Morgunblaðið - 26.03.2006, Side 26

Morgunblaðið - 26.03.2006, Side 26
26 SUNNUDAGUR 26. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ viðkomandi kringumstæðum.“ Nú vitum við að Kósóvóbúar eru orðnir þreyttir á stjórnsemi UNMIK (yfirstjón Sameinuðu þjóð- anna í Kósóvó), að stjórnarhættir þeirra og stefnumótun sé á for- sendum UNMIK, en ekki heima- manna. Er alþjóðasamfélagið ekk- ert að læra af reynslunni? „Ég held að UNMIK hafi fengið mjög skýr skilaboð í mars 2004 þegar yfir 50.000 Kósóvó Albanar efndu til óeirða um allt Kósóvó. Reiðinni var ekki bara beint að Serbum heldur einnig Sameinuðu þjóðunum. Við höfðum soðið fyrir öryggislokann og gleymt honum, við lokuðum augunum fyrir gagn- rýni þeirra sem við kölluðum öfga- hópa, og útkoman var þessar óeirð- ir, hátt í þúsund brunnin hús, um tuttugu látnir og hátt í þúsund slas- aðir. En við, alþjóðasamfélagið, lærum seint og lítið og höfum ekki nóga tilfinningu fyrir straumum sem bera Kósóvó í ákveðnar áttir. Þó að mjög margir alþjóðastarfs- menn í Kósóvó skilji hvað sé að gerast þá er erfitt að útskýra það fyrir þeim sem sitja í Washington, París og Moskvu. Auk þess er sterk tilhneiging hjá Sameinuðu þjóðun- um í Kósóvó að mála bara björtu litina í öllum skýrslum til höfuð- stöðvanna í New York, eða Örygg- isráðsins, ekki viljum við láta þá halda að við höfum ekki stjórn á hlutunum? Þetta er einmitt meðal ástæðnanna fyrir nauðsyn þess að sannleiks- og sáttanefnd verði sett á laggirnar og stjórnað af heima- mönnum, annars hefur hún aldrei þann trúverðugleika sem þarf.“ Hættan á óeirðum að aukast Nú hafa margir bent á þá þróun að serbneskir þjóðernissinnar komi til með að eflast eftir andlát Milos- evic, í kjölfar vaxandi krafna um að Ratko Mladic og Radovan Karadzic verði framseldir til stríðsglæpa- dómstólsins í Haag og í ljósi sjálf- stæðiskrafna Kósóvó og hugsanlega Svartfjallalands. Hvernig sérðu framhaldið fyrir þér? „Ég held að það þurfi áður óþekkta diplómatíska hæfileika al- þjóðasamfélagsins til að ná niður- stöðu sem Balkanskaginn getur sætt sig við. Og ég held að hættan á óeirðum í Kósóvó sé að aukast. Mér sýnist að NATO sé að átta sig á þessari hættu og aukinn viðbún- aður bandalagsins í Kósóvó sé í ljósi þessa.“ Jule A. Mertus, sérfræðingur í málefnum fyrrverandi Júgóslavíu, segir í nýlegri grein á Open Democracy, það vera sterkar rætur þjóðerniskenndar Serba sem standi „friði“ fyrir þrifum og hafi verið að- al orkugjafinn fyrir Milosevic er hann þandi áróðursvélina í átt að frekari völdum í fyrrverandi Júgó- slavíu. Mertus segir brýnast að beina þessari þjóðerniskennd í já- kvæðan farveg sem nýtist Serbum á uppbyggilegan hátt, í framtíðinni og í samfélagi þjóðanna. Er eitt- hvað til í þessu? „Já, mikið. Þjóðernishyggjan er ekki endilega ástæða ófriðar, held- ur frekar hvert henni er beint og í hvaða tilgangi. Að mínu viti snýst serbnesk þjóðernishyggja ekki um að þeir séu betri en aðrir, heldur frekar að þeir hafi verið fórnar- lömb, hvort sem það er gagnvart Ottóman Tyrkjum, Albönum eða Bandaríkjamönnum. Milosevic sagði þeim að þeir gætu risið upp, en jafnframt kippti hann undan þeim fótunum. Ég sé ekki endilega sannleiks- og sáttarnefnd í Kósóvó sem einhvern áhrifamátt gegn þjóð- ernishyggju í Serbíu, en slík nefnd í Serbíu gæti verið verkfæri í þá átt- ina.“ Lærum seint og illa Í greininni segir þú eftirfarandi: „Það að afhjúpa sannleikann og skrásetja á kerfisbundinn hátt vitn- isburði og sannanir fyrir liðnum átökum og ofbeldi er ekki gert í Magnum Photos Paris Albanskir unglingar láta taka mynd af sér við hetjustyttu Frelsishers Kósóvó, KLA. ’Við, alþjóðasam-félagið, lærum seint og lítið og höfum ekki nóga tilfinningu fyrir straumum sem bera Kósóvó í ákveðnar áttir.‘ Fréttir á SMS Rýmum 25-50% a Opið: Í dag kl. 13 - 17 - virka daga kl. 10 - 18, - laugardaga kl. 11 - 16 OPIÐ Í DAG KL. 13-17! TM - HÚSGÖGN Síðumúla 30 - Sími 568 6822 Fimm valkostir Nefúðalyf Dregur úr löngunni með skjótum hætti Innsogslyf Dregur bæði úr reykingalöngun og reykinga- ávana Dagplástur Sigraðu sígaretturnar á daginn og sofðu vel á nóttunni Tungurótar- tafla Lítil tafla með stórt hlutverk Freshmint tyggigúmmí Ný kynslóð Mýkra undir tönn Nicorette nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð þegar reykingum er hætt eða þegar dregið er úr reykingum. Til að ná sem bestum árangri skal ávallt fylgja leiðbeiningum í fylgiseðli. Skammtar eru einstaklingsbundnir eftir því hve mikið er reykt, hvort hætta á reykingum eða draga úr þeim. Því ber að kynna sér upplýsingar um notkun í fylgiseðli. Í fylgiseðlinum eru upplýsingar um: verkun og notkun, varúðarreglur, mikilvægar upplýsingar sem nauðsynlegt er að lesa áður en lyfin eru notuð, hugsanlegar aukaverkanir og aðrar upplýsingar. Leitið til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfin. Þeir sem fengið hafa ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, nýlegt hjartaáfall, óstöðuga versnandi hjartaöng, alvarleg hjartsláttarglöp eða nýlegt heilablóðfall eiga ekki að nota Nicorette nikótínlyf. Börn yngri en 15 ára, þungaðar konur og konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Nicorette nikótínlyf nema að ráði læknis. Handhafi markaðsleyfis: Pfizer ApS. Umboð á Íslandi: Vistor hf., Hörgatúni 2, Garðabæ. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Geymið fylgi- seðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. www.nicorette.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.