Morgunblaðið - 26.03.2006, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 26.03.2006, Blaðsíða 54
54 SUNNUDAGUR 26. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Ástkær systir mín, ÁSLAUG GUÐRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR, sem lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund sunnudaginn 19. mars, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 28. mars kl. 15.00. Anna Sigríður Magnúsdóttir. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HARALDUR BRYNJÓLFSSON, Aflagranda 40, áður til heimilis á Faxabraut 70, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju fimmtu- daginn 30. mars kl. 14.00. Berta G. Rafnsdóttir, Eggert N. Bjarnason, Kristinn T. Haraldsson, Jónína Þrastardóttir, Margrét B. Haraldsdóttir, Ástþór B. Sigurðsson, Haraldur Dean Nelson, Guðrún Hulda Gunnarsdóttir, Jón Ragnar Ástþórsson, Þórunn Katla Tómasdóttir, Særún Rósa Ástþórsdóttir, Jóhann Þór Helgason, Berglind Harpa Ástþórsdóttir, Sigurður Freyr Ástþórsson og langafabörn. Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, RÚNAR BRYNJÓLFSSON, Hólabraut 19, Hafnarfirði, sem andaðist föstudaginn 17. mars verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði þriðju- daginn 28. mars kl. 15.00. Dóra Pétursdóttir, Pálína Margrét Rúnarsdóttir, Guðrún Brynja Rúnarsdóttir. Það er með ýmsum hætti sem kynni takast með fólki og ekki síður hverja stefnu þau taka. Fyrstu kynni mín af Jónasi Pétri Jónssyni, frænda mínum, voru sumarið 1961. Ég var þá í byggingarvinnu á Raufarhöfn hjá Bóasi Emilssyni, móðurbróður mín- um. Eitt kvöldið bauð Bóas mér í bíl- túr, hann ætlaði að kynna mig fyrir Jónasi frænda okkar, skipstjóra á Seley SU 10, hann væri með fullan bát af síld og biði löndunar. Þetta var langur og eftirminnilegur bíltúr í Willys-jeppa Bóasar um holótta vegi Melrakkasléttu. Þeir Jónas og Bóas höfðu um margt að spjalla um menn og málefni og ný atvinnutækifæri sem m.a. tengdust nýjum og stærri bátum sem þá voru komnir til Aust- fjarða, stækkun landhelginnar o.fl. o.fl. Það var þessum frændum mínum mikið áhugmál að skapa fólki atvinnu í sinni heimabyggð en fram til þessa höfðu stærri bátar, svonefndir vertíð- arbátar frá Austfjörðum, verið gerðir út á vetrarvertíð allt frá Hornafirði til Faxaflóahafna. Þá er mér sérstak- lega minnisstætt hvernig Jónas velti fyrir sér spurningum um lífríkið í hafinu og jafnvægi sem þar þyrfti að ríkja. Þannig nefndi hann að svart- fugli færi mjög fjölgandi vegna minnkandi nytja á fugli og eggjum. Við rannsóknir hefðu fundist þorsk- seiði í einum svartfugli sem nægt hefðu í fullfermi togara ef seiðin hefðu náð að verða stórþorskar. Eftir þetta varð mér oft hugsað til Jónasar frænda míns sem á fimm- tugsaldri hafði sest á skólabekk í Sjó- mannaskólanum í Reykjavík vetur- langt til að afla sér skipstjórnar- réttinda. Á meðan hafði hans mikilhæfa kona, Arnfríður Þorsteins- dóttir, Fríða eins og hún er jafnan nefnd, gætt bús og barna heima á Sólvöllum. Í huga mínum var Jónas áræðinn, íhugull og heilsteyptur maður. Það var svo u.