Morgunblaðið - 25.03.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.03.2006, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR LANDIÐ Ólafsvík | „Ég hef alltaf haft áhuga á þessari starfsemi. Reksturinn hafði verið auglýstur til sölu og ég ákvað að slá til,“ segir Hjörleifur Guðmundsson, skipstjóri og fyrrver- andi útgerðarmaður, sem ásamt konu sinni, Fríðu Sveinsdóttur, hef- ur keypt Ísverksmiðjuna í Ólafsvík. Hjörleifur hefur verið á sjó í tutt- ugu ár og þar af með eigin útgerð í fimmtán ár. Þau hjónin seldu Geisla SH fyrir nokkru. „Ég vildi breyta til, skoða málin aðeins öðru vísi. Það er ekki úr mörgu að velja hér úti á landsbyggðinni þegar maður þarf að velja sér ný verkefni en ég hef alltaf haft áhuga á þessari starfsemi,“ seg- ir Hjörleifur þegar hann er spurður hvers vegna þau hafi hætt í útgerð og keypt ísverksmiðjuna. Hjörleifur viðurkennir að það sé mikil breyting að fara í land eftir öll þessi ár og segir að í raun sé ekki farið að reyna á það til fulls. Hann segir það kost að í þessu starfi sé hann áfram í sambandi við sinn gamla starfsvettvang. Þarf að fylgjast með aflabrögðum og veðri Ísverksmiðjan var tekin í notkun fyrir fimm árum í húsi sem sér- staklega var byggt utan um fram- leiðsluna. Framleiðslugeta hennar er 20 tonn á sólarhring. Hjörleifur starfar einn við fyrirtækið. Hjörleifur segir að miklar sveiflur séu í sölunni. Hún fari eftir árstíma, aflabrögðum og veðri. „Ég verð að fylgjast grannt með veðrinu og fisk- iríinu,“ segir hann. Janúar, febrúar og mars eru venjulega bestu mán- uðir ársins en þá er veðrið líka leið- inlegast. Vel hefur gengið að und- anförnu. Ólafsvíkurbátar hafa aflað vel og salan hjá ísverksmiðjunni því verið yfir meðallagi. Seldu bæði bát og kvóta og keyptu rekstur ísverksmiðjunnar í Ólafsvík „Vildi breyta til“ Morgunblaðið/Alfons Finnsson Nýr vettvangur Fríða Sveinsdóttir og Hjörleifur Guðmundsson ásamt sonunum Hjörvari og Arnleifi við ísverk- smiðjuna. Það var mikil ákvörðun hjá Hjörleifi að hætta á sjónum og leita sér að nýjum verkefnum í landi. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is AKUREYRI BROSKALL myndast á nýjum hraðaskynjara þegar ökumenn aka hjá á löglegum hraða. Þetta nýja tæki, hraðaskynjarinn, hefur nú verið tekið í notkun á Akureyri, það mælir hraða ökutækja og gefur ökumönnum til kynna hvort ekið hafi verið of hratt eða ekki. Það eru Sjóvá, Vegagerðin, Akureyrarbær og Lögreglan á Akureyri sem gert hafa með sér samkomulag um kaup og notkun þessa tækis í þeim til- gangi að auka öryggi í umferð í bænum. „Þetta var mikið hjartans mál hjá Steina P,“ sagði Björn Jósef Arn- viðarson sýslumaður þegar tækið var formlega tekið í notkun og átti þar við lögreglumanninn Þorstein Pétursson. Þorsteinn kvaðst vona að tækið, sem er á kerru og því hægt að stað- setja þar hvar svo sem menn vilja, hefði þau áhrif að ökumenn myndu draga úr hraðanum. „Forvarnar- gildi tækisins felst einmitt í því að það er hreyfanlegt, við munum flytja það frá einum stað til annars, innan bæjar og utan,“ sagði Þor- steinn. Menn hættu fljótt að taka mark á tækjum sem alltaf væru föst á sama staurnum og allir vissu af. Einkum mun verða reynt að fá