Morgunblaðið - 25.03.2006, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Atvinnuauglýsingar
Starf í apóteki
Í boði eru góð kjör og vinalegt starfsumhverfi.
Þjónustulund, lipurð í samskiptum og bílpróf
skilyrði. Þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Uppl. gefur Hanna María í síma 893 3141/
hanna@apotek.is
Raðauglýsingar 569 1100
Fundir/Mannfagnaðir
Aðalfundur LVF
Aðalfundur Loðnuvinnslunnar hf., Fáskrúðs-
firði, verður haldinn í Félagsheimilinu Skrúði
föstudaginn 31. mars 2006 kl. 18.30.
Fundarefni:
1) Venjuleg aðalfundarstörf.
2) Heimild til LVF að eignast eigin hluta-
bréf eins og lög leyfa með vísan til 8. gr.
samþykkta félagsins.
3) Önnur mál.
Loðnuvinnslan hf.,
Fáskrúðsfirði.
Nauðungarsala
Uppboð
Framhald uppboðs á neðangreindri eign í Bolungarvík verður
háð á henni sjálfri miðvikudaginn 29. mars 2006 kl. 15:00.
Þjóðólfsvegur 9, fastanr. 212 1769, þingl. eig. Soffía Vagnsdóttir og
Roelof Smelt, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Landssími Íslands
hf., innheimta, sýslumaðurinn í Bolungarvík og Vátryggingafélag
Íslands hf.
Sýslumaðurinn í Bolungarvík,
24. mars 2006.
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum sem hér segir:
Barðastaðir 13, 223-5590, Reykjavík, þingl. eig. Héðinn Ingi Þorkelsson
og Landsbanki Íslands hf., lögfrd., gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður
og Landsbanki Íslands hf., aðalstöðv., fimmtudaginn 30. mars 2006
kl. 11:00.
Flétturimi 7, 204-0160, Reykjavík, þingl. eig. Stíghús ehf. (Ice Beauty
Ltd), gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, fimmtudaginn 30. mars 2006
kl. 11:30.
Sýslumaðurinn í Reykjavík,
24. mars 2006.
Tilkynningar
Bókaveisla
í Kolaportinu
(Hafnarmegin í húsinu)
30% afsláttur af öllum bókum
aðeins þessa helgi.
Félagslíf
Skíða- og gönguferð á Skjald-
breið sunnudaginn 26. mars.
Brottför frá FÍ, Mörkinni 6 kl.
9.00. Takið með ykkur nesti og
góðan búnað. Fararstjóri Leifur
Þorsteinsson, leiðsögn Pétur
Þorleifsson, verð kr. 2500, inni-
falið rúta og fararstjórn.
Göngugleði sunnudaginn 26.
mars kl. 10.30. Brottför frá Mörk-
inni 6, gengið í nágrenni Reykja-
víkur, þátttaka ókeypis, allir vel-
komnir.
Páskar í Landmannalaugum,
sjá heimasíðu FÍ, www.fi.is
Gönguferðir í Þórsmörk, sjá
heimasíðu FÍ, www.fi.is
Nú er rétti tíminn til að bóka í
sumarleyfisferðir FÍ.
26.3. Sunnudagur - Keilir.
Brottför frá BSÍ kl. 10:30. Farar-
stjóri Gunnar Hólm Hjálmars-
son. V. 2.300/2.700 kr.
30.3.-2.4. Hofsjökull - Langj-
ökull - Jeppaferð. Fararstj. Jón
Viðar Guðmundsson. V. 7.100/
8.200 kr.
1.-2.4. Fimmvörðuháls - Eyja-
fjallajökull. Brottför kl. 9:00.
Fararstj. Reynir Þór Sigurðsson.
V. 13.600/15.800 kr.
3.4. Myndakvöld í Húnabúð,
Skeifunni 11, kl. 20:00. Sýndar
verða myndir úr ferð um fáfarn-
ar slóðir á ysta hluta Tröllaskaga
og ferð yfir Fimmvörðuháls að
vestan. Aðgangseyrir kr. 700.
5.4. Aðalfundur Útivistar kl.
20:00 á Laugavegi 178. Á dag-
skrá eru venjuleg aðalfundar-
störf.
Sjá nánar á www.utivist.is
SKÁKSAMBAND Íslands bauð
skákunnendum til mikillar skákhá-
tíðar fyrstu þrjár vikur þessa mán-
aðar. Fjörið byrjaði með fjölmenn-
asta skákmótinu, sem árlega er teflt
á Íslandi, Íslandsmóti skákfélaga.
Eftir eins dags hvíld var tekið til við
alþjóðlega Reykjavíkurskákmótið,
hið 22. í röðinni. Mótið var það fjöl-
mennasta frá upphafi og líka það
skrautlegasta, í bestu merkingu þess
orðs. Þátttakendur komu alls staðar
að úr heiminum, mjög sterkir meist-
arar, óvenjumargar skákkonur og
margir kornungir skákmenn. Á loka-
degi mótsins bættust tvær af skær-
ustu stjörnum á skákhimninum, An-
and og Polgar, í hóp sterkra skák-
manna, sem dvöldu í Reykjavík, og
tóku þátt í Glitnismótinu í hraðskák,
Minningarmóti um Harald Blöndal,
sem hófst daginn eftir. Það er líklega
fjölmennasta hraðskákmót, sem teflt
hefur verið á Íslandi og var mikil
skemmtun, bæði fyrir skákmennina
og áhorfendur.
