Morgunblaðið - 26.03.2006, Side 48

Morgunblaðið - 26.03.2006, Side 48
48 SUNNUDAGUR 26. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN AUSTURBAER.IS Við leitum eftir skrifstofuaðstöðu í hverfi 108, til leigu fyrir starfandi lögmann. Um má vera að ræða rúmgott herbergi með aðgangi að kaffiaðstöðu og WC. Kostur ef móttaka og ritari eru í húsnæðinu. Jafnframt verður almennt skrifstofurými skoðað, á milli 50-100m2. Verður að vera mjög snyrtilegt í alla staði. Þingholtsstræti 27 • Sími 533 1122 • Fax 533 1121 Þröstur Þórhallsson, löggiltur fasteignasali, sími 897 0634 Magnús Kristinsson, verkfr., sími 861 0511 SKRIFSTOFA ÓSKAST MIÐHOLT 5, íbúð 0301, Mosfellsbæ OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 14 og 15 Sími 586 8080 • Fax 586 8081 Einar Páll Kjærnested löggiltur fasteignasali. 83,5 fm 3ja herb. íbúð á efstu hæð í miðbæ Mosfellsbæjar. Mahóníparket er á holi, stofu og tveimur svefnherbergjum, dúkur á baði og flísar á forstofu og þvottahúsi. Gott eldhús með borðkrók og flísaparketi á gólfi. Þetta er falleg og björt íbúð miðsvæðis í Mosfellsbæ. Gott útsýni til norðurs yfir Esjuna og svalir í suður. Verð 17,4 m. Margrét, s. 847 6641, tekur á móti gestum í dag á milli kl. 14 og 15. Allar nánari upplýsingar gefur Einar Páll Kjærnested, fasteignasali, í síma 899 5159. OPIÐ HÚS Í DAG FURUGRUND 70 - KÓPAVOGUR Mjög falleg og mikið endurnýj- uð 72,8 fm 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í góðu lyftuhúsi ásamt stæði í bílageymsluhúsi. Nýtt glæsilegt eldhús. Verð 16,9 m. Jóhannes tekur á móti gestum í dag kl. 13:00 - 15:00 Viðar Böðvarsson viðskiptafræðingur og löggiltur fasteignasali Grænihjalli 29 - 200 Kópavogur Rúmgott og fallegt endaraðhús innst í botn- langagötu. Eignin skiptist í stórar parkelagðar stofur, 4-5 svefnh. Tvær snyrtingar og stóran bíl- skúr. Flísalagðar svalir, verönd og fallegur gróinn garður. Mjög gott útsýni. V 43.9 m. Opið hús Sunnudag frá 13.30-14.30 Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali UNNARBRAUT - GLÆSILEGT Glæsilegt 136,2 fm endarraðhús ásamt 20 fm bílskúr. Á neðri hæðinni er for- stofa, hol/borðstofa, eldhús, dagstofa og tvær sólstofur. Á efri hæðinni er stórt herbergi til suðurs (2 skv. teikn- ingu), þvottaherbergi, baðherbergi og hjónaherbergi. 5708 ÉG ÆTLA mér ekki að gerast tíð- ur gestur hér á síðum blaðsins, en eftir að hafa lesið viðtöl við nokkra sveitarstjórnarmenn hér í blaðinu 14. mars sl., þar sem þeir lýsa áhyggjum sínum um nýskipan lögreglumála, er ekki er laust við að mér fyndist gæta nokkurs misskilnings í mál- flutningi þeirra. Mátti skilja á ummælum þeirra að verið sé að stofna t.d. samstarfi lögreglu og staðbund- ins forvarnar- og tóm- stundastarfi í hættu. Einnig höfðu þeir áhyggjur af því, ef lög- reglan á höfuðborgarsvæðinu yrði lögð undir eina stjórn, að það myndi draga úr þeirri jákvæðu þróun sem hefur verið í fækkun afbrota að und- anförnu og hún myndi ekki vera eins sýnileg og til væri ætlast. Ég skil þessar áhyggjur sveitarstjórn- armanna, en eitt get ég fullvissað þá um, að þessi góði