Morgunblaðið - 26.03.2006, Síða 11

Morgunblaðið - 26.03.2006, Síða 11
manna minnum, en hvað gerðu útgerðirnar, þær sendu nánast allan aflann í frystingu og létu bræðslurnar nánast eiga sig. Ég sé ekki betur en að sjávarútvegsfyrirtækin fari í gegnum þetta án þess að verða fyrir miklum skakkaföllum, þó að auðvitað hafi þetta verið áfall. Það má nefna mörg önnur sambærileg dæmi úr íslensku efnahagslífi. Við Íslend- ingar höfum og eigum að hafa mikla trú á því sem við erum að gera. Það er ekkert nýtt að aðrir séu fremur vantrúaðir á getu lítillar þjóðar, en það hefur ekki stoppað okkur hingað til. Lykilatriði er að sækja fram af skynsemi og hafa trú á hlutunum, annars er ekki nokkur leið að aðrir hafi trú á því sem við erum að gera.“ Gengi hagstætt sjávarútvegi – Hverjar álítur þú framtíðarhorfur í ís- lensku efnahagslífi? „Stjórnvöld hafa verið að beina athyglinni að undanförnu að áætlunum í ríkisfjármál- um. Horfur eru á því að afkoma ríkissjóðs muni versna á næstu árum ef það dregur úr hagvexti. Og ýmsir hafa horft til þess að hagvöxtur verði aðeins 2 til 2,5%. Það er lítill vöxtur á okkar mælikvarða, því að hér hefur hagvöxtur verið frá 5 og upp í 8% á síðustu árum. Það er mjög hraður vöxtur og við viss- um alltaf að það myndu skapast ákveðin vandamál í hagkerfinu þegar svo hratt væri farið. En menn hafa haft áhyggjur af því að það verði alltof lítill vöxtur í nánustu framtíð nema til komi framkvæmdir í stóriðju og virkjunum. Ég er algjörlega sannfærður um að við þurfum á því að halda á næstu árum að eitthvað af þessum hugsanlegu fram- kvæmdum verði að veruleika. Og ég er viss um að af því verður. Áhuginn er það mikill að við eigum eftir að fá þessar framkvæmdir inn í íslenskt efnahagslíf á næstu árum. Ef okkur tekst að raða þeim skynsamlega upp, þá verður hagvöxtur 3 til 4% að jafnaði. Það mun tryggja hér áframhaldandi hagvöxt og skapa svigrúm til frekari uppbyggingar ís- lensks efnahagslífs og aukins kaupmáttar. Á sama tíma er iðnaðarráðuneytið með miklar hugmyndir um að efla nýsköpun sem kynntar verða á næstunni. Það mun varða miklu fyrir framtíðina. Og gengi krónunnar er orðið hagstætt sjávarútveginum, ferða- mannaiðnaðinum og nýsköpunarfyrirtækjum. Ég held það sé alveg útilokað að gengið styrkist með sama hætti og áður. Þannig að nú ættu þessi fyrirtæki að horfa fram á nokkuð góðan rekstrargrundvöll og það skiptir að sjálfsögðu miklu máli. Eftir þessa aðlögun sem nú er að verða eru skilyrðin því góð fyrir okkar atvinnulíf.“ Má ekki einblína á skuldir En vandi dagsins er að það hefur skapast vantraust á mörkuðum og það getur tekið nokkurn tíma fyrir bankana að ná í nauðsyn- legt fjármagn til uppbyggingar á næstu ár- um, að sögn Halldórs. „Ég trúi því að það muni takast og að þegar menn átti sig á framtíðarmöguleikum íslenska hagkerfisins á næstu árum, held ég menn geti ekki annað en komist að þeirri niðurstöðu að Íslend- ingar séu traustsins verðir. Það hefur aldrei neinn tapað á því að lána okkur peninga. Það sem margir hafa einblínt á undanfarið eru þessar miklu skuldir erlendis. Menn virðast hins vegar hafa gleymt að líta á eign- irnar á móti. Ef einn eða tveir af stóru bönk- unum væru skráðir erlendis, myndu skuldir Íslands stórminnka og megnið af starfsemi KB banka er t.d. á erlendri grundu. En ég tel að ef það gerðist, þá yrði það mikil veik- ing fyrir íslenska hagkerfið. Sem gamall endurskoðandi veit ég að það hefur aldrei verið góð regla að líta aðeins á skuldirnar. En við þurfum á því að halda að njóta láns- trausts og það höfum við gert í gegnum tíð- ina. Ég tel að tækifærin í íslensku samfélagi séu gífurleg. Við höfum gott af því að hægja aðeins á okkur og að markaðurinn jafni sig.