Morgunblaðið - 25.03.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.03.2006, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR LÆKKANIR Á MARKAÐI Gengi krónunnar veiktist á mark- aði í gær, auk þess sem lækkanir einkenndu íslenskan hlutabréfa- markað. Greiningardeildir skýrðu lækkunina með fréttum af því að bandarískir fjárfestar ætli ekki að endurfjárfesta í skuldabréfum í bönkunum. Handtökur fordæmdar Ráðamenn á Vesturlöndum for- dæmdu í gær harkalegar aðgerðir yfirvalda í Hvíta-Rússlandi gegn mótmælendum og kröfðust þess að þeir yrðu látnir lausir án tafar. Stjórn Bandaríkjanna og leiðtogar landa Evrópusambandsins sögðust ætla að grípa til refsiaðgerða gegn Alexander Lúkasjenkó forseta og fleiri ráðamönnum í Hvíta- Rússlandi. Meðal annars verður þeim bannað að ferðast til landanna og eignir þeirra verða frystar. Langur biðtími hjá TR Umboðsmaður Alþingis hefur vakið athygli heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra á slæmri verkefn- isstöðu Tryggingastofnunar ríkisins, en ekki hefur fengist fé til að bæta við starfsfólki. Vill vísa klerkum úr landi Bendt Bendtsen, efnahags- málaráðherra Danmerkur, sagði í gær að Danir ættu að íhuga að vísa Ahmed Akkari og fleiri róttækum múslímaklerkum úr landi. Akkari er fæddur í Líbanon en er með dansk- an ríkisborgararétt. Geir hitti Lavrov Geir H. Haarde utanríkisráðherra hitti Sergei V. Lavrov, utanrík- isráðherra Rússlands í gær. Ræddu þeir m.a. varnarmál Íslands og framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Y f i r l i t Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Í dag Sigmund 8 Umræðan 33/39 Fréttaskýring 8 Bréf 39 Úr verinu 14 Minningar 40/46 Viðskipti 18/20 Kirkjustarf 47/49 Erlent 21/22 Myndasögur 52 Minn staður 23 Dagbók 54/57 Akureyri 24 Víkverji 54 Suðurnes 24 Velvakandi 55 Landið 26 Staður og stund 56 Árborg 26 Bíó 62/65 Daglegt líf 29/31 Ljósvakamiðlar 66 Menning 32, 58/59 Staksteinar 66 Forystugrein 34 Veður 67 * * *                                  ! " # $ %           &         '() * +,,,                          HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands vestra dæmdi í gær karlmann í sjö mánaða fangelsi fyrir að bíta lög- reglumann á Sauðárkróki til blóðs á lögreglustöð þar í bæ fyrir þrem- ur árum. Maðurinn var smitaður af lifrarbólgu C og lét í veðri vaka að hann væri líka HIV-smitaður sem ekki var raunin. Lögreglumaðurinn þurfti hins vegar að bíða í 10 mán- uði eftir niðurstöðum lækna varð- andi hugsanlegt smit. Refsingu sína fékk ákærði fyrir brot gegn valdstjórninni en einnig var honum dæmdur hegningarauki vegna fyrri brota sem var ódæmt fyrir þegar hann beit lögreglu- manninn. Á hinn bóginn var það metið til refsilækkunar hversu lengi tók að rannsaka málið en tvö og hálft ár liðu frá brotinu til út- gáfu ákæru. Halldór Halldórsson dómstjóri dæmdi málið. Verjandi var Hilmar Ingimundarson hrl. og sækjandi Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksókn- ari hjá ríkissaksóknara. 7 mánaða fangelsi fyrir að bíta lögregluþjón DC-10 flugvél með 275 farþega inn- anborðs frá flugfélaginu North- western lenti skömmu fyrir klukk- an sjö í gærkvöldi á Keflavíkurflugvelli en viðvör- unarljós í stjórnborði vélarinnar gaf til kynna að eldur væri í farang- ursrými. Ljósið slokknaði þó en flugstjóri vélarinnar taldi öruggast að kanna málið nánar og ákvað að lenda vélinni en óskaði ekki eftir viðbúnaði. Við nánari athugun kom í ljós að einungis var um bilun að ræða og um tíuleytið í gærkvöldi hélt hún áfram leið sinni, en hún var á leið frá Amsterdam til Minneapolis. Lenti á Kefla- víkurflugvelli vegna bilunar ÞAÐ ríkti spenna í verkfræðideild Háskóla Íslands þegar 75 nemar í véla- og iðnaðarverkfræði efndu til keppni í brúarbroti! Þessi keppni er árlegur viðburður en að þessu sinni var þátttakan mjög góð en 42 hópar skiluðu inn tillögum. Keppendur, sem allir eru á fyrsta ári í verkfræði, áttu að hanna og byggja létta og sterka brú úr balsa- viði. Brúin átti að vera 50 cm breið og mátti ekki vera þyngri en 70 grömm. Gerð var sú krafa til brúar- innar að hún myndi þola 20 kg þrýst- ing. Magnús Þór Jónsson prófessor sagði að nemendur hefðu mátt nota lím og tvinna við brúarsmíðina. 