Morgunblaðið - 26.03.2006, Page 37

Morgunblaðið - 26.03.2006, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MARS 2006 37 MENNING SÖLUSÝNING Á HÁGÆÐA HANDGERÐU KÍNVERSKU POSTULÍNI Úti- eða inniblómapottar - myndir - lampar - vasar - skálar og fleira Hlíðasmári 15 Kópavogi Sími 895 8966 Opið alla daga frá kl. 9-22JINGDEZHEN HENGFEN SALES EXHIBITION CO. LTD 20-40% afsláttur Einstakt tækifæri til þess að eignast kínverska listmuni beint frá framleiðendum Grípið tækifærið Aukasýning White like jade Bright as mirror Thin as paper Sound like a chime SELTJARNARNESKIRKJU LISTAHÁTÍÐ ST UD IO E DD A . L JÓ SM YN D ÍM YN D Opnun sunnudag 26. mars 2006 kl.15 Engin boðskort Enginn aðgangseyrir Allir velkomnir Sýning opin alla daga frá kl 10 -17 nema föstudaga AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 FYRSTU tónleikar ársins á vegum 15:15-tónleikasyrp- unnar verða haldnir í dag. Tónleikasyrpan hefur nú flutt að- setur sitt úr Borgarleikhúsinu og verður framvegis í Nor- ræna húsinu. Nú á vormánuðum verða haldnir fernir tónleikar og er það dúó Laufeyjar Sigurðardóttur fiðluleik- ara og Krystynu Cortes píanóleikara sem ríður á vaðið klukkan 15:15 í dag með flutningi „Sónötu í D dúr“ eftir J.M. Leclair, „sónötu í G dúr“ eftir M. Ravel, „Langt hand- an tryggðarblómanna og nóvember þokunnar“ eftir Toru Takemitsu og „Stef og tilbrigði“ eftir Olivier Messiaën. Frönsk uppistaða „Uppistaða efnisskrárinnar er frönsk tónlist,“ segir Kristyna Cortes en á tónleikunum má heyra allt frá barokki til blúsættaðrar tónlistar auk japanskra áhrifa. J.M. Leclair er eitt af vinsælustu tónskáldum Frakk- lands frá barokktímanum og var að auki sjálfur fiðlusnill- ingur eins og glöggt má heyra á sónötu hans í G-dúr. Són- atan eftir landa Leclair, tónskáldið M. Ravel, þykir einstaklega rík að litbrigðum, vel skrifuð fyrir bæði fiðluna og píanóið og undirstrika ólíka eðlisþætti hljóðfæranna hvað varðar hljóm og blæ. „Miðþátturinn í verki Ravels er síðan voðalega skemmtilegur blús,“ segir Kristyna. Takemitsu er eitt þekktasta tónskáld Japana. Hann heill- aðist ungur af vestrænni tónlist, var undir sterkum áhrifum frá frönsku impressjónistunum en leitaði þó mikið í tónlist- ararf heimalands síns og náttúran var honum stöðugur inn- blástur. Tónlist í lit Tónskáldið, orgelleikarinn og fuglafræðingurinn Olivier Messiaën á síðasta verkið á dagskránni, „Stef og tilbrigði“ sem hann skrifaði fyrir konu sína, tónskáldið og fiðlu- leikarann Clair Delbos. Það er óhætt að segja að tónlist Messiaën sé afar sérstæð. Hann sá fyrir sér tóna og tónlist í litum og einnig bregður fyrir fuglasöng í nær öllum hans verkum. Tónleikarnir eru um klukkutími að lengd og verða þeir spilaðir í einni lotu, án hlés. „Við vonum að fólk hafi gaman af þessu því að við höfum alveg rosalega gaman af því að spila þessi lög,“ segir Kristyna. Miðasala er við innganginn og eins og fyrr segir hefjast tónleikarnir klukkan 15:15 í dag. Tónlist | 15:15-tónleikar í Norræna húsinu í dag Tónleikar með frönsku ívafi Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is Morgunblaðið/Brynjar Gauti Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og Krystyna Cortes píanóleikari á æfingu í Norræna húsinu. FJÖLSÓTTU „gulu“ sinfón- íutónleikarnir á fimmtudag voru al- farið undir formerkjum stórsinfón- istans Dmitris Sjostakovitsj, og hljómkviður hans tvær nr. 9 og 10 liður í yfirstandandi heildarflutn- ingsröð hins dýnamíska fasta- stjórnanda