“ Má ekki mála allt svart og hvítt – Telur þú að þessi neikvæða umræða eigi eftir að auka skilning á stóriðjustefnu rík- isstjórnarinnar? „Að ríkisstjórnin hafi það sem kallað er stóriðjustefna er nú eitthvað sem hefur verið fundið upp af andstæðingum ríkisstjórnar- innar, fólki sem telur að stóriðja sé atvinnu- vegur sem eigi ekki að eiga sér stað. Ég spyr á móti: Var rangt að byggja upp í Straumsvík rétt fyrir 1970 við erfiðar að- stæður í íslensku efnahagslífi? Var rangt að koma efnahagslífinu í gang eftir ördeyðu með stóriðjuframkvæmdum á Grundartanga á sínum tíma? Raunar gildir það einnig um stækkunina í Straumsvík. Var rangt að byggja upp fyrir austan og ná meira jafn- vægi milli landsbyggðar og höfuðborgar- svæðisins? Ég segi nei, án þessara ákvarð- ana væri íslenskt efnahagslíf fátækara. Var rangt að auka frelsi bankanna og gera þá að því stórveldi sem þeir hafa verið – brynvörnin í sókn íslenskra fyrirtækja inn á við og út á við? Ég segi nei. Við þurfum á þeim að halda áfram. Þurfum við ekki líka á því að halda að nýta okkar helstu auðlind, sem er orkan í okkar fallvötnum, ám og jarðhita. Jú, auðvitað þurfum við á því að halda. Ég tel að þau tækifæri sem í þessu felast séu nauðsynleg fyrir íslenskt efnahagslíf. Þetta er nú einu sinni þannig að það sem menn hrópa niður annan daginn kalla menn á hinn daginn. Ég hef talað fyrir því í nokkuð langan tíma að við þurfum að fara í þessi mál en með skyn- samlegum hætti. Og ég er þeirrar skoðunar að meiri skilningur ríki á því við þær að- stæður sem komnar eru upp. Ríkisstjórnin leggur fyrst og fremst áherslu á að auka fjölbreytni í íslensku at- vinnulífi, að sögn Halldórs. „Ekki er langt síðan menn höfðu þá trú í pólitískri umræðu hérlendis að sjávarútvegur, landbúnaður og minni iðnaður væri okkur alveg nægilegt veganesti um alla framtíð. Við ættum ekki að hugsa stærra. Auðvitað leggjum við áherslu á þekkingariðnað og nýsköpun, en ég hef alltaf mælt gegn því að þetta séu andstæður. Án sjávarútvegsins hefði fyrirtæki eins og Marel ekki orðið til. Og það má nefna mörg önnur dæmi. Án virkjananna og stóriðjunnar hefðu verkfræðistofur á heimsmælikvarða ekki orðið til hér á landi. Án nýtingar jarð- hitans hefði ekki myndast sú gífurlega þekk- ing hér á landi á því sviði sem orðin er út- flutningsvara. Þetta helst í hendur og umræðan sem gengur út á að mála allt svart og hvítt er mjög slæm. Í þessu eins og öðru er miðjustefnan best – að vera ekki alltaf í öfgum út og suður.“ Sambærileg kjör um allt land – Þarf ríkið að vinna gegn þenslunni með því að fresta framkvæmdum, svo sem bygg- ingu nýs hátæknisjúkrahúss? „Þessar framkvæmdir eru ekkert að fara í gang. Ég hef meiri áhyggjur af því eins og staðan er að það verði frekar of lítið um að vera hér á næstu árum. Það fer allt eftir því hvaða uppbygging verður í atvinnulífinu. Verðmætasköpunin skiptir mestu máli. En við höfum á undanförnum árum reynt að draga úr opinberum framkvæmdum. Á sama tíma hafa sveitarfélögin verið að auka sínar framkvæmdir, að því þurfa menn að huga. Þegar kallað er eftir meira aðhaldi í rík- isbúskapnum, sem við gætum vissulega ráð- ist í, gerum við það ekki öðruvísi en að fara inn í velferðarkerfið. Það að draga úr út- gjöldum til heilbrigðismála, tryggingamála og menntamála, sem