Morgunblaðið - 25.03.2006, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
myndi þýða, að hún yrði forsætis-
ráðherra á ný.
Tímósjenkó lenti upp á kant við
Jústsjenkó á síðasta ári, hann rak
hana úr forsætisráðherrastólnum og
keppir hún því nú við flokk forset-
ans um annað sætið í þingkosning-
unum.
Talsmaður flokks Jústsjenkós,
Roman Bezsmertniy, hefur nú fylgt
fordæmi Tímósjenkó og lýst því yfir
að samstarf við flokk Janúkóvítsj
komi ekki til greina. En fréttaskýr-
endur höfðu áður ljáð máls á þeim
möguleika að Jústsjenkó myndi
ganga til samstarfs við Janúkóvítsj í
því skyni að stuðla að sáttum milli
tveggja fylkinga í landinu: þeirra
sem vilja horfa til vesturs, og hinna,
sem vilja halda fast í tengslin við
Rússland.
Haldi menn fast við þessar yf-
Kíev. AP, AFP. | Skoðanakannanir
benda til þess að Viktor Janúkóvítsj
og flokkur hans, sem hlynntur er
nánum tengslum við Rússland,
hljóti flest atkvæði í þingkosning-
unum sem fara fram í Úkraínu um
helgina. Ekki er þó víst að þetta
þýði að flokkurinn fari í ríkisstjórn
því að báðir flokkarnir, sem stóðu að
„appelsínugulu“ byltingunni í land-
inu hitteðfyrra, hafa að því er virðist
útilokað samstarf við Janúkóvítsj.
Janúkóvítsj tapaði fyrir Viktor
Jústsjenkó í forsetakosningunum í
Úkraínu í desember 2004 en barátta
þeirra snerist að hluta til um það,
hvort horfa ætti til vesturs eða
hvort áfram ætti að byggja á
tengslum við Rússland og stjórnvöld
í Moskvu.
Hin „appelsínugula“ bylting sem
fólst í sigri Jústsjenkós hefur hins
vegar ekki breytt lífi landsmanna til
batnaðar með áþreifanlegum hætti,
vinsældir Jústsjenkós hafa farið úr
70% í 20% og Janúkóvítsj hefur sótt
í sig veðrið og tekist að lagfæra
ímynd sína, að sögn BBC með að-
stoð bandarískra kosningasérfræð-
inga. Virðist hann líklegur til að fara
fyrir stærsta flokknum á úkraínska
þinginu, að kosningunum um
helgina afloknum. En kannanir
benda hins vegar ekki til að flokkur
hans nái hreinum meirihluta á þingi.
Sameinast
„byltingarfólk“ á ný?
Júlía Tímósjenkó, sem var einn
helsti bandamaður Jústsjenkós í
forsetakosningunum 2004 og sem
hann skipaði forsætisráðherra að
þeim kosningum afloknum, hét því í
vikunni að hún myndi aldrei mynda
ríkisstjórn með flokki Janúkóvítsj;
jafnvel þó að slíkt samkomulag
irlýsingar þýðir það í reynd að ef
takast á að mynda ríkisstjórn í land-
inu – en þingið í Úkraínu velur for-
sætisráðherra – þurfa þau Tímósj-
enkó og Jústsjenkó að slá striki yfir
ósætti sitt og taka upp samstarf á
ný. Slíkt mun þó ekki takast
áreynslulaust, enda hafa flokkar
þeirra gagnrýnt hvor annan harka-
lega í kosningabaráttunni. Ekki er
heldur langt síðan Jústsjenkó árétt-
aði þá skoðun sína, að hann teldi
Tímósjenkó óalandi og óferjandi.
Bezsmertniy sagðist sannfærður
um að Tímósjenkó kæmi aftur til
liðs við menn Jústsjenkós en frétta-
skýrendur vilja þó ekki útiloka, að
Jústsjenkó kjósi þegar öllu er á
botninn hvolft samstarf við Janúkó-
vítsj. „Ef Jústsjenkó lýsir því yfir að
hagsmunir Úkraínu krefjist þess, að
slík samsteypustjórn sé mynduð, þá
munu þeir láta slag standa,“ sagði
Oles Doniy, forsvarsmaður Mið-
stöðvar um stjórnmálarannsóknir í
Kíev.
Deilt um stöðu efnahagsmála
Ástand efnahagsmála hafa verið
efst á baugi í kosningabaráttunni í
Úkraínu en Janúkóvítsj hefur gagn-
rýnt stjórn Jústsjenkó og segir, að
forsvarsmenn „appelsínugulu“ bylt-
ingarinnar stefni með landið í
ógöngur; þvert á yfirlýsingar þeirra
í hitteðfyrra um að breyttar
áherslur í stjórnmálum landsins
myndu þýða aukinn hagvöxt og
efnahagslega uppsveiflu. Jústsjenkó
hefur hins vegar sagt í kosningabar-
áttunni, að staða efnahagsmála hafi
aldrei verið betri, kaupmáttur launa
hafi aukist og dregið hafi úr verð-
bólgu.
