Morgunblaðið - 26.03.2006, Síða 66
66 SUNNUDAGUR 26. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ALLT frá stofnun hefur markmið
James Sewell-ballettsins verið að
fara ótroðnar slóðir og sýna frum-
lega dansa sem storka tæknilegum
takmörkum ballettsins, auk þess að
skemmta og hreyfa við áhorf-
endum. Dansverkin þykja ein-
staklega hugmyndarík, en þau
blanda saman klassískum dansi og
nútímadansi, auk þess að fanga
myndlist og rúmfræði í sporunum.
Að sögn James Sewell, stofnanda
ballettsins, er hann um það bil 16
ára gamall. „Flokkurinn var stofn-
aður í New York árið 1990 en árið
1993 fluttum við hins vegar til
Minneapolis þar sem við höfum nú
aðsetur,“ segir Sewell, sem sjálfur
er borinn og barnfæddur í borginni.
Hann segir flokkinn bandarískan í
húð og hár, en þó hafi dansarar frá
öðrum löndum unnið með honum
öðru hvoru. „Það eru eingöngu
Bandaríkjamenn í hópnum eins og
er en það hafa nokkrir Japanir
starfað með okkur í gegnum árin,“
segir Sewell og bætir því við að
hópurinn samanstandi af átta döns-
urum. Aðspurður segist hann líta á
flokkinn sem sambland af dans- og
balletthóp. „Við lítum í rauninni á
okkur sem nútímadanshóp. Við æf-
um hinn hefðbundna ballett á
hverjum degi til þess að undirbúa
okkur en það sem við sýnum er
mun nútímalegra en það,“ segir
hann, en James Sewell-ballettinn er
hvað þekktastur fyrir að setja upp
verk sem reyna mjög á líkamlega
getu dansaranna. „Ballett er auð-
vitað líkamlega mjög erfiður í
grunninn og er reyndar í öðru sæti
yfir þær íþróttagreinar þar sem
meiðsli eru algengust, á eftir amer-
ískum fótbolta,“ segir Sewell. „Við
dönsum í sex til sjö klukkustundir á
dag, fimm til sex daga vikunnar, og
dansarar eru nánast alltaf að takast
á við að minnsta kosti ein meiðsli.
Það er því ávallt mjög mikið álag á
dönsurunum,“ segir hann.
Fyndinn ballett
Sewell segir markmið hópsins að
gera ávallt eitthvað sem hann hefur
ekki gert áður og reyna að finna
upp á einhverju nýju og frumlegu
hverju sinni.
„Það er það sem heldur mér í
þessu, löngunin til þess að finna
alltaf eitthvað nýtt. Það sem við er-
um til dæmis að gera núna, og mun-
um meðal annars sýna á Íslandi, er
verk sem er með raunverulegum
söguþræði, vinsælli tónlist og mikl-
um húmor. Svo verðum við líka með
verk þar sem við sýnum klassískan
ballett og annað þar sem við spinn-
um heilan helling. Mér finnst mjög
gaman að gera nýja og mismunandi
hluti hverju sinni og það er það sem
við reynum alltaf að gera,“ segir
hann. „Við myndum aldrei nenna að
setja alltaf upp sama verkið. Við
viljum ekki vita hvað við erum að
fara út í þegar við byrjum að æfa
nýtt verk, við viljum komast að því í
sameiningu um hvað verkið snýst,“
segir Sewell og bætir því við að ís-
lenskir áhorfendur megi gera ráð
fyrir að hlæja mikið á sýningunni
hér á landi. „Fólk býst líklega ekki
við því að hlæja mikið þegar það fer
á danssýningu en hluti af því sem
við setjum upp á Íslandi er mjög
fyndið. Svo munum við dansa með
keðjusagir og önnur öflug verkfæri
þannig að þetta verður allt saman
mjög óhefðbundið,“ segir Sewell,
sem hefur aldrei komið til Íslands.
„Hópurinn er mjög spenntur yfir
því að vera að fara til landsins. Mik-
ill fjöldi vina okkar ætlar að koma
með okkur til landsins til þess að
sjá sýninguna því það eru allir í
kringum okkur mjög spenntir yfir
því að við skulum vera að fara til Ís-
lands að setja upp sýningu. Við
hlökkum mikið til.“
Dans | Hinn heimsfrægi James Sewell-ballett á leið til landsins
Keðjusagir og
klassískur ballett
Hinn heimsfrægi James Sewell-ballett er
væntanlegur til Íslands, en hann verður með
sýningu í Austurbæ hinn 6. maí. Jóhann
Bjarni Kolbeinsson ræddi við forsprakka
hópsins um nútímaballett og þær miklu kröf-
ur sem hann gerir til dansara.