þ.b. ári síðar, þegar ég hafði unnið við skrifstofustörf um skeið og sá ekki framtíð í því starfi, að ég taldi í mig kjark til að fara til Jón- asar frænda og falast eftir plássi hjá honum á næstu vetrarvertíð. Um þetta ræddi ég ekki við nokkurn mann heldur sat um að hitta Jónas og náði fundi hans þegar hann einn sól- bjartan sumardag 1962 var inni á Eskifirði með Seleyna fulla af síld og beið eftir löndun. Þegar þetta var hafði ég aðeins einu sinni hitt Jónas áður, þ.e. kvöldið eftirminnilega á Raufarhöfn. Það var mér erfitt að biðja Jónas um skipspláss. Vissi að hann sem farsæll og fengsæll skip- stjóri gat valið úr vönum mönnum. Þegar ég kom um borð í Seleyna tók hann mér fagnandi. Ég hafði talið eins víst að hann myndi ekkert eftir mér. Fórum við inn í skipstjórnar- JÓNAS PÉTUR JÓNSSON ✝ Jónas PéturJónsson fæddist á Sléttu í Reyðar- firði 15. desember 1918. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu í Neskaup- stað 24. janúar síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Reyðarfjarðar- kirkju 2. febrúar. klefa hans þar sem ég stundi upp erindi mínu um að fá pláss hjá hon- um sem háseti á næstu vetrarvertíð. Jónas sagði mér þá að til stæði að hann tæki við Gunnari SU 139 eftir áramótin en það gilti einu fyrir mig. Er ekki að orðlengja það að ég var ráðinn, og skyldi vera á dekki, það var það eina sem ég treysti mér til að gera! Það var ungur maður, létt- ur í spori og léttur í lund, sem gekk frá borði en þó var jafnframt kvíði í brjósti að standast ekki þær kröfur sem biðu mín. Miðvikudaginn 2. janúar 1963 var áhöfnin á Gunnari mætt til skips á Reyðarfirði þar sem allt var sett á fullt við að taka um borð veiðarfæri, búnað, stilla upp á dekki o.fl. til að halda í fyrsta róðurinn þá strax um kvöldið. Þegar við vorum að vinna í þessu varð mér starsýnt á tvær við- líka rásir á línuspilinu. Bjarni frændi á Bakka stóð þarna nærri og spurði ég hann um þetta. Nú fékk einn af skipsfélögum mínum málið og spurði m.a. til hvers andsk... væri verið að draga svona mann um borð sem varla vissi hvað sneri aftur eða fram á skip- inu. Þarna rifjaðist upp fyrir mér að einhverjum vikum áður hafði Jónas haft samband við mig og óskað eftir að ég flytti lögheimili mitt til Reyð- arfjarðar fyrir 1. desember því til væri fólk á staðnum sem væri ósátt við að hann væri að ráða skipverja á Gunnar sem ekki borguðu skatta til sveitarfélagsins þegar nóg framboð væri af heimamönnum. Varð ég að sjálfsögðu við þessu. Við fórum svo seinnipart dagsins í fyrsta róðurinn á vertíðinni, lögðum suður af Papey og lönduðum aflanum á Reyðarfirði daginn eftir. Þá eins og jafnan fengu allir þeir sem vildu hvaða fisk sem þeir völdu í soðið og var ekki skorið við nögl. Þarna kom greiðvikni og velvild Jónasar vel í ljós. Vetrarver- tíðinni lauk 11. maí, á lokadaginn. Beitt var um borð og mest fiskað við suðurströnd landsins, aflinn slægður og ísaður og komið ca vikulega að morgni til Reyðarfjarðar, aflanum landað og tekin beita, ís og kostur fyrir næsta túr og farið aftur út um kvöldið. Í byrjun mars var skipt yfir á net. Lifur var hirt og keypti Garðar Jónsson hana og bræddi. Hrogn voru söltuð um borð og tunnurnar settar á land á Reyðarfirði eftir hvern