ökumenn til að draga úr ökuhraða í námunda við skóla og á þeim stöð- um þar sem slysatíðni er há. Hættulegustu gatnamót á Akureyri eru mót Glerárgötu og Þórunnar- strætis, þar verða flest slys í um- ferðinni. Einnig er árekstratíðni há við nokkur gatnamót á Þingvall- astræti og við Skógarlund. Tækinu verður komið fyrir í veg- kanti, það mælir ökuhraða bifreiða og gefur ökumönnum til kynna á stórum skjá hvort hann sé undir hraðatakmörkunum, þá birtist broskallinn. Fýlukallinn svokallaði mun hins vegar góna til þeirra sem fara yfir hraðamörk. Tækið skráir fjölda bifreiða og ökuhraða þeirra og mun sú mæling koma sér vel bæði fyrir Akureyrarbæ og Vega- gerðina, en skráning gagna úr tæk- inu verður í höndum starfsmanna þeirra. Mun skila árangri Jón Birgir Guðmundsson útibús- stjóri Sjóvár á Akureyri vonast til að tækið muni nýtast vel í samfélag- inu, það muni auka öryggi bæjar- búa í umferðinni og fækka slysum. Líkur á alvarlegu líkams- og eigna- tjóni í umferðaróhöppum, ykjust í takt við aukinn hraða. „Við munum klárlega sjá árangur af þessu tæki innan skamms,“ sagði Jón Birgir. Nýr hraðaskynjari tekinn í notkun Á að hvetja ökumenn til að draga úr hraða Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hraðaskynjari Þess er vænst að nýr hraðaskynjari sem tekinn hefur verið í notkun á Akureyri muni leiða til þess að ökumenn dragi úr hraðanum. Á myndinni eru frá vinstri: Björn Jósef Arnviðarson sýslumaður, Birgir Guð- mundsson frá Vegagerðinni, Jón Birgir Guðmundsson frá Sjóvá-Almenn- um og þeir Jónas Vigfússon og Ármann Jóhannsson frá Akureyrarbæ. Fýlukall Þarna hefur einhver ekið of greitt fram hjá skynjaranum. Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is Bæjarráð Akureyrar Vilja eina af þyrlum gæslunnar norður BÆJARRÁÐ Akureyri bendir í bók- un sem samþykkt var á fundi ráðsins á mikilvægi þess að ein af þyrlum Landhelgisgæslunnar verði staðsett á Akureyri. Á fundinum lagði bæjar- stjóri, Kristján þór Júlíusson fram bókun í framhaldi af þeirri stöðu sem upp er komin vegna ákvörðunar Bandaríkjastjórnar um brottflutning á björgunarþyrlum varnarliðsins af Keflavíkurflugvelli. Bæjarráð bendir á mikilvægi þess að a.m.k. ein af þyrlum Landhelgis- gæslunnar verði staðsett á Akureyri. „Með brotthvarfi eldsneytisflugvéla af Keflavíkurflugvelli er ljóst að öll lengri flug til björgunar norður og austur af landinu verða mun erfiðari en verið hefur frá suðvesturhorninu,“ segir í bókun bæjarráðs og ennfrem- ur að á Akureyri sé nú þegar miðstöð sjúkraflugs á Íslandi, hátækisjúkra- hús, sérþjálfað teymi vegna sjúkra- flugs og sólarhringsvakt á flugvelli. „Þyrla staðsett á Akureyri yki öryggi vegna sjúkraflugsins enn frekar. Í erfiðum veðrum þyrfti ekki að fljúga yfir hálendið til að sinna björgunar- málum norður og austur af landinu- .Tíminn er dýrmætur ef hættu ber að höndum og af framansögðu má ljóst vera að bjargir á norðaustursvæðinu yrðu skilvirkari ef því svæði væri sinnt frá Akureyri.“ Bæjarráð óskar því eftir eftir við- ræðum við ríkisstjórn Íslands um uppbyggingu björgunarstarfs Íslend- inga í kjölfar brottflutnings þyrlu- sveitar varnarliðsins.