Morgunblaðið - 25.03.2006, Qupperneq 57
skemmtilegt leikrit, sem hefur fengið frá-
bæra dóma. Sett upp af Leikfélagi Mennta-
skólans við Hamrahlíð í leikstjórn Sigrúnar
Sólar Ólafsdóttur. Miðapantanir í síma 848
5448.
Dans
Breiðfirðingafélagið | Góugleði Breiðfirð-
ingafélagsins verður í Breiðfirðingabúð í
kvöld. Hljómsveitin S.M.S. leikur gömlu og
nýju dansana frá kl. 22–3.
Skemmtanir
Cafe Catalina | Hermann Ingi jr. spilar og
syngur.
Holtakráin | Hljómsveitin Signia leikur í
kvöld.
Klúbburinn við Gullinbrú | Hljómsveitin
Stuðbandalagið með hjónaball í kvöld.
Kringlukráin | Hljómsveitin Sixties leikur
frá kl. 23.
Vélsmiðjan Akureyri | Hljómsveitin Úlf-
arnir leika í kvöld. Húsið opnað kl. 22, frítt
inn til miðmættis.
Uppákomur
Kaffi Hljómalind, lífrænt kaffihús | Kiirtan
(möntrusöngur) og hugleiðsla mun fara
fram kl. 10.
Mannfagnaður
Breiðfirðingafélagið | Félagsvist í Breið-
firðingabúð, Faxafeni 14, 26. mars kl. 14.
Fyrirlestrar og fundir
Borgarbókasafn - aðalsafn | Hve mikil ógn
eru hryðjuverk í raun? Hvert er eðli hryðju-
verka? Hvað getum við lært af árásunum
11. september 2001? Þetta eru m.a. spurn-
ingar sem leitað verður svara við í fyr-
irlestri Elíasar Davíðssonar, byggðum á er-
indi hans á alþjóðlegri ráðstefnu lögmanna
í París í júní sl. Fyrirlesturinn fer fram kl. 14–
16.
BSRB húsið | Aðalfundur SFR – stétt-
arfélags í almannaþjónustu verður haldinn í
dag kl. 13 á Grettisgötu 89. Á dagskrá eru
hefðbundin aðalfundarstörf. Kaffiveitingar.
Salur FÍ | Ferðafélag Íslands og umhverfis-
og náttúrverndarsamtök landsins halda
ráðstefnu til að heiðurs Hjörleifi Guttorms-
syni sem nýlega varð sjötugur. Þar verður
fjallað um óbyggðir Íslands, alþjóðlegt sam-
starf og náttúruvernd á Norðurskautinu.
Ráðstefnan verður kl. 13–17.
Þjóðminjasafnið | Ráðstefnan myndhvörf í
minningu Þorsteins verður í Þjóðminjasafn-
inu 26. mars kl. 10–16.30. Að henni standa
þeir sem rökræddu myndhvörf í málstofu
íslenskuskorar haustið 2004 og Ritið,
Tímarit Hugvísindadeildar. Ráðstefnan er
helguð minningu Þorsteins Gylfasonar sem
kynti sleitulaust undir rökræðunum. Nánari
dagskrá á www.hugvis.hi.is.
Þjóðminjasafn Íslands | Opið málþing
Sagnfræðingafélags Íslands kl. 14–17 í sam-
vinnu við stjórnarskrárnefnd. Helgi Sk.
Kjartansson sagnfr., Björg Thorarensen
lögfr., Þórður Bogason lögfr., Guðni Th. Jó-
hannesson sagnfr. og Svanur Kristjánsson
stjórnmálafr. fjalla um stöðu forsetans í
stjórnarskrá að fornu og nýju. Pallborðs-
umræður að lokum.
Öryrkjabandalag Íslands | Aðalfundur
Kvennahreyfingar ÖBÍ fer fram í dag kl. 11–
13 í fundarsal ÖBÍ, Hátúni 10, 9. hæð,
Reykjavík.
Fréttir og tilkynningar
GA-fundir (Gamblers Anonymous) | Er
spilafíkn að hrjá þig eða þína aðstand-
endur? Hægt er að hringja í GA-samtökin í
síma 698 3888.
Seltjarnarneskirkja | Messa og aðalfundur
Grunnvíkingafélagsins í Reykjavík verður
26. mars kl. 11. Að messu lokinni verður há-
degisverður og kaffi í boði félagsins. Að
borðhaldi loknu hefst aðalfundur félagsins.
Messan er öllum opin en fundurinn ætlaður
félagsmönnum eingöngu.
Tungumálamiðstöð Háskóla Íslands | Há-
skóli Íslands heldur 12. maí nk. hin al-
þjóðlegu DELE-próf í spænsku. Innritun fer
fram í Tungumálamiðstöð HÍ sem staðsett
er í kjallara Nýja Garðs. Frestur til innrit-
unar rennur út 7. apríl. Nánari upplýsingar
um prófin og innritun: http://www.hi.is/
page/dele.
