Morgunblaðið - 25.03.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.03.2006, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Selfoss | „Sóknarbörn Selfosskirkju eru að nálgast það að verða sex þús- und talsins og fer ört fjölgandi. Þetta er nokkuð annasamt presta- kall og starfsemi kirkjunnar fjöl- breytt,“ sagði séra Gunnar Björns- son, sóknarprestur Selfosskirkju, en kirkjan fagnar 50 ára vígsluafmæli sínu núna um helgina. Það var á pálmasunnudag, 25. mars 1956, sem herra Ásmundur Guðmundsson biskup vígði kirkjuna í góðu veðri að viðstöddu miklu fjöl- menni. „Þá voru liðin 23 ár frá því fyrst var hreyft hugmyndinni um kirkju í gróskumikilli framtíðar- byggðinni og 11 ár frá því að sam- þykkt var að kirkja skyldi reist. Íbú- ar á Selfossi voru í árslok 1956 1.412 talsins. Bæði fyrr og nú hafa menn lokið upp einum munni um það að Selfosskirkja sé fagurt guðshús,“ segir séra Gunnar meðal annars í ágripi af sögu kirkjunnar í bæklingi sem gefinn er út af Selfosskirkju í tilefni afmælisins. Um helgina er afmælinu fagnað með tíðasöng klukkan 10 og aftur kl. 11.30 í dag, laugardag, og samkomu í dag klukkan 16.30. Heitt verður á könnunni mestallan tímann. Á sunnudag er barna- og fjölskyldu- samkoma klukkan 11 og hátíðar- messa klukkan 14 og öll sóknarbörn og aðrir boðnir velkomnir. Eftir at- höfnina er öllum viðstöddum boðið í veislukaffi á Hótel Selfossi. Sunnu- daginn 2. apríl er síðan konsert- messa klukkan 11. Fyrsta skóflustungan 7. júní 1952 Selfosshreppur var stofnaður með lögum 1. janúar 1947 úr brotum þriggja hreppa, Sandvíkurhrepps, Hraungerðishrepps og Ölfushrepps. Þá voru íbúar hins nýja hrepps- félags 714 talsins. Selfoss hlaut kaupstaðarréttindi 2. maí 1978 og varð þá níundi stærsti kaupstaður landsins með 3.199 íbúa. Íbúar á Sel- fossi áttu kirkjusókn að Laugar- dælakirkju og þótti það langur kirkjuvegur á þeim tíma þegar fæst- ir áttu bifreiðar. Það var 26. desem- ber 1941, að samþykkt var á safn- aðarfundi í Laugardælakirkju að byggja kirkju á Selfossi og árið eftir fékkst land undir kirkju og kirkju- garð. Nýi kirkjugarðurinn var vígð- ur 2. janúar 1945. Árið eftir var fengin kirkjuteikning af timbur- kirkju, en hún þótti óhentug og var þá leitað til Bjarna Pálssonar (1912– 1987) skólastjóra Iðnskólans og hon- um falið að gera nýja teikningu og var kirkjan byggð eftir henni. Kirkjukór Selfoss var stofnaður fyrir forgöngu Önnu Eiríksdóttur (1904–1980) frá Sandhaugum í Bárðardal og Ingólfs Þorsteinssonar (1899–1980) framkvæmdastjóra Flóaáveitunnar. Fyrsti stjórnandi kórsins var Guðmundur Gilsson (1926–1992) organisti sem var ráð- inn til kirkjunnar haustið 1955. Einar Sigurðsson (f. 1922) organisti stjórnaði kórnum 1970–1972. Núver- andi stjórnandi kórsins er Glúmur Gylfason (f. 1944) organisti og hefur verið mikill hvatamaður að tónlistar- starfi í kirkjunni og átt þátt í að gera hana að eins konar miðstöð tónlistar í byggðarlaginu. Árið 1950 var reist klukknaport (sáluhlið) við kirkjugarðinn og sama ár fékkst leyfi frá fjárhagsráði ríkis- ins til að grafa grunn undir kirkju- skipið með því skilyrði að ekki yrði reistur turn eða aðrar viðbyggingar. Hinn 7. júní 1952 var tók biskup Ís- lands herra Sigurgeir Sigurðsson (1890–1953) fyrstu skóflustunguna að kirkjubyggingunni og bað nýju guðshúsi allrar blessunar. Í kjölfarið hófu þrjátíu menn að grafa fyrir kirkjunni. Guðmundur Sveinsson (f. 1923), húsasmíðameistari á Selfossi, var yfirsmiður við kirkjubygginguna og múrverk annaðist Friðrik Sæ- mundsson múrarameistari á Selfossi (1927–2005.) Starfið er lífleg lífsreynsla Fyrsti sóknarprestur kirkjunnar var síra Sigurður Pálsson (1901– 1987) síðar vígslubiskup Skálholts- stiftis. Síra Sigurður Sigurðarson þjónaði Selfossprestakalli frá 1971 til 1994, er hann var skipaður vígslu- biskup í Skálholtsstifti. Síra Þórir Jökull Þorsteinsson var sóknar- prestur á Selfossi 1994–1998. Síra Gunnar Björnsson núverandi sókn- arprestur hefur þjónað