Morgunblaðið - 25.03.2006, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 25.03.2006, Blaðsíða 57
skemmtilegt leikrit, sem hefur fengið frá- bæra dóma. Sett upp af Leikfélagi Mennta- skólans við Hamrahlíð í leikstjórn Sigrúnar Sólar Ólafsdóttur. Miðapantanir í síma 848 5448. Dans Breiðfirðingafélagið | Góugleði Breiðfirð- ingafélagsins verður í Breiðfirðingabúð í kvöld. Hljómsveitin S.M.S. leikur gömlu og nýju dansana frá kl. 22–3. Skemmtanir Cafe Catalina | Hermann Ingi jr. spilar og syngur. Holtakráin | Hljómsveitin Signia leikur í kvöld. Klúbburinn við Gullinbrú | Hljómsveitin Stuðbandalagið með hjónaball í kvöld. Kringlukráin | Hljómsveitin Sixties leikur frá kl. 23. Vélsmiðjan Akureyri | Hljómsveitin Úlf- arnir leika í kvöld. Húsið opnað kl. 22, frítt inn til miðmættis. Uppákomur Kaffi Hljómalind, lífrænt kaffihús | Kiirtan (möntrusöngur) og hugleiðsla mun fara fram kl. 10. Mannfagnaður Breiðfirðingafélagið | Félagsvist í Breið- firðingabúð, Faxafeni 14, 26. mars kl. 14. Fyrirlestrar og fundir Borgarbókasafn - aðalsafn | Hve mikil ógn eru hryðjuverk í raun? Hvert er eðli hryðju- verka? Hvað getum við lært af árásunum 11. september 2001? Þetta eru m.a. spurn- ingar sem leitað verður svara við í fyr- irlestri Elíasar Davíðssonar, byggðum á er- indi hans á alþjóðlegri ráðstefnu lögmanna í París í júní sl. Fyrirlesturinn fer fram kl. 14– 16. BSRB húsið | Aðalfundur SFR – stétt- arfélags í almannaþjónustu verður haldinn í dag kl. 13 á Grettisgötu 89. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Kaffiveitingar. Salur FÍ | Ferðafélag Íslands og umhverfis- og náttúrverndarsamtök landsins halda ráðstefnu til að heiðurs Hjörleifi Guttorms- syni sem nýlega varð sjötugur. Þar verður fjallað um óbyggðir Íslands, alþjóðlegt sam- starf og náttúruvernd á Norðurskautinu. Ráðstefnan verður kl. 13–17. Þjóðminjasafnið | Ráðstefnan myndhvörf í minningu Þorsteins verður í Þjóðminjasafn- inu 26. mars kl. 10–16.30. Að henni standa þeir sem rökræddu myndhvörf í málstofu íslenskuskorar haustið 2004 og Ritið, Tímarit Hugvísindadeildar. Ráðstefnan er helguð minningu Þorsteins Gylfasonar sem kynti sleitulaust undir rökræðunum. Nánari dagskrá á www.hugvis.hi.is. Þjóðminjasafn Íslands | Opið málþing Sagnfræðingafélags Íslands kl. 14–17 í sam- vinnu við stjórnarskrárnefnd. Helgi Sk. Kjartansson sagnfr., Björg Thorarensen lögfr., Þórður Bogason lögfr., Guðni Th. Jó- hannesson sagnfr. og Svanur Kristjánsson stjórnmálafr. fjalla um stöðu forsetans í stjórnarskrá að fornu og nýju. Pallborðs- umræður að lokum. Öryrkjabandalag Íslands | Aðalfundur Kvennahreyfingar ÖBÍ fer fram í dag kl. 11– 13 í fundarsal ÖBÍ, Hátúni 10, 9. hæð, Reykjavík. Fréttir og tilkynningar GA-fundir (Gamblers Anonymous) | Er spilafíkn að hrjá þig eða þína aðstand- endur? Hægt er að hringja í GA-samtökin í síma 698 3888. Seltjarnarneskirkja | Messa og aðalfundur Grunnvíkingafélagsins í Reykjavík verður 26. mars kl. 11. Að messu lokinni verður há- degisverður og kaffi í boði félagsins. Að borðhaldi loknu hefst aðalfundur félagsins. Messan er öllum opin en fundurinn ætlaður félagsmönnum eingöngu. Tungumálamiðstöð Háskóla Íslands | Há- skóli Íslands heldur 12. maí nk. hin al- þjóðlegu DELE-próf í spænsku. Innritun fer fram í Tungumálamiðstöð HÍ sem staðsett er í kjallara Nýja Garðs. Frestur til innrit- unar rennur út 7. apríl. Nánari upplýsingar um prófin og innritun: http://www.hi.is/ page/dele. Frístundir og námskeið Mímir - símenntun ehf. | Jóhanna Krist- jónsdóttir blaðamaður heldur námskeið hjá Mími – símenntun sem ber yfirskriftina „Ír- an í hundrað ár“. Námskeiðið verður haldið 30. mars kl. 20–22. Nánari upplýsingar og skráning hjá Mími – símenntun í s. 580 1800 eða á www.mimir.is. Útivist og íþróttir Sjálfboðaliðasamtök um náttúruvernd (SJÁ) | Létt gönguferð verður á vegum Sjálfboðaliðasamtaka um náttúruvernd (SJÁ) í dag. Farið verður frá stræt- isvagnaskýlinu í Mjódd kl. 11. