Morgunblaðið - 25.03.2006, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 25.03.2006, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 55 DAGBÓK Reynsla hjúkrunarfræðinga af starfi sínu ágeðdeildum“ er yfirskrift erindis semDröfn Kristmundsdóttir flytur á mánu-dag í Eirbergi, stofu 201, kl. 12.10. Í erindi sínu fjallar Dröfn um rannsókn sem hún vann sem hluta af mastersnámi sínu í hjúkrun við Royal College of Nursing Institute, Manchester University í samstarfi við Háskólann á Akureyri. Leiðbeinandi Drafnar í náminu var próf. Sigríður Halldórsdóttir. Um er að ræða eigindlega fyrirbærafræðilega rannsókn og mun Dröfn kynna bæði aðferðafræði rannsóknarinnar og niðurstöður. „Ég hef starfað á geðdeildum í yfir tvo áratugi, haft mikinn áhuga á faginu og fylgst með hvernig geðhjúkrun hefur þróast í landinu,“ segir Dröfn. „Mér hefur virst vera helsti akkilesarhæll geð- sviðsins að skortur er á hjúkrunarfræðingum á geðdeildum. Þetta er sérstök hjúkrun og einkenn- ist t.d. af mikilli breidd í menntun og bakgrunni þeirra starfsmanna sem starfa á geðsviði. Skortur hefur verið á sérhæfðu fagfólki á sviðinu, sér í lagi á hjúkrunarfræðingum. Það leiðir síðan oft til þess að álag eykst á þá sem fyrir eru. Mig langaði að at- huga hvað það væri við geðhjúkrun, bæði eflandi og niðurbrjótandi, sem hjúkrunarfræðingar upplifa, með því markmiði að bæta megi það sem miður hef- ur farið í geðhjúkrun og styrkja það sem vel er gert.“ Rannsóknina framkvæmdi Dröfn með samræðu- viðtölum við hjúkrunarfræðinga á geðsviði í Reykjavík og á Akureyri: „Meginþemu niðurstaðn- anna voru fjögur: hið fyrsta; mikilvægi stjórnanda, bæði sem fyrirmynd og fagleg vinnubrögð s.s. við samskipti og lausn vandamála. Í öðru lagi: sérstaða geðhjúkrunar; en af svörum viðmælenda minna hefur starfið mikil áhrif á einstaklingsþroska enda fylgir því mikil ábyrgð og er þetta hjúkrun sem unnin er mjög sjálfstætt. Einnig fylgir starfinu mikil sjálfsskoðun og þjálfun í mannlegum sam- skiptum. Loks voru viðmælendur mínir ánægðir með þá þverfaglegu vinnu sem iðulega er unnin á geðsviði. Þriðja meginþemað: „Geðhjúkrun í kreppu“, varðar fagvitund og innri virðingu fyrir faginu, en einnig fjármagnsskort til hjúkrunar. Og loks fjórða þema: vinnutengd streita, en starfið er krefjandi og stöðugt verið að fást við mannlegar tilfinningar. Of- beldi kemur upp á geðdeildum og því fylgir van- máttartilfinning, sem og því þegar ekki tekst að ná til sjúklinga með sjálfskaðandi hegðun. Starfinu fylgir á tíðum mikil sorg, bæði hjá sjúklingum, að- standendum og meðferðaraðilum, og oft að geð- hjúkrunarfræðingum reynist erfitt að skilgreina hvar ábyrgð þeirra lýkur. Það fylgir mikið vinnuá- lag þessari hjúkrun. Þó hún krefjist ekki mikillar líkamlegrar áreynslu í samanburði við önnur hjukr- unarstörf er andlegt álag þeim mun meira.“ Heilsa | Erindi um áhrifaþætti í starfsupplifun hjúkrunarfræðinga á geðdeildum Upplifun geðhjúkrunarfræðinga  Dröfn Kristmunds- dóttir fæddist í Reykja- vík árið 1963. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjöl- brautaskólanum við Ár- múla 1985 og BS gráðu í hjúkrun við Háskóla Íslands 1991. Árið 2004 lauk Dröfn meistaranámi í hjúkrun frá Royal College of Nursing Institute, Man- chester University, í samvinnu við Háskólann á Akureyri. Hún hefur verið deildarstjori á geðsviði frá 1992. Dröfn á þrjá syni. 80 ÁRA afmæli. Í dag, laugardag-inn 25. mars, er áttræð Björg Jóhannsdóttir frá Steinum, A- Eyjafjöllum, Fannborg 1. Björg er stödd á heimili dóttur sinnar í Mos- fellsbæ. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 60 ÁRA afmæli. Í dag, 25. mars, ersextugur Pétur Ágústsson, skipstjóri og framkvæmdastjóri Sæ- ferða ehf. í Stykkishólmi. Pétur verð- ur að heiman á afmælisdaginn en þau hjónin, Pétur og Svanborg Siggeirs- dóttir, hafa ákveðið að halda upp á tímamótin með fjölskyldu og vinum síðar á árinu. GULLBRÚÐKAUP | Í dag, 25. mars, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Sigríður Þorsteinsdóttir og Sverrir Tryggvason. HLUTAVELTA | Þessi duglegi drengur, Óskar Einarsson, safnaði 9.190 kr. til styrktar Rauða krossi Ís- lands, söfnun fyrir Pakistan. Gljúfrin þrjú í Jangtze-fljótinu í Kína Í AUGLÝSINGU í Fréttablaðinu, hér um daginn, og í bæklingum frá ferðaskrifstofunni Heimsferðir, eru sölufærðar ýmsar ferðir vítt og breitt um heiminn. Ein þessara ferða er sigling um „Gljúfrin þrjú“ í Jangtze-fljóti í Kína. Hér er maðkur í mysunni, því þessi gljúfur eru ekki lengur til og því ómögulegt að sigla um þau – nema þá í kafbáti! Þar sem þessi frægu gljúfur voru, er nú uppistöðu- lón 640 km langt, gert fyrir nýju virkjunina í fljótinu. Mér er spurn: Hvernig dettur ferðaskrifstofu í hug að selja það sem ekki er til? Mér finnst það mjög ósmekklegt að lokka fólk í ferðir á röngum forsendum, þ.e.a.s., hrein- lega að ljúga að fólki. Margrét Jónsdóttir, tvöfaldur Kínafari, Melteigi 4, Akranesi. Óviðeigandi málsháttur ÉG var að opna mjólkurfernu í morgun og rak þá augun í málshátt sem var á henni. Hann hljóðar svo: Sæt er lykt úr sjálfs rassi. Finnst mér þetta ekki viðeigandi máls- háttur á mjólkurfernu. Það liggur við að maður missi lystina á vörunni. Það hljóta að vera margir máls- hættir sem eiga betur við á mat- vörum. Kona. Ummæli Geirs Haarde ÉG er alveg sammála Þóri Andra Karlssyni í Velvakanda sl. fimmtu- dag þar sem hann vekur athygli á niðrandi ummælum Geirs Haarde gagnvart konum. Að líkja konum við einhver nytjadýr er ótrúleg lítils- virðing frá fullorðnum og að ég hélt vel gefnum manni. Að ég tali ekki um mann sem stendur í forystu Sjálfstæðisflokksins og er ráðherra að auki. Hulda K. Guðjónsdóttir. Verðlaunapeningur í skák í óskilum VERÐLAUNAPENINGUR merkt- ur eftirfarandi: Íslandsmót barna 2006 – Fædd 1996 – 3. verðlaun. Framan á honum er hrókur og peð. Þessi verðlaunapeningur kom í umslagi merktu: Emil Sigurðsson, en tilheyrir ekki þeim Emil er fékk umslagið í pósti. Eigandi vinsamlega hafi samband við Önnu í síma 823 2212. