Morgunblaðið - 25.03.2006, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 25.03.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 45 MINNINGAR Aðalheiður amma mín var dug- legasta manneskja sem ég hef þekkt. Engum verður betur lýst en henni með því að segja að honum hafi aldrei fallið verk úr hendi. Hvort sem það var við verkin í Litlu-Tungu, að hjálpa ættingjun- um eða ferðast, prjóna undir sagna- lestri og taka á móti gestum á seinni árum eftir að hún flutti á Sel- foss. Ég var í sveit á hverju ári hjá henni og afa í Litlu-Tungu frá fjög- urra til sautján ára aldurs. Var ekki í rónni þegar tók að vora fyrr en ég fór til þeirra og komst glettilega oft í burtu áður en skólanum lauk. Á þeim tíma varði ég miklum tíma með ömmu í verkunum úti en var ekki eins hjálplegur þegar kom að inniverkunum sem hún annaðist eftir að öðrum verkum lauk. Ég tel að ég hafi lært mikið af þessari veru minni hjá ömmu og afa og er þeim afar þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að njóta hennar. Amma átti einkar auðvelt með að kynnast fólki. Ég gat aldrei skilið hvernig henni tókst að kynnast öllu þessu fólki sem kom í heimsókn, fyrst til hennar, afa og Siggu að Litlu-Tungu og seinna á Selfoss þegar hún var flutt þangað. Henni fannst það ekki vera merkilegur dagur ef ekki komu allavega eitt eða tvö holl af gestum. Enda var hún ávallt við því búin og tók á móti öllum með veglegum veitingum en meðal annars var henni það til lista lagt að baka landsins bestu flatkök- ur. Ömmu þótti óskaplega gaman að ferðast og skoða landið. Á seinni ár- um fór hún einnig að ferðast er- lendis eftir því sem tækifæri gáfust. Á hverju sumri fór hún í skipulagð- ar ferðir með eldri borgurum sem voru flestar þannig að ég varð þreyttur við það eitt að heyra ferðasögurnar, svo mikil var yfir- ferðin. Elsku amma, það er með miklum söknuði að ég minnist þín. Það hafa ekki liðið margar vikur frá því að ég man fyrst eftir mér að við sæj- umst ekki eða töluðum saman í síma. Mig langaði til að hafa þig hjá mér þegar fyrsta barnið okkar Dóru væri skírt. Mig langaði til að þú gætir séð frumburðinn okkar. Mig langaði til að þú værir hluti af lífi okkar allra áfram. Ég veit að ég á ekki kost á því lengur. Ég veit að þú verður alltaf með okkur í gegn- um þær góðu minningar sem við eigum um þig og þann hlýhug sem þú sýndir okkur. Ég veit að þú vak- ir yfir okkur þó að þú sért ekki lengur á meðal okkar. Grétar Mar Steinarsson. Hér eru nokkrar línur til að minnast ömmu minnar. Ég er ekki viss um að hún hafi viljað fara alveg strax á þann stað sem hún er núna komin á, en þannig er það nú samt. Veikindin voru alvarleg og höfðu betur. Það voru bara nokkur atriði sem mér fannst eins og hana lang- aði til að klára áður en ferðalagið byrjaði. Ekki stór atriði, en hún vildi alltaf gera hlutina vel. Ég held samt að hún hafi verið sátt við Guð og menn, því að hún var fyrir margt löngu búin að ákveða ferðafötin og fleira áður en hún lagði upp í ferða- lagið, og sennilega búin að skoða kort af leiðinni líka. Það er sérstakt til þess að hugsa að ekki förum við aftur austur fyrir fjall í læri til ömmu, og einmitt núna sé ég eftir því að hafa ekki komist um síðustu jól, og þykir miður að hafa ekki komið því í verk að skjótast austur í afganga. Mig langar að þakka fyrir allar góðu stundirnar, lambalærin, lopa- peysurnar, brosin og hlýhuginn. Verst að lopapeysurnar skuli ekki vaxa með börnunum. Ég hef minni áhyggjur af þeim sem eru á full- orðna fólkið, lopapeysur elta mann einhvern veginn betur á þverveginn en langveginn. En það fá eflaust önnur börn að njóta þeirra seinna. Ég skal passa uppá að það fylgi sögunni hvaðan peysurnar eru komnar. Hún var höfðingi heim að sækja og eru margar góðar minn- ingar til frá heimsóknum til ömmu. Það var ávísun á kökusneið og mjólkurglas að koma við hjá ömmu á leiðinni austur í bústað, eða