árangur hefur náðst vegna góðs samstarfs milli að- ila, byggt á samstarfi starfsmanna sveitarfélaganna og fólks sem lög- reglan hefur á að skipa í hverri starfsstöð fyrir sig. Samkvæmt til- lögunum á ekki að breyta því, eins og glögglega kemur fram í viðtölum við yfirlögregluþjóna í blaðinu 15. mars sl. Ekki er verið að leggja starfsstöðvar lögreglu niður eða færa lögregl- una fjær fólkinu, held- ur gera henni auðveld- ara að nálgast við- fangsefnin undir þeim formerkum er þeir lýstu sjálfir í þessari grein, s.s. að lögreglan eigi að vera vin- gjarnleg, sýnileg og fjölmenn. Þessi sjón- armið komu einnig fram í leiðara blaðsins 17. mars sl. undir fyr- irsögninni „Öryggi höf- uðborgarbúa“. Félag íslenskra rannsóknarlög- reglumanna hefur verið með árlegar ráðstefnur sl. 20 ár og hefur látið þessi mál til sín taka. Félagið hefur lagt áherslu á að landsmenn búi við sama réttaröryggi hvar sem þeir eru á landinu, enda eru félagsmenn starfandi um allt land og meirihluti þeirra hefur stundað framhalds- rannsóknir sakamála um árabil. Því má með sanni segja að innan félags- ins sé að finna að töluverðu leyti undirstöðu þeirrar sérfræðiþekk- ingar sem hefur skapast í lög- reglurannsóknum í gegnum árin í samvinnu við ákæruvald. Það fólk sem skipar rannsóknardeildir í dag á við ýmsa skipulagsmúra að etja, fyr- ir utan viðfangsefnin sjálf, vegna úr- elts fyrirkomulags. Það sér fyrir sér að það er ekki verið að leggja lög- reglustöðvarnar niður, heldur fella niður úrelta skipulags- og stjórn- unarmúra sem eru einungis til traf- ala. Við lifum á nýrri öld og það eru gerðar aðrar og meiri kröfur til lög- reglunnar í réttarvörslunni en áður. Lögreglan er ein stofnun sem á ekki að skiptast niður eftir þessum mörk- um. Því yrði starfið samkvæmt frumvarpinu markvissara með nið- urfellingu þessara sögulegu múra og sameining rannsókna ákveðinna málaflokka á einum stað, eins og var hjá RLR, sem myndi gefa lögregl- unni betri sóknarfæri eins og dóms- málaráðherra hefur lagt áherslu á. Ég hef áður lýst áhyggjum mínum hér á síðum blaðsins af kjörum rann- sóknarlögreglumanna, en tel að við skipulagsbreytingarnar skapist tækifæri til að fá viðurkenningu á sérhæfingu sem felst í starfi þeirra og þau séu metin að verðleikum í samskiptum við starfsmenn sveitar- félaganna og aðra, – þá á ég við gagnaðila í kjarasamningum. Það má heldur ekki gleyma því að tillögurnar eru ekki einungis sókn- arfæri fyrir lögregluna, heldur og einnig fyrir starfsfólk sveitarfélag- anna og mér finnst að þar megi gæta meiri bjartsýni meðal sveitarstjórn- armanna hvað þetta snertir. Þeirra sóknarfæri eru ekki síðri við þessar breytingar og hvet ég þá til að nýta sér tækifærin er nú gefast til að efla nærþjónustuna og þau markmið sem þeir sjálfir hafa lýst – því þeir eru á heimavelli. Lögreglustöðvarn- ar enn á sínum stað Þórir Steingrímsson fjallar um nýskipan lögreglumála í landinu ’Þeirra sóknarfæri eruekki síðri við þessar breytingar og hvet ég þá til að nýta sér tækifærin er nú gefast til að efla nærþjónustuna og þau markmið sem þeir sjálfir hafa lýst – því þeir eru á heimavelli.