ÞAU ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, krakkarnir í kór- um framhaldsskóla bæjarins, MA og VMA auk félaga í leikfélagi þess síð- arnefnda. Nú í kvöld frumsýna þau, um 60 manna hópur, rokkóperuna Jesús Kristur Súperstjarna í Kvos Menntaskólans. Erla Þórólfsdóttir er leik- og söngstjóri og segir um mjög viða- mikla uppfærslu að ræða. „Það hef- ur verið draumur minn að setja þetta verk upp mjög lengi,“ segir hún, en rokkóperan um síðustu dag- ana í lífi Jesús Krists var skrifuð ár- ið 1970 og fyrst sýnd ári síðar, 1971, „það eru 35 ár núna á þessu ári frá því hún var frumsýnd á Broadway,“ segir Erla. Í fyrstu voru menn tregir við að setja þessa sýningu upp, en eftir að tvöföld plata með lögunum kom út og skaust svo að segja beint í fyrsta sæti vinsældalistanna kom annað hljóð í strokkinn. Nú er þessi ástsæla rokkópera sett upp víða um heim, er alltaf einhvers staðar í gangi. Erla sá 25 ára hátíðarsýn- ingu á verkinu í Lundúnum árið 1996, glæsilega sýningu, segir hún, og hefur hana til hliðsjónar í sinni uppfærslu að einhverju leyti, eða þar sem hægt er að koma því við. Sviðið er fulllítið, segir hún, fyrir svona stóra sýningu, en dugir þó. „Þetta var stærsta sviðið sem við höfðum völ á og það dugar okkur,“ segir Erla og lofar litríkri og skemmtilegri sýningu. Alls er áætlað að sýna verkið 7 sinnum nú fyrir páska, en ef aðsókn verður góð er hugsanlegt að þráð- urinn verði tekinn upp að nýju eftir páskaleyfi. „Þetta er mjög metn- aðarfull sýning og mikil vinna í hana lögð, ég vona að bæjarbúar kunni að meta það,“ segir Erla. Sýna Jesú Krist Súperstjörnu í Kvosinni Metnaðarfull og skemmtileg sýning Jesús Kristur Eyþór Ingi Gunn- laugsson fer með hlutverk Jesú Krists í sýningunni. Vortónleikar | Kvennakór Ak- ureyrar heldur sína árlegu vor- tónleika á sunnudag, 26. mars kl. 17 í Akureyrarkirkju. Þetta eru fimmtu vortónleikar kórsins síðan hann hóf starfsemi á vordögum árið 2001. Að þessu sinni hefur kórinn fengið til liðs við sig söngkonuna góðkunnu, Andreu Gylfadóttur, sem nú fer með eitt af aðalhlutverkunum í Litlu hryllingsbúðinni hjá Leikfélagi Ak- ureyrar. Söngskrá kórsins er að venju fjöl- breytt, þar eru velþekkt íslensk lög í bland við erlendar perlur. Stjórn- andi kórsins er Arnór B. Vilbergs- son en undirleikarar eru Eyþór Ingi Jónsson og Snorri Guðvarðsson.    Ferðaþjónusta | Málþingið Svæð- isbundin áhrif ferðaþjónustu á Ís- landi verður haldið í Oddfellowhús- inu við Þórunnarstræti á þriðjudag, 28. mars, á vegum Ferðamálaseturs Íslands og Ferðaþjónustuklasa VAXEY. Þar verða kynntar nið- urstöður rannsóknar um hagræn áhrif ferðaþjónustu á ólíkum svæð- um landsins. Tónleikar | Styrktartónleikar fyrir minningarsjóð um Garðar Karlsson tónlistarkennara sem lést fyrir aldur fram í desember 2001 verða haldnir í Tónlistarhúsinu Laugarborg á sunnudag, 26. mars kl. 14. Sjóðurinn verður formlega stofnaður í haust til styrktar nemendum Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Fram koma bæði nem- endur og kennarar skólans auk Auðrúnar Aðalsteinsdóttur söng- konu og Teits Birgissonar saxófón- leikara, en þau eru bæði fyrrverandi nemendur skólans. Miðasala er við innganginn   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.