27 brýr hefðu staðist kröfur, þ.e. 15 brotnuðu áður en 20 kílóa þrýstingi var náð. Máni Arnarson og Ósk Hilm- arsdóttir sigruðu í flokki léttustu brúa, en þeirra brú, sem var 30,9 grömm að þyngd, brotnaði við 47,5 kg þrýsting. Í flokki þyngri brúa sigruðu Eiður Ágústsson og Helgi Sigurðarson, en þeirra brú var 48,2 grömm og brotnaði við 41,3 kg þrýsting. Þá fengu Erna Guðríður Benediktsdóttir og Valgerður Hall- dórsdóttir verðlaun fyrir fallegustu brúna, en það var einkum litavalið sem þar réði úrslitum. Morgunblaðið/ÞÖK Nemendur voru einbeittir á svip þegar þeir bjuggu sig undir að brjóta brýrnar. Máni og Ósk sigruðu í brúarbroti LEIKFÉLAG Akureyrar frumsýndi í gærkvöldi Litlu hryllingsbúðina. Leikkonurnar Ardís Ólöf Vík- ingsdóttir, Vigdís Hrefna Pálsdóttir og Álfrún Örn- ólfsdóttir voru í förðun fyrir sýninguna og eins og búast mátti við var góð stemning á þessum loka- mínútum fyrir sýninguna. Sást það berlega á andliti Ester Talíu Casey sem stendur fyrir aftan þær stöll- ur. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson LA frumsýnir Litlu hryllingsbúðina HALLDÓR Ásgrímsson forsætisráð- herra sagði aðspurður við fréttamenn fyrir hádegi í gær að engin ástæða væri til að hafa neinar sérstakar áhyggjur af því að bandarískir sjóðir væru að segja upp skuldabréfum sem þeir hefðu keypt af íslensku viðskipta- bönkunum fyrir andvirði á annan milljarð Bandaríkjadala. „Ég hef rætt þetta mál við bankana og þeir sjá ekki ástæðu til annars en að þetta fari allt saman vel. Það þýðir að vextirnir munu ef til vill hækka eitthvað og vextir hafa farið hækkandi, en ég tel ekki ástæðu til að hafa neinar sér- stakar áhyggjur af þessu.“ Inntur eftir því hvort ástæða væri til að hafa áhyggjur af því að gengið félli snöggt í kjölfarið kvað hann svo ekki vera. „Gengið hefur fallið nokkuð síðustu daga og það hefur verið að leita jafnvægis. Hins vegar er því ekki að leyna að þessi umræða sem hefur átt sér stað er áhyggjuefni, vegna þess að margt af því sem hefur komið fram í henni er hreinlega rangt og auðvitað leiðir allt þetta mál hugann að því að það er erfitt að reka lítinn gjaldmiðil á alþjóðamarkaði þegar al- gjört frjálsræði er í peningastraum- um. Það er umhugsunarefni fyrir okkur Íslendinga og við þurfum að draga af því ályktanir og lærdóm á næstunni, þannig að það er vissulega ástæða til að taka alla þessa umræðu alvarlega.“ Engin ástæða til að hafa áhyggjur Eftir Örnu Schram arna@mbl.is ÞYRLUSVEIT Landhelgisgæslu Ís- lands verður efld í tveimur áföng- um, með nánu samstarfi við ná- grannaþjóðir og leigu til bráðabirgða á þyrlum, og síðar með kaupum eða leigu á nýjum þyrlum. Greindi Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, frá þessu á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun. Vegna þess þrönga tímaramma sem Bandaríkjastjórn hefur sett við brottflutning á orrustuþotunum fjórum, og með þeim björg- unarþyrlunum, segir Björn óhjá- kvæmilegt að leysa verkefnið með þessum hætti. Stefáni Eiríkssyni, skrifstofustjóra í dóms- og kirkju- málaráðuneytinu, hefur verið falið að stýra starfinu á vegum ráðu- neytisins í samráði við Georg Lár- usson, forstjóra Landhelgisgæslu Íslands, og samstarfsmenn hans. Þar að auki hefur Leifur Magn- ússon verkfræðingur tekið að sér starf ráðgjafa dóms- og kirkju- málaráðuneytis um þyrluval, sem og í viðræðum við aðila, innlenda sem erlenda. Miðað er að því að tillögur um bráðabirgðalausn liggi fyrir innan þriggja vikna og tillögur um fram- tíðarskipulag ættu að liggja fyrir innan tveggja mánaða. Í kjölfarið mun ráðherra leggja málið fyrir ríkisstjórn. Þyrlusveitin efld í tveimur áföngum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.