prestakall- inu frá 1. júní 2002. „Það er gefandi að eiga samskipti við allt það fjölmarga fólk sem kem- ur við sögu í daglegu starfi kirkj- unnar. Það er ánægjulegt að kynn- ast foreldrum skírnarbarna, ferm- ingarbörnum og foreldrum þeirra og fólki, sem er að ganga í hjónaband, og síðast en ekki síst er þakklátt að reyna að hlúa að þeim, sem eiga um sárt að binda,“ sagði séra Gunnar þegar rætt var við hann um starf hans. „Svo er hér við kirkjuna ágætt starfsfólk og ég hef áður haft það á orði, að það munaði miklu að fá hing- að djákna til starfa, fyrst sr. Guð- rúnu Eggertsdóttur, sem nú hefur tekið prestsvígslu, og síðan Eygló J. Gunnarsdóttur. Svo sem gildir um mörg önnur störf, er álagið einkum af tvennum toga; í fyrsta lagi þarf að skipuleggja starfsdaginn, en að hinu leytinu að bregðast við því óvænta, sem alltaf kemur upp á. Prestur þarf alltaf að vera viðbúinn því að þurfa að koma til skjalanna. En það er t.d. ómetan- legt, þegar tilkynna þarf um sviplegt andlát, jafnvel að næturþeli, að hafa þá lögreglumann eða lækni með í för,“ sagði séra Gunnar. Þegar hann var síðan spurður hvernig það væri að vera prestur sagði hann: „Síra Sigurður Pálsson, fyrsti sóknar- presturinn hér, var af Guðmundi Daníelssyni, rithöfundi, spurður þessarar spurningar í blaðaviðtali sumarið 1962. Hann svaraði svona: „Preststarfið er stöðug þjáning og barátta, með nokkrum skærum ljós- blettum.“ Ég vildi, með allri virð- ingu, leyfa mér að bæta við, að ljós- blettirnir eru margir, og að baki þeim öllum er einn, sem er óslökkv- andi, og mjög stór, hlýr og skær. Það er alltaf bjart yfir starfi prests- ins vegna þess erindis sem á að knýja alla hans viðleitni. Hér ræðir um traust og trú á það, að lífið sé dásamlegt og óviðjafnanlegt og okk- ur beri að reyna lifa því í kærleika, lofgjörð og þakklæti.“ Stoltur af fermingarbörnunum „Ég er svo heppinn að hafa tóm- stundaiðju til að dreifa huganum og það geri ég með því að fara í bíltúra með konu minni, Ágústu Ágústs- dóttur, gönguferðir og morgunsund. Svo spila ég líka dálítið á selló. Það fylgir því mikil slökun. Að ógleymd- um lestri góðra bóka. Það er engin ástæða til annars en bjartsýni. Það er gleðiefni, að ungir foreldrar eru mjög áfram um að láta skíra börn sín. Fermingarbörnin eru glöð og áhugasöm. Og fólk, sem ætl- ar að ganga í hjónaband, biður um helgi og fyrirbæn.“ Síra Bernharður Skálholtsrektor ritaði sóknarnefnd hér og Vallaskóla bréf, eftir að fermingarbörnin fóru upp eftir um daginn. Þar segir m.a.: „Unga fólkið var kurteist, hlustaði vel og var einstaklega skapandi og skemmtilegt í öllum vinnubrögðum sínum enda skorti ekkert á lífskraft- inn og lífsgleðina … Maður nokkur kom til mín á skrifstofuna og spurði hvaða kirkjukór væri að æfa, það væri svo vel sungið og raddirnar bjartar. Þá var verið að syngja þjóð- sönginn af hjartans gleði undir stjórn og við undirleik séra Gunnars. Það er samdóma álit alls starfs- fólksins að þessir hópar (frá Sel- fossi) hafi verið til fyrirmyndar á all- an hátt og til mikils sóma fyrir heimili sín, söfnuð og skóla. Veri þau ævinlega velkomin aftur. Við þökk- um heimsóknina og minnumst þess- ara daga með gleði,“ skrifar rektor. Gunnar Björnsson er sóknarprestur í Selfosskirkju sem fagnar fimmtíu ára vígsluafmæli um helgina Alltaf bjart yfir starfi prests vegna erindis hans Eftir Sigurð Jónsson Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Sóknarprestur Séra Gunnar Björnsson framan við Selfosskirkju sem á fimmtíu ára vígsluafmæli í dag. Keflavík | „Ég hef starfað mikið með samtök- unum og þegar ég sá að framkvæmdastjórinn væri að hætta sóttist ég eftir starfinu,“ segir Bergur Sigurðsson, sviðsstjóri á umhverfis- sviði Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Hann hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Land- verndar í stað Tryggva Felixsonar sem tekið hefur við starfi á skrifstofu Norrænu ráð- herranefndarinnar í Kaupmannahöfn. Bergur tekur við nýja starfinu 