Morgunblaðið - 26.03.2006, Side 20

Morgunblaðið - 26.03.2006, Side 20
20 SUNNUDAGUR 26. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ Mikill meirihluti Vestur-landabúa virðist hafa þámynd af Íran samtím-ans að það sé öfgafullt trúarofstækisríki þar sem tíminn hafi nánast staðið í stað eftir að vini Bandaríkjanna og ekki síst vest- rænna slúðurblaða, Reza keisara var steypt af stóli fyrir 27 árum. En fátt er jafnfjarri sanni. Kjör hins um- deilda forseta Mahmouds Ahmed- inedjads hefur ekki breytt neinu og verður vikið að hans þætti seinna í þessari umfjöllun. Íran er þróað nútímaland, aust- rænt og múslímskt, þverstæðukennt og margrætt sem hefur stóreflt menntun og bætt stöðu kvenna eink- um í menntunar- og fræðslumálum, atvinnuuppbygging hefur verið mikil enda ekki vanþörf á fyrir allar þessar sjötíu milljónir íbúa. Með sögu sem rekur sig mörg þúsund ár aftur í tím- ann og menningararfleifð svo stór- brotna að blessuð handritin okkar blikna og blána í samanburði við það. Umræður fara nú orðið fram fyrir opnum tjöldum um störf þingsins í umræðuþáttum í sjónvarpi og víðar um að margt sé nauðsynlegt að færa til betri vegar, svo sem er aðkallandi að bæta tryggingarkerfi og ýmsa fé- lagslega þætti, lengja fæðingarorlof kvenna úr þremur mánuðum eins og það er nú, bæta rétt til atvinnuleys- isbóta, rétt kvenna til fóstureyðinga eftir nauðgun og umbætur í lífeyris- málum. Þessi mál eru nær daglega til umræðu á íranska þinginu. Það er ekki bara hatursáróður gegn Vestur- landabúum sem þar er á dagskrá. Sannleikurinn er líka sá að meðal alls þorra manna er margt annað sem brennur á Írönum en að einbeita sér að Vesturlandahatri. Þess skal vitaskuld getið að þingið starfar undir ákveðnu eftirliti tveggja trúarlegra ráða og til að koma málum í gegn og þau verði að lögum skulu þessi ráð amena þau eða senda þau aftur til þingsins. Æðstur allra er svo Khameini trúarleiðtogi og hann hefur neitunarvald en hefur ekki beitt því mörg undanfarin ár. Og margir Íranar hafa sagt fullum fetum að það sem þeir kysu helst væri að koma á eðlilegum samskiptum við Vesturlönd, bæði af þeim praktísku ástæðum sem liggja í augum uppi, vegna efnahagsþvingana og svo ríkir mikil forvitni meðal ungs fólks að fá tækifæri til að ferðast til Vesturlanda – einkum Bandaríkjanna – og einnig sækja framhaldsmenntun þangað. Og fögnuðurinn og frelsið er ekki allsráðandi á öllum sviðum. Það þjóð- félag er varla til í öllum heimi sem gæti státað af því. Vafi leikur á því að mannréttindi séu virt og Íranar hafa fengið ýmsar ákúrur þar að lútandi og oft með réttu. En menn ættu að temja sér opnari hugsun varðandi þetta þjóðfélag og gæta sín á að taka öllu sem vestrænar fréttastofur varpa yfir okkur sem skilyrðislausum sannleika. Öldin 20. ákaflega lagskipt í Íran Óhætt er að fullyrða að tuttugasta öldin var ákaflega lagskipt í Íran, þar urðu afdrifaríkari breytingar en í ýmsum samfélögum. Þar á ég vitaskuld við íslömsku byltinguna 1979. Þeirri byltingu er lokið og annað tekið við þó mér finnist stundum þegar ég hlusta á okkur vestræna menn tala um málefni Írans eins og það hafi að miklum hluta farið framhjá okkur. Nú síðustu mánuði hefur til dæmis kjarnorkuáætlun Írana verið nær daglegt umfjöllunarefni vestrænna fjölmiðla. Í þeirri umfjöllun kemur oft fram sú dæmigerða fáfræði og mis- skilningur sem einkennir fréttaflutn- ing okkar frá Mið-Austurlöndum. Hafa ber í huga að þó olía sé unnin í landinu og flutt út, gaslindir séu mikl- ar, vatnsaflsvirkjunum hafi verið komið á fót víða eru aðstæður þær að ekki verður þeim alls staðar viðkomið. Auk þess má ekki gleyma því að íbú- um í landinu hefur fjölgað um helm- ing frá 1979 og eru nú nærri 70 millj- ónum. Það er deginum ljósara að réttur til rafmagnsframleiðslu er í reynd partur af rétti hverrar þjóðar sem hefur þekkingu til að nýta sér hana. Af hverju