Morgunblaðið - 25.03.2006, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 65
SLÓVENSKA hljómsveitin
Laibach tróð upp á Nasa á
miðvikudaginn, nokkur
hundruð þyrstum iðn-
aðarrokkurum til mikillar
ánægju.
Laibach sem fagnar 25 ára
afmæli um þessar mundir er
goðsögn í rokksögunni en
hún var lengi bönnuð í hinni
kommúnísku Júgóslavíu Tí-
tós.
Hljómsveitin hefur haft
ómæld áhrif á yngri hljóm-
sveitir, ekki síst Rammstein
og hina íslensku HAM og
Sigurjón Kjartansson lét sig
að sjálfsögðu ekki vanta á
miðvikudagskvöldið. Tónleik-
arnir mæltust gríðarlega vel
fyrir, enda um mikið sjónar-
og hljómspil að ræða.
Rífandi stemning á Laibach
Laibach var lengi bönnuð í sínu gamla heimalandi, Júgóslavíu.Gríðarleg stemning var í salnum og tónleikagestir voru vel með á nótunum.
Morgunblaðið/EggertTónleikarnir á NASA voru mikið sjónarspil eins og þessar myndir sýna.
PÖNKROKKARINN Jacki (Gershon), stendur
á tímamótum. Það er komið að fertugsafmælinu
og hún er í vafa um hvað sé ráðlegast að taki við.
Á hún að halda áfram sem leiðtogi, gítarleikari
og söngvari kvennarokkssveitarinnar Clam
Dandy, hún hefur fórnað hálfri ævinni í barátt-
una fyrir tilveru hennar og að reyna að slá í
gegn. Uppskeran er enn sem komið er lítil sem
engin og hún lifir á rekstri húðflúrunarstofu.
„Ég rek bandið til að fá’ða,“ segir hún kald-
hæðnislega og hefur úr nógu að moða þar sem
hún gerir ekki upp á milli kynjanna þegar til
kastanna kemur. Um þessar mundir er hún að
keppa við strákpjakk um ástir Tracy (Matteo),
bassaleikarans í bandinu. Aðrir meðlimir þess
eru gítarleikarinn Faith (Lori Petty), sem er í
sambúð með trommaranum Sally (Cole). Þegar
stúlkunum býðst samningur og þátttaka í
hljómleikum með stórum nöfnum renna tvær
grímur á Jacki, á að fara að gefast upp þegar
frægðin er handan við hornið?
Að mörgu leyti áhugaverð mynd sem dregur
sjálfsagt upp raunsanna mynd af rokksenunni í
Los Angeles á 9. áratugnum, þar sem hún er
byggð á söngleik eftir Cheri Lovedog, sem hún
samdi um lífið í rokkheiminum. Til umfjöllunar
er samkynhneigð, gagnkynhneigð og tvíkyn-
hneigð; nauðganir, eiturlyfjaneysla, ofbeldi,
kynferðislegt ofbeldi á börnum, blóðskömm.
Þessar stúlkur hafa marga fjöruna sopið og þær
kippa sér ekki upp við smámuni þó að bitur lífs-
reynsla hafi tekið sinn toll.
Leikkonurnar gera þeim sómasamleg skil.
Mest mæðir á Gershon (Showgirls), sem er ekki
kunn fyrir leiksigra, en hún stóð sig engu að síð-
ur firnavel sem fyrrum fangi og háskakvendi í
Bound, eftir Wachowski-bræður, og dustar ryk-
ið af persónunni í Prey for Rock and Roll. Atrið-
in á sviðinu er veikasti hlekkurinn, en Gershon
syngur sjálf lögin hennar Lovedog. De Matteo
er trúverðug og allt yfirbragð myndarinnar,
grátt og hrátt, er á réttum nótum.
Á pönkrokkuð-
um nótum
KVIKMYNDIR
Regnboginn: Hinsegin bíódagar
Leikstjóri: Alex Steyermark. Aðalleikendur: Gina
Gershon, Lori Petty, Drea de Matteo, Marc Blucas,
Shelly Cole. 104 mín. Bandaríkin 2003.
Í gini rokksins (Prey for Rock and Roll) Sæbjörn Valdimarsson
Magnaður framtíðartryllir
með skutlunni Charlize Theron.
Sýnd með íslensku tali.
Hefndin er á leiðinni
SAMBÍÓ ÁLFABAKKA SAMBÍÓ KRINGLUNNI
Ein magnaðasta kvikmyndaupplifun ársins.
Heitasta myndin
í USA í dag.
Nýjasta snilldarverkið frá Wachowzki bræðrum
þeim sömu og færðu okkur “Matrix” myndirnar.
FRELSI AÐ EILÍFU !
eeee
- S.U.S. - XFM 91,9
eeee
- V.J.V. - TOPP5.IS
eeee
- KVIKMYNDIR.IS
MYNDIR KL. 12 UM HELGAR Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI
V FOR VENDETTA kl. 5:15 - 8 - 10:45 B.i. 16.ára.
V FOR VENDETTA VIP kl. 2 - 5:15 - 8 - 10:45
THE MATADOR kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10:10 B.i. 16 ára.
LASSIE kl. 2 - 3:50 - 6
AEON FLUX kl. 6 - 8 - 10:10 B.i. 16 ára.
SYRIANA kl. 8:10 - 10:45 B.i. 16 ára.
BLÓÐBÖND kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10:10
BAMBI 2 M/- Ísl tal. kl. 2 - 4
Litli Kjúllin M/- Ísl tal. kl. 2
V FOR VENDETTA kl. 6 - 8 - 10 - 11:20 B.i. 16.ára.
LASSIE kl. 12 - 2:10 - 3:15 - 4:20 - 5:50 - 8 - 10:10
BAMBI 2 M/- Ísl tal. kl. 12 - 2 - 4
Litli Kjúllin M/- Ísl tal. kl. 12 - 1:30