Morgunblaðið - 26.03.2006, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MARS 2006 17
FYRIR BREYTINGAR
EFTIR BREYTINGAR
Gefið ykkur góðan tíma fyrir flug
því nú standa yfir framkvæmdir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Verslunar- og þjónustusvæði farþega mun tvöfaldast og nýjar verslanir
verða opnaðar. Markmið stækkunar og breytinga í flugstöðinni er að
bregðast við spám um öra fjölgun farþega á ferð um Keflavíkurflugvöll.
Stjórnendur og starfsmenn Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. munu vinna
markvisst að því í samstarfi við verktaka að framkvæmdirnar valdi
farþegum sem allra minnstum óþægindum. Breytingarnar valda þó
óhjákvæmilega raski og hafa nokkur áhrif á starfsemi í flugstöðinni.
Fólk er því hvatt til þess að gefa sér góðan tíma fyrir flug.
Nánari upplýsingar á www.airport.is
Velkomin í stærri og endurbætta
flugstöð sumarið 2007
ZAPPA
PLAYS
ZAPPA
miðasala 2. apríl
www.rr.is
LIONSKLÚBBURINN Engey afhenti á dögunum barna- og unglingageð-
deild LSH gjafastyrk upp á 200.000 kr. Fjármagninu verður ráðstafað til
starfandi tónlistarmeðferðar á BUGL.
Myndin var tekin við afhendingu styrksins af konum úr Lionsklúbbnum
Engey ásamt Hrefnu Ólafsdóttur félagsráðgjafa og Steinunni Gunnlaugs-
dóttur hjúkrunarfræðingi.
Styrkja BUGL
STARFANDI verkstjórar á
Keflavíkurflugvelli komu nýlega
saman til fundar hjá Verkstjór-
afélagi Suðurnesja, þar sem
rætt var um hvað væri fram-
undan í ljósi brotthvarfs hers-
ins. Ýmislegt bar á góma á
fundinum, svo sem möguleika á
starfslokasamningum og rétt til
biðlauna.
Einnig komu upp spurningar
um hvort munur væri á stöðu
starfsmanna varnarliðsins á Ís-
landi og aftur í Skotlandi þar
sem viðskilnaður Bandaríkja-
hers var að sögn mun mann-
úðlegri. Fannst fundarmönnum
staðan sem upp er komin kvíð-
vænleg og ekki séð hvernig þeir
sem ekki fá starf fljótlega, eftir
að uppsagnarfrestur rennur út,
ættu að komast af eins og
greiðslum atvinnuleysisbóta
væri háttað.
Eftir að því var svarað til að
ekki væri búið að setja í lög fyr-
irheit ríkisstjórnarinnar um
tekjutengingu atvinnuleysisbóta
sem samþykkt voru 15. nóvem-
ber sl. var samþykkt að skora á
ríkisstjórnina að setja nú þegar
í lög ákvæði um tekjutengingu
atvinnuleysisbóta eins og lofað
hefur verið.
Tekjutenging atvinnu-
leysisbóta í lög nú þegar
EINNOTA DVD-diskar eru nú fáan-
legir í nokkrum verslunum hér á landi
og er Ísland fyrsta landið í heiminum
sem býður slíka diska til sölu, að sögn
Árna Jenssonar, framkvæmdastjóra
Intus ehf. sem sér um kynningu og
markaðssetningu á vörunni.
Með einnota DVD-disk er átt við
venjulegan hefðbundinn DVD-disk
með þeirri undantekingu að í diskn-
um er útbúnaður sem setur af stað
efnahvarf inni í disknum á fyrirfram
ákveðnum tíma. Efni í kjarna disksins
dreifist undir yfirborði hans um leið
og hann er settur í spilarann og eyðir
upplýsingum af disknum á ákveðnum
tíma þannig að ekki er lengur hægt að
horfa á myndina. Það er stillanlegt
hvenær efnahvarfið fer af stað, en í
þeim diskum sem til sölu er hér á
landi gerist það allajafna eftir 48
klukkustundir, að sögn Árna og er
þaðan dregið vöruheitið 48DVD.
Hann segist hafa rekist á þessa
uppfinningu í Frakklandi.
Sama verð og fyrir vídeóspólur
Alls eru til 17 myndir á einnota
DVD-diskum í Hagkaupum, Olís og
10-11 verslunum í dag og segir Árni
15 titla í viðbót í framleiðslu. Einnota
diskur kosti 500 krónur.
ann segir ýmsar spurningar hafa
vaknað meðal þeirra sem hann hafi
kynnt vöruna fyrir og segir algeng-
ustu spurninguna vera þá hvort disk-
arnir springi í tækjunum! „Svo er
ekki,“ segir Árni og tekur fram að
engin ytri ummerki komi fram á
disknum þegar hvarfið á sér stað.
En hvernig horfir með umhverfis-
þáttinn varðandi einnota DVD-diska?
Árni segir að þar sé að huga að
tvennu. Annars vegar séu það umbúð-
irnar um diskinn, en hann bjóði sína
vöru ekki í plasthulstri eins og vaninn
sé með DVD-diska heldur í pappírs-
umslagi unnu úr endurunnum pappír.
Hins vegar sé það diskurinn sjálfur
og segir Árni að reynt verði að koma
til móts við umhverfissjónarmið með
því að bjóða skilagjald og hafa endur-
vinnslumerkingar á vörunni. Rætt
hafi verið við Sorpu um samstarf til að
hvetja fólk til að skila disknum.
Morgunblaðið/Eggert
Árni Jensson, framkvæmdastjóri Intus,
með tvo af þeim einnota diskum sem til
sölu eru um þessar mundir.
Einnota
DVD-diskar
til sölu hér
HARÐUR árekstur varð á mótum
Grænugötu og Glerárgötu eftir há-
degi sl. föstudag þegar bifreið skall
aftan á aðra bifreið. Að sögn lögregl-
unnar á Akureyri voru sex fluttir á
slysadeild Fjórðungssjúkrahússins
til skoðunar en áverkar voru minni
þegar að var gáð. Skemmdist annar
bíllinn talsvert en var þó ekki talinn
ónýtur.
Harður
árekstur á
Akureyri
♦♦♦