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Hugleiðingar um vörn. Norður ♠D976 ♥G108 S/NS ♦KG2 ♣G105 Vestur Austur ♠1083 ♠– ♥9 ♥ÁD76542 ♦107653 ♦D84 ♣K842 ♣D93 Suður ♠ÁKG542 ♥K3 ♦Á9 ♣Á76 Vestur Norður Austur Suður – – – 1 spaði Pass 2 spaðar 3 hjörtu 4 spaðar Pass Pass Pass Hliðarkall er sú regla í vörn sem erfiðast er að ná utan um og skil- greina á tæmandi hátt. Frumgerðin er þó einföld – hún snýst um að panta lit til baka þegar makker er gefin stunga. Vestur kemur út með einspilið í hjarta gegn fjórum spöðum. Austur tekur með ás og gefur makker sínum stungu í öðrum slag. Nú verður vest- ur að spila trompi hlutlaust til baka, því hann gefur sagnhafa tíunda slag- inn ef hann hreyfir við öðrum hvor- um láglitnum: Ef hann spilar tígli, hleypir sagn- hafi á níuna, og spili vestur laufi frí- ast þar slagur. Spilið sem austur velur til að gefa makker stungu er um leið kall til hliðar – hátt spil biður um hærri lit- inn, lágt um þann lægri. Tveir litir eru undanskildir, trompið og liturinn sem spilað er. Hér myndi austur því kalla á tígul með hjartasjöunni, en lauf með hjartatvisti. Þessi regla flækist ekki fyrir spil- urum þegar raunveruleg ástæða er til að kalla í öðrum hvorum litnum. En stundum eru hliðarlitirnir jafn góðir eða slæmir. Þá er miðjuspil sent til baka og makker látinn beita dómgreind sinni. Í þessu tilfelli ætti austur að spila hjartafimmu í öðrum slag, sem bein- línis neitar ás í tígli eða laufi. Ef vestur skynjar hættuna á því að hreyfa við öðrum hvorum láglitunum, mun hann trompa út og þá lekur samningurinn hægt og hljótt einn niður. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 dxc4 5. a4 Bf5 6. e3 e6 7. Bxc4 Rbd7 8. 0-0 Bd6 9. He1 e5 10. h3 0-0 11. e4 Bg6 12. a5 Dc7 13. Bg5 Hfe8 14. d5 Had8 15. Rd2 h6 16. Be3 Bc5 17. Df3 Bd4 18. Hec1 Rc5 19. Ha2 Bxc3 20. bxc3 cxd5 21. exd5 e4 22. Dg3 Dc8 23. d6 Kh7 24. Bd4 Staðan kom upp á opna alþjóð- lega Reykjavíkurmótinu sem lauk fyrir skömmu í skákmiðstöðinni í Faxafeni 12. Hinn ungi og efnilegi Hjörvar Steinn Grétarsson (2.046) hafði svart gegn Fide-meistaranum Rauan Mankeyev (2.381) frá Ka- sakstan. 24. … e3! eftir þennan snjalla peðsleik getur hvítur ekki varist með góðu móti mannstapi. Hvítur reyndi að halda í horfinu með því að leika 25. Bxe3 en eftir 25. … Rce4 26. Df4 Rxd2! 27. Hxd2 He4 var liðstap óumflýjanlegt og tapaði hvítur skákinni nokkru síð- ar: 28. Hd4 Hxf4 29. Bxf4 Dc5 30. Ha1 Re4 31. d7 Rf6 32. Be3 Dc6 33. Had1 Hxd7 34. Hxd7 Rxd7 35. Be2 Rc5 36. Hd8 Re6 37. Ha8 Dxc3 38. Bf3 Dxa5 39. Bxb7 De1+ 40. Kh2 a5 41. Bd5 Dd1 42. Hxa5 Dc2 43. Ha6 Rc7 44. Hc6 Df5 45. Bf3 Re6 46. Hc4 De5+ 47. Kg1 f5 48. h4 f4 49. Bb6 Bf5 50. Ha4 Db5 51. Ha5 og hvítur gafst upp saddur líf- daga. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. Íbúð í 101 Skuggi óskast Traustur kaupandi óskar eftir 110-150 fm íbúð í 101 Skuggi eða nágrenni. Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Jón Stefánsson óskast Óska eftir að kaupa olíumálverk eftir Jón Stefánsson. Upplýsingar í síma 896 6170. Fréttasíminn 904 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.