Morgunblaðið - 26.03.2006, Page 68
J
eff Who? hefur vakið verðskuldaða
athygli hér á landi fyrir grípandi
lög og skemmtilega sviðsframkomu
en fyrsta breiðskífa sveitarinnar
Death Before Disco sem kom út
rétt fyrir jól, hefur selst í tæpum þúsund ein-
tökum. Upphaf Jeff Who? má rekja aftur til
ársins 2000 þegar meðlimir sveitarinnar, sem
allir stunduðu nám við MR, hófu að spila
saman í hinu og þessu æfingarhúsnæði í
borginni. Það var hins vegar ekki fyrr en
fjórum árum síðar – sömu helgi og Airwaves-
hátíðin stóð yfir – sem sveitin treysti sér til
að spila fyrir framan áhorfendur og þá varð
Bar 11 fyrir valinu en staðurinn gegndi þetta
sama kvöld einskonar „off venue“-stöðu á há-
tíðinni.
Segja má að hjólin hafi fyrst byrjað að
snúast fyrir alvöru þegar Jeff Who? var boð-
ið að hita upp fyrir Skotana í Franz Ferdin-
and í september á síðasta ári en hápunkt-
inum var líklega náð á síðustu Airwaves-
tónleikum þar sem sveitin gerði stormandi
lukku í Hafnarhúsinu fyrir framan hátt í þús-
und tónleikagesti.
Allt Rachel að kenna
Undirritaður hitti Elís Pétursson bassa-
leikara og Bjarna L. Hall, söngvara Jeff
Who?, á kaffihúsi einu hér í borg og spurði
þá hvernig þessi New York-ferð hefði komið
til.
„Rachel heitir bandarísk kona sem kemur
hingað til Íslands reglulega til að vera við-
stödd Airwaves-hátíðina,“ útskýrir Bjarni
„Og við kynntumst henni eitt árið svona eins
og fólk kynnist á hátíðum sem þessum. Svo
vorum við eitthvert kvöldið að spjalla við
hana og spurðum hvort hún gæti ekki verið
okkur innan handar við að finna tónleikastaði
í New York og áður en við vissum af var hún
búin að koma því í kring.
Hún er víst með umboðsskrifstofu þarna
úti og þekkir marga í tónlistariðnaðinum svo
að þetta tók á sig aðra og stærri mynd en við
gerðum í upphafi ráð fyrir.“
„Fólk var alltaf að spyrja hvort við værum
ekki á leiðinni til útlanda,“ heldur Elís áfram,
„og stundum fannst manni eins og við værum
að missa af einhverju hlaupi. Þetta byrjaði
bara sakleysislega en er kannski núna orðið
að meiri alvöru. Okkur skilst að það ætli ein-
hverjir úr tónlistarbransanum í New York að
mæta á tónleikana og hver veit, kannski er
einhver þarna til í að dreifa plötunni eða gera
einskonar þróunarsamning við okkur.“
„Fyrir mér er stór hluti af þessari ferð að
geta spilað fyrir fólk sem hefur ekki heyrt í
okkur áður,“ segir Bjarni. „Þeir sem fíla tón-
listina okkar hafa þegar séð okkur spila á Ís-
landi. Jafnvel þó að það mæti bara 50 manns
á tónleikana þarna úti að þá er maður samt
sem áður viss um að þetta fólk hefur aldrei
heyrt í okkur áður og það verður gaman að
upplifa það.“
Aldur skiptir engu máli
Það er ekkert voðalega langt síðan þið
komuð út úr bílskúrnum og nú hafið þið bara
gefið út eina plötu. Eruð þið vissir um að þið
séuð tilbúnir að fara út og spila?
„Já, já,“ svarar Bjarni um hæl. „Við tökum
þetta ekki það alvarlega.“
„Það er ekkert svo mikið að græða á því að
liggja of lengi á hlutunum og ætla sér fyrst
að semja besta lag í heimi áður en maður
treystir sér til að leyfa einhverjum að heyra
það, “ heldur Elís áfram. „Þó að það komi
ekkert út úr þessu núna erum við samt búnir
að stimpla okkur inn og kynnast einhverju
fólki sem seinna gæti komið sér vel að
þekkja.“
Eruð þið hræddir um að vera komnir yfir
ákjósanlegan aldur þegar hafðar eru í huga
unglingasveitir á borð við Jakobínurínu?
„Nei, ég hafði ekki einu sinni pælt í þessu,“
svarar Bjarni og hlær og lítur á Elís.
„Þó að það sé klisja held ég að aldur skipti
engu máli eins lengi og maður hefur gaman
af þessu.“
„Þó að ég sé 26 ára gamall, heldur Bjarni
áfram, „þá gerði ég samning við sjálfan mig
fyrir mörgum árum að fullorðnast ekki fyrr
en ég væri orðinn þrítugur. Það eru ennþá
fjögur ár í það og á fjórum árum getur margt
gerst.“
„Ég er heldur ekki viss um að ungur aldur
vinni alltaf með tónlistarmönnum,“ heldur
Elís áfram. „Þegar maður er ungur er meiri
tími til að hætta og gera eitthvað annað.
Stolía er gott dæmi. Það héldu allir að þeir
yrðu það stærsta en nú er Stolía fyrir löngu
hætt.“
„Ég held líka að ég hefði aldrei þorað upp
á svið og syngja tvítugur, núna hef ég gaman
af því.“
MH eða Coachella
Þú Elís, Þormóður trommuleikari og Þor-
björn hljómborðsleikari eruð allir í öðrum
tónlistarverkefnum meðfram því að vera í
Jeff Who? Hvar á forgangslistanum er þessi
hljómsveit?