túr. Í dag þætti þetta ekki forsvaran- legt. Einu undantekningarnar sem ég man frá þessu er að farið var á þorrablótið á Reyðarfirði, komið inn um morguninn og farið út daginn eft- ir og línan lögð um kvöldið og áhöfnin fékk einnig nótt heima þegar skipt var af línu yfir á net. Þetta þótti mörgum fullfast sótt en skoða verður að á þessum tíma og áður höfðu menn farið til vetrarvertíða frá Austfjörð- um til Hornafjarðar og allt til Faxa- flóahafna og verið þar alla vertíðina, frá janúar og fram í maí. Vetrarvertíðin gekk vel fyrir sig nema hvað Jónas fékk botnlangakast og var frá í einhverjar vikur. Þá kom Hjalti Gunnarsson skipstjóri og leysti hann af. Hjalti frændi var ein- staklega farsæll og vel látinn maður og minnist ég hans sérstaklega fyrir hvað hann vann mikið að slysavörn- um. Eftir vetrarvertíðina var farið á vorsíld í Faxaflóa, við fiskuðum ekk- ert en rifum nótina á hrauni. Jónas lét þetta ekki slá sig út af laginu því einhvern fyrstu dagana í júní var haldið til sumarsíldveiða. Heyrði ég talað um að þetta væri allt of snemmt, engum venjulegum manni dytti hug að fara svo snemma á sum- arsíld. Jónas vissi að þeir fiska sem róa og Jónas reri til að fiska. Við fengum 1.700 tunnur af síld hinn 8. júní og lönduðum á Eskifirði, í fryst- ingu, og Reyðarfirði hinn 9. júní. Aldrei fyrr í Íslandssögunni höfðu sumarsíldveiðar hafist svo snemma. Á leiðinni í land af miðunum var Stíg- andi frá Ólafsfirði á leið á miðin og heyrði ég Jónas segja skipstjóranum hvar hann fékk síldina, um 70 mílur austur af Langanesi. Þess má geta að árið áður hafði Jónas einnig verið fyrsti bátur til að fá síld það sumarið, hinn 20. júní, þá 300 tunnur norður af Melrakkasléttu. Í bókinni Svartur sjór af síld, eftir Birgi Sigurðsson segir að sumarið 1963 hafi 237 skip verið á síldveiðum en veðráttan hafi verið svo óhagstæð að varla hélst skaplegt veður í heilan sólarhring. Þegar ég var að skrifa þessa minn- ingargrein saknaði ég að hafa ekki aðgang að dagbókum skipsins frá þessum tíma en þær eru taldar glat- aðar. Leitaði ég þá m.a. í smiðju til Jakobs Jakobssonar, þess mæta manns og fiskifræðings, og sem allra manna best hefur náð að ráða gátuna stóru um hegðun síldarinnar hér við Íslandsstrendur. Sagði Jakob mér að þegar hann stjórnaði síldarleit á þessum árum á varðskipinu Ægi og fann ný svæði (þessi svæði voru nefnd Ægissvæði) þá hafi árangur oft farið eftir þeim sem þangað komu fyrstir og að Jónas hafi verið einn af hans uppáhaldsmönnum, það hafi ekki brugðist að hafi Jónas komið fyrstur þá hafi fiskast. Eftirminnilegt er mér frá þessu sumri að við höfðum verið úti á miðunum í einhverja daga, leiðinlegt veður og enga síld að fá. Jónas hélt þó áfram að leita, fann góða torfu og það var kastað og „búmmað“. Nótin hlífð inn á fullu til að kasta aftur en meðan það var gert kom að síldarbátur frá Vestfjörðum og kastaði á síldina sem óð rétt utan við korkateininn hjá okkur. Tókst ekki betur til en svo að snurpuvírinn á aðkomubátnum fór yfir pokann á nótinni okkar og fengum við hana inn í henglum og í stað þess að kasta aft- ur var sett á fullt í land til að fá gert við nótina. Það