‘ Þórir Steingrímsson Höfundur er formaður Félags ís- lenskra rannsóknarlögreglumanna. Í ÞEIRRI umræðu sem átt hefur sér stað undanfarið um framtíðarfyr- irkomulag náms í listdansi á Íslandi hefur því verið haldið fram, að einkareknir listdansskólar hafi ekki burði til að bjóða nám á framhaldskólastigi, til undirbúnings háskóla- námi eða atvinnu- mennsku í greininni. Þetta er mikill mis- skilningur, sem mér er ljúft að leiðrétta. Klassíski listdans- skólinn er einkarekinn skóli, sem hefur starfað í Reykjavík í 12 ár. Hann hefur eflst með hverju starfsári. Skól- inn býður upp á nám fyrir nemendur í öllum aldursflokkum og á öllum stigum, allt frá byrjendum og upp í nemendur, sem eru tilbúnir til há- skólanáms eða til starfa í stéttinni. Sem dæmi um árangur námsins má nefna, að frá Klassíska listdans- skólanum hafa útskrifast nemendur, sem farið hafa til frekara framhalds- náms við virta skóla erlendis. Af þeim 6 dönsurum sem stóðust fyrsta inntökupróf við nýja listdansbraut við Listaháskóla Íslands voru tveir frá Klassíska listdansskólanum. Svo má nefna, að núverandi ballettmeist- ari við Íslenska dansflokkinn var kennari og áður nemandi hjá Klass- íska listdansskólanum. Auk umfangsmikils náms í klass- ískum listdansi býður skólinn nú upp á nám í nútímadansi á fram- haldsskólastigi, sem skipulagt er með það að markmiði að búa nem- endur undir nám á há- skólastigi. Nám þetta var þróað af tveimur erlendum kennurum skólans, sem áður störfuðu við Lapan í London. Nám þetta samræm- ist einnig mjög vel námsskránni fyrir nám í listdansi á framhalds- skólastigi, sem menntamálaráðu- neytið er að þróa. Klassíski listdansskólinn hefur nú tekið í notkun 600 fermetra húsnæði, til viðbótar við fyrri aðstöðu skólans, en þetta húsnæði er sérhannað fyrir nám í listdansi. Ég tel mig geta full- yrt, að skólinn starfi nú í einu full- komnasta húsnæði sem býðst á Ís- landi fyrir kennslu í listdansi. Klassíski listdansskólinn, sem einkarekinn skóli, er því vel í stakk búinn til að bjóða nám í listdansi á öllu stigum þess náms. Frábær að- staða, reyndir stjórnendur og kenn- ara, auk farsællar rekstrarsögu und- irstrika þá staðreynd. Við fögnum frumkvæði mennta- málaráðherra til endurskipulagn- ingar á námi í listdansi á Íslandi og teljum það bæði tímabært og víð- sýnt. Klassíski listdansskólinn er tilbú- inn til samstarfs við ráðuneytið og aðra áhugasama aðila um þróun náms í listdansi, bæði á framhalds- skólastigi og á grunnskólastigi. Þess verður vænst af hálfu skólans, að all- ar framtíðarráðstafanir á þessu sviði verði gerðar með jafnræði og sam- keppni í huga. Einkareknir listdansskólar Guðbjörg Astrid Skúladóttir fjallar um Klassíska listdansskólann ’Klassíski listdansskólinner tilbúinn til samstarfs við ráðuneytið og aðra áhugasama aðila um þró- un náms í listdansi, bæði á framhaldsskólastigi og á grunnskólastigi.‘ Guðbjörg Astrid Skúladóttir Höfundur er stofnandi og skólastjóri Klassíska listdansskólans. gudbjorg@ballet.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.