úr bústaðnum í bæinn. Börnunum þótti það gaman, og svo fengu þau líka að leika við leikföngin, bæði gömul og ný, sem amma geymdi inni í gestaherbergi. Dóttirin ákvað líka að nota stólinn hennar lang- ömmu sinnar til að hjálpa sér við að standa upp sjálf í fyrsta skipti í einni svona heimsókn. Mér sýndist þær hafa verið báðar mjög montnar af því á sínum tíma, dóttirin að hafa afrekað að standa sjálf upp, og langamman að atburðurinn hafi átt sér stað heima hjá henni. Mig grunaði ekki að knúsið okkar í Hlíðunum þarna um daginn yrði okkar síðasta, en svona er víst gangur lífsins. Ef ég man rétt þá gaf dóttirin langömmu sinni spari- knús þennan dag. Sonurinn sagði bless, bless og vinkaði, enda ekki búinn að læra listina við spariknús, en þau eru yfirleitt beggja vegna og mikið í þau lagt, enda átti langamma það skilið. Grétar Þórarinn. Elsku amma mín. Það var mér mikið áfall þegar ég frétti að þú værir komin á spítala. En áföllin gera ekki boð á undan sér, það er alveg víst. Því er nú komið að kveðjustund hjá okkur. Þegar ég hugsa til baka koma upp margar minningar um tíma okkar saman. Það var alltaf svo gott að koma til þín og Siggu frænku í Litló og síðan til þín á Sel- foss og á ég margar góðar minn- ingar frá þeim heimsóknum. Hús þitt var alltaf opið og varstu alltaf boðin og búin til að aðstoða ef eitt- hvað var. Þú varst svo óeigingjörn og uppfull af ástúð og kærleik. Þeg- ar við systkinin vorum yngri komst þú stundum til Reykjavíkur og varst hjá okkur þegar mamma og pabbi voru erlendis og var ýmislegt brallað þá. Það er ekki hægt að hugsa til þín án þess að flatkökur komi upp í huga minn. Það voru alltaf nýjar flatkökur á borðum hjá þér og var ekki boð eða ferðalag innanlands í fjölskyldunni án þess að hafa flat- kökur frá ömmu á borðum. Ég minnist þess einu sinni þegar ég var að fara í hestaferðalag og skrapp austur í Litló til þín að sækja flatkökur. Vinir mínir áttu ekki orð yfir að ég væri að fara austur bara til að sækja flatkökur en þau voru fljót að skipta um skoð- un þegar þau smökkuðu á þeim daginn eftir því þau höfðu aldrei fengið betri flatkökur en þínar. Þær eru ófáar lopapeysurnar sem þú hefur prjónað á vini og vanda- menn í gegnum tíðina og er mér í fersku minni þegar þú varst hjá mér fyrir ekki svo löngu og við sát- um saman um kvöldið og spjöll- uðum um gamla tíma, þú yfir prjón- um og ég með bók mér við hönd. Ég mun seint gleyma ferðinni sem við mamma fórum með þér og eldri borgurum í Rangárþingi til Kaupmannahafnar haustið 2004. Til að þú þyrftir ekki að ganga um borgina keyrði ég þig um í hjólastól sem við fengum lánaðan á hótelinu og reyndist hann vera á hálfloft- lausum dekkjum. Þú hafðir oft orð á því hvort þú værir ekki að gera útaf við mig með því að láta mig vera að keyra þig en þvert á móti, ég hafði mikla ánægju af þessum torfæruleik okkar. Elsku amma, ég kveð þig með trega en minningin um allar þær góðu stundir sem við áttum saman hvílir áfram í hjarta mér. Megir þú hvíla í friði. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Þín Maríanna. Mig langar með þessum línum að minnast elskulegrar vinkonu minn- ar og frænku, Aðalheiðar Þor- steinsdóttur frá Litlu-Tungu sem lést 10. mars sl. Kynni okkar hófust er ég gaf mig á tal við þær frænkur Aðalheiði og Sigríði Tyrfingsdóttur við útför enn annarrar elskulegrar frænku árið 1990. Eftir það urðu heimsóknir milli okkar margar þar sem ég og fjölskylda mín komum við í Litlu- Tungu eða að þær frænkur tóku sér far með lítilli flugvél frá Bakka- flugvelli og út í Eyjar. Heimsóknir mínar til Aðalheiðar, eftir að Sig- ríður var fallin frá og hún sest að á Selfossi, urðu tíðar og skemmst er að minnast þess er ég kom við hjá henni 24. febrúar sl. Aðalheiður tók á móti mér með hlýju faðmlagi og alúð sem henni var einni lagið. Það er gott að minnast hennar frá þeim fundi því hún var þá nýkomin heim úr