Morgunblaðið - 25.03.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.03.2006, Blaðsíða 20
Bjarni í viðtali á CNBC STJÓRNENDUR íslensku bankanna hafa verið á ferð og flugi um Evrópu í vikunni og m.a. haft tæki- færi til að koma fram á fundum og í fjölmiðlum. Bjarni Ármannsson, for- stjóri Glitnis, var á miðvikudag í beinni útsendingu hjá sjónvarpsstöðinni CNBC og ræddi þar við viðskiptafréttamanninn Geoff Cutmore. Hægt hef- ur verið að horfa á viðtalið á fréttavef Morgunblaðsins en þar er víða kom- ið við í umræðu um íslenskt efnahagslíf og stöðu íslensku bankanna, í til- efni útkomu skýrslna frá erlendum greiningarfyrirtækjum og bönkum. 20 LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF                !  "# #   ! "  # $  ! " % &#%' (  )        !" # $%& '( ' !  '( "&% $%& '(  # %$%& '( ) * %+  '( ,-$%& '( , * $%& '( $" % '( . *  '( *  '( -      '( / % '( /& !, &  '( 0"% %1 %2 %3 ,43%'(  '( 5 % '(  ! " # $% #& $%& '( ,  % 2%    '(  $%  '(  24  '( 6! !$%& '( 78 %4 '( 9:, " "!9"%& ;%<** * 2 " 2  '( =  " 2  '( &!'%  (% ) * , ><4 '4 %2 % '( 03"%'? *02%   #'( )+, -.% 6@>A 0B2 " #2 (#%2                 1 1 1   1  1 1 1  %<" *'%3 '<%% #2 (#%2 1 1 1 1  1 1 1 1 1 1 1 1 1 1  1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 C1DE C1DE C1DE C1DE CDE C1DE C1DE C1DE C1DE C1DE C1DE C1DE C1DE C1DE C1DE CDE 1 1 1 1 1 1 C1DE 1 1 1 C1DE  %#2 "  *  ; &2B& *  0 ( ( ( ( ( (( ( (( (( ( (( ( ( ( ( ( 1 1 1 (( ( ( ( 1 1 1 (                                              =2 "B.+ (%( ;(F " * % " ,4  #2 "                 1 1 1     1 1 1  7  G 0H9   D D ,;0> ) I     D D @ @ J/I   D D J/I ' 7    D D 6@>I )&KL&     D D TILKYNNT var aðalfundi Bakka- varar Group í Íslensku óperunni í gær að Lýður Guðmundsson myndi láta af störfum sem forstjóri fyrir- tækisins síðar á árinu og taka við starfi forstjóra Exista í framhaldinu. Ágúst Guðmundsson, stjórnarfor- maður Bakkavarar, gerði grein fyrir þessari breytingu á fundinum og sagði hana stafa af því að vaxandi umsvif Exista undanfarin ár krefðist aukinnar athygli stjórnenda Bakka- varar. Ennfremur sagði Ágúst að viðræður væru í gangi við KB banka um að bankinn léti af eignarhlut sín- um í Exista, og að líklega yrði Exista skráð í Kauphöll Íslands í framhaldi þeirra. „Í ljósi þessara breytinga og í þágu Bakkavarar og hluthafa, hefur verið ákveðið að Lýður taki við starfi forstjóra Exista. Lýður mun sitja áfram í stjórn Bakkavarar og vinna að stefnumótun félagsins í framtíð- inni. Ekki hefur verið ákveðið hver tek- ur við af Lýði, en félagið mun til- kynna það opinberlega áður en hann lætur af störfum,“ sagði Ágúst. Stefna á áframhaldandi vöxt Ágúst kynnti skýrslu stjórnar á fundinum og sagði að vel hefði geng- ið að samhæfa fyrirtækin Geest PLC og Hitchen Foods að samstæðu Bakkavarar og að þeirri vinnu væri nú að fullu lokið. Ágúst dró upp mynd af umsvifum Bakkavarar, en í dag rekur félagið 40 verksmiðjur í sex löndum þar sem 14.000 starfsmenn starfa. Á hverjum degi framleiðir það 140 þúsund ferskar pizzur og á síðasta ári voru framleidd 46 milljónir tilbúinna mál- tíða. Ágúst sagði að Bakkavör hefði aldrei verið í betri stöðu til að vaxa en í dag. „Ástæðan er sú að félagið er í stakk búið til að koma til móts við þær breytingar sem eru að eiga sér stað á neysluvenjum fólks, og ein- kennast af tímaskorti, heilsu og lífs- tíl. Fersk tilbúin matvæli eru í betri stöðu en margar aðrar gerðir mat- væla til að svara þessum kröfum neytenda. Við erum leiðandi á okkar mark- aði, með 28% markaðshlutdeild, og meira en helmingi stærri en næst- stærsti keppinautur okkar. Hins vegar eru 44% af markaðinum enn í höndum smærri aðila og þar eru fólgin tækifæri fyrir okkur. Félagið hyggst leiða frekari samruna á breska markaðinum,“ sagði Ágúst. 