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 57 DAGBÓK Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Dalbraut 18 - 20 | Félagsstarfið öll- um opið. Kíktu í kaffi og líttu í blöðin! Fastir liðir eins og venjulega. Hand- verkstofa að Dalbraut 21-27. Leik- húsferð í Draumasmiðjuna Hafn- arfirði laugardaginn 1. apríl kl. 20. Rútuferð. Menningarferð í Skálholt 2., 3., og 4. maí. Skráningar hafnar. asdis.skuladottir@reykjavik.is. Sími 588 9533. Félag eldri borgara, Reykjavík | Leikfélagið Snúður og Snælda sýna Glæpi og góðverk í Iðnó sunnud 26. mars kl. 14. Miðapantanir í Iðnó í síma 562 9700, einnig seldir miðar við innganginn. Dansleikur sunnu- dagskvöld kl. 20. Caprí-tríó leikur. Baldvin Tryggvason verður með fjár- málaráðgjöf fimmtudaginn 30. mars, panta þarf tíma í síma 588 2111. Félagsheimilið Gjábakki | Krumma- kaffi kl. 9 og Hana-nú ganga kl. 10. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 13-16. Margræðir heimar, opin mál- verkasýning Vals Sveinbjörnssonar. Fimmtud. 30. mars kl. 13.15 „Kyn- slóðir saman í Breiðholti“, félagsvist í samstarfi við Hólabrekkuskóla. Á þriðjud. og föstud. kl. 10.30 er létt ganga um nágrennið. Strætisvagnar nr. S4, 12 og 17 stansa við Gerðu- berg. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er opið öllum. Bókmenntaklúbbsfundur kl. 20 miðvikudaginn 5. apríl. Leik- húsferð í Draumasmiðjuna, Hafn- arfirði, 1. apríl kl. 20. Rútuferð. Menningarferð í Skálholt 2., 3., og 4. maí. Skráningar hafnar. Síminn er 568 3132. Netfangið er asdis- .skuladottir@reykjavik.is. Kristniboðssalurinn | Fundur verður hjá Aglow í Reykjavík 27. mars kl. 20, í Kristniboðsalnum að Háaleit- isbraut 58-60. Gestur fundarins verður Sirí Didriksen útvarpskona á Lindinni, Margrét og Stefán sjá um lofgjörðina. Þáttökugjald 700 kr. All- ar konur velkomnar. SÁÁ félagsstarf | Félagsvist og dans verður í Stangarhyl 4, 25. mars. Spilamennskan hefst kl. 20 og dans að henni lokinni til kl. 1. Kiddi Bjarna leikur fyrir dansi, dans. Úrvalsfólk | Dansleikur Úrvalsfólks verður á Hótel Sögu 7. apríl kl. 19. 3ja rétta matseðill. Skemmtiatriði Ómar Ragnarsson og fleiri. Happ- drætti. Dans. Miðasala hjá Úrval Út- sýn, Lágmúla 4, sími 585 4039. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is LILJA Kristjánsdóttir opnar mál- verkasýningu í Baksalnum í Gall- eríi Fold við Rauðarárstíg klukkan þrjú í dag. Sýninguna nefnir lista- maðurinn Copy/Paste og er hún hluti af sýningaröð ungra myndlist- armanna í Galleríi Fold og stendur til 9. apríl. Eftir að Lilja útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1996 hélt hún áfram að mála drungalegar myndir af fólki. Helstu áhrifavaldar hennar voru forfeður hennar, ættmenni og ljós- myndir Þorsteins Símonarsonar. Í dag eru forfeðraminnin að mestu horfin en drungalegar persónur og munstur gamalla muna komin í stað þeirra. Opið er í Galleríi Fold dag- lega frá kl. 10 til 18, laugardaga frá kl. 11 til 16 og sunnudaga frá kl. 14 til 16 meðan á sýningunni stendur. Lilja sýnir í Galleríi Fold Hluti af verki eftir Lilju Kristjáns- dóttur. Í KVÖLD mun Karlakór Dalvíkur halda söngskemmtun að Rimum í Svarfaðardal. Karlakór Dalvíkur mun á þessari skemmtun kynna nýja söngskrá sína sem byggist ein- göngu á sönglögum