skemmtilegri ferð með eldri borgurum, einstaklega frískleg og fín og greinilega glöð og ánægð með ferðina. Slík ferðalög voru hennar líf og yndi og það gleður að vita að hún naut lífsins og tók þátt í því fram til þess síðasta þó svo að heilsan væri farin að gefa sig. Ég er þakklát fyr- ir að hafa átt vináttu Aðalheiðar og geymi góðar minningar um mæta konu. Ég og fjölskylda mín sendum ættingjum og vinum Aðalheiðar samúðarkveðjur. Erna Jóhannesdóttir, Vestmannaeyjum. Enn er höggvið eitt ótímabært skarð í hóp ferðafélaga okkar. Við sem eftir sitjum viljum hér aðeins minnast og þakka okkar duglega ferðafélaga, henni Öllu, eins og hún var alltaf kölluð, fyrir samveru- stundirnar og félagsskapinn sem var okkur öllum svo mikilvægur. Við ferðuðumst víða um landið okkar, svo sem austur með Suður- landi, á Austfirðina, norður um Hellisheiði til Melrakkasléttu, Húsavíkur, Akureyrar, í Borgar- fjörð, norður á Strandir, um Snæ- fjallaströnd og Reykhólasveit. Með árunum tókum við heldur að stytta ferðirnar og fórum um nágrenni okkar heimabyggðar; ókum Fjalla- baksleiðir báðar og í Laka. Seinasta ferðin okkar var á Landmannaaf- rétt, í Veiðivötn og Þóristungur. Þó ég nefni hér helstu staði var víða stansað og margt skoðað og veðrið alltaf eins og best verður á kosið. Alltaf varst þú tilbúin að koma með okkur hvert sem við fór- um og hvar sem við gistum, þó það væri stundum erfitt fyrir þig að okkar áliti, en þú kvartaðir aldrei, það var ekki þín aðferð, heldur gerðir gott úr öllu. Þó var það einu sinni þegar þér leist ekki á aðstæð- ur og sagðir: „Hér förum við ekki yfir! Hér snúum við til baka!“ Að sjálfsögðu var farið að þínu ráði og allt gekk vel. Það er ómetanlegt að eiga svo trausta og góða ferða- félaga. Ekki má gleyma kvöld- stundunum okkar við spilamennsku eða bara rabb við eldhúsborðið á gististöðunum, því í eldhúsinu áttir þú alltaf fast pláss í öllum ferðum. Ferðahópurinn var oftast með sam- eiginlega máltíð þar sem gist var og unnu allir saman við að finna til matinn, leggja á borð og ganga frá á eftir. Þessar stundir voru félög- unum öllum mjög mikilvægar. Þú bjóst í Litlu-Tungu þegar ferðirnar okkar hófust, síðan flutt- ist þú að Selfossi en þrátt fyrir það slitnaði sambandið ekki. Sérstak- lega viljum við þakka þér heimboð- ið til þín í Álftarimann síðastliðið vor með myndakvöldið okkar, þarna áttum við hópurinn og bíl- stjórarnir okkar ómetanlega stund sem lengi verður minnst að ógleymdum veitingunum, sem voru einsog þér einni var lagið, alveg einstaklega góðar. Elsku Alla. Með þessari litlu kveðju viljum við sýna þakklæti okkar. Margt er ónefnt en minningarnar lifa meðal félaganna og þín verður sárlega saknað. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Aðstandendum öllum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum ykkur guðs blessunar. Ferðafélagarnir í Litla ferðahópnum. Mig langar til að minnast elsku frænku minnar, föðursystur og nöfnu með nokkrum orðum. Þegar við systur vorum litlar og fórum til pabba á Nesið var mikið sport að fara til Eddu frænku. Það var líka svo stutt að trítla til hennar, hvort sem maður fór yfir Valhúsa- hæðina eða labbaði eftir göngustígn- um. Að koma á Látraströndina var mikill ævintýraheimur fyrir litla manneskju. Þrjár hæðir af alls kyns dóti sem vakti forvitni. Píanóið. Upp- stoppuðu dýrin. Fléttan af hárinu þínu. Rifsber í garðinum. Og auðvitað Kátur hlaupandi um allt. Það var aldrei leiðinlegt að vera að bardúsa eitthvað með Eddu. Alltaf tók hún á móti manni með opinn faðm, óbilandi þolinmæði og hlátri. Þegar við vorum litlar fórum við oft með pabba í sveitina. Að fara í sveit- ina á hverju sumri og stundum á vet- urna var mikilvægur þáttur í lífi manns þá. Tilhlökkunin að komast í sauðburðinn og réttirnar, telja upp heitin á fjöllunum í kring, fá sér soda- stream með appelsínudjúsi, að rúnta á bílnum hennar að sækja