Morgunblaðið - 25.03.2006, Side 20
Bjarni í
viðtali á
CNBC
STJÓRNENDUR íslensku
bankanna hafa verið á
ferð og flugi um Evrópu í
vikunni og m.a. haft tæki-
færi til að koma fram á
fundum og í fjölmiðlum.
Bjarni Ármannsson, for-
stjóri Glitnis, var á miðvikudag í beinni útsendingu hjá sjónvarpsstöðinni
CNBC og ræddi þar við viðskiptafréttamanninn Geoff Cutmore. Hægt hef-
ur verið að horfa á viðtalið á fréttavef Morgunblaðsins en þar er víða kom-
ið við í umræðu um íslenskt efnahagslíf og stöðu íslensku bankanna, í til-
efni útkomu skýrslna frá erlendum greiningarfyrirtækjum og bönkum.
20 LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
! "# #
! "
# $
! " % &#%' (
)
!"# $%& '(
' ! '(
"&%$%& '(
# %$%& '(
)* %+
'(
,-$%& '(
,*$%& '(
$"
% '(
.
*
'(
*
'( -
'(
/% '(
/& !, &
'(
0"%%1
%2%3 ,43%'(
'(
5 % '(
! " # $%
#&
$%& '(
, %2%
'(
$%
'(
24
'( 6!
!$%& '(
78 %4 '(
9:, "
"!9"%&
;%<**
*2 " 2
'(
=
" 2
'(
&!'% (% ) *
, ><4'4%2% '( 03"%'?*02%
#'(
)+, -.%
6@>A
0B2 "
#2 (#%2
1
1
1
1
1
1
1
%<"
*'%3
'<%%#2 (#%2
1
1
1
1
1
1
1
1
1
1
1
1
1
1
1
1
1
1
1
1
1
1
1
1
1
C1DE
C1DE
C1DE
C1DE
CDE
C1DE
C1DE
C1DE
C1DE
C1DE
C1DE
C1DE
C1DE
C1DE
C1DE
CDE
1
1
1
1
1
1
C1DE
1
1
1
C1DE
%#2 "
*
;&2B&*
0 (
(
(
(
(
((
(
((
((
(
((
(
(
(
(
(
1
1
1
((
(
(
(
1
1
1
(
=2 "B.+ (%(
;(F " *
% " ,4 #2 "
1
1
1
1
1
1
7 G
0H9
D
D
,;0>
) I
D
D
@ @
J/I
D
D
J/I '
7
D
D
6@>I
)&KL&
D
D
TILKYNNT var aðalfundi Bakka-
varar Group í Íslensku óperunni í
gær að Lýður Guðmundsson myndi
láta af störfum sem forstjóri fyrir-
tækisins síðar á árinu og taka við
starfi forstjóra Exista í framhaldinu.
Ágúst Guðmundsson, stjórnarfor-
maður Bakkavarar, gerði grein fyrir
þessari breytingu á fundinum og
sagði hana stafa af því að vaxandi
umsvif Exista undanfarin ár krefðist
aukinnar athygli stjórnenda Bakka-
varar. Ennfremur sagði Ágúst að
viðræður væru í gangi við KB banka
um að bankinn léti af eignarhlut sín-
um í Exista, og að líklega yrði Exista
skráð í Kauphöll Íslands í framhaldi
þeirra.
„Í ljósi þessara breytinga og í
þágu Bakkavarar og hluthafa, hefur
verið ákveðið að Lýður taki við starfi
forstjóra Exista. Lýður mun sitja
áfram í stjórn Bakkavarar og vinna
að stefnumótun félagsins í framtíð-
inni.
Ekki hefur verið ákveðið hver tek-
ur við af Lýði, en félagið mun til-
kynna það opinberlega áður en hann
lætur af störfum,“ sagði Ágúst.
Stefna á áframhaldandi vöxt
Ágúst kynnti skýrslu stjórnar á
fundinum og sagði að vel hefði geng-
ið að samhæfa fyrirtækin Geest PLC
og Hitchen Foods að samstæðu
Bakkavarar og að þeirri vinnu væri
nú að fullu lokið.
Ágúst dró upp mynd af umsvifum
Bakkavarar, en í dag rekur félagið
40 verksmiðjur í sex löndum þar sem
14.000 starfsmenn starfa. Á hverjum
degi framleiðir það 140 þúsund
ferskar pizzur og á síðasta ári voru
framleidd 46 milljónir tilbúinna mál-
tíða.
Ágúst sagði að Bakkavör hefði
aldrei verið í betri stöðu til að vaxa
en í dag. „Ástæðan er sú að félagið er
í stakk búið til að koma til móts við
þær breytingar sem eru að eiga sér
stað á neysluvenjum fólks, og ein-
kennast af tímaskorti, heilsu og lífs-
tíl. Fersk tilbúin matvæli eru í betri
stöðu en margar aðrar gerðir mat-
væla til að svara þessum kröfum
neytenda.
