Morgunblaðið - 25.03.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.03.2006, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR LÁNSHÆFISMAT íslensku bank- anna hjá matsfyrirtækjunum Moody’s og Fitch er of hátt að mati greiningardeildar alþjóðafjárfest- ingarbankans JP Morgan. Deildin sendi frá sér skýrslu í gær og telur m.a. að fjármögnunarvandi íslensku bankanna geti undið upp á sig. Er í skýrslunni leitast við að svara ýmsum spurningum sem sérfræð- ingar bankans segja að fjárfestar hafi spurt á umliðnum vikum. Í skýrslunni segir að það sé mat greiningardeildar JP Morgan að áhætta í rekstri íslensku bankanna sé meiri en hjá sambærilegum fyr- irtækjum í Evrópu sem deildin fylg- ist með. Íslensku bankarnir séu háð- ari sveiflukenndum tekjum, hafi minni áhættudreifingu og verulega ójafnari fjármögnunaruppbyggingu en búast megi við að eigi við um evr- ópska banka sem eru með A-láns- hæfismat, sérstaklega á Norður- löndum. Greiningardeildin telur hins vegar að við núverandi aðstæður sé áhættuálag skuldatrygginga bank- anna (e. credit default swap) of hátt. Bent er þó á ýmsa óvissuþætti sem geti breytt stöðunni fljótt, svo sem fjármögnunarvandamál, viðskipta- tap og flókið krosseignarhald milli bankanna og annarra íslenskra fyr- irtækja. Útþensla áfram Varðandi fjármögnun íslensku bankanna segir greiningardeild JP Morgan að margir fjárfestar hafi að undanförnu gert sér grein fyrir und- irliggjandi áhættu í rekstri íslensku bankanna vegna þeirrar hækkunar sem orðið hefur á áhættuálagi á skuldatryggingum þeirra. Segir í skýrslunni að greiningardeildin telji að þrýstingur verði á Íslendinga að halda útþenslu sinni áfram og reiða sig áfram á heildsölumarkaði. Þetta geti þó út af fyrir sig orðið að vanda- máli. Ekki í hlutfalli við landsframleiðslu Greiningardeild JP Morgan segir að þar sem Íslendingar hafi fjárfest í útlöndum sé um að ræða íslenskar skuldbindingar þar, þó svo að sum þeirra fyrirtækja sem fjárfest hefur verið í hafi áður ekkert haft með Ís- land að gera. Vegna þessa er það mat greiningardeildarinnar að það sé ekki alls kostar rétt að líta á skuldir íslensku bankanna sem hlut- fall af íslenskri landsframleiðslu, þar sem þær hafi að stórum hluta fjár- magnað kaup á erlendum fyrirtækj- um. Þá er vísað til þess að sam- kvæmt skilgreiningu séu fjármála- stofnanir skuldsettar. Ein af þeim spurningum sem sér- fræðingar greiningardeildar JP Morgan svara í skýrslunni er hvort þeir telji að staða íslensku bankanna sé misjöfn. Svar þeirra er að svo sé í raun ekki. Ef eitthvað sé þá megi þó segja að Glitnir sé e.t.v. meira aðlað- andi en hinir bankarnir vegna fjöl- breyttara tekjustreymis og að því er virðist meiri íhaldssemi í áhættu. Hins vegar segja sérfræðingarnir að ef fjárfestar hafi meiri áhyggjur af Íslandi sem slíku, þá sé Kaupþing banki heppilegastur, m.a. vegna þess að stærstur hluti af tekjum hans komi erlendis frá. Sérfræðingarnir taka þó fram að lítið sé í raun upp úr því að hafa að velja einn fram yfir annan og segja að staða eins sé eitt- hvað betri en hinna. Lítill heimamarkaður Í skýrslunni kemur fram að sér- fræðingar JP Morgan hafa verið spurðir um það hvort það hafi nokk- urn tíma áður gerst að jafnlítill markaður og sá íslenski hafi vakið jafnmikla athygli og hann hefur gert að undanförnu. Án þess að gefa beint svar segja skýrsluhöfundar að það sé líklega merki um skort á sveiflueig- inleikum annarra markaða. Þó sé ástæða til að benda á að á Íslandi búi einungis 