1. maí næst- komandi, að afloknum aðalfundi samtakanna sem boðaður hefur verið 29. apríl. Hefur starfað með Landvernd að gerð umsagna um umhverfisáhrif álvera Bergur hefur starfað við mengunareftirlit á Suðurnesjum og umhverfiseftirlit á varnar- svæðum í sex ár og segist því þekkja nokkuð vel til regluverksins sem um þetta fjallar. Það muni nýtast honum í nýja starfinu en um leið sé starfssviðið mun víðara. Bergur hefur starf- að með Landvernd, meðal annars komið að gerð umsagna samtakanna um mat á umhverfisáhrif- um álvera. Þá hefur hann starfað í frjálsum félaga- samtökum og verið virkur í umræðu um umhverfismál. „Jú, þetta er gjörólíkt nú- verandi starfi mínu og mikil áskorun. Landvernd eru traust samtök sem hafa í gegn um tíðina látið gott af sér leiða. Þau hafa starfað frá árinu 1969 og hvíla á góðum grunni. Ég er viss um að þau eiga bjarta framtíð enda finn ég að það er mik- ill meðbyr í umhverfismálum almennt,“ segir Bergurm þegar hann er spurður að því hvort ekki felist mikil breyting í því að fara úr öruggu starfi hjá ríkinu í starf hjá frjálsum félagasamtökum. Hann vekur athygli á því að samtökin starfi á breiðum grunni og nefnir fræðslu í skólum, starf með almenningi að vistvernd í verki, bláf- ánann og fræðslusetrið Alviðru. „Þessi verk- efni eru hornsteinar í starfinu og þess eðlis að allir ættu að geta verið sammála um þau. Til viðbótar koma virkjunar- og skipulagsmálin og þátttaka í umræðum um þau. Þar getur vissu- lega stundum verið ágreiningur uppi enda gríðarlegir hagsmunir í húfi og oft verið að taka ákvarðanir um inngrip í náttúruna sem ekki verða aftur tekin af komandi kynslóðum. Þátttaka Landverndar í þeirri umræðu hefur þó ávallt verið fagleg, yfirveguð og málefnaleg og svo verður áfram,“ segir Bergur. Hann hefur ekki hug á því að umbylta nú- verandi starfi Landverndar enda segir hann að samtökin njóti trausts og tekið sé mark á um- sögnum þeirra og ábendingum í umhverfis- málum. Hálfnaður með skemmtilegt nám Bergur lærði umhverfisfræði og efnafræði við Oslóarháskóla og nú leggur hann stund á MBA-nám við Háskóla Íslands með vinnu. „Þetta er mjög skemmtilegt nám en jafnframt tímafrekt,“ segir Bergur. Hann er að verða hálfnaður með námið og segir að væntanlega muni álagið ekki minnka þegar hann hefur tekið við framkvæmdastjórastarfinu hjá Land- vernd. Nýráðinn framkvæmdastjóri Landverndar hefur brennandi áhuga á málefninu Finn að það er mikill meðbyr með umhverfismálum almennt Bergur Sigurðsson Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is ÁRBORGARSVÆÐIÐ SUÐURNES Garður | Bæjarráð Garðs hefur áhuga á því að kaupa eða taka á leigu Sæborgu, stórt hús í miðju bæjarins, og nota fyrir félagsstarf aldraðra. Sóknarnefnd Útskálakirkju á húsið og ákvað bæjarráð að óska eftir viðræðum við nefndina um leigu eða kaup. Fram kemur í greinargerð með tillögu F-listans að nauð- synlegt sé að hefja undirbúning að því að bæta aðstöðu fyrir aldraða. Rifjað er upp að ákveðið hafi verið að taka upp viðræður við Búmenn um byggingu þjónustukjarna og íbúða fyrir aldraða í nágrenni Garðvangs. Það sé lausn til lengri tíma. Nauðsynlegt sé að bæta aðstöðu félags- starfs aldraðra strax og auka fjölbreytni starfsins. Telja fulltrúarnir að húsnæði Sæ- borgar myndi henta vel fyrir félagsstarfið. Tónlistarskólinn í Garði er nú til húsa í Sæ- borgu og er ekki ætlunin að breyta því. Vilja fá Sæborgu fyrir félagsstarf aldraðra Njarðvík | Vélaleiga A.Þ. ehf. átti læsta tilboð í gatnagerð og lagnir í nýju Ásahverfi í Ytri- Njarðvík. Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að taka tilboði fyrirtækisins. Kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir að verkið myndi kosta 244 milljónir kr. Tilboð A.Þ. ehf. hljóðaði upp á 189 milljónir sem er 77,5% af kostnaðaráætlun, og munar 55 milljónum á tilboði og áætlun. Þrjú önnur fyrirtæki buðu í verkið og voru öll undir kostnaðaráætlun. Lægstir í Ásahverfi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.