Morgunblaðið - 25.03.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.03.2006, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÍSLENSKIR jeppamenn í Hinu mikla heimskautafélagi, sem tókust á hendur tröllaukinn leiðangur um norðurslóðir Kanada í febrúar, hafa nú lagt að baki nærri þriðjung leiðar sinnar sem nær frá Yelloknife í North West Territories, norðan við Alberta-fylki, til Gimli. Ekki er farin stysta leið því ekið er norður að Beufort hafi og austur að Cambridge flóa áður en stefnan er tekin suður á bóginn niður að Gimli. Leiðin er um 6.200 kílómetrar og er ekið utan vega að mestu leyti. Svefnaðstaða er í jeppunum og verð- ur m.a. ekið um ísbjarnarslóðir og reynt að verjast fimbulkuldum á leiðinni. Leiðangursmenn eru sex, Frið- þjófur Helgason, Halldór Sveinsson, Kristján Kristjánsson, Karl Rútsson, og Ómar Friðþjófsson leiðang- ursstjóri. Farið er á þrem sér- útbúnum jeppum og er eitt mark- miðið með ferðinni að vekja athygli á hluta þess landsvæðis sem Vil- hjálmur Stefánsson landkönnuður fór um á sinni tíð. Mikil snjóblinda Í dagbók leiðangursins á netinu sagði í fyrradag að gríðarleg snjó- blinda hefði sett sitt mark á daginn en skyggnið batnaði þegar frá leið. Nýr þátttakandi í leiðangrinum er kominn um borð, sleðahundur nokk- ur sem varð á vegi þeirra. Hefur hann fengið nafnið Blueberry og vill helst pylsur í hvert mál. Hið mikla heimskautafélag er fé- lag áhugamanna um ferðir um norð- urslóðir, sérstaklega þar sem fáfarið er og vill félagið stuðla að nánari samskiptum íbúa norðursins. Leiðangurinn kostar 36 milljónir króna og er styrktur af fyrirtækjum og stofnunum. Morgunblaðið náði í gærkvöldi tali af Kristjáni Kristjánssyni, einum leiðangursmanna, þegar stutt var í bæinn Coppermine. Hann sagði að ferðin hefði gengið vel fyrir utan smábilanir en að öðru leyti áfalla- laust. Veðrið hefði verið frábært, heiðskírt og sól næstum alla leiðina fyrir utan snjóbyl á leið norður frá Montreal, og höfðu þeir félagarnir verið að aðstoða fólk á illa búnum bílum við þjóðveginn. Kristján sagði að bílarnir hefðu vakið mikla athygli í Kanada og hefðu stærstu blöð landsins fjallað um leiðangur þeirra enda hefðu þeir farið margar slóðir sem ekki hefðu verið farnar áður. Jeppamenn á slóðum Vilhjálms Stefánssonar Jeppaleiðangurinn hefur vakið mikla athygli í Kanada. LEIKSKÓLINN Laufskálar í Grafarvogi fagnar 10 ára af- mæli sínu í dag og verður gest- um boðið til mikillar veislu á milli kl. 11:00 og 13:00. Þar munu meðal annars kór leik- skólabarna syngja vel valin lög auk þess sem nemendur munu sýna vinnu sína. Þegar ljós- myndara Morgunblaðsins bar að garði í gær voru krakkarnir á leikskólanum að æfa afmæl- issönginn og eins og sjá má skemmtu þau sér konunglega við þá iðju og má búast við miklu fjöru í afmælinu í dag. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Fjör á leikskólanum Laufskálum. Kór leikskólans Laufskála æfir afmælissönginn. Fagna tíu ára afmæli Laufskála UNDIRBÚNINGUR að gerð nýs fjölmiðlafrumvarps er á lokastigi, að því er fram kom í máli Þorgerð- ar K. Gunnarsdóttur menntamála- ráðherra eftir ríkisstjórnarfund í gær. „Ég sé frekar fram á að þess- ari vinnu ljúki á allra næstu dög- um,“ sagði ráðherrann í samtali við fréttamenn. Hún vildi ekki kveða upp úr um það hvenær hún myndi leggja nýtt fjölmiðlafrumvarp fram á Alþingi. Aðalatriðið væri að leggja fram frumvarp sem sátt væri um, stæðist tím- ans tönn og efldi og yki fjölbreytni á fjölmiðlamarkaði. „Ég tel mikilvægt að hafa gott samráð við alla stjórnmálaflokkana og það er verið að funda þessa dagana. Þegar menn eru búnir að því og fara yfir málið geri ég ráð fyrir að ég muni leggja fram nýtt fjölmiðla- frumvarp, það fer allt eftir því hvernig þessi vinna næstu daga kemur til með að ganga.