Tveim dögum síðar var svo hald-
inn óvenjulegur lokaatburður á há-
tíðinni, er bandaríski stórmeistar-
inn, Maurice Ashley, eini blökku-
maðurinn, sem ber titil stórmeistara,
hélt fyrirlestur um skákkennslu sína
í Harlem-hverfinu í New York og þá
miklu uppeldislegu þýðingu, sem
skákin hefur fyrir unga fólkið í stór-
borginni. Á eftir lék einn af nemend-
um hans, Kasaun Henry, á píanó.
Það má kannski segja, að það hafi
verið táknrænt fyrir hátíðarhöldin,
að á fyrri degi Glitnismótsins í hrað-
skák, undirrituðu Einar Sveinsson,
stjórnarformaður Glitnis, og Guð-
fríður Lilja Grétarsdóttir, forseti
Skáksambandsins, tveggja ára sam-
starfssamning bankans og sam-
bandsins. Skáksambandið hefur með
því fengið til liðs við sig sterkan
stuðningsaðila fyrir framtíðarstarf
til sóknar í skákinni.
Nú kasta skákunnendur mæðinni
og þá reikar hugurinn aftur til
Reykjavíkurskákmótsins og árang-
urs íslensku keppendanna þar.
Hannes Hlífar Stefánsson, stór-
meistari, varð efstur Íslendinga, í 11.
sæti, af 102 keppendum. Næstir
komu stórmeistararnir Þröstur Þór-
hallsson og Henrik Danielsen. Allir
áttu þeir góða spretti, án þess að ná
að fóta sig í efstu sætunum. Af öðr-
um Íslendingum má nefna góða tafl-
mennsku alþjóðlega meistarans
Héðins Steingrímssonar, en mikið
ólán í tveimur síðustu umferðunum
gerði vonir hans um stórmeistara-
áfanga að engu.
En ef miða á við stig íslensku
keppendanna og andstæðinga
þeirra, þá stóð hinn 12 ára gamli,
Hjörvar Steinn Grétarsson sig best
af þeim öllum. Hann fór fyrir hópi
kornungra íslenskra skákmanna,
sem nú þreyttu frumraun sína á al-
þjóðlegu Reykjavíkurskákmótunum
og stóðu sig vel. Hjörvar hækkaði sig
um 29 stig á mótinu og lauk því með
helmingi mögulegra vinninga, í 53.
sæti, eða 39 sætum fyrir ofan stöðu
hans meðal keppenda, miðað við stig.
Þessi árangur sýnir okkur enn einu
sinni, að Hjörvar er mesta skák-
mannsefni, sem komið hefur fram á
Íslandi í langan tíma. Hann hefur
unnið sér rétt til að tefla í landsliðs-
flokki á Skákþingi Íslands næsta
haust og verður gaman að fylgjast
með honum þar.
Við skulum nú sjá skák Hjörvars
úr 1. umferð, við FIDE-meistara,
sem hefur 340 stigum meira en
Hjörvar.
Hvítt: Rauan Mankejev (Kaz-
akhstan)
Svart: Hjörvar Steinn Grétarsson
Slavnesk vörn
1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3
dxc4 5. a4 Bf5 6. e3 e6 7. Bxc4 Rbd7
8. 0–0 Bd6 9. He1 e5?
(Venjulega er leikið hér 9. …Re4
10. Bd3 Rxc3 11. bxc3 Bxd3 12. Dxd3
0–0 o.s.frv.)
10. h3? –
(Eftir 10. Db3! 0–0 11. Dxb7 hefði
hvítur unnið peð, án þess að svartur
fengi mikið mótspil, t.d. 11. – exd4
12. exd4 Rb6 13. Ba2 Rfd5 14. Bg5
Db8 15. Dxb8 Haxb8 o.s.frv.)
10. …0–0 11. e4 Bg6 12. a5 Dc7
13. Bg5 Hfe8 14. d5 Had8 15. Rd2 h6
16. Be3 Bc5 17. Df3 Bd4 18. Hec1
Rc5 19. Ha2 Bxc3 20. bxc3 cxd5
(Önnur leið er 20. – Rcxe4 21.
Bxa7 Dd6 22. Rxe4 Bxe4 23. De3
Bxd5 og svartur á gott peð yfir.)
21. exd5 e4 22. Dg3 Dc8?
(Hjörvar hefur yfirspilað and-
stæðing sinn í miðtaflinu, en slakar
nú aftur á klónni. Eftir 22. …Dxg3
23. fxg3 Rd3 hefði hann haldið mun
betra tafli.)
23. d6 Kh7 24. Bd4? –
(Yfirsést næsti leikur svarts. Eftir
24. Hd1 er staðan flókin, t.d. 24. –
Rh5 25. Dh2 f5 26. Bb5 He6 o.s.frv.)
