Morgunblaðið - 25.03.2006, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 25.03.2006, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 43 MINNINGAR hann í hitteðfyrra að skoða skóginn í Brynjudal í Hvalfirði. Þar hafði hann ekki komið (og ekki heldur ég). Ég sem bý nánast á staðnum varð að gráum sauði er hann þuldi sögu þessa skógar yfir mér og bæjarnöfn dalsins líka. Jónas hafði einnig þann sið að skrifa dagbók um öll ferðalög sem hann fór. Hann orðaði það þann- ig að það væri svo skemmtilegt að fara ferðina aftur við að lesa seinna skrifin. Frænda var ekki beint eiginlegt að aka bílum. Hann átti það til að gleyma að skipta um gír og var því iðulega þanið til hins ýtrasta. En bíl þurfti hann að eiga og lengi var það Lada Sport. Hann ferðaðist um land- ið þvers og kruss, oft henni Stínu systur sinni til nokkurs ama. Vatns- enda bræður þekktu aksturslag frænda síns mæta vel því þeir skiptu iðulega um einn til tvo kúplingsdiska fyrir hann á ári. Jónas var alla tíð afar hagur í höndum og bjargaði sér sjálfur um margt ef eitthvað þurfti að bæta eða laga við búreksturinn. Þá hafði hann að miklu áhugamáli að smíða ýmsa hluti úr tré t.d. skálar og kirnur, aus- ur og skóhorn að ógleymdum rokk- unum sem urðu til í gamla fjósinu sem hann hafði breitt í sitt allsherjar tómstundaverkstæði. Þeir eiga klár- lega eftir að verða dýrmætari innan fjölskyldunnar eftir því sem árin líða. Ég kveð þig, Jónas frændi, með þökk fyrir allt og allt og óska þér góðrar skemmtunar á ferðum þínum um óskoðaðar slóðir. Jón B. Sæmundsson, Galtarlæk. Það er skrítið að hugsa til þess að Jónas sé farinn frá okkur. Margar bernskuminningar mínar tengjast Gvendarstöðum og ömmusystkinum mínum þar, þeim Jónasi og Stínu. Við bjuggum á Gvendarstöðum um skeið þegar ég var á sjötta ald- ursári og langar mig að rifja upp tvö minningarbrot frá þeim tíma. Ég var afskaplega ánægð og hreykin af hríf- unni minni, sem Jónas smíðaði mátu- lega stóra fyrir lítið stelpuskott sem fannst frábært að fá að vera með full- orðna fólkinu í heyskapnum. Hin minningin er frá því þegar Stína keypti mikið auglýsta krabbasúpu. Hún var ekki lengi á markaðnum og var ástæðan fyrir því augljós þegar heimilisfólk fékk sér fyrstu skeiðina. Hún var einfaldlega óæt. Eini mað- urinn sem lét það ekki á sig fá og þótti ekki tiltökumál að borða alla súpuna sína var Jónas. Tíminn hefur flogið og lífið líka. Áður var mikið líf á Gvendarstöðum á sumrin, en nú eru kýrnar horfnar úr fjósinu og smíðadótið hans Jón- asar komið í staðinn. Sumarið er ró- lyndistími. En eitt hafði ekki breyst, fyrr en núna. Enn gat maður fundið Stínu og Jónas þar. Litla hrífan mín er löngu ónýt, en ég var svo heppin að fá að velja mér fallega viðarkrús með loki, sem Jónas hafði rennt, í síðustu heimsókn til Gvendarstaða. Því miður hafa heimsóknirnar orðið allt of strjálar undanfarin ár, en gömlu minningarnar lifa góðu lífi. Elsku Stína, Rannveig amma, Oddur, Jóa, Sæmundur og fjölskyld- ur, megi Guð vera með ykkur þegar við kveðjum elskaðan bróður ykkar. Kær kveðja, Katrín Björk. Nærri nyrst í Mið-Kinninni þar sem hún er hvað þrengst stendur bærinn Gvendarstaðir. Bærinn er efst á sléttlendu túni undir brattri vel gróinni hlíð Kinnarfjalla. Gvend- arstaðafjallið er ekki aðeins vel gróið heldur „skreytt fossum í fjallshlíð“ því þrjár litlar ár hvítfossa ofan af brún og niður með túni. Á Gvend- arstöðum er skýlt og þangað var allt- af hlýlegt heim að koma, að hitta fólkið og sjá skógargróðurinn sem þangað var kominn fyrr en á öðrum bæjum. Á Gvendarstöðum er vitað að sama fólkið hefur búið þar mann fram af manni frá því fyrir móðu- harðindi eða væntanlega í nær tvær og hálfa öld. Jónas Helgason, nafni