Morgunblaðið - 26.03.2006, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 26.03.2006, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MARS 2006 47 UMRÆÐAN Sími 533 4040 Fax 533 4041 Kristinn Valur Wiium sölumaður s. 896 6913 og Ólafur Guðmundsson sölustjóri s. 896 4090 Ármúla 21 • Reykjavík • kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is TRAUST OG ÖRUGG ÞJÓNUSTA jöreign ehf Opið mán.–fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9–17. HVANNARIMI - ENDARAÐHÚS Fallega innréttað og vandað endahús, sem stend- ur innst í lokuðum botnlanga götunnar fast við Gufuneskirkjugarðinn. Húsið er samtals 180 fm með fallegum austur- og suðurgarði. Á jarðhæð er bílskúr með geymslu inn af, anddyri, eitt svefn- herbergi, baðherbergi, þvottahús, sjónvarpshol, stofa, eldhús og borðstofa með útgengi út á suð- urverönd. Á efri hæð er gott hol með svölum, þar sem að horft er yfir aðalrými hússins, og þrjú svefnherbergi. V. 42 millj. Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali VERSLUNAR- OG ATVINNUHÚSNÆÐI – TIL LEIGU – SMIÐJUVEGUR 3, KÓPAVOGI (á móti Orkunni, Bónus og BYKO) 2.700 m² verslunar- og atvinnuhúsnæði. Þar af allt að 2.300 m² á einu gólfi og í einum sal. Allt að 5,5 m lofthæð og góð bílastæði. Hamraborg 20A, 200 Kópavogur Nánari upplýsingar veitir Barbara í síma 554 0400 eða 863 5404. leiguradgjof@leiguradgjof.is www.leiguradgjof.is Flókagata 2 - Opið hús Opið hús í dag frá 13.00 til 16.00 Björt og skemmtileg efri sérhæð í tvíbýli ca 130 fm með sérinngang, auk studíóíbúðar í kjallara. Auðvelt í útleigu. Samtals 160 fm. Svalir, sjávarútsýni. Góð staðsetning í vesturbæ Hfj. Stutt í miðbæinn. Verð 29,5 millj. Laus strax. 26765 Verið velkomin. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is ÞAÐ ER mjög ánægjulegt að mál- efni eldri borgara verði eitt af meg- inmálunum í komandi borgarstjórn- arkosningum. Af nógu er að taka þar sem lífaldur fólks hækkar á sama tíma og fólk vill vera virkt í samfélaginu svo lengi sem það lifir. Þannig njóta eldri borgarar lífsins og samfélagið allt nýtur góðs af. Að mínu mati er það brýnasta verkefni næstu ára að byggja upp þannig nærþjón- ustu að eldri borgarar og aðstandendur finni til öryggis og treysti á að fá þjónustu við hæfi þegar á þarf að halda. Undanfarin ár hefur sérstök áhersla verið lögð á málefni eldri borgara í Reykjavík og hefur þjón- ustan verið að þróast í samráði við Félag eldri borgara, í Þjónustuhópi aldraðra og með eldri borgurum inni á heimilum þeirra. Við reynum að fylgja eðlilegri kröfu um samráð sem Öryrkjabandalag Íslands setur fram á svo skýran hátt; „Ekkert um okkur án okkar.“ Nú nýlega settu sjálfstæðismenn fram stefnuskrá sína fyrir borg- arstjórnarkosningar þar sem þeir leggja til að fjölga tækifærum eldri borgara til að búa sem lengst í eigin húsnæði, t.d. með lækkun fast- eignaskatta og aukinni samfellu í heimahjúkrun og heimaþjónustu; að móta áætlun um að eyða löngum bið- listum eftir húsnæði fyrir eldri borg- ara og tryggja nægt framboð bú- setukosta og skoða leiðir til að auka val þessa hóps. Það er frábært að sjálfstæð- ismenn leggi fram áætlun um að gera það sem Reykjavíkurlistinn hefur nú þegar verið að vinna að í þjónustu við eldri borgara. Það eina sem hefur verið borgaryfirvöldum erfitt í sínum uppbyggingar- áformum eru sjálfstæðismenn og samherjar þeirra á Alþingi Íslend- inga. Að búa á eigin heimili Það er yfirlýst stefna borgarinnar sem er í samræmi við framtíðarsýn þjónustuhóps aldraðra að fólk búi heima eins lengi og hægt er. Til að