Morgunblaðið - 25.03.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.03.2006, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR RÆTT var um niðurfellingu tolla og afnám útflutningsálags á fersk- an óunnin fisk frá íslandi á fundi sjávarútvegsráðherra Íslands og Bretlands nú í vikunni. Einnig var fjallað um sjóræningjaveiðar og hvalveiðar. Einar K. Guðfinnsson sjávarút- vegsráðherra átti í vikulokin fund í Lundúnum með Ben Bradshaw, sjávarútvegsráðherra Bretlands, í kjölfar heimsóknar til helstu mark- aðsfyrirtækja Íslendinga á sviði sjávarútvegs, flutninga og mat- vælaframleiðslu. Á fundi ráð- herranna var farið yfir sameiginleg hagsmunamál ríkjanna á vettvangi sjávarútvegs og hvað betur má fara, ekki hvað síst er snertir sam- skipti Íslands og Evrópusam- bandsins. Meðal annars var rætt um tolla sem Evrópusambandið leggur á nokkrar íslenskar sjávarafurðir, sem fluttar eru út til sam- bandslandanna. Ben Bradshaw tók vel í að liðsinna Íslendingum að fá tollana fellda niður, gegn hugsan- legu afnámi útflutningsálags á ferskan óveginn fisk frá Íslandi. Fiskimálanefnd Evrópusambands- ins hittist í næstu viku í Brussel og reiknar Bradshaw jafnvel með að Bretar taki málið upp þá þegar. Ráðherrarnir lýstu gagnkvæmri ánægju með aðgerðir þjóðanna tveggja gegn ólöglegum og óábyrg- um veiðum, svokölluðum sjóræn- ingjaveiðum. Bradshaw hvatti ís- lensk stjórnvöld til að leggja Bretum og fleiri þjóðum enn meira lið í baráttunni og á breiðari grunni en þegar er. Einar K. Guð- finnsson greindi Bradshaw frá vís- indaveiðum Íslendinga á hrefnu og hvert verður framhald þeirra. Enn- fremur gerði sjávarútvegsráðherra grein fyrir bráðabirgðaniðurstöð- um vísindarannsóknanna sem kynntar voru í síðustu viku. Ben Bradshaw lýsti afstöðu Breta til hvalveiða og andstöðu sinni við þær, en um leið áhuga á að kynna sér niðurstöður vísindarannsókn- anna betur. Sjávarútvegsráðherra átti einnig fund með Bill Wiggin skuggamála- ráðherra Íhaldsflokksins í sjávar- útvegsmálum, þar sem einnig var farið yfir helstu hagsmunamálin Lýsti Wiggin hrifningu sinni á ís- lenskum sjávarútvegi, sem taka ætti til fyrirmyndar. Að lokum hitti sjávarútvegsráðherra nokkra þing- menn sem láta sig sjávarútvegsmál miklu varða og hafa sýnt málefnum Íslands sérstakan áhuga. Ræddu niðurfellingu tolla og afnám útflutningsálags Sjávarútvegsráðherra, Einar K. Guðfinnsson, fundar með Ben Bradshaw, breskum starfsbróður sínum, í London Starfsbræður Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra hitti starfs- bróður sinn á Bretlandi, Ben Bradshaw, og ræddu þeir ýmisleg mál. VERÐ á sjávarafurðum lækkaði mikið í febrúarmánuði, eða um 2,6% mælt í erlendri mynt (SDR). Til samanburðar hækkaði afurðaverðið um 1,8% í janúar. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar sem birtar voru í gær. Afurðaverðið er enn hátt mælt í erlendri mynt þrátt fyrir lækkunina nú og er 4,5% hærra en það var í febrúar í fyrra. Afurðaverð mælt í íslenskum krónum hækkaði um 0,8% í febrúar frá mánuðinum á undan vegna veik- ingar krónunnar. Afurðaverð í ís- lenskum krónum hefur hækkað um 2,5% síðastliðið ár. Morgunkorn Glitnis fjallaði um þetta í gær. „Hagur sjávarútvegs- fyrirtækjanna hefur vænkast veru- lega undanfarnar vikur með veik- ingu krónunnar. Gengisvísitala krónunnar er nú í morgun um 123 stig en var að meðaltali 108,6 í fyrra. Veikingin nú kemur talsvert fyrr en við reiknuðum með. Fram- legð í rekstri hjá sjávarútvegsfyr- irtækjum mun batna samfara veik- ingunni. Á móti kemur að gengismunur af erlendum skuldum verður mjög neikvæður á fyrsta fjórðungi ef gengið breytist ekki frá því sem nú er. Sem dæmi um þróun afurðaverðs lækkaði verð á sjófrystum botnfisk- afurðum mælt í erlendri mynt um 1,1% í febrúar. Sjófrystar botnfisk- afurðir eru nú 20,4% verðmeiri en í febrúar í fyrra. Landfrystar botn- fiskafurðir lækkuðu einnig í verði, eða um 1% í febrúar, og er verð þeirra 5,4% hærra en fyrir ári síðan. Mjöl hækkaði hins vegar í verði, eða um 4,1% á milli mánaða, og stendur mjög hátt miðað við fyrri ár.