300 þúsund manns. Hinn litli heimamarkaður bankanna eigi þátt í óróleika fjárfesta. Ísland sé hins vegar með einhverja mestu vergu landsframleiðslu á mann í Vestur-Evrópu, sem rekja megi til auðlinda í sjónum og orkulinda í jörðu. Íbúafjöldinn og umsvif efna- hagslífsins á Íslandi séu hins vegar einungis á við tvö hverfi í London. Greiningardeild alþjóðafjárfestingarbankans JP Morgan segir að fjármögnunarvandi bankanna geti undið upp á sig Áhættuálag skulda- trygginga of hátt KJALARNESIÐ hefur setið á hak- anum hjá yfirvöldum í Reykjavíkur- borg og ekki verið staðið við fögur fyrirheit sem gefin voru við samein- ingu sveitarfélaganna. Þetta kom fram í máli íbúa á fundi sem haldinn var á Kjalarnesi á fimmtudagskvöld með borgarfulltrúum stjórnmála- flokkanna. Símon Þorleifsson, fulltrúi Kjal- nesinga, hóf fundinn á því að fara yf- ir þau málefni sem helst brenna á Kjalnesingum. Hann bar frágang á skólum í öðrum hverfum Reykjavík- urborgar saman við frágang á Klé- bergsskóla, þar sem hann sagði mik- ið vanta upp á frágang. „Frágangurinn er ekki til fyrir- myndar, það er ekki búið að klára skólann í okkar huga, en [viðbygg- ingin] var engu að síður vígð 4. júní 2005,“ sagði Símon, og benti á að sparkvöllur við skólann væri eitt drulludý og þar að auki steinsnar frá Vesturlandsvegi. „Skólalóðin er enn hrörleg og börnin okkar eru enn þann dag í dag að slasast þarna.“ Til samanburðar sýndi Símon myndir af Klébergsskóla annars vegar og Ingunnarskóla hins vegar, sem sýndu að frágangur við Ingunn- arskóla er margfalt betri en við Klé- bergsskóla. „Við þetta vakna spurn- ingarnar. Gildir jafnrétti varðandi börnin okkar? Er öryggi okkar barna eitthvað minna virði en öryggi annarra barna?“ Símon gagnrýndi einnig frágang á lóð leikskólans á Kjalarnesi og sér- staklega þær hættulegu aðstæður sem geti myndast þegar hvass vind- ur standi upp á inngang leikskólans, sem snýr beint upp í aðalvindáttina. Helmingur vega malarvegir Umferðarmál má einnig bæta á Kjalarnesi, sagði Símon, sem benti á að hámarkshraði á bæði Vestur- landsvegi og Brautarholtsvegi væru 90 km/klst. Það skjóti sérstaklega skökku við á Brautarholtsvegi, sem sé þröngur og kræklóttur, og engir göngustígar eða gangstéttir með- fram veginum þar sem börnin gangi í skólann. Hvergi í Reykjavík sé veg- um eins illa við haldið eins og á Kjal- arnesi, en helmingur vega í hverfinu eru malarvegir.„Að sjálfsögðu biðj- um við um göng eins og allir aðrir á Íslandi. Okkar göng eru ekki löng, og kosta ekki 5,7 milljarða. Okkar göng eru 10 metra löng og kosta 148 milljónir. Það er að segja göng undir Vesturlandsveginn til að tengja sam- an byggðina og sveitina,“ sagði Sím- on. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, odd- viti Sjálfstæðisflokksins í borgar- stjórn, tók undir með Símoni og sagði Reykjavíkurlistann ekki hafa staðið við loforð sem gefin voru. Ef sama staða væri í öðrum hverfum í „gömlu“ Reykjavík hefði eitthvað verið gert í málinu fyrir löngu síðan. Vilhjálmur sagði Sjálfstæðisflokkinn vilja ljúka við skólabygginguna strax í sumar, ganga frá skólalóðinni, byggja þriðju deildina á leikskólan- um, ganga frá lóð leikskólans og ganga frá sparkvelli í byrjun sum- ars. Marsibil Sæmundsdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins á fundinum, sem jafnframt er formaður hverfa- ráðs Kjalarness, sagði mikið af því sem kvartað hafi verið yfir á fund- inum í vinnslu, en ljóst væri að fram- kvæmdir hafi tafist úr hófi. Búið væri að veita fé til að ljúka fram- kvæmdum við skólann og leikskóla- lóðin verði kláruð á árinu. Ekki sé ásættanlegt að minna öryggi sé fyrir börn á Kjalarnesi en í öðrum hverf- um Reykjavíkur. Reisa annan skóla og leikskóla? Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í komandi borg- arstjórnarkosningum, sagði að ræða þurfi hvort ekki þurfi að reisa annan skóla og í stað þess að bæta við þriðju deildinni á leikskólanum sé e.t.v. rétt að bæta við öðrum leik- skóla. Hann sagði það víðar en á Kjalarnesi sem skólalóðir séu ófrá- gengnar, en vissulega sé ástandið á Kjalarnesi verra en víða. Það standi þó til bóta. Íbúar á Kjalarnesi segja borgina ekki standa við fyrirheit sem gefin voru við sameiningu Frágangur á skólalóðum í ólestri Morgunblaðið/Sverrir Rúmlega 30 íbúar mættu á fundinn, sem haldinn var í fyrrakvöld í Fólkvangi, félagsheimilinu á Kjalarnesi. Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is „ÉG hef enga trú á því að nokkrum manni detti í hug að gera Keflavík- urflugvöll óstarfhæfan,“ sagði Hall- dór Ásgrímsson forsætisráðherra í gær er hann var spurður út í þau varnaðarorð rafiðnaðarmanna að Keflavíkurflugvöllur gæti orðið óstarfhæfur ef varnarliðið tekur búnað sinn með sér. Rafiðnaðarsambandið hefur bent á að öll öryggistæki, lendingarbún- aður og samskipti á Keflavíkurflug- velli væru tengd í gegnum rafkerfi varnarliðsins. Völlurinn gæti því orð- ið óstarfhæfur ef varnarliðið tæki búnað sinn með sér. Halldór segist hafa spurst fyrir um þetta og að honum hafi verið sagt að ekki væri ástæða til að hafa áhyggjur. „Ég er viss um að ef eitt- hvað slíkt hafi verið að gerast þá hafi það verið eitthvað sem menn ætluðu sér ekki, þannig að við höfum engar áhyggjur af því.“ Enga trú á að völlurinn verði óstarfhæfur Halldór Ásgrímsson ÞÓRARINN Ingi Þor- seinsson lést á Land- spítala – háskóla- sjúkrahúsi í Fossvogi 23. mars síðastliðinn á 77. aldursári. Þórarinn Ingi eða Ingi eins og hann var oftast nefndur var fæddur í Reykjavík 24. febrúar árið 1930, son- ur hjónanna Þorsteins Þórarinssonar, vél- stjóra og konu hans Þóru Einarsdóttur. Hann ólst upp í Reykjavík, en lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri og síðan prófi í viðskipta- fræði frá Háskóla Íslands. Ingi fékkst við margvíslegan at- vinnurekstur um ævina hér á landi og erlendis. Hann stofnaði ásamt föður sínum verslunina Evrest og kom einnig að rekstri prjónastofu á Akranesi og naglaverksmiðju í Borgarnesi áður en fjölskyldan flutti utan. Hann bjó fyrst í Englandi um árabil þar sem hann fékkst við ýmis viðskipti, en fluttist síðan til Afríku, þar sem hann bjó með- al annars í Tansaníu, á Mauritius og í Nairobí í Kenýa. Hann fékkst þar við margvíslega starfsemi og var meðal annars um fimm ára skeið aðalfram- kvæmdastjóri fyrir uppbyggingu og rekstri stærsta iðnfyr- irtækisins í Tansaníu á þeim tíma. Hann var einnig aðalræðismaður Íslands í Nairobí í Ken- ýa er hann bjó þar. Ingi fluttist síðan aftur til Englands þar sem hann hafði aðset- ur síðustu árin. Ingi var þekktur frjálsíþróttamað- ur á sinni tíð og átti sæti í landsliðinu sem grindahlaupari. Hann tók meðal annars þátt í sigurferð Íslendinga til Ósló árið 1951 þegar bæði Norð- menn og Danir voru lagðir að velli. Hann var einnig brautryðjandi þeg- ar körfuknattleikur ruddi sér til rúms hér á landi. Kona Inga er Fjóla Þorvaldsdóttir og eignaðist hann tvo syni. Andlát ÞÓRARINN INGI ÞORSTEINSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.