Morgunblaðið - 25.03.2006, Blaðsíða 28
Daglegtlíf
mars
„ÉG HEF haft brennandi áhuga á
öllu sem við kemur Íslandi alveg
frá því ég var smábarn og það hef-
ur ágerst eftir að ég heimsótti land-
ið,“ segir hinn þrettán ára gamli
Peter Streich sem nú er í annað
sinn í heimsókn á Íslandi en hann
býr ásamt fjölskyldu sinni á bónda-
bæ í Wisconsin í Bandaríkjunum.
Peter er ekkert venjulegur strákur
því hann hefur kynnt sér íslenska
menningu af slíkum ákafa að þekk-
ing hans er á við það sem gerist hjá
fræðimönnum.
Einnig tók hann upp á því að
læra íslensku fyrir ári og kennsluna
sér hann sjálfur um. Þegar hann les
upphátt úr íslenskri bók hljómar
það nánast lýtalaust og er með ólík-
indum hversu miklum árangri hann
hefur náð á svo skömmum tíma.
Orð eins og harðfiskur og hákarl
sem gjarnan vefjast fyrir útlend-
ingum, hljómuðu kórrétt hjá hon-
um. Og hann kunni líka vel við
bragðið af hákarlinum þó svo hann
væri í sterkari kantinum.
„Faðir minn er vel að sér í þýskri
menningu og kunnátta hans varð
mér mikil hvatning til að forvitnast
um framandi menningarheima og
hann hefur líka verið mér innan-
handar með íslensku málfræðina,
því hann talar þýsku. Ég hef líka
verið að dunda mér við að þýða um
tuttugu íslenskar barnabækur yfir
á ensku til að æfa mig og þá notast
ég við orðabok.is á netinu,“ segir
þessi hógværi strákur sem á um
fjörutíu bækur á íslensku en hann
er mikill bókasafnari og bækurnar
sem hann hefur sankað að sér í
gegnum tíðina eru nú orðnar um
eitt þúsund. „Þær er frá mörgum
löndum, enda hef ég alltaf verið
heillaður af menningu og tungu-
málum framandi landa.“
Vill flytja til Íslands
Í safni Peters eru til dæmis bæk-
ur frá Afríku og þá sérstaklega
Eþíópíu, einnig frá Indlandi og
Armeníu, nokkrar á hann skrifaðar
á tungumáli indíána og eskimóa og
margar bækur frá Evrópulöndum,
sérstaklega Þýskalandi, Frakk-
landi, Spáni, Ítalíu, Grikklandi, Pól-
landi og Rússlandi. Svo á hann líka
mjög margar bækur frá Japan, en
Peter talar svolitla japönsku enda
hefur hann sérhæft sig í öllu sem
viðkemur Japan. „En núna beinist
áhugi minn allur að Íslandi og hér
langar mig að eiga heima í einhvern
tíma þegar ég verð eldri. Ég hef
þegar kynnt mér ýmislegt um það
hvað ég þarf að gera til að svo megi
verða. Ísland er fallegt land og fólk-
ið hér er mjög vinsamlegt, vilja-
sterkt og víðsýnt. Bóklestur er
greinilega almennur og það kann ég
vel við. Mér líkar betur við menn-
inguna hér en heima í Bandaríkj-
unum og fámennið á líka vel við
mig.“
Heimakennsla
Peter hefur þá sérstöðu að hann
gengur ekki í skóla heldur sér móð-
ir hans um að kenna honum og
tveimur systkinum hans heima.
„Það er alveg frábært, því mér
fannst ég alls ekki læra nógu mikið
í venjulegum skóla. Heima læri ég
svo mikið umfram það sem nám-
skráin segir til um og ég get líka
sjálfur haft frumkvæðið og einbeitt
mér að mínum hugðarefnum. Bróð-
ir minn, sem er einu og hálfu ári
eldri en ég, er nú þegar farinn að
sækja tíma í háskóla, svo þetta gef-
ur okkur gott forskot.“ Joel, faðir
Peters, segir það hafa verið lítið
mál að fá leyfi til að kenna börn-
unum heima. „Það er langalgengast
að fólk kenni börnum sínum heima
af trúarlegum ástæðum eða vegna
þess að skólinn sem þeim stendur
til boða er ekki nógu góður skóli.