“                                          Verð á fiskafurðum lækkaði í febrúar Lækkun á gengi krónunnar leiðir þó til verðhækkunar í íslenskum krónum VERIÐ STANGVEIÐIFÉLAGIÐ Lax-á hefur gengið frá samn- ingum um leigu á Svartá í Húnavatnssýslu til næstu fimm ára, sem og samningi um öll fjögur veiðisvæði Blöndu. Lax-á hefur haft neðstu þrjú svæðin á leigu en bætir nú við því efsta. Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur haft Svartá á leigu síðustu árin. Að sögn vefmiðilsins votnogveidi.is var Svartá ekki í út- boði heldur bauð Lax-á í ána á samningstíma SVFR og svaraði SVFR með því að bjóða á móti, ekki bara í Svartá, heldur í Blöndu að auki. Talsverð óánægja mun vera innan stjórnar SVFR með lyktir mála, ekki aðeins yfir að hafa misst Svartá, sem er rómuð fluguveiðiá, heldur einnig hinu, að tilboði þeirra var aldrei svarað af hálfu stjórnar veiðifélagsins. Bjarni Júlíusson, formaður SVFR, sagði að vissulega væri eftirsjá af Svartá. „Það þýðir hins vegar ekkert að svekkja sig á þessum málalokum, heldur ætlum við hjá SVFR einfaldlega að horfa fram á veginn og reyna að finna ársvæði sem geta komið í stað Svartár.“ Hann bætti síðan við að kannski væri kominn tími til að hagsmuna- samtök í geiranum, Landssamband stangaveiðifélaga og Landssamband veiðifélaga, komi að útboðs- og samninga- málum og móti sameiginlega einhvers konar vinnureglur sem sátt geti ríkt um. SVFR hefur hins vegar náð samkomulagi um leigu á efri hluta Haukadalsár í Dölum til næstu fimm ára. Renn- ur áin í Haukadalsvatn, í henni veiðist sjóbleikja og stöku lax, og hefur veiðin oft verið 600 til 900 fiskar. Veitt er á tvær stangir og fylgir gott veiðihús. Hefst netaveiði aftur í Borgarfirði? Fyrr í vikunni fór fram á Alþingi fyrsta umræða um nýtt lagafrumvarp landbúnaðarráðherra um lax- og sil- ungsveiði. Eins og fram hefur komið í fréttum vilja margir þingmenn sjá þá breytingu á 27. lið frumvarpsins að net- veiði á laxi verði bönnuð, og hefur sjónum einkum verið beint í því sambandi að Ölfusá/Hvítá. Á sama tíma hafa netabændur og fulltrúar veiðifélaganna í bergvatnsánum í Borgarfirði átt í viðræðum um framlengingu á samningum sem hefur haldið netunum frá Hvítá í Borgarfirði síðustu árin. Sporður ehf., leigutaki Þverár/Kjarrár, reið á vaðið og samdi við netabændur á dögunum. Samkvæmt heimildum votnogveidi.is er um að ræða greiðslu upp á 16,5 milljónir, auk vísitöluhækkana frá síðasta ári. Í kjölfarið gerðu netabændur öðrum veiðifélögum tilboð um áframhaldandi upptöku neta og byggðist tilboðið á samkomulaginu við Sport ehf. Töldu margir að þar hefði verið hoggið á hnútinn í viðræðunum, sem voru komnar í strand. Tilboðinu var hins vegar hafnað og mun bilið milli málsaðila vera breitt, og alls óljóst hver útkoman verður. Nýir leigutakar að Brunná Hópur sem kallar sig Hugdjarfa hefur gengið frá samn- ingi um leigu Brunnár í Öxarfirði til næstu fimm ára. Brunná er falleg og fjölbreytileg silungsveiðiá, kunn fyrir vænar bleikjur og urriða í bland. Að sögn Þorsteins Geirssonar hjá Smartkortum, sem er í forsvari fyrir sexmenningana sem skipa hópinn, er ætlun þeirra að fækka stöngum úr fjórum í þrjár og þá hafa þeir keypt fallegt 90 fermetra veiðihús sem verður komið upp nærri ánni í vor. Hingað til hefur ekkert veiðihús verið við Brunná. „Við ætlum að bæta aðstöðuna við ána, hún er svo sann- arlega falleg fyrir en í samvinnu við veiðifélagið langar okkur að byggja hana enn betur upp og gera dvöl veiði- manna við hana enn notalegri,“ segir Þorsteinn. „Við vilj- um að menn njóti þess að veiða í Brunná og klappi við- kvæmri náttúrunni í stað þess að traðka á henni.