25% arður af nafnverði Stjórn Bakkavarar var sjálfkjörin á fundinum en hana skipa, Ágúst Guðmundsson, stjórnarformaður, Lýður Guðmundsson, Antonios Pro- dromou Yerolemou, Panikos Joannou Katsouris, Ásgeir Thorodd- sen, Hreinn Jakobsson og Erlendur Hjaltason. Þá var samþykkt tillaga stjórnar um arðgreiðslu sem svarar til 25% arðs af nafnverði hlutafjár, eða 11% af nettóhagnaði félagsins árið 2005. Lýður úr forstjórastóli Bakkavarar til Exista Morgunblaðið/Ómar Aðalfundur Stjórn Bakkavarar Group á aðalfundi félagsins í gær. Lýður Guðmundsson forstjóri er annar frá vinstri. Vaxandi umsvif Exista krefjast aukinnar athygli, sagði stjórnarformaður Bakkavarar Eftir Kristján Torfa Einarsson kte@mbl.is Miklar lækkanir í Kauphöllinni ● MIKLAR lækkanir einkenndu ís- lenskan hlutabréfamarkað í gær. Mest lækkuðu bréf í Kaupþingi eða um 7,5% en alls voru viðskipti með Kaupþing fyrir 2.998 milljónir króna. FL Group lækkaði um 6,7% og Landsbankinn lækkaði um 5%. Úr- valsvísitala aðallista lækkaði um 4,43%. Frá áramótum hefur vísital- an hækkað um 5,14%. Alls voru viðskipti í Kauphöll Ís- lands fyrir 21.229 milljónir króna í dag. Þar af voru viðskipti með hluta- bréf fyrir 10.884 milljónir króna Glitnir spáir 0,8% vísitöluhækkun ● GREINING Glitnis spáir því að vísi- tala neysluverðs muni hækka um 0,8% milli mars og apríl. Íbúðaverð muni áfram hafa áhrif til hækkunar ásamt matvöruverði. Eldsneytisverð hafi sömuleiðis hækkað og við þetta aukist verð- bólguþrýstingurinn. Óvissan í spánni, segja Glitnismenn, er eink- um áhrif gengislækkunar krónunnar og mikil eftirspurn í hagkerfinu. Gangi spáin eftir mun verðbólgan á ársgrundvelli mælast 5,1% næst þegar Hagstofan birtir neysluvísitöl- una 12. apríl nk. Í síðustu mælingu var verðbólgan 4,5%. „Sennilega mun verðbólgan aukast enn frekar á næstunni og reikna má með að hún fari yfir 6% í maí. Afar hæpið virðist að verðbólg- an fari undir efri þolmörkin í bráð,“ segir í verðbólguspá Glitnis. Magnús kaupir fyrir milljarð ● FÉLAG í eigu Magnúsar Þor- steinssonar, Mir- ol Investments, hefur aukið hlut sinn í Icelandic Group úr 6,98% í 11,37%. Tilkynnt var til Kauphallar í gær um kaup á 120 milljón hlut- um á genginu 8,73. Kaupverðið er því rúmur millj- arður króna. Magnús er í stjórn Ice- landic Group en aðalfundur félags- ins fór fram á fimmtudag, sama dag og kaupin munu hafa farið fram. Magnús Þorsteinsson ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI BAKKAVÖR Group hefur keypt 40% hlutafjár í kínverska salatfyr- irtækinu Creative Foods í samstarfi við Glitni. Í tengslum við kaupin hafa Bakkavör Asia, dótturfélag Bakkavarar Group, og Glitnir stofnað nýtt félag, Bakkavör China. Bakkavör Group á 60% í félaginu og Glitnir 40%. Í tilkynningu til Kauphallar Ís- lands kemur fram að hið nýja félag muni einbeita sér að fjárfestingum í Kína og er fjárfestingin í Creative Foods fyrsta verkefni þess. Glitnir veitti ráðgjöf og fjármagnaði kaup- in og áreiðanleikakönnun önnuðust Deloitte og Eversheds. Kaupverðið er trúnaðarmál. Magnús Bjarnason hjá Fjárfest- ingar- og alþjóðasviði Glitnis segir kaupin á Creative Foods gott tæki- færi fyrir bankann til að byggja upp reynslu og þekkingu á kín- verska markaðnum, enda ætli