minn og ná- granni var elstur af átta börnum, sem ólust upp á Gvendarstöðum fyrrihluta aldarinnar síðustu. En þau voru af sjöunda liðnum sem þar bjó mann fram af manni. Faðir þeirra Helgi Jónasson og móðir Halldóra Jónsdóttir veittu okkur nágranna- börnunum nokkra sýn til eldri tíma því að á Gvendarstöðum var ýmislegt til af gömlum munum sem annars staðar höfðu farið í glatkistu. Ungum varð okkur e.t.v. líka starsýnt á Helga, fríður var hann og beinn í baki en með svo fornmannlegt skegg og augun hvöss undir skörpum brún- um og háu enni, og svo vissum við að hann var grasafræðingur. Á hverju sumri fór hann í leiðangra austur eða vestur um sýslur og skoðaði hvers konar jurtir og skráði þeirra fund- arstað. Ef til vill seinkaði þetta slætt- inum á Gvendarstöðum framan af búskaparárum, og ábyrgðin kom þá eitthvað fyrr á herðar elstu sonanna Jónasar, Inga og Forna og þótt framan af hafi e.t.v. stundum verið þröngt í búi með börnin svo mörg byggðu þeir bræður og systur upp og ræktuðu í takt við það sem annars staðar gerðist. Jónas var þar foringinn, hagur bæði á járn og tré og var í því öðrum veitandi sem síður voru búhagir. Snemma kom fyrsta heimilisrafstöð- in að Gvendarstöðum, sem svo all- nokkru síðar var endurbyggð og stækkuð, allt af útsjónarsemi og hag- leik Jónasar þótt nokkra hafi hann fengið hjálp sveitunga sem lengra voru komnir í þeim fræðum. Jónas gerðist góður þegn í öllum félagsmálum sveitarinnar. Ég minn- ist hans sem formanns ungmenna- félagsins, sem heitir því góða nafni „Gaman og alvara.“ Þá voru nokkrar viðsjár með fólki í sveitinni, eins og títt er í löngum og mjóum sveitum, þær geta orðið brothættar. Nafni minn beitti sanngirni og hyggindum og fékk málið leyst svo allir urðu sáttir. Þá hefur Jónas verið 17 ára þegar girt var skógræktargirðing, um einn hektari lands, í túnhorninu nyrst uppi við fjallið. Þetta var árið 1935 og okkur þótti mikið til um, en að það væri þó eðlilegt að grasafræðingur- inn og gróðurvinurinn Helgi á Gvendarstöðum yrði fyrstur til að hefja skógrækt. Við vissum það vel börnin og unglingarnir af kvæðum í skólaljóðunum okkar að það átti að rækta skóg, „komið grænum skógi að skrýða skriður berar sendna strönd“ og að menningin hún átti að vaxa í lundum nýrra skóga. Meðan aðrir bændur girtu tún og engjagirð- ingar girti Helgi sinn skógarreit. Öll hafa börnin lagt hönd að gróð- ursetningu í reitinn. Þangað kom fjölbreyttari trjágróður en annars staðar tíðkaðist. Fyrst var hann stækkaður niður að ánni, og svo síðar upp í hlíðina í tungunum á milli ánna. Ár frá ári fetaði lerkiskógurinn sig ofar og ofar í hlíðina. Þá voru þau orðin að mestu ein systkinin Kristín og Jónas, en eftir því sem árunum fjölgaði óx skógurinn, þaðan komu vænir gagnviðir, og smíðaviður og jólatré voru sótt í Gvendarstaði. Nú var þetta í okkar huga skóg- urinn hans Jónasar, sem langt var kominn með „að klæða fjallið“. Jónas var öðru umhverfi sínu góð- ur nágranni og góður sveitungi og samfélagsþegn. Stöðugt var hann boðinn og búinn til sjálfboðliðsstarfa, fyrir ungmennafélagið, skógræktar- félagið eða til annarrar samhjálpar. Fróður maður var Jónas og ger- hygginn og fátt var skemmtilegra en að fá hann í heimsókn, eða heim- sækja hann og setjast niður og spjalla um landsins gagn og nauð- synjar. Við Siva sendum systkinum Jón- asar og systkinabörnum, okkar inni- legustu kveðjur um leið og við minn- umst góðs drengs og ræktunarmanns. Jónas Jónsson. Ef funktionalistiskur og minimal- istiskur lífsstíll átti sér einhverntíma spámann á Íslandi þá gekk hann til feðranna með Jónasi Helgasyni bónda á Gvendarstöðum í Kinn. Hann stendur í stofunni á leiðinni á fund hjá áfengisvarnanefnd. Kominn í betri