Morgunblaðið - 25.03.2006, Síða 21

Morgunblaðið - 25.03.2006, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 21 ERLENT Gullna stýrið 2005 Sími 517 7040 • www.hobbyhusid.is Hobbyhúsið opnar að Dugguvogi 12 Mest seldu hjólhýsi í heimi Gæði — Þjónusta Netsalan ehf. laugardag kl. 13-17 • sunnudag kl. 13-17 • virka daga kl. 10-18 Í GÆRKVÖLDI dró til tíðinda í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, þegar hundruð mótmælenda voru dæmd í 10 til 15 daga fangelsi fyrir að taka þátt í „ólöglegum“ mótmæl- um gegn úrslitum forsetakosning- anna sem fram fóru á sunnudag. Að sögn mannréttindasamtak- anna Viasna höfðu allt að 100 rétt- arhöld þegar farið fram í Minsk í gær. „Vitnin eru frá lögreglunni,“ sagði Ales Bilatski, sérfræðingur hjá Viasna. „Sumir hafa lögfræðinga en aðrir ekki, sem er ólöglegt.“ Koma dómarnir í kjölfar þess að óeirðalögregla handtók nokkur hundruð mótmælendur sem höfðu krafist þess að endi yrði bundinn á það sem andstæðingar Alexanders Lúkasjenkós, forseta landsins, telja einræðisstjórn forsetans. Ráðamenn Evrópusambandsins (ESB) voru harðorðir í garð Lúkasj- enkós eftir handtökurnar í gær, jafnframt því sem þeir samþykktu að herða viðskiptaþvinganir gegn Hvíta-Rússlandi vegna eftirmála kosninganna. „Við hvetjum yfirvöld í Hvíta- Rússlandi til að virða lýðræðið og láta fangana lausa,“ sagði Ursula Plassnik, utanríkisráðherra Austur- ríkis, núverandi forysturíkis Evr- ópusambandsins. Þá hefur stjórn George W. Bush, forseta Bandaríkj- anna, einnig boðað hertar viðskipta- þvinganir gegn Hvít-Rússum. Mótmælin halda áfram Flest bendir til að reyna muni frekar á harða afstöðu Lúkasjenkós til andstæðinga sinna, en talsmenn stjórnarandstæðinga sögðust í gær ætla að efna til mótmæla í Minsk í dag, laugardag. Að sögn fréttavefs BBC vita ætt- ingjar hinna handteknu sáralítið um afdrif þeirra, en vefurinn hermir að fjölskyldur þeirra hafi beðið grát- andi utan við fangelsi í borginni. Rússar gagnrýna ÖSE Yfirvöld í Rússlandi hafa allt frá árinu 1996 unnið að nánari sam- vinnu við Hvít-Rússa á ýmsum svið- um. Jókst sá áhugi mjög eftir sigur Viktors Jústsjenkós, forseta Úkr- aínu, í kjölfar „rauðgulu“ bylting- arinnar svokölluðu í fyrra og hitt- iðfyrra. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sakaði í gær Öryggis- stofnun Evrópu (ÖSE) um að kynda undir spennu í nýafstöðnum forseta- kosningum í Hvíta-Rússlandi. Kem- ur gagnrýnin í kjölfar heillaóska Vladímírs Pútíns, forseta Rúss- lands, til Lúkasjenkós eftir sigurinn í kosningunum sem eftirlitsmenn ÖSE telja ólögmætar. „Því miður byrjuðu eftirlitsmenn ÖSE með hlutdrægum hætti að tala um ólögmæti kosninganna löngu áð- ur en þær fóru fram,“ sagði Lavrov við blaðamenn eftir fund sinn með Geir H. Haarde, utanríkisráðherra Íslands, í gær. Lavrov tjáði sig einnig um skipu- lag ÖSE sem hann taldi ógegnsætt, en Rússar hafa verið harðorðir í garð stofnunarinnar, sem hefur for- dæmt framkvæmd nokkurra kosn- inga í ríkjum sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum. „Ekki ein einasta lögmæta at- hugasemd sem við höfum sett fram á starfsemi ÖSE á síðustu tveimur árum hefur verið tekin til greina,“ sagði Lavrov, sem taldi að stofnunin hefði sett sig í hlutverk þess sem kyndir undir spennu. Andstæðingar Lúkasjenkós forseta dæmdir í fangelsi AP Óeirðalögreglan í Hvíta-Rússlandi handtekur mótmælendur á torgi í höfuðborginni Minsk snemma í gærmorgun. Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is URÐUR Gunn- arsdóttir, tals- maður kosninga- eftirlits Öryggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu (ÖSE), sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að handtökurnar væru mikil von- brigði. „Það eru gríðarleg vonbrigði að stjórnin skuli ekki hafa séð neina aðra úrlausn málsins en að hand- taka ungt og friðsamlegt fólk á þrítugsaldri sem hefur verið að nýta sér tjáningarfrelsið,“ sagði Urður. „Þetta fólk lagði sérstaka áherslu á að mótmælin færu frið- samlega fram og lagði m.a. á áfengisbann til að koma í veg fyr- ir átök.“ Urður sagði ÖSE hafa grun um að hinir handteknu hefðu verið færðir í mörg fangelsi vegna þess að helsta fangelsið í Minsk hefði verið yfirfullt. Þá taldi hún víst að óeirðalögreglan í Minsk hefði handtekið a.m.k. 500 mótmæl- endur í vikunni. „Okkur hafa borist óstaðfestar fregnir um að dómarar hafi verið sendir í fangelsin í nótt rétt eftir að handtökurnar áttu sér stað til að dæma í málum mótmælend- anna,“ sagði Urður, og bætti við að starfsmenn ÖSE grunaði að ættingjum hinna handteknu myndu ekki berast neinar upplýs- ingar fyrr en dómar hefðu verið kveðnir upp í málum þeirra. Handtökur „gríðarleg vonbrigði“ Urður Gunnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.