fundinn að þar
hefði mönnum aðallega verið gerð
grein fyrir stöðunni og hvernig samn-
ingar standa. Hann segir forsendur
vanta svo hægt sé að taka ákvarðanir
um framhaldið og bindur vonir við að
málin komist á hreint í varnarviðræð-
unum í lok mánaðarins. „Það er von-
andi að stjórnvöld fái á hreint hvað
Bandaríkjamenn ætla að gera en þeir
hafa ekki sagt neitt við okkur. Það
verður að fá það á hreint að þeir virði
alla samninga sem gerðir voru á Ís-
landi,“ segir Júlíus.
Varnarliðið og Hitaveita Suður-
nesja hafa verið í samstarfi í 25 ár og
þykir forstjóranum mikilvægt að því
verði slitið með sóma en varnarliðið er
stærsti einstaki kaupandinn að heitu
vatni hjá hitaveitunni.
Stjórnarfundur í Hitaveitu Suðurnesja
vegna samnings við Varnarliðið
Ótímabundinn
samningur um vatn
FRUMVARP til laga um fimm
manna kjararáð í stað Kjaradóms
og kjaranefndar var samþykkt á
ríkisstjórnarfundi í gær. Halldór
Ásgrímsson forsætisráðherra
væntir þess að frumvarpið fari
fljótt í gegnum þingið og verði af-
greitt sem lög fyrir vorið.
Frumvarpið byggir á tillögum
nefndar, skipuð fulltrúum allra
þingflokka, sem falið var að fara
yfir lög um Kjaradóm og kjara-
nefnd. Halldór sagði við frétta-
menn eftir ríkisstjórnarfundinn í
gær að hann teldi niðurstöðu
nefndarinnar góða.
Um eitt þúsund manns heyra
undir Kjaradóm og kjaranefnd, þar
á meðal forseti Íslands, þingmenn,
ráðherrar, dómarar og ýmsir emb-
ættismenn. Halldór sagði aðspurð-
ur að ræddar hefðu verið hug-
myndir um að fækka í þessum
hópi, þannig að einhverjir þeirra
gætu samið um sín kjör sjálfir. „En
eftir ítarlegar viðræður við alla
sem hafa átt aðild að Kjaradómi og
kjaranefnd virðast allir sem þar
hafa verið vilja vera þar áfram.“
Ekki yrðu því lagðar til breytingar
í þessa veru þótt opnað væri fyrir
þann möguleika í frumvarpinu.
Í frumvarpinu verður gert ráð
fyrir því að kjararáð taki mið af al-
mennri þróun kjaramála á vinnu-
markaði. Halldór sagði aðspurður
að hann teldi að með því væri verið
að ganga til móts við gagnrýni Al-
þýðusambands Íslands. Hann
sagði, í því sambandi, að í fyrr-
greindri nefnd hefðu verið aðilar
sem þekktu vel til vinnumarkaðar-
ins og verkalýðsfélaganna. „Ég er
viss um að þeir hafi lagt sitt af
mörkum til að taka tillit til þeirra
sjónarmiða sem hafa komið fram
hjá ASÍ.“
Frumvarp
um kjara-
ráð verði
afgreitt
fyrir vorið
ÓLAFUR Ragnar Grímsson
forseti Íslands verður viðstadd-
ur útför Lennarts Meri, fyrrum
forseta Eistlands.
Útför Lennarts Meri fer
fram á morgun, sunnudag, og
hefst kl. 12 að hádegi í Karli
kirkjunni í höfuðborg Eist-
lands, Tallin.
Viðstaddur
útför
Lennart Meri
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn