Morgunblaðið - 26.03.2006, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 26.03.2006, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MARS 2006 19 Hann segir að þrátt fyrir krefjandi viðskipta- umhverfi, hafi eftirspurn aldrei verið meiri eftir tilbúnum réttum, sérstaklega heilsuréttum, réttum úr hágæðaflokki, sem og matvörum sem fljótlegt og þægilegt er að matreiða og neyta. Þetta sé þróun sem hafi einkennt markaðinn um nokkurt skeið og slíkum vörum hafi vegnað bet- ur en öðrum vörutegundum að undanförnu. „Vöruúrval Bakkavarar er fjölbreytt og er fé- lagið því í mjög góðri aðstöðu til þess að bregð- ast við þörfum markaðarins á hverjum tíma. Fyrst og fremst snýst þetta bara um það að Bakkavör er betur rekið fyrirtæki en hin og hef- ur öflugra stjórnendateymi.“ Ekki umbreytingafjárfestar Ágúst segir jafnframt það alltaf hafa verið markmið félagsins að kaupa fyrirtæki í góðum rekstri. „Við erum ekki umbreytingafjárfestar eins og margir íslenskir fjárfestar sem hafa verið að fjárfesta erlendis í illa reknum fyrirtækjum og ætlað sér að græða á því að snúa rekstrinum við. Við viljum bara kaupa góð fyrirtæki sem eru með góð stjórnendateymi, byggja á því til fram- búðar og ekki þurfa að eyða tíma og fyrirhöfn í að snúa þeim við. Ein ástæða fyrir því að sam- þætting okkar og Geest gekk svona vel er að við keyptum gott fyrirtæki og erum með því að gera gott fyrirtæki enn betra.“ Í Belgíu, Frakklandi og á Spáni eru aðallega framleiddir tilbúnir réttir, ferskt salat og ávaxtasalöt. Sala Bakkavarar á meginlandi Evr- ópu nam um 8% af heildarveltu félagsins á árinu 2005. Sala dróst saman um 5% á árinu og nam 8,8 milljörðum króna. Þrátt fyrir tap á rekstri tveggja rekstrareininga félagsins á meginlandi Evrópu, varð hagnaður af annarri þeirra í lok ársins, í kjölfar þeirra aðgerða sem gripið var til. Skipulagsbreytingar í verksmiðju sem fram- leiðir tilbúna rétti fyrir hollenska markaðinn eru á áætlun, en þar er verið að vinna að því að fækka verksmiðjum úr þremur í tvær. Samanlögð sala annarra viðskiptaeininga fé- lagsins á meginlandi Evrópu jókst lítillega í fyrra, t.d. hjá þeim verksmiðjum sem framleiða ferskt salat sem og ýmsar aðrar vörur úr köld- um vöruflokkum fyrir spænska og franska smá- sölumarkaðinn. Ein af verksmiðjum félagsins í Frakklandi hefur nýlega hafið sölu á niður- skornum ávöxtum. Þegar á heildina er litið hef- ur matvöruverslun aukist bæði á Spáni og í Frakklandi og er félagið því í betri stöðu við upphaf ársins 2006. Asíumarkaður næstur Bakkavör Asía var stofnað á árinu 2004 til að koma auga á sóknarfæri í Asíu sem er ört vax- andi markaðssvæði. Mikil undirbúningsvinna fór fram á árinu 2005 og stefnir Bakkavör að því að taka þátt í þeirri miklu neytendavæðingu sem á sér stað í Asíu um þessar mundir og hefja starfsemi á svæðinu sem fyrst. Á föstudaginn var svo tilkynnt um kaup Bakkavarar á 40% hlutafjár í kínverska salat- fyrirtækinu Creative Foods í samstarfi við Glitni. Í tengslum við kaupin hafa Bakkavör Asia og Glitnir stofnað nýtt félag, Bakkavör China. Bakkavör á 60% hlutafjár í félaginu og Glitnir 40%. Hið nýja félag mun einbeita sér að fjárfest- ingum í Kína og er fjárfestingin í Creative Foods fyrsta verkefni þess. Creative Foods ræktar og framleiðir ýmiss konar salöt, eða um 250 vörutegundir í fjórum verksmiðjum og er með um 600 starfsmenn. Gert er ráð fyrir að velta yfirstandandi árs hjá Creative Foods nemi um 923 milljónum króna. Á meðal helstu viðskiptavina fyrirtækisins er Yum! Brands, sem er ein stærsta veitingahúsa- keðja í heimi og rekur meðal annars Kentucky Fried Chicken og Pizza Hut. Aðrir viðskiptavin- ir eru