“ Settur verður kvóti á veiði í ánni og veitt og sleppt að mestu. Frekari upplýsingar má fá í netfanginu thorsteinn- @smartkort.is. STANGVEIÐI Lax-á leigir Svartá og öll svæði Blöndu Morgunblaðið/Einar Falur Veiðimaður glímir við vænan tveggja ára lax í Blöndu. veidar@mbl.is KRAFA tveggja banka um að við- skiptavinur sem ætlaði að skipta pen- ingum í gjaldeyri þyrfti að gefa upp kennitölu, samrýmist ekki 10. gr. laga nr. 77/2000 þar sem fram kemur að öflun kennitölu er óheimil þjóni hún ekki málefnalegum tilgangi og sé nauðsynleg til að tryggja örugga persónugreiningu. Þetta kemur fram í nýlegu áliti Per- sónuverndar. Tilefni álitsins var kvörtun frá ein- staklingi sem reynt hafði að skipta peningum í gjaldeyri í tveimur bönk- um en var þá beðinn um kennitölu sína. Bankarnir töldu sér heimilt að biðja ávallt um kennitölu gjaldeyris- kaupenda og vísuðu einkum til skyldu sinnar samkvæmt lögum um peninga- þvætti til að kalla eftir skilríkjum við- skiptavina. Persónuvernd benti hins vegar á að umrædd lagaákvæði mæla aðeins fyr- ir um skyldu til að láta viðskiptavini sanna á sér deili þegar viðskipti fara fram úr tiltekinni upphæð eða ástæða er til að ætla að þau tengist tiltekinni refsiverðri háttsemi. Einnig var af hálfu fjármálafyrirtækjanna vísað til ákvæðis í umræddum lögum um það þegar ástæða er til að ætla að við- skipti fari fram í þágu þriðja manns. Segir að þá skuli viðskiptamaður krafinn upplýsinga um hver sá þriðji maður sé. Benti Persónuvernd á að í þessu ákvæði er ekki mælt fyrir um skyldu til að krefja viðskiptamanninn sjálfan um kennitölu sína. Þegar viðskipti féllu ekki undir framangreind lagaákvæði taldi Per- sónuvernd að líta yrði til 10. gr. laga nr. 77/2000 þar sem fram kemur að öflun kennitölu er óheimil þjóni hún ekki málefnalegum tilgangi og sé nauðsynleg til að tryggja örugga per- sónugreiningu. Því taldi Persónu- vernd ekki löglegt að krefja viðskipta- menn ávallt um kennitölu sína við kaup á gjaldeyri. Það gæti þó verið lögmætt þegar ástæða væri til að ætla að viðskipti ættu uppruna sinn að rekja til brots eða færu fram í þágu þriðja manns. Gæti það átt við þegar upphæðir væru háar. Öðru máli gegndi þegar upphæðir væru lágar. Var niðurstaða Persónuverndar sú að ekki lægi fyrir að krafa bankanna tveggja um kennitölu kvartanda í tengslum við umrædd gjaldeyriskaup samrýmdist 10. gr. laga nr. 77/2000. Ekki löglegt að krefja viðskiptavini ávallt um kennitölu GÆSLUVARÐHALD yfir tveimur útlendingum sem voru handteknir á Keflavíkurflugvelli með 100 þúsund evrur á leið úr landi síðastliðinn föstu- dag, hefur verið framlengt um tvær vikur. Mennirnir, sem eru búsettir á Spáni, eru grunaðir um svonefnd Níg- eríufjársvik en talið er að nokkrir Ís- lendingar tengist einnig málinu. Tveir Íslendingar voru yfirheyrðir vegna málsins en þeim var sleppt að loknum yfirheyrslum þar sem rannsóknar- hagsmunir þóttu ekki krefjast þess að þeim yrði haldið áfram en þeir hafa þó réttarstöðu sakborninga í málinu. Frekari upplýsingar um málið hafa ekki fengist hjá lögreglu þar sem rannsókn þess stendur enn yfir en rannsókninni mun þó miða vel áfram. Gæsluvarðhald framlengt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.