24. …e3!
(Með þessum snjalla leik rýmir
Hjörvari e4-reitinn og fær unnið
tafl.)
25. Bxe3 Rce4 26. Df4 Rxd2 27.
Hxd2 He4 28. Hd4 –
(Í örvæntingu sinni ákveður hvít-
ur að gefa frekar drottninguna, fyrir
hrók, en að tapa biskupnum á c4
bótalaust.)
28. …Hxf4 29.Bxf4 Dc5 30. Ha1
Re4 31. d7 Rf6 32. Be3 Dc6 33. Had1
Hxd7 34. Hxd7 Rxd7 35. Be2 Rc5 36.
Hd8 Re6 37. Ha8 Dxc3 38. Bf3 Dxa5
39. Bxb7 De1+ 40. Kh2 a5 41. Bd5
Dd1 42. Hxa5 Dc2 43. Ha6 Rc7 44.
Hc6 Df5 45. Bf3 Re6 46. Hc4 De5+
47. Kg1 f5 48. h4 f4 49. Bb6 Bf5 50.
Ha4 Db5 51. Ha5
og hvítur gafst upp.
(Hann á gjörtapað tafl, eftir 51.
…Dxb6 52. Hxf5 Db1+ 53. Kh2 Dxf5
o.s.frv.)
Bragi Kristjánsson
Að lokinni skákhátíð
SKÁK
Skákviðburðir
3.–18. mars
Morgunblaðið/Ómar
Hjörvar Steinn Grétarsson
FRÉTTIR
BANDALAG kvenna í Reykjavík
hélt nýlega 90. ársþing samtakanna á
Hótel Sögu. Á þinginu var lýst yfir
áhyggjum af fækkun kvenna á Al-
þingi og samþykkt var áskorun til
kvenna almennt um að gefa kost á
sér í efstu sæti á listum fyrir næstu
alþingiskosningar.
Fram kom að sjónarmiða og gild-
ismats kvenna þótti gæta allt of lítið í
þjóðfélaginu og þess vegna skipti
miklu að fá fleiri konur á þing sem og
í nefndir og til stjórnunarstarfa.
Ennfremur voru málefni aldraðra
rædd. Samþykkt var áskorun til við-
komandi stjórnvalda um verulegar
úrbætur einkum fyrir þá sem þurfa á
hjúkrun og sjúkrarými að halda.
Lög Bandalagsins eru í endur-
skoðun svo og starfsemin, með það að
markmiði að móta enn frekar sam-
eiginleg markmið og efla slagkraft og
samtakamátt kvenna eins og tilgang-
urinn var í upphafi fyrir 90 árum.
Gestur þingsins var frú Vigdís
Finnbogadóttir og hélt hún erindi
sem hún nefndi „Tungumál alheims-
ins.“ Bandalag kvenna í Reykjavík
var stofnað 1917. Það samanstendur
af fjórtán aðildarfélögum, sem hvert
um sig vinnur að sjálfstæðum verk-
efnum, en innan bandalagsins vinna
þau sameiginlega að hag kvenna á
menningar- og félagssviði.
Meðal annars er bandalagið stuðn-
ingsaðili við Hússtjórnarskóla
Reykjavíkur og skipar skólanefnd.
Það veitir einnig árlega styrki úr
starfsmenntunarsjóði sínum til
stuðnings ungum konum í sérnámi.
Þingi lauk með kvöldverði og
skemmtiatriðum.
Ný stjórn Bandalags kvenna í Reykjavík, talið frá vinstri: Þorbjörg Daní-
elsdóttir ritari, Ragnhildur Jónasdóttir gjaldkeri, Margrét Albertsdóttir
varaformaður, Ingveldur Ingólfsdóttir formaður, Helga Kristinsdóttir
meðstjórnandi og Kolbrún Benjamínsdóttir meðstjórnandi. Á myndina
vantar Hörpu Hannibalsdóttur meðstjórnanda.
BKR lýsir áhyggjum af
fækkun kvenna á Alþingi
RÁÐSTEFNA um vöktun og við-
brögð vegna farsótta verður haldin í
hátíðarsal Háskóla Íslands mánu-
daginn 27. mars, kl. 13 - 17.
Franski sendiherrann á Íslandi,
Nicole Michelangeli, setur ráðstefn-
una og fundarstjóri verður Stefán B.
Sigurðsson forseti læknadeildar Há-
skóla Íslands.
Erindi halda: dr. Denis Coulomb-
ier, framkvæmdastjóri vaktana og
viðbragða, ECDC, Dr. Isabelle Bon-
marin farsóttafræðingur, Jarle
Reiersen, dýralæknir alifuglasjúk-
dóma og Haraldur Briem, sóttvarna-
læknir. Davíð Á. Gunnarsson ráðu-
neytisstjóri stjórnar panelumræðum.
Ráðstefna þessi er í boði franska
sendiráðsins á Íslandi í samvinnu við
læknadeild Háskóla Íslands og sótt-
varnalækni hjá Landlæknisembætt-
inu og fer fram á ensku.
Ráðstefna um vöktun og
viðbrögð vegna farsótta