Morgunblaðið - 25.03.2006, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 25.03.2006, Qupperneq 65
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 65 SLÓVENSKA hljómsveitin Laibach tróð upp á Nasa á miðvikudaginn, nokkur hundruð þyrstum iðn- aðarrokkurum til mikillar ánægju. Laibach sem fagnar 25 ára afmæli um þessar mundir er goðsögn í rokksögunni en hún var lengi bönnuð í hinni kommúnísku Júgóslavíu Tí- tós. Hljómsveitin hefur haft ómæld áhrif á yngri hljóm- sveitir, ekki síst Rammstein og hina íslensku HAM og Sigurjón Kjartansson lét sig að sjálfsögðu ekki vanta á miðvikudagskvöldið. Tónleik- arnir mæltust gríðarlega vel fyrir, enda um mikið sjónar- og hljómspil að ræða. Rífandi stemning á Laibach Laibach var lengi bönnuð í sínu gamla heimalandi, Júgóslavíu.Gríðarleg stemning var í salnum og tónleikagestir voru vel með á nótunum. Morgunblaðið/EggertTónleikarnir á NASA voru mikið sjónarspil eins og þessar myndir sýna. PÖNKROKKARINN Jacki (Gershon), stendur á tímamótum. Það er komið að fertugsafmælinu og hún er í vafa um hvað sé ráðlegast að taki við. Á hún að halda áfram sem leiðtogi, gítarleikari og söngvari kvennarokkssveitarinnar Clam Dandy, hún hefur fórnað hálfri ævinni í barátt- una fyrir tilveru hennar og að reyna að slá í gegn. Uppskeran er enn sem komið er lítil sem engin og hún lifir á rekstri húðflúrunarstofu. „Ég rek bandið til að fá’ða,“ segir hún kald- hæðnislega og hefur úr nógu að moða þar sem hún gerir ekki upp á milli kynjanna þegar til kastanna kemur. Um þessar mundir er hún að keppa við strákpjakk um ástir Tracy (Matteo), bassaleikarans í bandinu. Aðrir meðlimir þess eru gítarleikarinn Faith (Lori Petty), sem er í sambúð með trommaranum Sally (Cole). Þegar stúlkunum býðst samningur og þátttaka í hljómleikum með stórum nöfnum renna tvær grímur á Jacki, á að fara að gefast upp þegar frægðin er handan við hornið? Að mörgu leyti áhugaverð mynd sem dregur sjálfsagt upp raunsanna mynd af rokksenunni í Los Angeles á 9. áratugnum, þar sem hún er byggð á söngleik eftir Cheri Lovedog, sem hún samdi um lífið í rokkheiminum. Til umfjöllunar er samkynhneigð, gagnkynhneigð og tvíkyn- hneigð; nauðganir, eiturlyfjaneysla, ofbeldi, kynferðislegt ofbeldi á börnum, blóðskömm. Þessar stúlkur hafa marga fjöruna sopið og þær kippa sér ekki upp við smámuni þó að bitur lífs- reynsla hafi tekið sinn toll. Leikkonurnar gera þeim sómasamleg skil. Mest mæðir á Gershon (Showgirls), sem er ekki kunn fyrir leiksigra, en hún stóð sig engu að síð- ur firnavel sem fyrrum fangi og háskakvendi í Bound, eftir Wachowski-bræður, og dustar ryk- ið af persónunni í Prey for Rock and Roll. Atrið- in á sviðinu er veikasti hlekkurinn, en Gershon syngur sjálf lögin hennar Lovedog. De Matteo er trúverðug og allt yfirbragð myndarinnar, grátt og hrátt, er á réttum nótum. Á pönkrokkuð- um nótum KVIKMYNDIR Regnboginn: Hinsegin bíódagar Leikstjóri: Alex Steyermark. Aðalleikendur: Gina Gershon, Lori Petty, Drea de Matteo, Marc Blucas, Shelly Cole. 104 mín. Bandaríkin 2003. Í gini rokksins (Prey for Rock and Roll)  Sæbjörn Valdimarsson Magnaður framtíðartryllir með skutlunni Charlize Theron. Sýnd með íslensku tali. Hefndin er á leiðinni SAMBÍÓ ÁLFABAKKA SAMBÍÓ KRINGLUNNI Ein magnaðasta kvikmyndaupplifun ársins. Heitasta myndin í USA í dag. Nýjasta snilldarverkið frá Wachowzki bræðrum þeim sömu og færðu okkur “Matrix” myndirnar. FRELSI AÐ EILÍFU ! eeee - S.U.S. - XFM 91,9 eeee - V.J.V. - TOPP5.IS eeee - KVIKMYNDIR.IS MYNDIR KL. 12 UM HELGAR Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI V FOR VENDETTA kl. 5:15 - 8 - 10:45 B.i. 16.ára. V FOR VENDETTA VIP kl. 2 - 5:15 - 8 - 10:45 THE MATADOR kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10:10 B.i. 16 ára. LASSIE kl. 2 - 3:50 - 6 AEON FLUX kl. 6 - 8 - 10:10 B.i. 16 ára. SYRIANA kl. 8:10 - 10:45 B.i. 16 ára. BLÓÐBÖND kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10:10 BAMBI 2 M/- Ísl tal. kl. 2 - 4 Litli Kjúllin M/- Ísl tal. kl. 2 V FOR VENDETTA kl. 6 - 8 - 10 - 11:20 B.i. 16.ára. LASSIE kl. 12 - 2:10 - 3:15 - 4:20 - 5:50 - 8 - 10:10 BAMBI 2 M/- Ísl tal. kl. 12 - 2 - 4 Litli Kjúllin M/- Ísl tal. kl. 12 - 1:30
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.