fötin, bláköflótta flannels- skyrtu og stakan yrjóttan ullar- jakka. Riffluðu flauelsbuxurnar ör- lítið slitnar og kirfilega festar um miðjuna með ljósbláu baggabandi. Í augum Jónasar Helgasonar var eng- in afgerandi munur á leðurbelti og snæri. Hvort tveggja jafn gott til að halda buxunum uppi. Síðastliðið sumar sátum við saman fyrir utan fjósið á Gvendarstöðum sem Jónas hafði breytt í smíðaverk- stæði. Höfðum hlaðið okkur grill úr grjóti og brenndum lamb. Jónasi þótti mikið við haft. Gaman að sitja úti og spjalla, um dulspeki og nafna sinn og vin frá Hriflu, en óttalega kjánalegt að pukra þetta yfir hlóðum úti á hlaði með þessa fínu eldavél í eldhúsinu. Ég reyndi að sannfæra hann um að þetta bragðaðist mun betur svona. Hvort hann myndi ekki eftir lambinu sem ég hafði grillað of- aní hann hér um árið? „Gleymt er þá gleypt er“, svaraði Jónas og rúllaði errið að vanda eins og hann væri að skola hálsinn, hló lágmælt og brosti út undir eyru. Á efri árum gerðist Jónas stórtæk- ur í skógrækt og fetaði þar í fótspor Helga Jónassonar grasafræðings, föður hans, sem var brautryðjandi í skógræktarmálum á Íslandi. Skóg- ræktin var Jónasi hjartfólgin og það var afskaplega gaman að ganga með honum um skóginn þar sem hvert tré átti sína sögu. Jónas kom aldrei til útlanda en var víðsýnni en flestir. Hann elskaði að lesa dulspeki og var dyggur áskrif- andi Ganglera, tímarits Guðspeki- félagsins. Hann kenndi sig aldrei við neina stefnu eða trúarbrögð en var opinn fyrir öllum möguleikum. Hann var náttúrubarn. Heimspekin var honum eðlislæg. Ég kveð þig gamli vinur eftir fjörutíu ára kynni. Við synir míni, Hugi og Muni, lítum við hjá þér í litla grafreitinn í skógrækt- inni á Gvendarstöðum næst þegar við erum heima á Íslandi. Ásgeir R. Helgason. Ég kasta nú hinstu kveðju á Jónas á Gvendarstöðum í Kinn. Kynni okk- ar tókust fljótlega eftir að ég hóf störf sem sveitarstjóri Þingeyjar- sveitar árið 2002. Hann kom alltaf til mín í viðverutíma mína í Ljósvetn- ingabúð, bara svona til að tryggja að ég sæti þar ekki einn! sagði hann kankvíslega. Og eftirminnilegt er að hafa komið heim í Gvendarstaði til hans og Stínu, sitja þar við eldhús- borðið og spjalla um heima og geima. Það var nefnilega bæði fróðlegt og gaman ræða við Jónas sem alltaf var með á nótunum þrátt fyrir háan ald- ur og slæma heyrn. En hann var líka hagleikssmiður. Það eru til dæmis aðeins tæp tvö ár síðan hann smíðaði fyrir mig spunarokk úr birki og kom akandi í Laugar til að afhenda grip- inn, sannkallaða listasmíð manns sem þá var 86 ára að aldri. Rækt- arsemi hans við náttúruna og um- hyggja fyrir samferðarfólki sínu í líf- inu var aðdáunarverð og ég kveð Jónas með söknuði og virðingu. Jóhann Guðni Reynisson. Elsku föðurbróðir minn og vinur hefur nú kvatt þetta jarðneska líf. Viljum við Ragnar þakka honum fyr- ir alla þá hlýju, sögur og fræðslu sem hann lét okkur í té er við litum við til þeirra systkina á Gvendarstöðum. Það var alltaf gaman og fróðlegt að ræða við Jónas því hann fylgdist vel með öllum málum og var víðles- inn og hafði skoðanir á flestum hlut- um. Alltaf bauð hann okkur að koma með sér út í útihús og sjá hvað hann var að smíða hverju sinni. Oftar en ekki leysti hann okkur út með gjöf- um sem hann var nýlega búinn að smíða. Smíðarnar voru eitt af hans helstu áhugamálum síðustu æviárin. Allur efniviður var fenginn úr heimaskóg- ræktinni en hún var einnig hans líf og yndi. Oftar en ekki bauð hann okkur að koma með sér upp í skóg- rækt en í þeim ferðum máttum við hafa okkur öll við til að fylgja honum eftir því hann fór hratt yfir þótt kom- inn væri á háan aldur. Hann þekkti sögu skógarins og sögu hverrar plöntu. Guð blessi minningu hans og send- um