Morgunblaðið - 25.03.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.03.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 21 ERLENT Gullna stýrið 2005 Sími 517 7040 • www.hobbyhusid.is Hobbyhúsið opnar að Dugguvogi 12 Mest seldu hjólhýsi í heimi Gæði — Þjónusta Netsalan ehf. laugardag kl. 13-17 • sunnudag kl. 13-17 • virka daga kl. 10-18 Í GÆRKVÖLDI dró til tíðinda í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, þegar hundruð mótmælenda voru dæmd í 10 til 15 daga fangelsi fyrir að taka þátt í „ólöglegum“ mótmæl- um gegn úrslitum forsetakosning- anna sem fram fóru á sunnudag. Að sögn mannréttindasamtak- anna Viasna höfðu allt að 100 rétt- arhöld þegar farið fram í Minsk í gær. „Vitnin eru frá lögreglunni,“ sagði Ales Bilatski, sérfræðingur hjá Viasna. „Sumir hafa lögfræðinga en aðrir ekki, sem er ólöglegt.“ Koma dómarnir í kjölfar þess að óeirðalögregla handtók nokkur hundruð mótmælendur sem höfðu krafist þess að endi yrði bundinn á það sem andstæðingar Alexanders Lúkasjenkós, forseta landsins, telja einræðisstjórn forsetans. Ráðamenn Evrópusambandsins (ESB) voru harðorðir í garð Lúkasj- enkós eftir handtökurnar í gær, jafnframt því sem þeir samþykktu að herða viðskiptaþvinganir gegn Hvíta-Rússlandi vegna eftirmála kosninganna. „Við hvetjum yfirvöld í Hvíta- Rússlandi til að virða lýðræðið og láta fangana lausa,“ sagði Ursula Plassnik, utanríkisráðherra Austur- ríkis, núverandi forysturíkis Evr- ópusambandsins. Þá hefur stjórn George W. Bush, forseta Bandaríkj- anna, einnig boðað hertar viðskipta- þvinganir gegn Hvít-Rússum. Mótmælin halda áfram Flest bendir til að reyna muni frekar á harða afstöðu Lúkasjenkós til andstæðinga sinna, en talsmenn stjórnarandstæðinga sögðust í gær ætla að efna til mótmæla í Minsk í dag, laugardag. Að sögn fréttavefs BBC vita ætt- ingjar hinna handteknu sáralítið um afdrif þeirra, en vefurinn hermir að fjölskyldur þeirra hafi beðið grát- andi utan við fangelsi í borginni. Rússar gagnrýna ÖSE Yfirvöld í Rússlandi hafa allt frá árinu 1996 unnið að nánari sam- vinnu við Hvít-Rússa á ýmsum svið- um. Jókst sá áhugi mjög eftir sigur Viktors Jústsjenkós, forseta Úkr- aínu, í kjölfar „rauðgulu“ bylting- arinnar svokölluðu í fyrra og hitt- iðfyrra. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sakaði í gær Öryggis- stofnun Evrópu (ÖSE) um að kynda undir spennu í nýafstöðnum forseta- kosningum í Hvíta-Rússlandi. Kem- ur gagnrýnin í kjölfar heillaóska Vladímírs Pútíns, forseta Rúss- lands, til Lúkasjenkós eftir sigurinn í kosningunum sem eftirlitsmenn ÖSE telja ólögmætar. „Því miður byrjuðu eftirlitsmenn ÖSE með hlutdrægum hætti að tala um ólögmæti kosninganna löngu áð- ur en þær fóru fram,“ sagði Lavrov við blaðamenn eftir fund sinn með Geir H. Haarde, utanríkisráðherra Íslands, í gær. Lavrov tjáði sig einnig um skipu- lag ÖSE sem hann taldi ógegnsætt, en Rússar hafa verið harðorðir í garð stofnunarinnar, sem hefur for- dæmt framkvæmd nokkurra kosn- inga í ríkjum sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum. „Ekki ein einasta lögmæta at- hugasemd sem við höfum sett fram á starfsemi ÖSE á síðustu tveimur árum hefur verið tekin til greina,“ sagði Lavrov, sem taldi að stofnunin hefði sett sig í hlutverk þess sem kyndir undir spennu. Andstæðingar Lúkasjenkós forseta dæmdir í fangelsi AP Óeirðalögreglan í Hvíta-Rússlandi handtekur mótmælendur á torgi í höfuðborginni Minsk snemma í gærmorgun. Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is URÐUR Gunn- arsdóttir, tals- maður kosninga- eftirlits Öryggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu (ÖSE), sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að handtökurnar væru mikil von- brigði. „Það eru gríðarleg vonbrigði að stjórnin skuli ekki hafa séð neina aðra úrlausn málsins en að hand- taka ungt og friðsamlegt fólk á þrítugsaldri sem hefur verið að nýta sér tjáningarfrelsið,“ sagði Urður. „Þetta fólk lagði sérstaka áherslu á að mótmælin færu frið- samlega fram og lagði m.a. á áfengisbann til að koma í veg fyr- ir átök.“ Urður sagði ÖSE hafa grun um að hinir handteknu hefðu verið færðir í mörg fangelsi vegna þess að helsta fangelsið í Minsk hefði verið yfirfullt. Þá taldi hún víst að óeirðalögreglan í Minsk hefði handtekið a.m.k. 500 mótmæl- endur í vikunni. „Okkur hafa borist óstaðfestar fregnir um að dómarar hafi verið sendir í fangelsin í nótt rétt eftir að handtökurnar áttu sér stað til að dæma í málum mótmælend- anna,“ sagði Urður, og bætti við að starfsmenn ÖSE grunaði að ættingjum hinna handteknu myndu ekki berast neinar upplýs- ingar fyrr en dómar hefðu verið kveðnir upp í málum þeirra. Handtökur „gríðarleg vonbrigði“ Urður Gunnarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.