meðal annars WalMart, Carrefour, Star- bucks og Burger King. Annar stærsti hluthafahópur Bakkavarar er grísk fjölskylda að nafni Katsouris og á hún 17,6% hlut. Blaðamanni leikur forvitni á að vita hvernig þessi eignarhlutur kom til. Ágúst segir að árið 2001 hafi fjölskyldan selt Bakkavör fyr- irtækið sitt sem framleiddi þá ferska matvöru. „Þau ákváðu síðan að verja hluta af andvirði sölunnar til kaupa á hlutabréfum í Bakkavör. Það gerðu þau með þessum góða árangri að þau hafa fylgt okkur eftir og stutt okkur í þeirri framtíðarsýn sem við höfum haft fyrir fyrirtæk- ið. Þau eiga einnig 4% hlut í KB banka og eru í hópi stærstu hluthafa bankans. Og þau eru í dag ekki einungis stærstu erlendu aðilarnir í kaup- höllinni heldur sennilega stærstu erlendu fjár- festar á Íslandi, alla vega í fjárfestingum á markaði,“ segir Ágúst. Byggja fleiri stoðir Blaðamaður kemst ekki hjá því að spyrja um neikvæða umræðu um bankana undanfarið og hvort áhrifa af henni gæti eitthvað á þeim mark- aði sem Bakkavör starfar á. Lýður segir að um- ræðan hafi ekki áhrif á rekstur Bakkavarar því hún eigi sér stað á allt öðrum markaði, þ.e. skuldabréfamarkaði. En hann segir umræðuna töluverða í Bretlandi þar sem hann er búsettur. „Það er mikil umfjöllun í bresku blöðunum þannig að það er ljóst að það er mikil meðvitund meðal fólks þar í landi. Alls staðar er talað mikið um þessa svokölluðu krísu á Íslandi.“ Ágúst bætir við að slík umræða geri íslensk hlutabréf fyrst og fremst minna aðlaðandi fyrir erlenda fjárfesta, verandi skráð í kauphöllinni í íslensk- um krónum. „Það hefur auðvitað óbein áhrif á rekstur fyrirtækisins til lengri tíma litið ef um- ræða um Ísland og íslenskt efnahagslíf heldur svona áfram. Það er alveg ljóst.“ Ágúst segir að framtíðaráform Bakkavarar séu áframhaldandi vöxtur. „Við munum halda áfram að vaxa með bæði ytri og innri vexti. Með innkomu á Asíumarkað erum við að horfa í nýjar áttir og byggja fleiri stoðir undir félagið. Við sjáum fyrir okkur að vöxtur verði hjá Bakkavör á öllum markaðs- svæðum á næstu árum.“ zzz zzzz Ágúst og Lýður ásamt starfsmönnum á fyrsta starfsárinu. Frá árinu 2003 hefur félagið einbeitt sér að framleiðslu á ferskum tilbúnum matvælum. sigurhanna@mbl.is Hér má sjá hluta af framleiðslu Bakkavarar. Bretland er langstærsti markaður félagsins og er mikið af framleiðslunni selt undir merkjum stórmarkaða þar í landi. Með kaupum í kínversku matvælafyrirtæki er stefnan sett á nýja markaði. Opnunartími virka daga frá kl. 14.00-18.00, um helgar frá kl. 10.30-18.00 Sendum út á land - Upplýsingasími 511 1055 í Perlunni catmandoo R Ö H N I S C H AND1 Firefly Verðdæmi: Okkar verð: Fullt verð: CATMANDOO úlpur 2.800 kr. 5.990 kr. ADIDAS fótboltaskór 3.000 kr. 5.990 kr. SPALDING körfuboltar 1.000 kr. 2.000 kr. NIKE fótboltar 1.200 kr./1.700 kr. 2.990 kr./5.990 kr. Sundbolir, NIKE-SPEEDO-ADIDAS-ARENA 1.000 kr./1.990 kr. 2.990 kr./3.990 kr. CONWAY gönguskór 4.990 kr. 9.990 kr. PUMA fótboltaskór 2.000 kr. 5.990 kr./8.990 kr. Flísfóðraðir jakkar 1.500 kr. 5.990 kr. Karlmannajakkar (fóðraðir) 5.000 kr. 18.990 kr. RUCANOR sokkar (3 í pakka) 500 kr. 990 kr. NIKE stuttbuxur 1.200 kr./1.700 kr. 2.990 kr./3.990 kr. MITRE innanhússkór 1.500 kr. 8.490 kr. Adidas Fótboltavörur: Góðar jólagjafir: Nike, Adidas, Puma, Man. United og Arsenal vörur í úrvali Fótboltaskór - legghlífar - búningar - boltar, mjög mikið úrval Sundfatnaður: Nike, Adidas, Speedo Sundbolir, bikiní, sundskýlur, sundbuxur (boxer), barnasundföt Gaddaskór: Nike, - áhugavert fyrir frjálsíþróttafólk Okkar takmark: 50-80% lækkun af fullu verði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.