Við erum leiðandi á okkar mark-
aði, með 28% markaðshlutdeild, og
meira en helmingi stærri en næst-
stærsti keppinautur okkar. Hins
vegar eru 44% af markaðinum enn í
höndum smærri aðila og þar eru
fólgin tækifæri fyrir okkur. Félagið
hyggst leiða frekari samruna á
breska markaðinum,“ sagði Ágúst.
25% arður af nafnverði
Stjórn Bakkavarar var sjálfkjörin
á fundinum en hana skipa, Ágúst
Guðmundsson, stjórnarformaður,
Lýður Guðmundsson, Antonios Pro-
dromou Yerolemou, Panikos
Joannou Katsouris, Ásgeir Thorodd-
sen, Hreinn Jakobsson og Erlendur
Hjaltason.
Þá var samþykkt tillaga stjórnar
um arðgreiðslu sem svarar til 25%
arðs af nafnverði hlutafjár, eða 11%
af nettóhagnaði félagsins árið 2005.
Lýður úr forstjórastóli
Bakkavarar til Exista
Morgunblaðið/Ómar
Aðalfundur Stjórn Bakkavarar Group á aðalfundi félagsins í gær. Lýður
Guðmundsson forstjóri er annar frá vinstri.
Vaxandi umsvif Exista krefjast aukinnar
athygli, sagði stjórnarformaður Bakkavarar
Eftir Kristján Torfa Einarsson
kte@mbl.is
Miklar lækkanir í
Kauphöllinni
● MIKLAR lækkanir einkenndu ís-
lenskan hlutabréfamarkað í gær.
Mest lækkuðu bréf í Kaupþingi eða
um 7,5% en alls voru viðskipti með
Kaupþing fyrir 2.998 milljónir króna.
FL Group lækkaði um 6,7% og
Landsbankinn lækkaði um 5%. Úr-
valsvísitala aðallista lækkaði um
4,43%. Frá áramótum hefur vísital-
an hækkað um 5,14%.
Alls voru viðskipti í Kauphöll Ís-
lands fyrir 21.229 milljónir króna í
dag. Þar af voru viðskipti með hluta-
bréf fyrir 10.884 milljónir króna
Glitnir spáir 0,8%
vísitöluhækkun
● GREINING Glitnis spáir því að vísi-
tala neysluverðs muni hækka um
0,8% milli mars og apríl.
Íbúðaverð muni áfram hafa áhrif til
hækkunar ásamt matvöruverði.
Eldsneytisverð hafi sömuleiðis
hækkað og við þetta aukist verð-
bólguþrýstingurinn. Óvissan í
spánni, segja Glitnismenn, er eink-
um áhrif gengislækkunar krónunnar
og mikil eftirspurn í hagkerfinu.
Gangi spáin eftir mun verðbólgan á
ársgrundvelli mælast 5,1% næst
þegar Hagstofan birtir neysluvísitöl-
una 12. apríl nk. Í síðustu mælingu
var verðbólgan 4,5%.
„Sennilega mun verðbólgan
aukast enn frekar á næstunni og
reikna má með að hún fari yfir 6% í
maí. Afar hæpið virðist að verðbólg-
an fari undir efri þolmörkin í bráð,“
segir í verðbólguspá Glitnis.
Magnús kaupir
fyrir milljarð
● FÉLAG í eigu
Magnúsar Þor-
steinssonar, Mir-
ol Investments,
hefur aukið hlut
sinn í Icelandic
Group úr 6,98% í
11,37%. Tilkynnt
var til Kauphallar
í gær um kaup á
120 milljón hlut-
um á genginu
8,73. Kaupverðið er því rúmur millj-
arður króna. Magnús er í stjórn Ice-
landic Group en aðalfundur félags-
ins fór fram á fimmtudag, sama
dag og kaupin munu hafa farið
fram.
Magnús
Þorsteinsson
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
BAKKAVÖR Group hefur keypt
40% hlutafjár í kínverska salatfyr-
irtækinu Creative Foods í samstarfi
við Glitni. Í tengslum við kaupin
hafa Bakkavör Asia, dótturfélag
Bakkavarar Group, og Glitnir
stofnað nýtt félag, Bakkavör China.
Bakkavör Group á 60% í félaginu
og Glitnir 40%.
Í tilkynningu til Kauphallar Ís-
lands kemur fram að hið nýja félag
muni einbeita sér að fjárfestingum í
Kína og er fjárfestingin í Creative
Foods fyrsta verkefni þess. Glitnir
veitti ráðgjöf og fjármagnaði kaup-
in og áreiðanleikakönnun önnuðust
Deloitte og Eversheds. Kaupverðið
er trúnaðarmál.
