Morgunblaðið - 26.03.2006, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 26.03.2006, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MARS 2006 21 Konur skulu enn bera slæður en þær eru farnar að svindla dálítið. Smám saman hafa þær fært slæðuna aftur á hárið og þær eru farnar að klæðast í djarfari litum en svörtu og aðskorin og rúmlega hnésíð dress eru nú það sem stúlkum finnst ákjósan- legt. Írönsk kona hefur sagt við mig að væri konum í Íran í sjálfsvald sett hvort þær bæru slæður eða ekki væri trúlegt að fimmtíu prósent hættu að nota hana og hinn helmingurinn bæri hana áfram. – Þær yngri tækju hana náttúrlega niður? sagði ég. Nei, hún var ekki þeirrar skoðunar. Hún sagði að sennilega tækju færri af sér slæðuna en áður en t.d. Bush hefði verið kosinn. Clinton hefði verið með mun skárri stefnu gegn Íran en Bush og m.a. beðið forláts á ýmsu sem hefði gerst í samskiptum ríkjanna. Aflétt hefði verið banni á inn- og útflutningi á ýmsum nauðsynjum og Íranar hefðu fagnað því mjög. Hún sagði það færi eftir hefðum og siðum hverrar fjölskyldu fyrir sig og slæðurnar væru í reynd eins konar þjóðbúningur margra íranskra kvenna. Þeim gremdist líka öllum með tölu þau endalausu afskipti Vest- urlanda af þeirra málum og benda á eins og víðar í Mið-Austurlöndum, að konur hafa rétt á við karla í mörgum málum – ekki öllum frekar en hjá okkur – og það sem mestu munar er að þær una ekki launamun. Íranskar konur hafa alltaf fengið orð fyrir að vera stoltar og skapmikl- ar, þær rífa kjaft og „við erum ekki lengur svona barbíur eins og allar konur áttu að vera á tímum keisar- ans,“ segja þær. Og bæta við að skip- un Reza þáverandi keisara á 4. ára- tugnum að konur MÆTTU ekki bera slæður sem þær höfðu gert að meiri- hluta til, öldum saman, hefði vakið þvílíka reiði og óánægju að margar konur hefðu ekki farið út úr húsi upp frá því. Það er áfengisbann í landinu. Raunar er áfengisbann víðar en það er eins og það gleymist eins og fleira í sambandi við Íran. Kristnir Armenar í Íran mega brugga sitt vín og drekka það í heimahúsum en ekki selja það. Íranskir gyðingar mega einnig brugga vín sem þeir nota við sínar at- hafnir. Áfengi er smyglað inn í landið, bæði með útlendingum og frá Armen- íu og Tyrklandi og sjálfsagt víðar. Ég hitti ungan Írana um daginn sem sagði mér glaðbeittur og í óspurðum fréttum að hann væri að fara í kveðju- veislu hjá vinum sínum og það stæði til að drekka mikið viskí. Á hinn bóginn er áfengisbann flest- um Írönum ekki jafnþungbært og menn skyldu ætla en margir eru þeirrar skoðunar að útlendingar sem koma til landsins svo sem ferðamenn, þó þeir séu raunar mjög fáir, ættu að fá að taka með sér vín til eigin neyslu á sínum hótelherbergjum. Sem stend- ur bendir ekkert til þess að breyting verði á áfengisbanninu og það bendir heldur ekkert til að Íranar, hvort sem þeir eru múslímar eða annarra trúar- bragða, bruggi ekki eða smygli ef þeim býður svo við að horfa. Það er ritskoðun en hún hefur breyst og linast. Margt má nú lesa um í blöðum sem manni finnst að væri ekki skrifað um ef varðgæslan væri slík sem af er látið á Vesturlöndum. Það er ekki hikað við að tala um verð- bólgu – sem hefur verið 15–20 prósent seinni ár – atvinnuleysi sem sumir segja að nálgist 20 prósent, en er op- inberlega 12 prósent. Greint var frá því þegar ég var í Íran á dögunum að eiginkona og fjölskyldur nokkurra pólitískra fanga hefðu mótmælt harð- ræði sem þeir sættu og hefðu lög- menn verið settir í að kanna það mál. Og það er einnig sagt frá því að alltof margir ungir Íranar flytji til útlanda ár hvert þar sem þeir fái ekki vinnu í samræmi við menntun sína og setjist síðan að og mannauður glatist. Ekki má gleyma því að kvikmynda- gerð er að verða nýjasta skrautfjöður Írana og fjöldi