AP
Júlía Tímósjenkó, fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu, talar á útifundi í höfuðborginni Kíev.
Taka erkifjendurnir Jústsjenkó
og Janúkóvítsj upp samstarf?
Þingkosningar
fara fram í Úkr-
aínu um helgina
BENDT Bendt-
sen, efnahags-
málaráðherra
Danmerkur, telur
að Danir ættu að
íhuga að reka rót-
tæka múslíma-
klerka úr landi.
Kom þetta fram í
sjónvarpsviðtali
við ráðherrann en
hann er leiðtogi Íhaldsflokksins, sem
er í stjórn með Venstre, flokki And-
ers Fogh Rasmussen forsætisráð-
herra. Þau ummæli múslímaklerks-
ins Ahmed Akkari að sprengja ætti
þingmanninn Naser Khader í loft
upp, yrði hann einhvern tíma ráð-
herra, hafa vakið mikla reiði.
„Þegar uppþotið vegna Múham-
eðsteikninganna verður um garð
gengið ættum við að skoða rétt músl-
ímaklerkanna til landvistar,“ sagði
Bendtsen. Þá sagðist hann telja að
fólk sem hagaði sér eins og Akkari
ætti ekki heima í landinu og ætti að
fara annað.
Akkari er fæddur í Líbanon en er
með danskan ríkisborgararétt. Ein-
ungis er hægt að svipta danska rík-
isborgara ríkisfangi hafi þeir verið
fundnir sekir um landráð eða hryðju-
verk gegn ríkinu. Akkari er einn
þeirra dönsku múslímaleiðtoga sem
fóru til Mið-Austurlanda til að vekja
athygli múslíma á Múhameðsteikn-
ingum Jyllands-Posten.
Í gærkvöldi birti danska sjónvarp-
ið myndband með Akkari þar sem
hann spyr á arabísku hvort ekki væri
réttast að sprengja Khader og ráðu-
neyti hans í loft upp verði hann ein-
hvern tíma ráðherra innflytjenda-
mála. Akkari segir ummælin hafa
verið sett fram í gamni. Khader, sem
er hófsamur múslími og liðsmaður
miðjuflokksins Radikale Venstre,
hefur farið fremstur í flokki danskra
múslíma sem hafa viljað leita sátta í
kjölfar teikningadeilunnar.
Vill vísa
klerkum
úr landi
Bendt Bendtsen
GORDON Brown, fjármálaráðherra
Bretlands og líklegur arftaki Tonys
Blair forsætisráðherra, hefur verið
bendlaður við lánahneyksli Verka-
mannaflokksins. Sætir þetta tíðind-
um, enda hafa andstæðingar Browns
hingað til ekki náð að tengja nafn
hans við málið sem hefur verulega
skaðað ímynd Blairs.
Þetta kemur fram í forsíðufrétt í
breska dagblaðinu The Times í gær.
Þar er fjallað um mál Rod Aldridge,
sem veitti Verkamannaflokknum
óuppgefið lán að jafnvirði um 127
milljóna íslenskra króna fyrir síð-
ustu kosningar, í embætti forstöðu-
manns 19 milljarða króna samfélags-
verkefnis, sem Brown hefur fylgt
eftir, nokkrum vikum síðar. Telur
blaðið að tímasetningin á skipuninni
bendi til að ráðherrann hafi vitað af
óuppgefnum lánum til flokksins.
Vegna þess skaða sem orðspor
hans hlaut af láninu til Verkamanna-
flokksins fyrir síðustu kosningar lét
Aldridge af starfi stjórnarmanns
tæknifyrirtækisins Capita í fyrra-
dag. Fyrirtækinu hefur verið úthlut-
að samningum upp á hundruð millj-
arða íslenskra króna eftir að
flokkurinn komst til valda.
Óhætt er að segja að ásakanirnar
hafi gert illt verra fyrir Blair, en á
síðustu vikum hefur stjórnarand-
staðan sakað stjórn hans um að hafa
selt sæti í lávarðadeildinni og ýmsar
orðuveitingar til auðmanna í staðinn
fyrir fjárframlög.
Tekjustofnar flokka breytast
Málið byrjaði að vinda upp á sig
fyrir skömmu þegar upp komst um
12 óuppgefin lán auðmanna að jafn-
virði um 1.700 milljóna króna til
flokksins fyrir síðustu kosningar.
