Morgunblaðið - 25.03.2006, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 25.03.2006, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 59 MENNING Landsbankinn er stoltur bakhjarl sýningarinnar. MIÐASALA: WWW.MIDI.IS OG Í IÐNÓ S. 562 9700 laugardagur laugardagur föstudagur 25.03 01.04 07.04 ALLRA SÍÐUS TU SÝNIN GAR UPPSELT UPPSELT SÍÐASTA SÝNING UPPSELT Nýlega hófust tökur á kvik-myndinni Mýrin eftir sam-nefndri metsölubók Arn- aldar Indriðasonar. Það má segja að þessi bók, eða titill hennar, sé ákveðið íkon fyrir nýlegt saka- málaæði þjóðarinnar. Það hefur þar af leiðandi myndast mjög sér- stakt og spennuþrungið andrúms- loft varðandi gerð þessarar mynd- ar. Rannsóknarlöggan Erlendur og fylgdarlið hans eru fyrir löngu orðin þjóðþekktar persónur eftir útgáfur Arnaldar og eflaust marg- ir farnir að velta fyrir sér hvernig leikararnir Ingvar E. Sigurðsson, Björn Hlynur Haraldsson, Ágústa Eva Erlendsdóttir og Elva Ósk Ólafsdóttir munu taka sig út í hlut- verkunum. Almenning þyrstir í fregnir af tökustað, eða allavega mig.    Að vissu leyti er það áhugavertað maður skuli verða sér- staklega spenntur yfir því að bók sem heillaði mann sé kvikmynduð. Ég þekki söguna og ég veit hvern- ig hún endar en engu að síður verð ég að sjá hana í bíó. Kannski er það vegna þess að það vantaði einfaldlega hljóð og mynd í bók- ina. Sagan nái þannig fullkomnun á hvíta tjaldinu með látum og lit- um. Er þá ekki æðsta takmark bókarinnar að verða kvikmynduð, að sagan sé leyst úr viðjum hug- arheims lesendans og raungerð á hvíta tjaldinu. Ég held ekki. Bókin hefur náttúrulega svo margt ann- að á móti. Og svo ég hljómi enn klisjulegri þá er bókin þrátt fyrir allt persónulegri þar sem sagan og persónurnar verða til í þínum eig- in hugarheimi. Engu að síður get ég ekki beðið eftir að sjá Erlend raungerðan.    Þó að það sé alltaf mikil eft-irvænting hér á landi þegar íslenskar metsölubækur eru á ann- að borð kvikmyndaðar þá hlýtur Mýrin að teljast nokkuð sérstakt tilvik að því leytinu til að verið er búa til harðkjarna sakamálamynd sem á engar sínar líkar í íslenskri kvikmyndagerð. Það hafa að vísu verið gerðar ófáar íslenskar mynd- ir sem fjalla um sakamál en ekki eftir þessari uppskrift. Það hefur ekki fyrr hefur verið grundvöllur fyrir mynd um íslenska rannsókn- arlöggu að fást við íslensk saka- mál fyrr en nú. Fyrir nokkrum ár- um þóttu slíkar sögur einfaldlega ekki nógu sannfærandi þar sem þær þóttu falla mjög illa að ís- lenskum veruleika. Hugmyndin að íslenskri löggumynd hefur þar af leiðandi fram að þessu þótt hálf- hlægileg enda er eina eiginlega ís- lenska löggumyndin grínmyndin Löggulíf sem Þráinn Bertelsson leikstýrði um árið. Núna aftur á móti hafa rithöfundar skapað góð- an grundvöll fyrir slíka kvik- myndagerð hér á landi og greitt leiðina fyrir kvikmyndagerðafólk með því að skapa sannfærandi sakamálasögur. Nú þegar er í bí- gerð önnur kvikmynd eftir bók Arnaldar og ljóst að Mýrin er ein- ungis byrjunin. Núna er tíminn kominn á okkar Morse eða Tagg- art. Og það er hann Erlendur okk- ar. Hann Erlendur okkar ’Hugmyndin að íslenskrilöggumynd hefur fram að þessu þótt hálfhlægileg enda er eina eiginlega ís- lenska löggumyndin grín- myndin Löggulíf.‘ Morgunblaðið/Árni SæbergÁ tökustað Mýrinnar. thorri@mbl.is AF LISTUM Þormóður Dagsson MYNDLISTAMAÐURINN Kristján Stein- grímur Jónsson opnar í dag sýningu á jarðhæð Safns á Laugaveginum. Sýningin ber titilinn „Teikningar“ og sýnir teikningar sem Kristján gerði á árunum 2004 til 2006. „Þetta eru teikningar á pappír og striga og eru ákveðið framhald af því sem ég hef verið að gera. Verkin eru unnin út frá náttúrulegum fyr- irbærum og fjalla að eitthverju leyti um merk- ingu. Ég er að kanna merkingu með því að skoða hvað gerist ef táknin hverfa,“ segir Krist- ján Steingrímur sem auk þess að vera listamað- ur er deildarforseti Myndlistardeildar Listahá- skóla Íslands. Viðfangsefni Kristjáns í listinni er náttúran og reynsla okkar af henni. „Ég er að taka fyrir það smæsta sem finnst í náttúrunni, þetta eru eiginlega uppstækkaðar agnir. Ég hef áður unn- ið með agnir með því að setja þær í víðsjá og ljósmynda en núna er ég að prófa að teikna þær milliliðalaust, beint frá huga til handar, og skoða svolítið hvaða merkingu það gefur okk- ur.“ Á sýningunni eru fimm stórar teikningar á striga og fimmtán á pappír. „Striginn er ekki teiknaður heldur fræsa ég í gegnum yfirborð hans. Þá nota ég handfræsara og ríf yfirborð strigans, ég teikna með því að taka af í staðinn fyrir að bæta á.