styðja þessa stefnu höfum við á kjör- tímabilinu samþætt félagslega heimaþjónustu og heimahjúkrun en það tveggja ára tilraunaverkefni er nú strand þar sem heilbrigðisráðu- neytið hefur ekki veitt því áfram- haldandi brautargengi þrátt fyrir ítrekaðar viljayfirlýsingar velferð- arráðs. Þá höfum við aukið félags- lega heimaþjónustu þannig að í raun má segja að heimili fólks verði að þjónustuíbúð þegar þörf er á. Fjöl- breytt félagsstarf er mikilvægt þeim sem annars búa einir og er þróun starfsins á þeim 14 félagsmið- stöðvum sem starfandi eru í borg- inni í höndum fólksins í sækir það. Framundan er aukin áhersla á þenn- an þátt. Að lokum er vert að segja frá nýrri þjónustu sem hefur það markmið að bæta aðstæður þeirra sem búa heima en eiga erfitt með að fara á milli staða. Þetta er aksturs- þjónusta eldri borgara sem þróuð var í sam- vinnu borgaryfirvalda og Félags eldri borg- ara. Fasteignaskattar hér og þar Eitt mikilvægt atriði í að tryggja eldri borg- urum sjálfstæða bú- setu er að veita þeim tekjuminni afslátt og eða niðurfellingu á fasteignagjaldi. Í Reykjavík fá allir ör- yrkjar og eldri borgarar sem eru undir ákveðnum tekjuviðmiðunum sjálfkrafa lækkun og eða niðurfell- ingu fasteignagjalds. Ekki þarf að sækja um þar sem réttur fólks er skýr. Öll sveitarfélögin í kringum okkur hafa þann gamaldags hátt á að láta fólk hafa fyrir því að sækja um afslátt og tekjumörkin eru lægri. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að það eru sjálfstæðismenn sem stjórna í þessum sveitarfélögum, en voru það ekki þeir sem vildu lækka fast- eignagjöld? Fjölbreytt búseta Sjálfstæðismenn benda á að tryggja þurfi nægt framboð bú- setukosta fyrir eldri borgara og það tek ég heilshugar undir. Þess vegna hefur Reykjavíkurborg á síðustu misserum ráðstafað lóðum undir 166 íbúðir fyrir aldraða við Ferjuvað, Sléttuveg og Suðurlandsbraut, auk íbúða fyrir 80 manns við Sóltún. Þá byggðum við 50 þjónustuíbúðir í Grafarholti. Auk þessa höfum við skilgreint eldri íbúðir sem þjónustu- íbúðir. Viðkomandi þarf ekki lengur að flytja til að fá þjónustu eins og um þjónustuíbúð væri að ræða, nú er það „þjónustuíbúðin heim“. Hjúkrunarheimili í bið Í dag bíða um 260 eldri borgarar í Reykjavík eftir hjúkrunarrými þrátt fyrir að hafa verið metnir í mjög brýnni þörf fyrir slíkt úrræði. Á sama tíma liggur Reykjavíkurborg með hundruð milljóna á biðreikn- ingum sem er okkar hlutur í þeim hjúkrunarheimilum sem samið var um við ríkið að myndu rísa á árunum 2002 2006. Við getum ekki nýtt það fjármagn sem við höfum tekið frá í þessa uppbyggingu þar sem rekstr- arleyfi fyrir hjúkrunarheimilum hafa strandað á samþykktum rík- isins. Fjármálaráðuneytið hefur ekki veitt nema brot af því fjármagni sem getið var um í samningi frá 2002 um uppbyggingu hjúkrunarheimila. Ég fagna því að sjálfstæðismenn vilji vinna að bættum hag eldri borg- ara í Reykjavík. Ég skora á þá að sýna vilja sinn í verki þar sem þeir hafa umboð til slíks, þ.e. á Alþingi og í þeim sveitarfélögunum þar sem þeir eru í meirihluta. Þá fyrst verða kosningaloforð þeirra hér í Reykja- vík trúverðug. Hverjum geta eldri borgarar treyst? Björk Vilhelmsdóttir fjallar um málefni eldri borgara ’Fjármálaráðuneytiðhefur ekki veitt nema brot af því fjármagni sem getið var um í samningi frá 2002 um uppbyggingu hjúkrunarheimila.‘ Björk Vilhelmsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans og skipar 4. sæti lista Samfylkingarinnar og óháðra í Reykjavík. smáauglýsingar mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.