Morgunblaðið - 26.03.2006, Page 14
F
átt benti til þess að for-
setakosningar ættu
að fara fram eftir
fjóra daga þegar ég
kom til Minsk, höfuð-
borgar Hvíta-Rúss-
lands, og var ekið í
rútu inn í miðborgina.
Á leiðinni sáust hvergi myndir af
þeim fjórum mönnum sem í kjöri
voru, ekki einu sinni af forsetanum,
Alexander Lúkasjenkó, sem gegnt
hefur embætti frá árinu 1994. Hins
vegar blöstu fjölmörg stór flettiskilti
við í Minsk, en þau voru hluti af op-
inberri herferð þar sem helsta slag-
orðið var „Za Belarus“ sem lauslega
má þýða sem „Vinnum fyrir Hvíta-
Rússland.“ Á skiltunum voru nýleg
afrek þjóðarinnar tíunduð en mynd-
irnar prýddu meðal annars glaðbeitt-
ir verkamenn, syngjandi barnastjörn-
ur, góðlegar stríðshetjur og námfúsir
háskólanemar. Herferðin hófst í febr-
úar síðastliðnum, en ráðist mun hafa
verið í aðra svipaða árið 2004, þegar
samþykkt var í þjóðaratkvæða-
greiðslu sem Lúkasjenkó boðaði til að
engar hömlur ættu að vera á því
hversu oft hann gæti boðið sig fram í
embætti forseta, en áður hafði hver
forseti aðeins mátt sitja tvö kjörtíma-
bil. Myndir í tengslum við herferðina
sá ég víða meðan ég dvaldi í landinu,
þar á meðal á hótelum, í verslunum og
á kjörstöðum.
McDonald’s og Lödur
Vestræn áhrif eru ekki áberandi í
Minsk. Þar er að vísu hægt að gæða
sér á McDonald’s hamborgurum en
almennt svífur andi Sovétríkjanna
sálugu mjög yfir vötnum. Í borginni
eru endalausar raðir af gráleitum
blokkabyggingum og margir borg-
arbúar aka um á Lödum, Volgum og
jafnvel Moskvitsum.
Þegar ég var komin upp á herberg-
ið mitt á hótel Belarus kveikti ég á
sjónvarpinu. Eftir að hafa flakkað
nokkra stund milli hvítrússneskra
stöðva var ljóst að ekki skorti frétta-
flutning af Lúkasjenkó á þeim víg-
stöðvum – heldur virtist hann þar
baða sig í sviðsljósinu. Ekkert varð
hins vegar séð til Alexanders Mil-
ienkevits, helsta mótframbjóðandans.
Tölur sem ÖSE kynnti fyrir kosn-
ingaeftirlitsfólkinu um þá fjölmiðlaat-
hygli sem frambjóðendur fengu með-
an á formlegri kosningabaráttu stóð
reyndust líka sláandi. Í Hvíta-Rúss-
landi eru allnokkrir ljósvaka- og
prentmiðlar í eigu ríkisins og þessir
miðlar eru í ráðandi stöðu á fjölmiðla-
markaði í landinu. Á þremur helstu
ríkisreknu sjónvarpsstöðvunum fékk
Lúkasjenkó á bilinu 93–99% allrar
umfjöllunar og í helstu ríkisprent-
miðlunum var hlutfallið einnig hærra
en 90%. Oftast var fjallað um forset-
ann með hlutlausum eða jákvæðum
hætti.
Tvær milljónir króna til umráða
Ekki aðeins voru stefnumið mót-
frambjóðenda Lúkasjenkós hundsuð
af áhrifamestu fjölmiðlunum, heldur
reyndist þeim afar erfitt að kynna
framboð sitt með öðrum hætti. Fram-
bjóðendur máttu ekki greiða fyrir
auglýsingar í fjölmiðlum og ekki nota
eigið fé eða gjafafé til þess að auglýsa
framboð sitt. Ríkið lagði hverjum og
einum til upphæð sem samsvarar
rúmum tveimur milljónum íslenskra
króna til þess að greiða fyrir prentað
efni til að nota í baráttunni. Þetta er
langtum lægri upphæð en margir
frambjóðendur í prófkjörum vegna
borgarstjórnarkosninga nýttu hér á
landi fyrr í vetur og dugir skammt til
kynningar í landi þar sem 10 milljónir
manna búa og er helmingi stærra að
flatarmáli en Ísland.
Þá höfðu yfirvöld sett afar strangar
reglur um hvar mætti koma fyrir
skilaboðum í aðdraganda kosning-
anna. Frambjóðendum var ekki leyft
að hengja upp auglýsingar nema á
sérstökum stöðum sem leyfðir voru
undir slíkt.