voru miður falleg orð sem féllu í garð skipstjórans á að- komubátnum og ekki lagaðist orð- bragðið hjá okkur þegar við á lands- tíminu heyrðum hann melda sig inn til löndunar með fullan bát af síld. Það var hins vegar Jónas skipstjóri sem hélt ró sinni og reyndi að bera í bætifláka fyrir tjónvaldinn, honum veitti heldur ekki af, vertíðin hefði nú ekki gengið svo vel hjá honum til þessa. Er þetta ekki meira umburð- arlyndi en gengur og gerist og það í hita „leiksins“? Um haustið var farið með Gunnar í slipp í Reykjavík. Eftirminnilegast við þá ferð er að á heimleiðinni þurft- um við að koma við í Vestmannaeyj- um. Þegar þangað kom um nóttina var sunnan bræla og lögðumst við ásamt fleiri skipum undir Eiðið þar sem ekki þótti nógu gott í sjóinn til að fara inn í höfnina. Í birtingu kom Jónas upp í brú og gætti að veðri og aðstæðum. Meðal þeirra skipa sem þarna lágu var strandferðaskipið Herjólfur sem sá um siglingar milli Elsku Guðbjörg. Ég þakka allar samveru- stundir okkar, bæði í Bandaríkjunum og á Ís- landi. Við kynntumst árið 1995 er ég heimsótti þig í fyrsta, en ekki síðasta sinn á Palm Beach í flotta húsið þitt. Alltaf tókstu vel á móti mér og okkur kom óvenju vel saman og höfðum við alltaf mikið samband símleiðis milli þess sem við hittumst í Bandaríkjun- um eða í Reykjavík. Ekki hefur síðasta ár verið dans á rósum hjá þér, Guðbjörg mín, mikil veikindi og mikil einangrun frá öllu og GUÐBJÖRG FRIÐRIKSDÓTTIR ✝ Guðbjörg Frið-riksdóttir fæddist í Reykjavík 22. júní 1938. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Kumb- aravogi á Stokkseyri 9. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Dómkirkjunni 17. mars. öllum. En þú stóðst þig eins og hetja og notaðir æðruleysið að fullu. Þú fórst á Kumbaravog eftir margra mánaða dvöl á Borgarspítala til að vera sem næst syni þínum, tengdadóttur og litla barnabarninu. Sem þú fékkst þó ekki að njóta vegna veik- inda þinna og einangr- unar á spítalanum. Þú náðir þó að vera á Kumbaravogi í nokkra mánuði nálægt ástvin- um þínum, en þurftir svo að detta eina ferðina enn í mars sem varð þér að fjörtjóni. Elsku Guðbjörg mín, ég vona að þú hafir það gott þar sem þú ert núna, Guð geymir þig og ég veit að þú brosir núna og þér líði loksins vel. Ég votta Friðriki, Huldu og Mich- ael Frey mína dýpstu samúð og hlýju. Þín vinkona Guðbjörg. Ástkær bróðir minn, mágur og frændi, SIGURBJÖRN STEFÁNSSON bóndi, Nesjum, verður jarðsunginn frá Hvalsneskirkju miðviku- daginn 29. mars kl. 14.00. Guðjón Stefánsson, Ásta Ragnheiður Margeirsdóttir, Jónína Bergmann, Jónína Guðjónsdóttir, Kjartan Már Kjartansson, Helga V. Guðjónsdóttir, Kristinn Jónasson, Stefán R. Guðjónsson, Ásdís R. Einarsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og tengdasonur, KRISTJÁN G. ÞORVALDZ, lést á Landspítala við Hringbraut fimmtudaginn 23. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Guðlaug R. Skúladóttir, Skúli K. Þorvaldz, Ingibjörg Sif Antonsdóttir, Atli Hrafn Skúlason, Ólafur Steinar K. Þorvaldz, Sarah Anne Shavel, Ágústa Þórðardóttir, Ólafur Steinar Björnsson, Mjöll Þórðardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.