Síðan hafa fjórir þessara manna
hlotið opinberar stöðuveitingar,
þ.á m. Aldridge, en málið hefur rýrt
trúverðugleika Blairs sem lofaði
kjósendum heiðarlegum stjórnar-
háttum í kosningunum 1997.
Dagblaðið The Independent segir
að línur kunni að skýrast frekar í
málinu þegar Levy lávarður, per-
sónulegur fjáröflunarmaður Blairs,
verður á næstu vikum yfirheyrður í
beinni útsendingu sjónvarps.
Vikuritið The Economist fjallar í
nýjasta hefti sínu um lánamálið og
segir að það sé til marks um að
skráðum félagsmönnum flokkanna,
sem margir greiddu félagsgjöld, hafi
fækkað mjög og að stórfyrirtæki
haldi nú að sér höndum í kosninga-
framlögum, m.a. vegna nýrra laga
um gegnsæi slíkra framlaga.
Af þessum sökum telur vikuritið
að stóru flokkarnir séu í síauknum
mæli farnir að reiða sig á lítinn hóp
auðmanna og framlög þeirra.
Brown tengdur
við lánahneykslið
Reuters
Tony Blair forsætisráðherra (t.v.) og Gordon Brown fjármálaráðherra.
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
ALLS hafa nú liðlega 100 manns dá-
ið úr fuglaflensu, langflestir í Aust-
ur-Asíu. Óttast er að mjög mann-
skæður faraldur geti komið upp ef
stökkbreyting veldur því að veikin
fari að smitast milli manna. Kínversk
yfirvöld staðfestu í gær að 29 ára
gömul kona í Shanghai hefði látist úr
mannskæða afbrigðinu af fugla-
flensu, H5N1.
Heimsfaraldur myndi hafa marg-
víslegar afleiðingar en afar erfitt er
að spá fyrir um manntjónið. Alþjóða-
gjaldeyrissjóðurinn, IMF, varaði ný-
lega við því að faraldur gæti haft al-
varleg áhrif á efnahag þjóða heims
og leitt til framleiðslutaps.
Endurtryggingafélög gera einnig
ráð fyrir þungum skelli, mörg þeirra
hafa þegar þurft að greiða háar fjár-
hæðir vegna tjóns af fellibyljunum
sem herjuðu á Bandaríkin í fyrra.
Fjórða stærsta fyrirtækið á þessu
sviði, Hannover Re, sagði í gær að
kæmi upp slæmur heimsfaraldur á
árinu mætti reikna með að fyrirhug-
aður 125 milljóna evra hagnaður
þess af endurtryggingum á líftrygg-
ingum myndi minnka um helming.
Segja sérfræðingar á sviði endur-
trygginga að beiti menn sama mæli-
kvarða og Hannover Re megi gera
ráð fyrir að alls yrðu endurtrygg-
ingafélög að borga 10 milljarða evra.
Er það þrisvar sinnum hærri fjár-
hæð en áður hefur verið nefnd í því
samhengi.
Spá miklu
efnahags-
tjóni af
faraldri
KÍNVERSKUR leiðtogi glæpa-
hrings í Bretlandi var í gær dæmd-
ur fyrir að hafa með „glæpsamlegri
vanrækslu“ gerst sekur um mann-
dráp. 21 skeljatínslumaður, fólk
sem starfaði fyrir hann, fórst und-
an ströndum Lancashireflóa í febr-
úar 2004. Var maðurinn, sem heitir
Lin Liang Ren og er búsettur í Liv-
erpool, dæmdur fyrir að bera
ábyrgð á drukknun tínslumann-
anna, sem voru ólöglegir innflytj-
endur frá fátækum héruðum í
Kína.
Umræddir innflytjendur, sem
höfðu flust til Norður-Englands til
að starfa við ábatasama skelja-
tínslu á svæðinu, drukknuðu eftir
að hafa lokast af á rifi á háflóði.
Telja lögregluyfirvöld að raunveru-
leg tala látinna í slysinu hafi verið
23, en lík tveggja hafa aldrei fund-
ist. Aðeins einn komst lífs af.
Á meðal fórnarlambanna var Guo
Bin Long. „Segðu fjölskyldunni að
biðja fyrir mér,“ sagði Long við
eiginkonu sína þegar ljóst var í
hvað stefndi. „Ég er að deyja.“
Að sögn lögreglu reyndi Ren að
leyna ábyrgð sinni á drukknun
fólksins með því að þvinga aðra
starfsmenn til að ljúga til um
kringumstæður slyssins, ellegar
yrðu fjölskyldur þeirra sendar aft-
ur til Kína.
Unnusta Rens, Zhao Xiao Qing
var einnig dæmd fyrir brot á inn-
flytjendalögum, líkt og frændi
hans, Lin Mu Yong.
Ábyrgur
fyrir dauða
21 manns
♦♦♦