við Ragnar öllum aðstandendum Jónasar okkar bestu samúðarkveðj- ur. Halldóra. ✝ Valgard Jörg-ensen fæddist í Reykjavík, 25. mars 1931. Hann lést á Landspítal- anum 1. mars síð- astliðinn. Foreldr- ar hans voru Carsten Jörgensen og Sigurfljóð Jak- obsdóttir. Valgard átti þrjú eldri systkini, Ólöfu sem er látin, Guðrúnu og Kai. Valgard kvænt- ist Lydíu Bertu Jörgensen árið 1961. Börn þeirra eru Hanna Kristín og Kolbrún Ósk, f. 1960, Sólveig María, f. 1962, Anton Karl, f. 1970, og Margrét Sigurfljóð, f. 1971. Fyrir átti Valgard einn son, Valdimar, f. 1950. Dóttir Ly- díu af fyrra hjóna- bandi er Guðrún Barbara Tryggva- dóttir, f. 1958. Barnabörnin eru 17, og barnabarna- börn 4. Valgard nam málaraiðn 1947 og fékk síðar meistararéttindi í þeirri iðn. Útför Valgards var gerð í kyrrþey að ósk hins látna. Elsku pabbi minn. Það er svo erfitt að trúa því að ég hafi ekki pabba minn lengur hjá mér, samt veit ég að þú ert hjá góðum Guð og heldur verndarhendi yfir okkur. Ég er kannski svona eigingjörn og mundi frekar vilja hafa þig hjá mér til að heyra röddina þína heilsa mér þegar ég kem inn úr dyrunum og sjá hlýja brosið þitt sem læknaði öll mein. Þú kvaddir okkur svo snögglega og mér finnst það svo erfitt því að það er svo margt sem ég hefði viljað segja þér áður er þú fórst. En það sem ég hef eru minning- arnar um þig, til dæmis hvað ég var örugg þegar ég sat í fanginu þínu lítil stúlka og bakaði fyrir þig á hverjum degi til að hafa handa þér köku þegar þú komst heim í kaffitímanum þínum þegar þú varst að mála, og alltaf borðaðir þú þær með bestu lyst jafn- vel þótt þær væru fullar af eggja- skurn og jafnvel fallnar og ég varð svo stolt af sjálfri mér og það hvatti mig alltaf til að gera meira fyrir þig, elsku pabbi minn. Það er svo margs að minnast og svo margs að sakna. Ég er svo þakklát fyrir að hafa feng- ið að vera hjá þér alveg þangað til yf- ir lauk, ég elska þig og sakna þín svo sárt, elsku pabbi minn, og ég get best lýst því með þessum orðum. Stöðvið allar klukkur, slökkvið á símum haldið hundum frá því að gelta yfir safaríku beini þaggið niður í píanóunum og með hljóðlátum trommuslætti komið með kistuna, leyfum syrgjendunum að koma Látið flugvélar hringsóla stynjandi yfir höfðum okkar tístandi í skýin, hann er látinn látið hvítar slaufur um hálsa dúfnanna látið lögreglumennina vera með hvíta silkihanska Hann var norðrið mitt, suðrið mitt, austrið mitt og vestrið vinnuvikan mín og sunnudagshvíldin hádegið mitt, miðnættið mitt, mitt tal og minn söngur ég hélt að þetta myndi vara að eilífu, en það var rangt Það þarf ekki stjörnurnar lengur, slökkvið á hverri og einni pakkið saman tunglinu og takið í sundur sólina hellið í burtu hafinu og sópið í burtu sólinni því ekkert getur nokkurn tíma aftur orðið eins. (W.H.Auden.) Þín elskandi dóttir, Margrét. Elsku afi minn, ég hugsa stans- laust um þig. Það er mjög erfitt að hafa þig ekki lengur, afi, sem ég get talað við þeg- ar eitthvað er að. Og ég mun alltaf hugsa vel um þig og til þín. Ég elska þig og mun alltaf sakna þín og ég mun alltaf fara vel með munnhörp- una sem ég fékk frá þér og alltaf muna það sem þú sagðir: „Maður spilar og spilar og verður alltaf góð- ur sama hvað maður spilar á.“ Ég vona að þér líði vel þar sem þú ert og í kringum þig séu þeir sem hugsa vel um þig og elska þig. Ég elska þig og sakna þín. Afi fer, afi kemur, afi elskar, afi sér. Það sem þú sérð – sér afi minn. Guð veri með þér, afi minn. Saknaðarkveðja, Róbert Freyr. VALGARD JÖRGENSEN ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Svafar Magnússon útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Halldór Ólafsson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.