eru stærsti þáttur í fjárlögum, um nokkra milljarða er gífurlega sársaukafullt. Við þessar aðstæður, skipta örfáir milljarðar í ríkisbúskapnum ekki sköp- um. En það leysir okkur ekki undan því að á næstu árum þurfum við að sýna mikla aðgát í ríkisfjármálum. Ég tel að við höfum gert það og munum gera það áfram. Eitt af þeim vandamálum sem við höfum staðið frammi fyrir eru þessi gífurlegu lán út á húsnæði. Við sáum það ekki fyrir þegar við fórum af stað með þá hugsjón að Íslendingar ættu að geta fengið sambærilega fyrir- greiðslu í húsnæðismálum og fólkið í ná- grannalöndum okkar, að unga fólkið ætti að geta stofnað heimili með sama hætti og ungt fólk á hinum Norðurlöndunum. Þetta er orð- ið að veruleika. Og þarna hefur verið farið nokkuð geyst. En sem betur fer segjast bankarnir vilja hægja á og þá viljum við gjarnan vinna með þeim. En þá þarf að vera á hreinu að það ríki jafnræði, þannig að fólk um allt land búi við sambærileg kjör. Þess vegna höfum við ákveðið að reyna að ná nið- urstöðu í það mál sem fyrst. Ég tel að það þjóni hagsmunum allra, þeirra sem ætla að stofna heimili, ríkisins og bankanna líka. Unnið er að þessu máli af fullum krafti.“ Einhliða ákvörðun vonbrigði – Hver er staða Íslands í varnarmálum eftir ákvörðun Bandaríkjamanna um að draga herafla sinn frá Íslandi? „Ég hef gert ráð fyrir því lengi að Banda- ríkjamenn minnki viðbúnað sinn hér á landi. En ég átti von á því að það gerðist í samn- ingum en ekki með einhliða ákvörðun þeirra. Það eru mikil vonbrigði sem hafa skapað vantraust. Og nú munu næstu vikur leiða í ljós hvort traust geti orðið á nýjan leik. Það verður viðræðufundur næsta föstudag og þar munu Bandaríkjamenn leggja fram sínar hugmyndir um hvað eigi að koma í staðinn. Þeir munu væntanlega leggja fram sínar hugmyndir um það að hvaða leyti þeirra skuldbindingar muni vera nægilegar gagnvart Íslandi og Atlantshafsbandalaginu. Við þessar aðstæður taldi ég skipta meg- inmáli að blanda Atlantshafsbandalaginu inn í málið og hringdi strax í Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóra bandalagsins, sem orðið hefur að miklu liði, á sama hátt og George Robertson á árum áður. Þetta er ekki eingöngu málefni Íslands og Bandaríkj- anna heldur einnig Atlantshafsbandalagsins. Við erum ekki einir um þá skoðun heldur er það einnig skoðun bandalagsins að hér þurfi að vera ákveðinn varnarviðbúnaður sem þjónar Íslandi og norðurhöfum, sem er varn- arsvæði bandalagsins. Mér finnst það mjög jákvætt að Scheffer telur að Atlantshafs- bandalagið sé tilbúið að koma að vörnum landsins og við munum leggja mikið upp úr því að hafa náið samstarf við það.“ Fara þyrlurnar og þoturnar á næstu vikum? – Hvernig verður staðið að björgunarmál- um þegar þyrlurnar verða kallaðar heim? „Við stöndum frammi fyrir því núna að þurfa að vinna hratt vegna þess að verið er að kalla þessar flugvélar og þyrlur héðan. Menn hafa gefið í skyn að það geti jafnvel orðið á næstu vikum. Við höfum vænst þess að geta leyst björgunarmálin til lengri tíma litið, en nú þurfum við líklega að fara út í skammtímaráðstafanir. Því að það má aldrei verða að það skapist óöryggi á hafinu í kringum okkur. Það er líka staðreynd að það fara 91 þús- und flugvélar um íslenska lofthelgi á hverju ári. Og ef að Keflavíkurflugvöllur er ekki starfandi, skapast mikið óöryggi í öllu flugi yfir hafið. Mér finnst þetta mál ekki hugsað til hlítar af hálfu Bandaríkjamanna, en við munum að sjálfsögðu hlusta á þá og meta í framhaldinu næstu skref. Við höfum haft góða reynslu af samstarfinu við þá og viljum halda því áfram. En það verður að þjóna hagsmunum beggja og mér finnst að þeir hafi tekið lítið tillit til okkar undanfarið. Ég tel að á næstunni liggi það fyrir að Ísland kemur til með að færast nær Evrópu og fjær Norður-Ameríku í utanríkismálum.