“ Kristján hefur ekki sýnt í Reykjavík í þó- nokkurn tíma en haldið sýningar erlendis og á landsbyggðinni. Sýningin verður opnuð laugardaginn 25. mars kl. 16.00 í Safni, Laugavegi 37. Safnið er opið frá 14:00-18:00 miðvikudaga til föstudaga en frá 14:00 til 17:00 um helgar. Aðgangur er ókeypis. Myndlist | Kristján Steingrímur Jónsson sýnir teikningar í Safni Fræsaður strigi með stórum ögnum Kristján Steingrímur Jónsson fyrir framan eitt verka sinna á sýningunni. STOPPLEIKHÓPURINN fagnar um þessar mundir 10 ára leikafmæli sínu. Á þessu tímabili hefur leik- hópurinn frumsýnt 18 ný íslensk leikrit, sem eru sérstaklega ætluð börnum og unglingum. Í tilefni 10 ára afmælisins frum- sýnir leikhópurinn nýtt íslenskt leikrit í Iðnó í dag, sem nefnist Emma og Ófeigur, og er höfundur þess Árni Ibsen. Verkið segir frá ungmennunum Emmu og Ófeigi. Þegar leikritið hefst er Emma nýbúin að missa móður sína og önnur kona, Geir- þrúður, komin í hennar stað á heim- ilið. Emma er miður sín og ein- mana, þar sem faðir hennar er upptekin af nýju konunni og veitir henni litla athygli. Emma grunar ennfremur nýju konuna um græsku og finnur að eitthvað er ekki eins og það á að vera – að eitthvað er rotið í Danaveldi, eins og stundum er sagt. Síðar kynnist hún Ófeigi sem er myndarpiltur og töff gæi, en margt á eftir að gerast áður en tjaldið fellur. Eins og ef til vill er ljóst af þess- ari lýsingu er verkið byggt á einu þekktasta verki leikhúsbók- menntanna, Hamlet eftir William Shakespeare, þó hlutverkum hafi verið snúið við. Í útfærslu sýning- arinnar er blandað saman tónlist, leik, dansi og trúðstækni og er hún hugsuð jafnt sem ferðasýning sem fyrir fast svið – og ætluð ungmenn- um í grunn- og framhaldsskóla. Hamlet strax í hugann Árni Ibsen er eitt vinsælasta og þekktasta leikskáld þjóðarinnar og verk hans hafa verið sett upp við góðar undirtektir víða um heim. Á síðasta ári setti Hafnarfjarðarleik- húsið til dæmis leikverkið Himna- ríki eftir Árna á svið til að fagna 10 ára afmæli sínu, en það var fyrsta leiksýning hússins á sínum tíma og var verkið sýnt alls 100 sinnum fyr- ir fullu húsi. Árni hefur nú samið nýtt verk fyrir Stoppleikhópinn í tilefni af- mælisins og í samtali við Morg- unblaðið segir hann hugmyndina að verkinu hafa vaknað í samtölum við Stoppleikhópinn. Verkið tók síðan á sig núverandi mynd í desember og janúar. En hafði hann lengi gengið með það í maganum að semja leik- rit byggt á Hamlet? „Ég veit það ekki, líklega,“ segir Árni. „Þegar Stoppleikhópurinn bað um leikrit fyrir unglinga þá kom Hamlet strax upp í hugann og vildi ekki fara. Hamlet er mikið í uppáhaldi hjá mér.“ Hann segir söguna af Hamlet þó ekki mjög greinilega í sýningunni, enda sé markmiðið ekki að kynna Shakespeare og verk hans sér- staklega. „Þetta er bara eitt af mörgum leikritum og sögum upp úr Hamlet. Annað dæmi er sagan 101 Reykjavík,“ segir hann. Unglingar geta Að sögn Árna er boðskapurinn í verkinu fyrst og fremst sá að ung- lingar geti. En aðspurður um hvort það sé ólíkt að skrifa fyrir börn og unglinga annars vegar og fullorðna hins vegar segist hann ekki geta svarað því. „Er einhver munur?“ spyr hann á móti. Þegar Árni Ibsen á í hlut – með hin vinsælu leikrit sín að baki – er ekki úr vegi að spyrja hver gald- urinn að góðu leikverki sé. En hann svarar af hógværð og segist ekki vita það og bendir blaðamanni enn- fremur á að heilu bækurnar hafi verið skrifaðar um einmitt þessa spurningu. Aðspurður um Stoppleikhópinn á tíu ára afmæli hans segir Árni að þetta sé góður hópur. „Þau eru að vinna mjög þarft verk. Ég óska þeim til hamingju með afmælið.“ Leiklist | Rætt við Árna Ibsen um nýtt verk hans í tilefni 10 ára afmælis Stoppleikhópsins „Hamlet er mikið í uppáhaldi hjá mér“ Emma og Ófeigur verður frumsýnt í Iðnó í dag kl. 15. Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is Morgunblaðið/KristinnLeikritið Emma og Ófeigur eftir Árna Ibsen verður frumsýnt í með- förum Stoppleikhópsins í Iðnó í dag. Stoppleikhópurinn fagnar 10 ára afmæli um þessar mundir. eftir Árna Ibsen Aðstoð við handrit og leik- stjórn: Vala Þórsdóttir Leikarar: Eggert Kaaber, Katrín Þorkelsdóttir og Sig- urþór Albert Heimisson Leikmynd og búningar: Guðrún Öyahals Tónlist: Björn Thorarensen Leikstjóri er Ágústa Skúla- dóttir Emma og Ófeigur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.