“ Menntamálaráðherra skipaði lögfræðinga og fjöl- miðlafræðing, fyrr á þessu ári til að smíða frumvarpið. Þeir hafa haft samráð við fulltrúa allra þingflokka og fleiri aðila. Ráðherra sagði í gær að frumvarpið yrði byggt á skýrslu fjölmiðlanefndarinnar frá liðnu vori. Undirbúningur á lokastigi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Nýtt fjölmiðlafrumvarp AÐGENGI að salernum fyrir fatl- aða er víða slæmt á veitingahús- um. Einnig hefur borið á því að salernin séu læst og þau notuð sem geymslur. Sigurður Einarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfsbjargar, lands- sambands fatlaðra, segir að mjög algengt sé að fatlaðir lendi í vand- ræðum með að komast á salernið á veitingastöðum og öðrum opinber- um stöðum. Að sögn Sigurðar er eins og þessi salerni virðist ekki skipta menn neinu máli nema þeg- ar von sé á hópum sem þeir vita af fyrirfram, þá séu salernin rudd. „Svo þegar fólk kemur eitt og sér þá eru salernin full af drasli, notuð sem geymslur og jafnvel læst,“ segir Sigurður. Erna Hauksdóttir, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón- ustunnar, sagði að ef rétt væri að staðan væri sú að aðgengi væri víða slæmt bæri að harma það. Hún sagði að Samtök ferðaþjón- ustunnar væru í samstarfi við Ör- yrkjabandalag Íslands, Ferða- málastofu, Ferðamálasamtök Íslands og Ferðaþjónustu bænda um að fara að vinna að aðgeng- ismálum fyrir fatlaða. „Við héldum ráðstefnu fyrir stuttu þar sem far- ið var yfir öll þessi mál. Þetta er gríðarlega mikilvægt mál sem Samtök ferðaþjónustunnar leggja mikla áherslu á og þær stofnanir sem við vinnum með,“ sagði Erna. Markmiðið hjá Samtökum ferða- þjónustunnar er að hvetja fyrir- tæki til að vera með aðgengi í lagi og koma svo upplýsingum um þá staði sem eru með gott aðgengi til ferðamanna og annarra. Að sögn Ernu sitja Samtök ferðaþjónustunnar þessa dagana fundi með fulltrúum stjórnvalda til þess að sjá á hvaða leið lög og reglur um þessi mál eru hjá hinu opinbera. Aðgengi að salernum fyrir fatlaða víða slæmt Eftir Lilju Björk Hauksdóttur, meistaranema í blaða- og fréttamennsku JÓN Kristjánsson félags- málaráðherra sagði við frétta- menn eftir ríkisstjórnarfund í gær að nýtt álit umboðs- manns Alþingis um skipun í embætti ráðuneytisstjóra myndi ekki hafa áhrif á þá ráðningu sem þar væri fjallað um, þ.e. ráðningu Ragnhildar Arnljótsdóttur í starf ráðu- neytisstjóra í félagsmálaráðu- neytinu. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra tók í sama streng. Jón sagði hins vegar að álit umboðsmannsins væri að sjálfsögðu leiðbeinandi um það hvernig að svona ráðningum yrði staðið í framtíðinni. Í áliti sínu komst umboðsmaður m.a. að þeirri niðurstöðu að þáverandi félagsmálaráðherra, Árni Magnússon, hefði ekki sýnt fram á að ákvörðun hans um að skipa Ragnhildi í starfið hefði uppfyllt þær kröfur sem leiddi af almennum grundvallarreglum í stjórnsýslurétti um undir- búning stöðuveitingar og mati á hæfni umsækj- enda. Halldór Ásgrímsson sagði að umboðsmaður Al- þingis hefði fyrst og fremst gert athugasemdir við rökstuðning ráðningar Ragnhildar, en ekki ráðn- inguna sem slíka „enda hef ég litið þannig á að það séu fyrst og fremst ráðherrarnir sem þurfa að endingu að ráða því hverjir taka við starfi ráðu- neytisstjóra. Þannig hefur það alltaf verið. Ég er búinn að gegna ýmsum ráðherraembættum og hef staðið að ráðningu ráðuneytisstjóra. Það er afskaplega mikilvægt að viðkomandi ráðherra hafi mest um það að segja í öllum þeim tilvikum þar sem yfirmenn eru ráðnir,“ sagði hann. Halldór sagði að upp úr stæði að ráðningin hefði átt sér stað og að viðkomandi einstaklingur, þ.e. Ragnhildur, hefði staðið sig mjög vel í emb- ætti ráðuneytisstjóra. Hann vissi ekki til þess að nokkur maður hefði gert athugasemdir við henn- ar ágætu störf. Félagsmálaráðherra um álit Umboðsmanns Alþingis Hefur ekki áhrif á ráðninguna Jón Kristjánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.