“ – Hvaða kostir eru í stöðunni þegar kemur að því að tryggja varnir landsins? „Það hefur verið rætt að þessi mál verði leyst með bandarískum flugsveitum sem komi reglulega til landsins frá Bretlandi og Bandaríkjunum og hafi hér skammtíma við- veru. Nú að sjálfsögðu kemur líka til greina að önnur ríki Atlantshafsbandalagsins komi að vörnum Íslands. Þetta á eftir að fara yfir. Síðan er ljóst að við höfum verið að byggja upp náið samstarf við Evrópuríkin á sviði baráttunnar gegn hryðjuverkum og glæpa- starfsemi. Schengen-samstarfið er mjög mik- ilvægt í því samhengi. Þar hafa orðið miklar breytingar á undanförnum árum og þetta er nokkuð sem við þurfum að styrkja enn frek- ar. Þannig að margt kemur til með að breyt- ast á næstu árum. En ég hefði viljað sjá þær breytingar gerast hægar. Ég er þeirrar skoðunar að við séum betur í stakk búin að takast á við brotthvarf varn- arliðsins en nokkru sinni fyrr. Við höfum bú- ið okkur undir það með ýmsum hætti, t.d. með því að styrkja starfsemina á Keflavík- urflugvelli. Þá eru íslensk verktakafyrirtæki minna háð varnarliðinu en áður. Ég nefni sem dæmi Íslenska aðalverktaka, sem áður voru alfarið upp á varnarliðið komnir en eru lítið háðir því í dag. Einnig má nefna upp- byggingu lögreglunnar og sérsveitarinnar.“ Ruglingsleg skilaboð – Hversu mikill hluti þeirra íslensku starfsmanna sem vinna fyrir varnarliðið, ým- ist sem starfsmenn þess eða verktakar, mun missa störf sín? „Við vitum það ekki. Það verður ekki sami fjöldi sem mun starfa þar áfram, en á móti kemur að starfsmönnum hefur fjölgað um 70 til 100 á hverju ári á Keflavíkurflugvelli vegna aukinna umsvifa þar. Það eru 61 þús- und lendingar og flugtök á ári á Keflavík- urflugvelli eða 170 á dag, þannig að flug- umferð fer mjög vaxandi. Þar eru líka möguleikar á margvíslegri annarri starfsemi sem verður farið yfir. Ég tel að við munum leysa þetta mál, en það tekur nokkurn tíma.“ – Verður þetta til að flýta stækkun álvers- ins í Straumsvík? „Ég geri mér ekki grein fyrir því. Það er að sumu leyti í jákvæðum farvegi og að öðru leyti neikvæðum. Viðræður eru í gangi við Landsvirkjun. En hinsvegar er afar óljóst hvað Hafnarfjarðarbær ætlar sér. Ég tel það standi upp á Hafnfirðinga að koma með skýr skilaboð um hvað þeir vilja. Það getur ekki átt sér stað atvinnuuppbygging í andstöðu við íbúana og bæjaryfirvöld. En ég tel að það hafi komið mjög ruglingsleg skilaboð frá bæjarstjórninni í þessu máli.“ Hart að okkur sótt – Nú hefur Framsóknarflokkurinn ekki komið vel út úr skoðanakönnunum. Hefurðu áhyggjur af stöðu flokksins? „Ég tel að málefnastaða Framsóknar- flokksins sé mjög góð. Á undanförnum tíu árum höfum við komið í framkvæmd gíf- urlegum breytingum og framförum í okkar þjóðfélagi. Það hefur verið hart að okkur sótt og við gagnrýndir harkalega fyrir flest af því sem við höfum gert. Það sýnir að það sé einhvers virði sem við höfum verið að gera,“ segir Halldór og hlær. „En því er ekki að neita að skoðanakann- anir hafa ekki verið okkur hagstæðar Aðal- atriðið í stjórnmálum er að mínu viti að hafa trú á því sem við erum að gera. Og ég er þeirrar skoðunar að það eigi eftir að meta Framsóknarflokkinn fyrir