Glitnir sér að geta stutt við bakið á íslenskum og norskum fyrirtækjum sem vilja sækja þar fram. „Þá er vöxtur í Kína margfaldur á við það sem við eigum að venjast og eru fyrirtæki að vaxa um 20–40% á ári hérna. Vaxtar- og hagnaðarmögu- leikar eru því mjög miklir hér,“ segir Magnús. Creative Foods ræktar og fram- leiðir ýmiss konar salöt, eða um 250 vörutegundir í fjórum verk- smiðjum, og er með um 600 starfs- menn. Gert er ráð fyrir að velta þessa árs hjá Creative Foods nemi um 920 milljónum króna. Bakkavör og Glitnir fjárfesta í Kína DÓTTURFÉLAG Dagsbrúnar, Daybreak, hefur gert öllum hluthöf- um í breska prent- og samskiptafyr- irtækinu Wyndeham yfirtökutilboð á 155 pens á hlut. Samkvæmt tilboðinu er fyrirtækið metið á um 80,6 millj- ónir punda eða 10,3 milljarða króna. Í fréttatilkynningu segir að stjórn Wyndeham hafi einróma samþykkt yfirtökutilboðið og muni mæla með því við hluthafa í Wyndeham að þeir samþykki það, en tilboðsfrestur rennur út hinn 14. apríl nk. Landsbankinn og Teather & Greenwood hafa umsjón með yfir- tökutilboðinu fyrir hönd Daybreak. Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagsbrúnar, segir við Morgunblaðið að þótt Wyndeham sé stór aðili í prentun tímarita í Bretlandi séu ekki neinar áætlanir uppi um blaðaútgáfu á vegum Dagsbrúnar þar í landi. „Við munum leggja áherslu á stofn- un dagblaðs okkar í Danmörku, en ef það gengur vel getum við náttúrlega ekki útilokað að til blaðaútgáfu í Bretlandi komi í framtíðinni,“ segir Gunnar Smári. Þórdís Sigurðardóttir, stjórnar- formaður Dagsbrúnar, segir kaupin færa félaginu ýmsan ávinning. Þann- ig muni hluti af tekjum Dagsbrúnar koma erlendis frá sem feli í sér áhættudreifingu fyrir félagið og þá muni kaupin veita Dagsbrún fótfestu í Bretlandi þar sem fyrirtækið muni geta þróað enn starfsemi sína. Dagsbrún býður 10 milljarða í breskt prentfyrirtæki Spáir 0,5% hækkun stýrivaxta ● Greiningardeild Landsbankans spáir því að Seðlabanki Íslands muni hækka stýrivexti um 50 punkta, eða 0,5%, hinn 30. mars nk. Þetta er breyting frá fyrri spá grein- ingardeildarinnar sem spáði áður 25 punkta hækkun í mars. Ástæðan fyr- ir breytingunni er að greining- ardeildin gerði áður ráð fyrir að gengi krónunnar héldist sterkt fram á haust, en framvindan undanfarna daga hefur verið með öðrum hætti en deildin bjóst við. Að mati greiningardeildarinnar er þörf á enn meiri vaxtahækkun og allt undir 25 punkta hækkun sé útilok- uð. Það fæli í sér frekari slökun á of slakri peningastefnu; myndi varla duga til að halda óbreyttum vaxta- mun og því leiða til lækkunar geng- isins og auka frekar á verðbólgu- þrýsting. Greiningardeildin telur réttast fyrir Seðlabankann að hækka stýrivexti um 75 til 100 punkta. SAS og Icelandair hafa hætt svoköll- uðu samnefndu flugi, sem fólst í að Icelandair gat selt flug með SAS undir eigin vörumerki og öfugt. Guð- jón Arngrímsson, talsmaður Ice- landair, segir að þetta samstarf hafi ekki verið umfangsmikið og muni hafa sáralitlar breytingar í för með sér fyrir rekstur Icelandair. Jens Wittrup Willumsen, aðstoð- arframkvæmdastjóri hjá SAS, segir á vefnum takeoff.nu að flugið hafi ekki skilað miklum tekjum og því hafi ekki verið grundvöllur til að framlengja það. Hann sagði þó að áframhald yrði á samstarfi félag- anna í miðasölu, þar sem SAS hefði áhuga á að fljúga áfram með farþega frá Íslandi til annarra áfangastaða í Evrópu. SAS og Icelandair hætta samnefndu flugi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.