Að auki bárust fregnir af öðrum
hindrunum sem andstæðingar forset-
ans mættu. Þeir sem unnu fyrir þá
urðu fyrir hótunum og sumir voru
handteknir og jafnvel hnepptir í varð-
hald þegar þeir voru að störfum.
Framboð þeirra Alexanders Milink-
evits, eins helsta stjórnarandstæð-
ingsins, og Alexanders Kozulins, til-
kynntu bæði til ÖSE að slíkar
truflanir á baráttunni hefðu reynst
þeim þungar í skauti. Í skýrslu sem
ÖSE birti eftir kosningarnar segir að
18. mars, daginn fyrir kjördag, hafi 8
af 30 löggildum fulltrúum framboðs
Milinkevits verið í haldi yfirvalda og
um eitt hundrað aðrir stuðningsmenn
þess. Sama dag voru um 80 stuðn-
ingsmenn Kozulins í haldi og einn lög-
gildur fulltrúi hans hafði verið sekt-
aður um upphæð sem samsvarar
162.000 íslenskum krónum, fyrir að
eiga fund með stuðningsfólki fram-
boðsins á einkaheimili, en slíkt er
bannað samkvæmt gildandi lögum í
landinu.
Lögregluríki
Á kjördag dvaldist ég ásamt hópi
kosningaeftirlitsmanna í landamæra-
borginni Brest, sem er í suðvestur-
hluta landsins. Það var dálítið sér-
stakt að hugsa til þess að borgin er í
aðeins í örfárra kílómetra fjarlægð
frá Póllandi, sem núorðið á aðild að
Evrópusambandinu og Atlantshafs-
bandalaginu.
Rútuferðin frá Minsk til Brest tók
um fimm klukkustundir en ferðin var
farin í fylgd lögreglubíls, sem ók á
undan okkur með blikkandi ljós. Á
þjóðveginum var sáralítil umferð og
erfitt að átta sig á tilgangi lögreglu-
fylgdarinnar, en kannski var hún
samt ekki óeðlileg í því lögregluríki
sem Hvíta-Rússland er.
Alls munu vel á annað hundrað
þúsund lögreglumanna starfa í land-
inu. Þetta er langtum meiri fjöldi en í
Póllandi, sem þó er fjórum sinnum
fjölmennara. Þá hafa Hvít-Rússar yf-
ir að ráða stórum her og öryggislög-
reglu, sem enn gengur undir nafninu
KGB. Okkur var sagt að við mættum
vel búast við því að fylgst yrði með
okkur, meðan við dveldumst í land-
inu.
Þegar komið var til Brest var eft-
irlitsfólkinu skipt í tveggja manna
hópa, og fékk hvert teymi um sig bíl-
stjóra og túlk sér til aðstoðar. Verk-
efni hópanna var svo að fara milli
kjörstaða og kanna hvort þar væri
farið að settum reglum í kosningun-
um. Eftirlitsfélagi minn var rúmlega
þrítugur Lithái, starfsmaður í lithá-
ísku utanríkisþjónustunni. Hann
mundi tímana tvenna, enda Sovétrík-
in enn við lýði þegar hann var að
Kosningar í skugga
hindrana og ofbeldis
Forsetakosningar fóru fram
í Hvíta-Rússlandi um síð-
ustu helgi og var Alexander
Lúkasjenkó lýstur yfir-
burðasigurvegari að þeim
loknum. Elva Björk Sverris-
dóttir var í hópi um 400
eftirlitsmanna sem fylgdust
með kosningunum á vegum
Öryggis- og samvinnustofn-
unar (ÖSE), en stofnunin
hefur gagnrýnt kosning-
arnar harðlega.
Morgunblaðið/Elva Björk Sverrisdóttir
Íbúar í Minsk ganga hjá auglýsingaskilti sem var hluti af opinberri herferð fyrir kosningarnar. Helsta slagorð herferðarinnar var „Vinnum fyrir Hvíta-Rússland“.
Morgunblaðið/Elva Björk Sverrisdóttir
Frá mótmælum á Októbertorginu í Minsk á mánudag. Þar voru á bilinu 3.000—4.000 manns saman komin.
14 SUNNUDAGUR 26. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
RÍKIÐ er helsti atvinnurekandinn
í Hvíta-Rússlandi, en um 80%
landsmanna starfa hjá ríkinu.
Fólk er aðeins ráðið til eins árs í
senn, samkvæmt lögum sem
tóku gildi árið 2002. Lágmarks-
laun jafngilda um 5.500 krónum
á mánuði, en samkvæmt op-
inberum upplýsingum er með-
altal mánaðarlauna á hvern vinn-
andi mann upphæð sem
samsvarar um 18.000 krónum.
Það er með því hæsta sem þekk-
ist í fyrrverandi Sovétlýðveld-
unum. Langflestir Hvít-Rússar
búa í húsnæði sem er í eigu rík-
isins.
Flestir vinna
hjá ríkinu