Frístundir og námskeið
Mímir - símenntun ehf. | Jóhanna Krist-
jónsdóttir blaðamaður heldur námskeið hjá
Mími – símenntun sem ber yfirskriftina „Ír-
an í hundrað ár“. Námskeiðið verður haldið
30. mars kl. 20–22. Nánari upplýsingar og
skráning hjá Mími – símenntun í s.
580 1800 eða á www.mimir.is.
Útivist og íþróttir
Sjálfboðaliðasamtök um náttúruvernd
(SJÁ) | Létt gönguferð verður á vegum
Sjálfboðaliðasamtaka um náttúruvernd
(SJÁ) í dag. Farið verður frá stræt-
isvagnaskýlinu í Mjódd kl. 11.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 57
DAGBÓK
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Félagsstarf
Dalbraut 18 - 20 | Félagsstarfið öll-
um opið. Kíktu í kaffi og líttu í blöðin!
Fastir liðir eins og venjulega. Hand-
verkstofa að Dalbraut 21-27. Leik-
húsferð í Draumasmiðjuna Hafn-
arfirði laugardaginn 1. apríl kl. 20.
Rútuferð. Menningarferð í Skálholt
2., 3., og 4. maí. Skráningar hafnar.
asdis.skuladottir@reykjavik.is. Sími
588 9533.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Leikfélagið Snúður og Snælda sýna
Glæpi og góðverk í Iðnó sunnud 26.
mars kl. 14. Miðapantanir í Iðnó í
síma 562 9700, einnig seldir miðar
við innganginn. Dansleikur sunnu-
dagskvöld kl. 20. Caprí-tríó leikur.
Baldvin Tryggvason verður með fjár-
málaráðgjöf fimmtudaginn 30. mars,
panta þarf tíma í síma 588 2111.
Félagsheimilið Gjábakki | Krumma-
kaffi kl. 9 og Hana-nú ganga kl. 10.
Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 13-16.
Margræðir heimar, opin mál-
verkasýning Vals Sveinbjörnssonar.
Fimmtud. 30. mars kl. 13.15 „Kyn-
slóðir saman í Breiðholti“, félagsvist
í samstarfi við Hólabrekkuskóla. Á
þriðjud. og föstud. kl. 10.30 er létt
ganga um nágrennið. Strætisvagnar
nr. S4, 12 og 17 stansa við Gerðu-
berg.
Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er
opið öllum. Bókmenntaklúbbsfundur
kl. 20 miðvikudaginn 5. apríl. Leik-
húsferð í Draumasmiðjuna, Hafn-
arfirði, 1. apríl kl. 20. Rútuferð.
Menningarferð í Skálholt 2., 3., og 4.
maí. Skráningar hafnar. Síminn er
568 3132. Netfangið er asdis-
.skuladottir@reykjavik.is.
Kristniboðssalurinn | Fundur verður
hjá Aglow í Reykjavík 27. mars kl.
20, í Kristniboðsalnum að Háaleit-
isbraut 58-60. Gestur fundarins
verður Sirí Didriksen útvarpskona á
Lindinni, Margrét og Stefán sjá um
lofgjörðina. Þáttökugjald 700 kr. All-
ar konur velkomnar.
SÁÁ félagsstarf | Félagsvist og
dans verður í Stangarhyl 4, 25.
mars. Spilamennskan hefst kl. 20 og
dans að henni lokinni til kl. 1. Kiddi
Bjarna leikur fyrir dansi, dans.
Úrvalsfólk | Dansleikur Úrvalsfólks
verður á Hótel Sögu 7. apríl kl. 19.
3ja rétta matseðill. Skemmtiatriði
Ómar Ragnarsson og fleiri. Happ-
drætti. Dans. Miðasala hjá Úrval Út-
sýn, Lágmúla 4, sími 585 4039.
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is
LILJA Kristjánsdóttir opnar mál-
verkasýningu í Baksalnum í Gall-
eríi Fold við Rauðarárstíg klukkan
þrjú í dag. Sýninguna nefnir lista-
maðurinn Copy/Paste og er hún
hluti af sýningaröð ungra myndlist-
armanna í Galleríi Fold og stendur
til 9. apríl.
Eftir að Lilja útskrifaðist frá
Myndlista- og handíðaskóla Íslands
1996 hélt hún áfram að mála
drungalegar myndir af fólki.
Helstu áhrifavaldar hennar voru
forfeður hennar, ættmenni og ljós-
myndir Þorsteins Símonarsonar. Í
dag eru forfeðraminnin að mestu
horfin en drungalegar persónur og
munstur gamalla muna komin í stað
þeirra. Opið er í Galleríi Fold dag-
lega frá kl. 10 til 18, laugardaga frá
kl. 11 til 16 og sunnudaga frá kl. 14
til 16 meðan á sýningunni stendur.
Lilja sýnir í Galleríi Fold
Hluti af verki eftir Lilju Kristjáns-
dóttur.
Í KVÖLD mun Karlakór Dalvíkur
halda söngskemmtun að Rimum í
Svarfaðardal. Karlakór Dalvíkur
mun á þessari skemmtun kynna
nýja söngskrá sína sem byggist ein-
göngu á sönglögum tengdum sjó-
mennsku og vinnslu sjávarfangs.