mega Íranar það ekki en öðrum þjóðum leyfist það? Og af því það er stundum gaman að leika sér með EF-in og hvað ef þetta hefði orðið svona og hinsegin þá finnst mér rétt að benda á að ýmsir fróðir menn eru á því að hefði ísl- amska byltingin ekki orðið 1979 og Ír- an hefði þróast í þá átt sem Bandarík- in hefðu kosið væri ekki vafi á því að Íranar hefðu fyrir æði löngu komið sér upp þekkingu til að smíða kjarn- orkuvopn – og með blessun Banda- ríkjamanna – eða að minnsta kosti þögn enda var Íran keisarans vildar- vinur Ísraels í þá tíð. Við byltinguna flýðu úr landi marg- ir menntamanna svo að Íranar hrukku fyrsta áratuginn langt aftur á bak í þeim efnum og það er varla fyrr en á allra síðustu árum sem það er að komast í betra horf. Menn skyldu og hafa hugfast að meirihluti Írana nú man ekki nema rétt endalok tíma Khomeinis og hann per se er ekki umtalsvert umhugsun- arefni fólks dagsdaglega. Miðaldra fólk sem tók þátt í byltingunni af miklum eldmóti segir nú: Khomeini var nauðsynlegur fyrir Íran á þeim tíma sem hann kom. Keisarinn hafði fótum troðið trú og hefðir okkar og Khomeini endurreisti sjálfsmynd okkar. Við viljum nú feta okkur áfram og gera það á eigin for- sendum en með ákveðinni samvinnu við austur og vestur. Khomeini andaðist árið eftir 1989, kominn hátt á níræðisaldur, ennþá dýrkaður og dáður af meirihluta landa sinna. Það er kannski tímanna tákn og sýnir líka húmor Írana að þeir eru farnir að framleiða Khomeini hunang þar sem Khomeini mynd er á glasinu. Það er ekki illilega myndin af Khom- eini sem við sjáum venjulega af þess- um umdeilda manni, heldur horfir hann ákveðið en af fullri vinsemd á okkur. Að Khomeini látnum tekur við nýtt lag í sögu Írans sem hefur verið mjög viðburðaríkt og umbótasamt – með hliðarhoppum aftur og fram. En þeir hafa haldið í helstu kenningar bylt- ingarinnar enda óhætt að staðhæfa að Íranar eru í heildina séð innilega trú- hneigðir. Þar eru líka öfgamenn eins og í öllum trúarbrögðum og þeir hafa á stundum seilst lengra til áhrifa en hinum almenna Írana þykir farsælt. En Íranar eru líka veraldlega þenkjandi þótt þeir séu allir sem einn gersamlega andsnúnir því að nokkur erlend þjóð nái aftur þeim tökum sem Bandaríkjamenn höfðu þar frá stríðs- lokum 1945 og til þess að Khomeini sneri heim 34 árum síðar. Þessi þróun frá andláti Khomeinis hefur ekki verið í stökkum en hún hef- ur verið jöfn og þeir segja líka að síg- andi lukka sé farsælust. Konur, slæður og áfengi Þegar vestrænir fjalla um Íran er segin saga að menn hafa þungar áhyggjur af því að konur séu kúgaðar. Ekki kúgaðar að því leyti að þær fái ekki að mennta sig og síðan nota hana til vinnu utan heimilis. Heldur af því að þær eiga að bera slæður um hárið og klæða sig siðsamlega. Stundum hvarflar að mér þegar menn fjargviðrast yfir þessu efni að það sé ekki síst vegna þess að menn þurfa að leiða athyglina frá því sem er að í þeirra eigin ranni. Þróað, austrænt nútíma Morgunblaðið/Halla Gunnarsdóttir Íranskar konur í eyðimerkurborginni Yasd. Í Íran hefur menntun og staða kvenna, sérstaklega í fræðslu- og menntunarmálum, verið stórefld. Forseti Írans, Mahmoud Ahmadin- ejad, ávarpar allsherjarþing Samein- uðu þjóðanna í New York sl. haust. AP Á auglýsingaskilti í Teheran er auglýst ilmvatn frá Givenchy. Íranskar konur kunna að bera slæðu en margir þættir vestrænnar tísku fá að slæðast með. Íran er um margt þverstæðu- kennt land þó því fari fjarri að það passi við þá öfga- kenndu ímynd sem margir Vesturlandabúar hafa af því. Jóhanna Kristjónsdóttir þekkir land og þjóð vel og er nýkomin frá Íran. Hún segir margt brenna á Írönum annað en hatur í garð Vesturlandabúa. ’Það er kannski tím-anna tákn og sýnir líka húmor Írana að þeir eru farnir að framleiða Khomeini- hunang þar sem Khomeini-mynd er á glasinu. ‘ Reuters

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.