En hjá okkur var það hvorug þess-
ara ástæðna sem réði því að við
ákváðum að kenna okkar börnum
heima, heldur var það vegna þess
að við viljum gjarnan að börnin
okkar verði sjálfstæð og læri meira
en eingöngu það sem kennt er í
skólum. Svo er auðvitað frábært að
hafa krakkana heima.“
Faðir hans segir að á ferðalagi
þeirra feðga um Ísland gefi Peter
sig stundum að fólki og fari að tala
íslensku og hann segist verða mjög
stoltur af syni sínum þegar hann
sér brosin sem færast yfir andlit
þeirra Íslendinga sem heyra hversu
góðum tökum hann hefur náð á
tungumálinu.
ÁHUGAMÁLIÐ | Peter Streich talar lýtalausa íslensku eftir eins árs sjálfsnám
Harðfiskur og hákarl hljóma
kórrétt í munni hans
Heillaður af bókum. Í Íslandsheimsókninni fer Peter tvisvar á dag í bókabúð Máls og menningar og grúskar í bókum.
Morgunblaðið/ÞÖK
Peter heldur mikið upp á þessa bók Sigrúnar Eldjárn, af því að í henni er
svo mikið um þjóðlegan fróðleik og honum finnst hún líka skemmtileg.
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
IKEA biður þá við-
skiptavini sem keypt hafa
Tassa- eða Sniglar-
barnarúm af stærðinni 55
cm x 112 cm í ágúst á síð-
asta ári eða síðar og sem
hafa merkinguna ID No
15333 og Made in Poland
á rúmbotninum að skila
rúmbotninum til versl-
unarinnar þar sem þeir
munu fá nýjan rúmbotn
afhentan. Engin önnur
barnarúm eiga hlut að máli. Þau
lönd sem þetta á við eru Belgía,
Tékkland, Danmörk, Finnland,
Innköllun á rúmbotnum frá Ikea
NEYTENDUR
Bretland. Austurríki, Ítalía og
Þýskaland hafa einungis selt
Sniglar-barnarúm. Önnur lönd
eiga ekki hlut að máli. Á
Íslandi hafa sex rúm
verið seld af gerðinni
Tassa og Sniglar sem
bera fyrrgreindar merk-
ingar á umræddu tíma-
bili.
Í fréttatilkynningu frá
Ikea kemur fram að
vegna villu í framleiðslu
hafa sumir rúmbotn-
arnir ekki verið límdir
saman á réttan hátt og
getur það þar af leiðandi
leitt til þess að þeir fullnægi
ekki kröfum sem gerðar eru og
greint er frá í evrópsku örygg-
isstöðlunum fyrir barnarúm.
Frakkland, Ungverjaland, Ís-
land, Holland, Noregur, Pólland,
Rússland, Slóvakía, Svíþjóð og
SVOKÖLLUÐ „húsasýki“ kann
að vera rangnefni þar sem ein-
kenni hennar benda í rauninni
fremur til vinnutengdrar streitu
en heilsuspillandi vinnuum-
hverfis, samkvæmt niðurstöðum
nýrrar rannsóknar sem gerð var
í Bretlandi. Í ljós kom að þurrt
loft og heitt umhverfi jók á ein-
kennin, þ. á m. hósta og slen, en
mikilvægasti áhrifaþátturinn
var streita.
Frá þessu greinir fréttavefur
breska ríkisútvarpsins, BBC, en
niðurstöður rannsóknarinnar
eru birtar í vísindaritinu Occ-
upational and Environmental
Medicine. Fjögur þúsund op-
inberir starfsmenn í 44 skrif-
stofubyggingum í London tóku
þátt í rannsókninni.
Hugtakið „húsasýki“ hefur
verið notað sem samheiti yfir
kvilla í augum, höfði, önd-
unarvegi og húð. Hefur verið
talið að þessa kvilla mætti að
einhverju leyti rekja til slæmrar
hönnunar húsnæðis. Sérfræð-
ingar hafa haldið því fram að
húsasýki kosti fyrirtæki árlega
háar fjárhæðir. En höfundar
bresku rannsóknarinnar segja
að marga þessa kvilla megi
rekja til vinnustreitu fremur en
gallaðs húsnæðis. Í rannsókn-
inni kom í ljós að þeim sem mikl-
ar kröfur voru gerðar til í starfi,
en fengu lítinn stuðning, var
hættara en öðrum við kvillum,
einkum þeim sem höfðu lítil sem
engin völd til ákvarðanatöku.
Vinnustreita
frekar en
húsasýki
HEILSA
ZAPPA
PLAYS
ZAPPA
miðasala 2. apríl
www.rr.is