Magnús Bjarnason hjá Fjárfest-
ingar- og alþjóðasviði Glitnis segir
kaupin á Creative Foods gott tæki-
færi fyrir bankann til að byggja
upp reynslu og þekkingu á kín-
verska markaðnum, enda ætli
Glitnir sér að geta stutt við bakið á
íslenskum og norskum fyrirtækjum
sem vilja sækja þar fram. „Þá er
vöxtur í Kína margfaldur á við það
sem við eigum að venjast og eru
fyrirtæki að vaxa um 20–40% á ári
hérna. Vaxtar- og hagnaðarmögu-
leikar eru því mjög miklir hér,“
segir Magnús.
Creative Foods ræktar og fram-
leiðir ýmiss konar salöt, eða um 250
vörutegundir í fjórum verk-
smiðjum, og er með um 600 starfs-
menn. Gert er ráð fyrir að velta
þessa árs hjá Creative Foods nemi
um 920 milljónum króna.
Bakkavör og Glitnir fjárfesta í Kína
DÓTTURFÉLAG Dagsbrúnar,
Daybreak, hefur gert öllum hluthöf-
um í breska prent- og samskiptafyr-
irtækinu Wyndeham yfirtökutilboð á
155 pens á hlut. Samkvæmt tilboðinu
er fyrirtækið metið á um 80,6 millj-
ónir punda eða 10,3 milljarða króna.
Í fréttatilkynningu segir að stjórn
Wyndeham hafi einróma samþykkt
yfirtökutilboðið og muni mæla með
því við hluthafa í Wyndeham að þeir
samþykki það, en tilboðsfrestur
rennur út hinn 14. apríl nk.
Landsbankinn og Teather &
Greenwood hafa umsjón með yfir-
tökutilboðinu fyrir hönd Daybreak.
Gunnar Smári Egilsson, forstjóri
Dagsbrúnar, segir við Morgunblaðið
að þótt Wyndeham sé stór aðili í
prentun tímarita í Bretlandi séu ekki
neinar áætlanir uppi um blaðaútgáfu
á vegum Dagsbrúnar þar í landi.
„Við munum leggja áherslu á stofn-
un dagblaðs okkar í Danmörku, en ef
það gengur vel getum við náttúrlega
ekki útilokað að til blaðaútgáfu í
Bretlandi komi í framtíðinni,“ segir
Gunnar Smári.
Þórdís Sigurðardóttir, stjórnar-
formaður Dagsbrúnar, segir kaupin
færa félaginu ýmsan ávinning. Þann-
ig muni hluti af tekjum Dagsbrúnar
koma erlendis frá sem feli í sér
áhættudreifingu fyrir félagið og þá
muni kaupin veita Dagsbrún fótfestu
í Bretlandi þar sem fyrirtækið muni
geta þróað enn starfsemi sína.
Dagsbrún býður 10
milljarða í breskt
prentfyrirtæki
Spáir 0,5% hækkun
stýrivaxta
● Greiningardeild Landsbankans
spáir því að Seðlabanki Íslands muni
hækka stýrivexti um 50 punkta, eða
0,5%, hinn 30. mars nk.
Þetta er breyting frá fyrri spá grein-
ingardeildarinnar sem spáði áður 25
punkta hækkun í mars. Ástæðan fyr-
ir breytingunni er að greining-
ardeildin gerði áður ráð fyrir að gengi
krónunnar héldist sterkt fram á
haust, en framvindan undanfarna
daga hefur verið með öðrum hætti
en deildin bjóst við.
Að mati greiningardeildarinnar er
þörf á enn meiri vaxtahækkun og allt
undir 25 punkta hækkun sé útilok-
uð.
Það fæli í sér frekari slökun á of
slakri peningastefnu; myndi varla
duga til að halda óbreyttum vaxta-
mun og því leiða til lækkunar geng-
isins og auka frekar á verðbólgu-
þrýsting.
Greiningardeildin telur réttast fyrir
Seðlabankann að hækka stýrivexti
um 75 til 100 punkta.
SAS og Icelandair hafa hætt svoköll-
uðu samnefndu flugi, sem fólst í að
Icelandair gat selt flug með SAS
undir eigin vörumerki og öfugt. Guð-
jón Arngrímsson, talsmaður Ice-
landair, segir að þetta samstarf hafi
ekki verið umfangsmikið og muni
hafa sáralitlar breytingar í för með
sér fyrir rekstur Icelandair.
Jens Wittrup Willumsen, aðstoð-
arframkvæmdastjóri hjá SAS, segir
á vefnum takeoff.nu að flugið hafi
ekki skilað miklum tekjum og því
hafi ekki verið grundvöllur til að
framlengja það. Hann sagði þó að
áframhald yrði á samstarfi félag-
anna í miðasölu, þar sem SAS hefði
áhuga á að fljúga áfram með farþega
frá Íslandi til annarra áfangastaða í
Evrópu.
SAS og Icelandair
hætta samnefndu flugi