ölkeldu- vatnið eða maula súkkulaðibrjóstsyk- urinn. Vissan um að Edda frænka væri í sveitinni. Ómissandi. Hún sýndi mér líka með sinni einstöku þol- inmæði að það væri ekkert að óttast við dýrin. Ég var nefnilega bara lítil og hrædd manneskja í sveitinni innan um alls kyns dýr, sem gátu nú stund- um virkað svolítið ógnvekjandi. Þá var nú bara betra að fela sig á bak við frænku og pabba, eða standa örugg uppi í jötu. Þetta var oft skrautlegt og skondið, enda hló hún líka bara stundum að kjánaskapnum í mér. Ég man þegar Edda frænka fylgdi okkur í flugvélinni austur á Höfn í Hornafirði til mömmu. Ég man þegar við fórum bara tvær saman að kaupa bleika jogginggallann. Ég man þegar hún „læknaði“ blóðnasirnar. Ég man þegar maður vissi alltaf að hún væri á svæðinu út af eilítið rámu, glaðværu röddinni hennar. Ég man hvað hún hló dátt. Ég man þegar hún kenndi mér stjörnukapalinn. Ég man þegar hún kenndi mér að spila Gamla Nóa á píanóið. Ég man eftir majónessam- ÁLFRÚN EDDA ÁGÚSTSDÓTTIR ✝ Álfrún EddaSæm Ágústs- dóttir fæddist í Reykjavík 20. jan- úar 1942. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 20. febr- úar síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. lokunum með kálinu og ostinum. Ég man hvað hún fylgdist vel með manni og hafði áhuga á því sem var að gerast í lífi manns. Ég man. Það vill svo vera að þegar manni líður illa leitar hugurinn oft aft- ur til fortíðar í gamlar og góðar stundir. Góð- ar minningar sem ylja manni um hjartarætur og vekja bros á vör. Minningarnar sem ég á um elsku frænku á Nesinu, í sveitinni, hvar sem er, eru oftar en ekki þær sem hugurinn leitar til er eitthvað bjátar á. Mér hefur allt- af fundist það huggun gegn harmi að heita í höfuðið á henni, fremur en „út í loftið“, þegar manni þótti nafnið helst til of steikt á viðkvæmum uppvaxtar- og unglingsárunum. Ég tilkynnti það líka alltaf stolt að ég héti í höfuðið á henni. Við áttum okkar eigin sögu um nafnið og heilan klett líka. Ég man þegar við fórum í sérleiðangur á söguslóðir. Að heimsækja Álfrúnar- klett. Og láta taka nöfnumynd á klett- inum. Tíminn leið. Samverustundunum fækkaði hin síðari ár. Við hittumst svo til bara þegar fjölskyldunni var hóað saman í veislu. Einhverra hluta vegna. Svo kom fréttin. Hún var orð- in alvarlega veik. Og kallið kom nokkrum mánuðum síðar. Vegir minninganna mætast, myndir fortíðar mér birtast. Þegar ég þögul um öxl horfi og sé þig brosandi veifa hendi. Tíminn tifar áfram hratt. Hjartað slær taktinn sært. Söknuður slævir huga minn. Sölt tárin renna á kinn. Myrkrið þrengir sér að mér, ég teygi mig í átt að þér. Þú stendur í stað og veifar, brosandi þú sjónum hverfur. Eftir sit ég í myrkrinu ein með þér hvarf ljósið er skein. Minningin um þig lifir æ tær. Þú fórst frá mér að eilífu í gær. (Á.H.) Elsku Edda mín, þakka þér fyrir allar stundirnar. Þakka þér fyrir að hafa verið mér alltaf svo góð. Þakka þér fyrir allt sem þú kenndir mér. Þakka þér fyrir að hafa opnað augu mín fyrir því hvað tíminn er dýrmæt- ur. Að það sé betra að nýta hann vel, því maður veit aldrei hvenær það er orðið of seint. Við hittumst aftur þeg- ar minn tími kemur. Álfrún. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur sa- múð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar ei- ginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, öm- mu og langömmu, DAGBJARTAR Á. SIEMSEN, Skaftahlíð 34, Reykjavík. Gústav Magnús Siemsen, Kristín Siemsen, Ásbjörn Sigurgeirsson, Vera Siemsen, Ólöf Guðfinna Siemsen, Baldur Bjartmarsson, ömmubörn og langömmubarn. GUÐRÚN ÓLAFÍA HALLGRÍMSDÓTTIR frá Háreksstöðum, sem lést á hjúkrunarheimilinu Fellsenda sunnudaginn 19. mars, verður jarðsungin frá Kvennabrekkukirkju í Dölum þriðjudaginn 28. mars kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, hjúkrunarheimilið Fellsenda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.