tengdum sjó- mennsku og vinnslu sjávarfangs. Tónleikarnir fyrir hlé eru mótaðir af því æðruleysi og kjarki sem sjó- menn fyrri tíma sýndu við störf sín og baráttu við óblíð náttúruöfl. Eft- ir hlé breytist tónninn aðeins og syngur kórinn tónlist eftir t.d. Odd- geir Kristjánsson við texta eftir Ása í Bæ og einnig nokkur írsk þjóðlög við texta eftir Jónas Árnason. Undirleikarar með kórnum verða þau Daníel Þorsteinsson, pí- anó, Indrek Pajus, kontrabassi, Þorleifur Jóhannsson, trommur, Hrafnhildur Marta Guðmunds- dóttir, selló og Júlíus Baldursson, skeiðar. Skemmtunin hefst klukkan 20.30. Sungið um sjómennsku í Svarfaðardal Á LISTASAFNI Íslands verður boð- ið upp á leiðsögn um sýningu á verkum Snorra Arinbjarnar, „Mátt- ur litarins og spegill tímans“, í fylgd Ólafs Kvaran safnstjóra. Sögulegt hlutverk Snorra Ar- inbjarnar í íslenskri listasögu á fjórða áratugnum er öðru fremur að hann túlkar í verkum sínum nýj- ar hliðar á íslenskum veruleika; manneskjuna, lífið á bryggjunni, þorpsgötuna og hversdagslegt um- hverfi. Markmiðið með þessari sýn- ingu er að gefa yfirlit yfir listferil hans og varpa ljósi á þann sérstaka og persónulega litaskilning, sem Snorri þróaði í list sinni. Aðgangur er sem fyrr ókeypis og hefst leið- sögnin klukkan 11 og stendur til hádegis. Leiðsögn í Listasafni Íslands TVENNIR tónleikar verða haldnir á vegum Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar í dag. Fyrri tónleik- arnir verða haldnir í Seltjarnar- neskirkju kl. 14. Þar koma strengja- sveitir skólans fram og leika fjölbreytta efnisskrá. Seinni tónleik- arnir eru hluti af framhaldsprófi Kristínar Höllu Bergsdóttur víólu- leikara. Þeir verða haldnir í Lista- safni Sigurjóns Ólafssonar og hefj- ast kl. 17. Kristín Halla mun flytja verk eftir J. S. Bach, Max Bruch, G. Ph. Telemann og Karl Stamitz. Meðleik- arar Kristínar Höllu á tónleikunum eru Júlíana Rún Indriðadóttir á pí- anó og Eydís Ýr Rosinkjær á víólu. Aðgangur á báða tónleikana er ókeypis. Tvennir tónleikar Tónskóla Sigursveins Í TILEFNI af 23 ára afmæli götu- leikhópsins Svarts og sykurlauss verður þrjúbíó í Galleríi Humri eða frægð í dag. Sýndar verða áður óbirtar upptökur eftir Þór Elís Pálsson og Rósu Mörtu Guðnadótt- ur frá árinu 1984 frá æfingum og uppákomum Svarts og sykurlauss og munu forsvarsmenn leikhópsins segja frá tilurð hans og starfsemi. Götuleikhópurinn Svart og syk- urlaust var starfandi á árunum 1983-1986 og byrjaði sem uppá- koma til að vekja athygli á húsnæð- isskorti atvinnuleikhópa. Hópurinn hélt starfa á götunni og ferðaðist víða um land og kom einnig fram á hátíðum og tónleikum eins og „Við krefjumst framtíðar“ haustið 1983. Mikill fjöldi listamanna tók þátt í starfi hópsins en lengst af voru í hópnum Kolbrún Halldórsdóttir, Guðjón Pedersen, Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir, Guðjón Ketilsson og Brynhildur Þorgeirsdóttir. Svart og sykurlaust Heimsferðir bjóða þér einstakt tækifæri til að dvelja við frábærar aðstæður á Kanarí í mars/apríl í eina eða tvær vikur. Þú kaupir 2 flugsæti en greiðir aðeins fyrir 1. Við bjóðum góð íbúðahótel og þjónustu fararstjóra Heims- ferða allan tímann. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is 2 fyrir 1 til Kanarí 28. mars frá kr. 19.990 Munið Mastercard ferðaávísunina 1 eða 2 vikur Verð frá kr. 19.990 Flugsæti með sköttum. Tveir fyrir einn tilboð, 28. mars í eina eða tvær vikur. Netverð á mann. Gisting frá kr. 1.250 m.v. 4 í íbúð með 2 svefnherb. á Dorotea. Netverð á mann nóttin. Síðustu sætin til Kanarí í vetur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.