mynda þeirra hefur hlotið viðurkenningu út um allt. Að nafninu til er nauðsynlegt að mynd- irnar fái blessun ákveðinna „ráða“ og þess vegna leituðu ýmsir kvikmynda- leikstjórar utan og sýndu myndir sín- ar fyrst í útlöndum. Þróunin hefur svo orðið sú að myndir sem hafa getið sér orð á alþjóðavettvangi hafa allar fengist sýndar innan Írans og þessi svonefndu ráð segja menn að starfi nú meira að nafninu til. Ritskoðun er meiri á bókum ír- anskra höfunda en á kvikmyndum. Margir íranskir höfundar hafa því gripið til þess ráðs að fara að eins og kvikmyndagerðarmennirnir og með þokkalegum árangri. Og svo er það nýi forsetinn – hvað hyggst hann fyrir? Með kjöri Mohammeds Katamis í embætti forseta 1997 og endurkjöri fimm árum síðar færðist margt hrað- ar í jákvæða átt. Að vísu loftaði Khat- ami fleiru en honum tókst að standa við svo ákveðinna vonbrigða gætti hjá mörgum umbótasinnum við lok seinna kjörtímabils hans. Þegar ég var í Íran í febrúar í fyrra og menn undirbjuggu sig fyrir kosn- ingarnar voru margir sem spáðu að Rafsanjani næði kosningu. Hann hafði verið forseti fyrr og mörgum Vesturlandabúum hugnaðist hann bara bærilega. Reyndin varð sú að ungur – maður innan við fimmtugt – svokallaður harðlínumaður Moham- ed Ahmedinedjad var kosinn og var snarlega grafið upp að hann hefði verið einn byltingarvarðanna sem tók bandaríska sendiráðið á sínum tíma. Mörgum leist ekki á blikuna og héldu að hann mundi snúa sér að því að gera að litlu þær umbætur sem höfðu orðið í stjórnartíð Khatamis og fyrir tilstuðlan umbótasinnaðra afla í landinu. Eftir að hafa beðið óboðlega lengi eftir að fá áritun til Bandaríkjanna á þing Sameinuðu þjóðanna fékkst hún undir lokin. Margir Íranar staðhæfðu að sáttatónn hefði verið í ræðu hans svo fremi sem sérfræðingar Vestur- landa hefðu kunnað að túlka orð og fullyrðingar hans rétt. Viðbrögðin voru fjandsamleg og Ahmedinedjad hefur síðan átt erfitt uppdráttar. Ekki aðeins vegna yfirlýsingagleði hans sem hefur verið vafasöm svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Hann virðist einnig eiga í bagsi með þingið sem vísaði frá aðskiljanlegum tilnefn- ingum hans í ráðherrastóla svo hann þurfti að finna nýja menn í nokkur ráðuneyti og mátti þola þá niðurlæg- ingu að tilnefna þrívegis olíumálaráð- herra áður en þingið samþykkti hug- myndir hans. Hann fer um landið og lofar um- bótum til handa hinum efnaminni, en stundum er eins og hann skorti hug- myndir hvernig hann ætli að koma þeim í framkvæmd. Margir Íranar virðast hafa verulegar efasemdir um hæfi hans í forsetaembættið. En auðvitað eru það yfirlýsingar hans í alþjóðamálum sem mest fara fyrir brjóstið á mönnum; þó svo að hann sé ekki valdamaður er hann andlit þjóðarinnar út á við þar sem trúarleiðtoginn Khameini ræður öllu sem hann vill ráða. Og það eru sett ákveðin spurningarmerki við það hversu lengi Khameini mun líða hon- um að espa gamla og gróna banda- menn eins og Frakka og Rússa upp gegn Íran. Þessu máli velta margir fyrir sér í Íran og verða íbyggnir og óræðnir á svipinn þegar útlendingur leitar svara og fær ekki. Spennandi land möguleikanna Þeir sem eru svo lánsamir að kynn- ast Íran nútímans og hnusa af sögu fortíðarinnar verða bæði hissa og glaðir. Glaðir yfir því hvað Íranar eru nútímalegir – án þess vel að merkja að vera vestrænir – og hvað þeir leggja mikið kapp á að halda reisn sinni og gera það svo sem eiginlega áreynslulaust. Þeir eru ekki auð- mjúkir í framkomu, en einstaklega elskulegir heim að sækja. Tilbúnari en maður heldur að ræða nútímann ekki síður en langa sögu þessa lands sem býr yfir töfrum og innihaldsrík- um andstæðum. land Íslendingar kjósa Merrild! E N N E M M / S ÍA / N M 2 0 4 15 Merrild er ákve›in heilun!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.