forystu í mörgum mikilvægum málum, bæði á sviðum atvinnu- uppbyggingar og bættrar þjónustu í velferð- armálum. Þannig að ég tel að við munum halda okkar striki. En ég tel mikilvægt fyrir flokkinn að fá góða útkomu í komandi sveitarstjórnarkosn- ingum. Ég tel að flokkurinn fái fulltrúa hér í höfuðborginni og trúi því að fáum tvo full- trúa. Það er náttúrulega okkar verkefni að fara í þá baráttu á næstunni. Ég ætla ekki að neita því að við höfum orðið fyrir heil- miklu andstreymi. En það er ekki í fyrsta skipti sem við lendum í því. Í aðdraganda síðustu kosninga voru margir búnir að af- skrifa okkur. Og þeir eru afskaplega margir núna sem vilja helst afskrifa okkur og telja að við eigum ekki mikinn tilverurétt. En ég verð að hryggja það fólk með því að við er- um ekkert að baki dottin.“ Erfitt að búa við sveiflur – Að síðustu, brennur eitthvað á þér sem þú vilt koma á framfæri? „Það brennur ekkert á mér,“ segir Halldór hæglátur. „Ég hef alltaf verið bjartsýnn. Ég hef óskaplega mikla trú á íslensku samfélagi. Og ég hef oft þurft að taka þátt í bæði erf- iðum ákvörðunum og margvíslegu and- streymi sem við höfum orðið fyrir. En ég hef lært mikið á því. Og aldrei misst trúna á það sem framundan er. Ég tel að það sé slíkur kraftur í Íslendingum og íslensku samfélagi að það fái enginn stöðvað það, hvorki nei- kvæð umfjöllun né ósanngirni. En hinsvegar verðum við að vera menn til að taka rétt- mætri gagnrýni og læra af henni. Og við þurfum líka að læra þá lexíu að það verður alltaf erfitt að reka lítinn gjaldmiðil í frjálsu fjármagnsstreymi á alþjóðlegum mörkuðum. Og það er kannski sá lærdómur sem við þurfum fyrst og fremst að velta fyrir okkur á næstu vikum og mánuðum.“ – Þurfum við ekki krónu sem lagar sig að íslenskum aðstæðum? „Það er stóra spurningin. Það hefur sína kosti og sína galla. Það er líka mjög erfitt að búa við sveiflur. En það kallar á annarskon- ar hagstjórn. Stærri gjaldmiðlar eru stöð- ugri og vaxtakostnaður þar er miklu lægri. Ef við viljum vera samkeppnishæf á alþjóð- legum mörkuðum, eru vextirnir oft stærsti þátturinn. Nú horfum við inn í þá tíma að vextir koma til með að hækka og það hefur áhrif á íslenska atvinnuvegi og íslensk heim- ili. Þannig að það er eins með þetta og allt annað. Það er hvorki hvítt né svart. Þar af leiðandi þurfa menn að finna miðju sem er skynsamleg. En mér finnst að umræðan um þetta hafi líka einkennst af svarthvítum sjónarmiðum sem ég er ósáttur við. Þess vegna hef ég á undanförnum árum reynt að laða fram mál- efnalegri umræðu, t.d. um Evrópumál. Þann- ig að menn væru tilbúnir að líta á það af hógværð og raunsæi og rýna í framtíðina og taka mið af því að við erum að verða svo inn- vígð í alþjóðasamfélagið að þaðan komum við aldrei til með að hverfa aftur og þurfum að taka mið af því og það er ekki alltaf auðvelt verkefni. En við getum ekki komist undan því. Mér finnst stundum að sumir forðist umræðuna af því að þetta er óþægilegt. En mér finnst tilhugsunin ekkert óþægileg. Ég hef alltaf haft gaman af því að takast á við krefjandi verkefni.“ ’Ég hef gert ráð fyrir því lengi aðBandaríkjamenn minnki viðbúnað sinn hér á landi. En ég átti von á því að það gerðist í samningum en ekki með ein- hliða ákvörðun þeirra. Það eru mikil vonbrigði sem hafa skapað vantraust. Og nú munu næstu vikur leiða í ljós hvort traust geti orðið á nýjan leik.‘ pebl@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MARS 2006 11

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.