Tónleikarnir fyrir hlé eru mótaðir
af því æðruleysi og kjarki sem sjó-
menn fyrri tíma sýndu við störf sín
og baráttu við óblíð náttúruöfl. Eft-
ir hlé breytist tónninn aðeins og
syngur kórinn tónlist eftir t.d. Odd-
geir Kristjánsson við texta eftir Ása
í Bæ og einnig nokkur írsk þjóðlög
við texta eftir Jónas Árnason.
Undirleikarar með kórnum
verða þau Daníel Þorsteinsson, pí-
anó, Indrek Pajus, kontrabassi,
Þorleifur Jóhannsson, trommur,
Hrafnhildur Marta Guðmunds-
dóttir, selló og Júlíus Baldursson,
skeiðar. Skemmtunin hefst klukkan
20.30.
Sungið um sjómennsku
í Svarfaðardal
Á LISTASAFNI Íslands verður boð-
ið upp á leiðsögn um sýningu á
verkum Snorra Arinbjarnar, „Mátt-
ur litarins og spegill tímans“, í
fylgd Ólafs Kvaran safnstjóra.
Sögulegt hlutverk Snorra Ar-
inbjarnar í íslenskri listasögu á
fjórða áratugnum er öðru fremur
að hann túlkar í verkum sínum nýj-
ar hliðar á íslenskum veruleika;
manneskjuna, lífið á bryggjunni,
þorpsgötuna og hversdagslegt um-
hverfi. Markmiðið með þessari sýn-
ingu er að gefa yfirlit yfir listferil
hans og varpa ljósi á þann sérstaka
og persónulega litaskilning, sem
Snorri þróaði í list sinni. Aðgangur
er sem fyrr ókeypis og hefst leið-
sögnin klukkan 11 og stendur til
hádegis.
Leiðsögn í Listasafni
Íslands
TVENNIR tónleikar verða haldnir á
vegum Tónskóla Sigursveins D.
Kristinssonar í dag. Fyrri tónleik-
arnir verða haldnir í Seltjarnar-
neskirkju kl. 14. Þar koma strengja-
sveitir skólans fram og leika
fjölbreytta efnisskrá. Seinni tónleik-
arnir eru hluti af framhaldsprófi
Kristínar Höllu Bergsdóttur víólu-
leikara. Þeir verða haldnir í Lista-
safni Sigurjóns Ólafssonar og hefj-
ast kl. 17.
Kristín Halla mun flytja verk eftir
J. S. Bach, Max Bruch, G. Ph.
Telemann og Karl Stamitz. Meðleik-
arar Kristínar Höllu á tónleikunum
eru Júlíana Rún Indriðadóttir á pí-
anó og Eydís Ýr Rosinkjær á víólu.
Aðgangur á báða tónleikana er
ókeypis.
Tvennir tónleikar
Tónskóla Sigursveins
Í TILEFNI af 23 ára afmæli götu-
leikhópsins Svarts og sykurlauss
verður þrjúbíó í Galleríi Humri eða
frægð í dag. Sýndar verða áður
óbirtar upptökur eftir Þór Elís
Pálsson og Rósu Mörtu Guðnadótt-
ur frá árinu 1984 frá æfingum og
uppákomum Svarts og sykurlauss
og munu forsvarsmenn leikhópsins
segja frá tilurð hans og starfsemi.
Götuleikhópurinn Svart og syk-
urlaust var starfandi á árunum
1983-1986 og byrjaði sem uppá-
koma til að vekja athygli á húsnæð-
isskorti atvinnuleikhópa. Hópurinn
hélt starfa á götunni og ferðaðist
víða um land og kom einnig fram á
hátíðum og tónleikum eins og „Við
krefjumst framtíðar“ haustið 1983.
Mikill fjöldi listamanna tók þátt í
starfi hópsins en lengst af voru í
hópnum Kolbrún Halldórsdóttir,
Guðjón Pedersen, Ingibjörg Elsa
Guðmundsdóttir, Guðjón Ketilsson
og Brynhildur Þorgeirsdóttir.
Svart og sykurlaust
Heimsferðir bjóða þér einstakt tækifæri til að dvelja við frábærar aðstæður
á Kanarí í mars/apríl í eina eða tvær vikur. Þú kaupir 2 flugsæti en greiðir
aðeins fyrir 1. Við bjóðum góð íbúðahótel og þjónustu fararstjóra Heims-
ferða allan tímann.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
2 fyrir 1 til
Kanarí
28. mars
frá kr. 19.990
Munið Mastercard
ferðaávísunina
1 eða 2 vikur
Verð frá kr. 19.990
Flugsæti með sköttum. Tveir fyrir einn
tilboð, 28. mars í eina eða tvær vikur.
Netverð á mann.
Gisting frá kr. 1.250
m.v. 4 í íbúð með 2 svefnherb. á Dorotea.
Netverð á mann nóttin.
Síðustu sætin til
Kanarí í vetur