’Ballett er auðvitað lík-amlega mjög erfiður í
grunninn og er reyndar
í öðru sæti yfir þær
íþróttagreinar þar
sem meiðsli eru
algengust, á eftir
amerískum fótbolta.‘
James Sewell-ballettinn verður í
Austurbæ hinn 6. maí. Miðasalan
er í höndum Miða.is og fer fram í
verslunum Skífunnar í Reykjavík,
verslunum BT á Akureyri og Sel-
fossi og á www.event.is. Sætin
eru númerið og um tvö verðsvæði
er að ræða: A-svæði: 3.900 kr. +
miðagjald (nær sviðinu). B-svæði:
2.900 kr. + miðagjald (fjær svið-
inu). Miðagjald á A-svæði er 280
krónur og á B-svæði er það 220
krónur. Sýningin hefst kl. 20.00
og húsið opnar kl. 19.30.
VIÐ fyrstu sýn gætu viðmælendur
þessara þriggja heimildarmynda
tæpast verið ólíkari og koma sitt úr
hverju heimshorninu. Og þó, allir
hafa þeir synt á móti straumnum og
goldið fyrir það, í mjög misjöfnum
mæli að vísu, að vera ekki sniðnir
samkvæmt mælistiku hins viðtekna
norms síns tíma.
Irene Williams, „Drottningin við
Lincolnstræti“, er kynlegur kvistur,
eins og við höfum kallað þá skemmti-
legu, margumræddu, deyjandi
manntegund sem þorir að koma til
dyranna eins og hún er klædd, en
forðast troðna meðalvegu sauðsvarts
almúgans. Irene er lágvaxin, roskin
kona sem hannar og saumar fötin sín
sjálf og er sjaldan eins klædd frá
degi til dags. Enda fataskápar henn-
ar yfirfullir af skrautlegum bún-
ingum og hugmyndaflugið hvað
snertir útlit og efni með ólíkindum.
Irene er stolt af hönnunarhæfi-
leikunum, þeirri guðsgjöf að geta
teiknað og saumað fötin sín sjálf og
að falla ekki inn í grámóskuna, sem
er þó víðast hvar meira áberandi en í
Miami.
Umhverfið var ekki jafnhlýtt og
notalegt í lífi Walter Schwartze,
samkynhneigðs Þjóðverja sem lifði
tímana tvenna. Í hinni stórmerku Líf
til einskis, rifjar hann upp sorglegar
minningar frá ógnartímum Þriðja
ríkisins. Það tók völdin þegar Walter
var í blóma lífsins en haustið kom
snemma, einn daginn stóðu Gestapo-
menn á dyrahellunni og spurðu hvort
hann væri samkynhneigður. Walter
játti því í ungæðingshætti sínum og
var umsvifalaust sendur í útrýming-
arbúðirnar í Sachsenhausen.
Á tímum nasista var ekki aðeins
dauðasök að vera stórglæpamaður
eða gyðingur, heldur voru sígaunar,
líkamlega og andlega bæklað fólk og
hommar réttdræpir, svo eitthvað sé
nefnt.
Walter var ótrúlega harður af sér
og í myndinni lýsir hann þeirri
óbærilegu lífsreynslu sem hann
mátti þola í haldi nasistanna. Þján-
ingarnar og niðurlægingin svo við-
urstyggileg að hann hlífir áhorfand-
anum. Walter var sterkari en nokkur
hugði, síst hann sjálfur, og komst í
gegnum skelfingartímana á lífi.
Myndin var gerð skömmu áður en
þessi hetja féll frá, háaldraður og
merkilega hress þrátt fyrir öll örin á
sál og líkama.
Íslenski hlutinn og ekki sá ómerk-
asti af þessu víðfeðma og athygl-
isverða þríeyki er Einu sinni
var … kynvilla, einn kafli úr sjón-
varpsþáttaröð Evu Maríu Jóns-
dóttir. Viðmælendur hennar eru
tveir, rosknir Reykvíkingar, Elías
Mar og Þórir Björnsson. Þeir rifja
upp þá ekkert mjög svo löngu liðnu
tíma þegar orðið samkynhneigður
var ekki til og hommar voru kallaðir
kynvillingar og ýmislegt þaðan af
verra.
Elías er einstaklega greinargóður,
háttvís og sposkur. Skilgreinir sam-
kynhneigð á nýjan og sérstakan hátt,
sem nokkur vafi leikur á að allir
skrifi undir. Hann segir að samkyn-
hneigð sé einfaldlega frekar fágætur
Strákarnir á Borg-
inni og fleira fólk
KVIKMYNDIR
Regnboginn:
Hinsegin bíódagar 2006
Einu sinni var … kynvilla. Íslensk. Höf-
undur: Eva María Jónsdóttir. Íslensk. 28
mín. Queen of Linoln Road. Höfundur:
Eric Smith. 20 mín. Bandarísk. 2004.
Umsons Gelebt/Live in Vain. Höfundur:
Rosa Van Praunheim. Enskur texti. 16
mín. Þýskaland 2005.
Einu sinni var … Þrjár heimildarmyndir
Mikið úrval af
fallegum
rúmfatnaði
Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050