Morgunblaðið - 25.03.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.03.2006, Blaðsíða 31
Samstarf um Kínaferðir Ferðaskrifstofan Langferðir og Kín- versk-íslenska menningarfélagið hafa gengið til samstarfs um ferðir til Kína. Fyrsta ferðin er fyrirhuguð 1.–15. ágúst til Tíbets þar sem dvalið verður í viku og skoð- aðar ýmsar nátt- úruperlur og sögustaðir. Fararstjóri verður Magn- ús Björnsson, en hann var við nám í Kína um árabil. Ferðaskrifstofan Lang- ferðir er hluti af Kuoni Travel Group, eins stærsta ferðaþjónustufyrirtækis heims sem m.a. rekur umfangsmikla starfsemi í Kína. Kuoni býður fjöl- breyttar ferðir til Kína og munu far- þegar Langferða njóta þjónustu og fyrirgreiðslu skrifstofa Kuoni eystra. Í samvinnu við kínversk-íslenska menningarfélagið mun athyglinni m.a. verða beint að einstökum fylkjum og TENGLAR ..................................................... www.kuoni.is Kínamúrinn. Morgunblaðið/Sverrir héruðum Kínverska alþýðulýðveld- isins til að gefa ferðafólki tækifæri á að kynnast betur en ella lifn- aðarháttum heimamanna og sér- kennum einstakra héraða. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 31 DAGLEGT LÍF Í MARS GOLFSTRAUMURINN er ekki bara það sem hlýjar okkur í norðri heldur hefur orðið líka verið notað yfir straum ferðamanna á slóðir þar sem upplagt er að leika golf. Á ferðavef Dagens Nyheter er vöngum velt yfir golfferðum og m.a. kemur fram að golfferðir til Tyrklands og Túnis eigi eftir að verða vinsælar á næst- unni því þar sé nú lægsta verðið en verðið hefur farið hækkandi í Portú- gal, Ítalíu og á Spáni. S-Afríka á einnig vaxandi vin- sældum að fagna þótt langt sé að fara. Það nýjasta í golfferðunum eru golfferðir á húsbíl þar sem ferðalag- ið snýst um að prófa sem flesta golf- velli og keyra á milli á húsbílnum. Nú færist einnig í vöxt að golfið sé eitt af því sem gert er í ferðinni en hún snúist ekki eingöngu um þessa vinsælu íþrótt. Þá er t.d. boðið upp á ferðir þar sem saman kemur golf- iðkun, góður matur og vín, auk ferða á listasöfn. Golfáhugafólk er talið kaupsterkur og ekki síður æskilegur markhópur með heil- brigðan lífsstíl og ferðaþjónustufyr- irtæki leggja nokkuð á sig til að ná í það minnsta hluta af honum. Verðið á sérsaumuðum golfferðum er allt frá u.þ.b. 4.500 íslenskum krónum á nóttina og upp í 45 þúsund krónur. Yfirleitt er allt innifalið, þ.e. vall- argjald, morgunverður, hádeg- isverður og kvöldverður. Golfferðir á húsbíl  FERÐALÖG Hótel Glymur tekur stakkaskiptum Í dag verður Hótel Glymur í Hvalfirði formlega opnað á ný eftir gagngerar breytingar og endurnýjun á innviðum hótelsins. Markmiðið með breyting- unum er að bjóða upp á lúxusdvöl í náttúrufegurð með tilheyrandi álfa- byggð og fuglalífi við bæjardyr höf- uðborgarinnar. Má segja að öllu innanstokks hafi verið mokað út og skipt út fyrir nýtt. Bætt hefur verið við snyrtingu fyrir fatlaða og komin er upp fullkomin ráð- stefnuaðstaða. Öllum herbergjum á efri hæð hótelsins hefur verið breytt í litlar svítur á tveimur hæðum og hver svíta hefur sína liti, sinn svip. Allur textíll kemur frá Ítalíu og er sérhann- aður fyrir hótelið. Í tilefni af opnuninni verður opnuð sýn- ing á verkum Eiríks Smith, Jóhönnu Hreinsdóttur, Pálma Einarssonar, Boris Verseghy, Snjólaugar Guðmunds- dóttur, Önnu Sigríðar Sigurjónsdóttur, Ewa Marian Preiss og Edwards Tyr- kala. Hótel Glymur er hluti af verkefninu „Upplifðu allt – á Vesturlandi“, sameig- inlegu átaki ferðaþjónustuaðila á Vest- urlandi til þess að auðga reynslu ferða- langsins á svæðinu. Sem fyrr er boðið upp á hernámsára- og söguferðir um Hvalfjörðinn. Heitir pottar eru við hót- elið og í næsta nágrenni eru golfvellir, sundlaug, siglingar, kajakar og veiði. Frekar Grikkland en Tyrkland í ár Greinileg aukning er í sölu ferða til Grikklands á dönsku ferðaskrifstofunni Kuoni og Appollo. Þetta gerist í kjölfar afleiðinganna af birtingu teikninganna af Múhameð í dönskum blöðum. Frá þessu er sagt á vef B.T. Á meðal vin- sælla áfangastaða eru gríska eyjan Korfu með helmingsaukningu í sölu, Krít með 60% aukningu og Rhodos með 50%. Á móti kemur að sala ferða til Tyrklands hefur snarminnkað í kjöl- far birtinganna á teikningunum af Mú- hameð. Talið er að þetta sé annars vegar til komið vegna þess að Dönum finnist Tyrkir hafa snúist gegn sér og hins vegar að Danir óttist óróleika í Tyrk- landi vegna myndbirtinganna. Jan Lockhart, forstjóri Kuoni og App- ollo, spáir því þó að þetta ástand muni ekki vara lengi og Danir muni fyrr en varir streyma á ný í þúsundatali til Tyrklands. Kvennaferð til Parísar Kvennaferðir eiga 25 ára afmæli og af því tilefni verður boðið upp á kvennaferð til Parísar. 10. apríl nk verður haldið til Parísar og dvalið í 4 nætur. Þær Edda Björgvins, Helga Braga og Eva Dögg sjá um far- arstjórnina. Ferðin er skipulögð af Icelandair og gist verður á Holiday Inn Republique sem er 4 stjörnu hót- el. Síðustu ferðir hafa selst hratt upp og er takmarkaður sætafjöldi í þessa ferð. Innifalið: flug, gisting í 4 nætur á 4 stjörnu hóteli, flugvallarskattar og ís- lensk fararstjórn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.