tónflaggskips Íslendinga, Rumons Gamba. Varla dró úr að- sókninni sú staðreynd að verkin eru meðal vinsælustu hljómkviða rúss- neska meistarans á Vesturlöndum og um leið líka meðal gleggstu próf- steina meginviðfangsefna á getu jafnt hljómsveita sem stjórnenda. Né heldur fældi frá hinn hlustvæni 2. píanókonsert jöfursins, er hann samdi fyrir útskriftartónleika Max- íms sonar síns. Hljómsveitin var að þessu sinni höfð í, að mér var tjáð, svokallaðri Vínar- eða Mahler-uppstillingu líkri þeirri er Petri Sakari hefur einnig stundum notað, þ.e.a.s. með 1. og 2. fiðlu til sinna hvorra vængja, selló og víólur þar fyrir aftan og kontrabass- ana aftast til vinstri. Þó ekki treysti ég mér til að skera úr um ágæti hvorrar umfram aðra, þá hljómaði núverandi skipan a.m.k. ekki verr en hin venjulega. Hitt skipti þó örugg- lega meiru hvernig flutt var. Og hvað það varðar er óhætt að segja strax, að þetta kvöld var eitt af hinum „stóru“ í þegar lárviðarstráðri af- rekaskrá SÍ frá síðari áratugum. Bókstaflega allt gekk upp eins og í sögu, og líklega er verst fyrir hlut- aðeigandi að þurfa framvegis að bú- ast við jafnkröfuhörðum eftirvænt- ingum og hér gáfust tilefni til. Það má þó gráta þurrum tárum. Hið sorglegasta í stöðunni var auð- vitað að húsið gæti ekki frekar en vant er lagt sitt af mörkum. En það stendur sem kunnugt til bóta, eftir vonandi aðeins þrjú ár, þegar við- unandi ómvist verður loks komin í gagnið og jafnvel sljóustu tóneyru geta sannheyrt hvílíka þjóð- argersemi við eigum í SÍ. Í ljósi þess, og þeirra ómældu ríki- dæma sem fyrir hlustir bar umrætt kvöld, má fara fljótt yfir sögu. Kom- inn var tími á Níundu sinfóníu Sjost- akovistjs, ef rétt er grunað að hafi síðast verið flutt undir stjórn Grzeg- orz Nowaks 1996. Þetta makalausa ígildi væntaðrar lofgjörðar um sigur Sovétríkjanna undir forystu Stalíns gegn 3. ríkinu 1945, er kalla mætti fjögur gerólík tilbrigði um scherzó með tragískum undirtóni, var leikið jafnt á inn- sem útopnu af SÍ svo engan lét ósnortinn. Píanókonsert nr. 2 sveif áreynslu- laust um geðheima hlustenda í óað- finnanlegri nálgun Peters Jablonsk- is, og sat kannski sterkast eftir breiðtjeldt 20. aldar framhald mið- skeiðs-Beethovens í hæga miðþætt- inum. Jablonski þakkaði fyrir sig með persónulega lituðu aukalagi úr handraða Chopins, Mazúrka nr. 47 í a Op. 68,2, og minnti meðferðin ósjálfrátt á „spelmanns“leg hóptenútó sænskra þjóðlagafiðlara. Hin stórbrotna 10. sinfónía Sjost- akovitsjar frá dánarári rauða harð- stjórans 1953 málar á það víðtækt léreft að efni væri í stóra bók. Enda sæi ekki fyrir enda á stakksniðinni blaðaumfjöllun færi maður nánar út í þá ótrúlegu og oft átakanlegu upp- lifun sem þar er að finna. M.a.s. ör- stutt reifun á fjölmörgum frábærum framlögum hóp- og einleiksspilara SÍ myndu sprengja öll mörk. Hitt stóð tvímælalaust eftir, að í sópandi með- ferð hljómsveitar undir innblásinni stjórn Rumons Gamba komust jafnt verkið sem túlkun þess á slíkt flug að jafna mætti við trúarlega reynslu. Hamra skal hratt meðan heitt er. Upp með nýja húsið – og það í snar- heitum! Sinfónísk trúarreynsla TÓNLIST Háskólabíó Sjostakovitsj: Sinfónía nr. 9 í Es Op. 70; Píanókonsert nr. 2 í F Op. 102; Sinfónía nr. 10 í e Op. 93. Peter Jablonski píanó og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórn- andi: Rumon Gamba. Fimmtudaginn 23. marz kl. 19:30. Sinfóníutónleikar Ríkarður Ö. Pálsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.