Morgunblaðið - 25.03.2006, Side 31
Samstarf um Kínaferðir
Ferðaskrifstofan Langferðir og Kín-
versk-íslenska menningarfélagið hafa
gengið til samstarfs um ferðir til
Kína. Fyrsta ferðin er
fyrirhuguð 1.–15. ágúst til
Tíbets þar sem dvalið
verður í viku og skoð-
aðar ýmsar nátt-
úruperlur og sögustaðir.
Fararstjóri verður Magn-
ús Björnsson, en hann
var við nám í Kína um
árabil.
Ferðaskrifstofan Lang-
ferðir er hluti af Kuoni
Travel Group, eins
stærsta ferðaþjónustufyrirtækis
heims sem m.a. rekur umfangsmikla
starfsemi í Kína. Kuoni býður fjöl-
breyttar ferðir til Kína og munu far-
þegar Langferða njóta þjónustu og
fyrirgreiðslu skrifstofa Kuoni eystra. Í
samvinnu við kínversk-íslenska
menningarfélagið mun athyglinni m.a.
verða beint að einstökum fylkjum og
TENGLAR
.....................................................
www.kuoni.is
Kínamúrinn.
Morgunblaðið/Sverrir
héruðum Kínverska alþýðulýðveld-
isins til að gefa ferðafólki tækifæri á
að kynnast betur en ella lifn-
aðarháttum heimamanna og sér-
kennum einstakra héraða.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 31
DAGLEGT LÍF Í MARS
GOLFSTRAUMURINN er ekki bara
það sem hlýjar okkur í norðri heldur
hefur orðið líka verið notað yfir
straum ferðamanna á slóðir þar sem
upplagt er að leika golf. Á ferðavef
Dagens Nyheter er vöngum velt yfir
golfferðum og m.a. kemur fram að
golfferðir til Tyrklands og Túnis
eigi eftir að verða vinsælar á næst-
unni því þar sé nú lægsta verðið en
verðið hefur farið hækkandi í Portú-
gal, Ítalíu og á Spáni.
S-Afríka á einnig vaxandi vin-
sældum að fagna þótt langt sé að
fara. Það nýjasta í golfferðunum eru
golfferðir á húsbíl þar sem ferðalag-
ið snýst um að prófa sem flesta golf-
velli og keyra á milli á húsbílnum.
Nú færist einnig í vöxt að golfið sé
eitt af því sem gert er í ferðinni en
hún snúist ekki eingöngu um þessa
vinsælu íþrótt. Þá er t.d. boðið upp á
ferðir þar sem saman kemur golf-
iðkun, góður matur og vín, auk
ferða á listasöfn. Golfáhugafólk er
talið kaupsterkur og ekki síður
æskilegur markhópur með heil-
brigðan lífsstíl og ferðaþjónustufyr-
irtæki leggja nokkuð á sig til að ná í
það minnsta hluta af honum. Verðið
á sérsaumuðum golfferðum er allt
frá u.þ.b. 4.500 íslenskum krónum á
nóttina og upp í 45 þúsund krónur.
Yfirleitt er allt innifalið, þ.e. vall-
argjald, morgunverður, hádeg-
isverður og kvöldverður.
Golfferðir á húsbíl
FERÐALÖG
Hótel Glymur tekur
stakkaskiptum
Í dag verður Hótel Glymur í Hvalfirði
formlega opnað á ný eftir gagngerar
breytingar og endurnýjun á innviðum
hótelsins. Markmiðið með breyting-
unum er að bjóða upp á lúxusdvöl í
náttúrufegurð með tilheyrandi álfa-
byggð og fuglalífi við bæjardyr höf-
uðborgarinnar.
Má segja að öllu innanstokks hafi verið
mokað út og skipt út fyrir nýtt. Bætt
hefur verið við snyrtingu fyrir fatlaða
og komin er upp fullkomin ráð-
stefnuaðstaða. Öllum herbergjum á
efri hæð hótelsins hefur verið breytt í
litlar svítur á tveimur hæðum og hver
svíta hefur sína liti, sinn svip. Allur
textíll kemur frá Ítalíu og er sérhann-
aður fyrir hótelið.
Í tilefni af opnuninni verður opnuð sýn-
ing á verkum Eiríks Smith, Jóhönnu
Hreinsdóttur, Pálma Einarssonar, Boris
Verseghy, Snjólaugar Guðmunds-
dóttur, Önnu Sigríðar Sigurjónsdóttur,
Ewa Marian Preiss og Edwards Tyr-
kala.
Hótel Glymur er hluti af verkefninu
„Upplifðu allt – á Vesturlandi“, sameig-
inlegu átaki ferðaþjónustuaðila á Vest-
urlandi til þess að auðga reynslu ferða-
langsins á svæðinu. Sem fyrr er boðið
upp á hernámsára- og söguferðir um
Hvalfjörðinn. Heitir pottar eru við hót-
elið og í næsta nágrenni eru golfvellir,
sundlaug, siglingar, kajakar og veiði.
Frekar Grikkland
en Tyrkland í ár
Greinileg aukning er í sölu ferða til
Grikklands á dönsku ferðaskrifstofunni
Kuoni og Appollo. Þetta gerist í kjölfar
afleiðinganna af birtingu teikninganna
af Múhameð í dönskum blöðum. Frá
þessu er sagt á vef B.T. Á meðal vin-
sælla áfangastaða eru gríska eyjan
Korfu með helmingsaukningu í sölu,
Krít með 60% aukningu og Rhodos
með 50%. Á móti kemur að sala ferða
til Tyrklands hefur snarminnkað í kjöl-
far birtinganna á teikningunum af Mú-
hameð.
Talið er að þetta sé annars vegar til
komið vegna þess að Dönum finnist
Tyrkir hafa snúist gegn sér og hins
vegar að Danir óttist óróleika í Tyrk-
landi vegna myndbirtinganna.
Jan Lockhart, forstjóri Kuoni og App-
ollo, spáir því þó að þetta ástand muni
ekki vara lengi og Danir muni fyrr en
varir streyma á ný í þúsundatali til
Tyrklands.
Kvennaferð til Parísar
Kvennaferðir eiga 25 ára afmæli og
af því tilefni verður boðið upp á
kvennaferð til Parísar.
10. apríl nk verður haldið til Parísar og
dvalið í 4 nætur. Þær Edda Björgvins,
Helga Braga og Eva Dögg sjá um far-
arstjórnina. Ferðin er skipulögð af
Icelandair og gist verður á Holiday
Inn Republique sem er 4 stjörnu hót-
el.
Síðustu ferðir hafa selst hratt upp og
er takmarkaður sætafjöldi í þessa
ferð.
Innifalið: flug, gisting í 4 nætur á 4
stjörnu hóteli, flugvallarskattar og ís-
lensk fararstjórn.