„Ég mundi segja að Jeff Who? væri í
fyrsta sæti. Ef Jeff Who? væri bókuð á há-
degistónleikum í MH en Ghostigital á
Coachella-hátíðinni í Kaliforníu á sama tíma,
þá myndi maður kannski vega það og meta
hvort giggið maður tæki en ég held að ég tali
fyrir hönd okkar allra þegar ég segi að við
eigum mest í þessari hljómsveit af þeim sem
við erum í. Þetta er miklu meira okkar.“
Eruð þið vissir um að þið séuð að leggja
allt undir, eins og nauðsynlegt er að gera til
að ná árangri, þegar þið hafið aðrar hljóm-
sveitir í bakhöndinni?
„Það er erfitt að segja og verður líklegast
bara að koma í ljós. Við erum samt bara eins
og aðrir íslenskir tónlistarmenn, bæði í námi,
vinnu og í þremur öðrum hljómsveitum og ég
er ekki viss um að annað kæmi til greina. Við
höfum ekki ennþá staðið frammi fyrir af-
arkostum þannig að ég verð bara að segja
pass við þessari spurningu eins og er.
Segjum þá sem svo að ykkur verði boðinn
samningur í New York. Væruð þið í aðstöðu
til að geta stokkið á hann?
„Já, …ef þetta er nógu góður samningur,“
segja þeir og hlæja.
„Helstu kröfurnar sem ég myndi gera,“
segir Elís, „væri að við þyrftum ekki að
borga með okkur, fengjum ágætis laun og
ættum þann kost að geta lifað af þessu. Það
væri þá kannski Tobbi [Þorbjörn] sem vinnur
á verkfræðistofu sem þyrfti að hugsa sig
hvað mest um.
„Ég held að Tobbi myndi stökkva á það,“
bætir Bjarni við.
„Já, hann myndi líklega gera það,“ sam-
þykkir Elís, „og Ásgeir [gítarleikari] líka.“
Einlægnin skiptir öllu
Það er mikilvægt að geta skapað sér sér-
stöðu í útlöndum. Hver er ykkar sérstaða ef
við byrjum nú bara á Íslandi?
„Ég held að við séum eina Franz Ferdin-
and-eftirhermubandið,“ segir Bjarni eftir
smáumhugsun og glottir til Elísar sem grípur
boltann.
„Mér finnst það ekki vera okkar að meta
það en ástæðan fyrir því að þetta hefur geng-
ið svona vel er að við búum til grípandi og
létt popplög með áherslu á gleði. Ég get ekki
bent á mörg bönd – sem eru ekki þegar
sveitaballabönd – sem ná að halda því. Þetta
verkefni var aldrei á leiðinni að verða mjög
metnaðarfullt. Ef þú fílar ekki Jeff Who? við
fyrstu hlustun þá áttu líklega ekki eftir að
fíla hana betur við næstu hlustun.“
Hvernig metið þið þá möguleika ykkar í
útlöndum?
„Hvað sérstöðuna varðar held ég að það sé
nóg að vera frá Íslandi og spila ekki sömu
tónlist og Sigur Rós eða Björk,“ svara Bjarni
svolítið kaldhæðnislega.
„Við erum bara eins og við erum. Við get-
um ekkert breytt því til þess að þóknast ein-
hverju fólki. Þó að okkur yrðu boðnar millj-
ónir fyrir að spila eitthvert álfagjálfur
myndum við ekki gera það.“
„Það geta allir búið til popptónlist en það
er erfiðara að gera það af einlægni. Þeir sem
fá eftirhermustimpilinn á sig, skortir einfald-
lega einlægni í því sem þeir gera,“ segir
Bjarni og opnar dyrnar fyrir næstu spurn-
ingu.
Byrjaðir að vinna að nýju efni
Gremst ykkur að Franz Ferdinand er oft
nefnd þegar ykkur ber á góma?
„Ja, það fer eftir því hvernig það er gert,“
svarar Elís. „Franz Ferdinand er náttúrlega
á toppnum á þessari senu en það eru fleiri
hljómsveitir á svipuðum nótum eins og The
Bravery og The Killers. Ef einhver getur
rökstutt það fyrir mér hvers vegna við erum
líkari Franz Ferdinand en The Killers eða
The Bravery, þá skal ég taka því en það hef-
ur ekki gerst ennþá. Manni gremst þetta
kannski mest vegna þess að það er svo auð-
velt að líkja okkur við Franz Ferdinand.“
Eruð þið byrjaðir að vinna að nýju efni?
„Já,“ svarar Bjarni. „En við erum yfirleitt
alltaf að spila um helgar og hingað til höfum
við ekki getað komið saman nema um helgar
til að semja. Ég vona að eftir New York get-
um við aðeins tekið okkur smáfrí frá spila-
mennsku og farið að semja aftur.“
„Það er gaman að spila fyrir fólk, heldur
Elís áfram „en „kikkið“ kemur þegar maður
er að spila á æfingum og eitthvað gerist sem
fær mann til að öskra, „vá, hvað við erum
góðir!“ Það er í raun og veru þessi tilfinning
sem fær mann til að vilja halda áfram.“
Tónlist | Hljómsveitin Jeff Who? heldur þrenna tónleika í New York um mánaðamótin
Ætla ekki að fullorðnast strax
Morgunblaðið/ÞÖK
Hljómsveitin Jeff Who? heldur til New York í næstu viku
þar sem hún hyggst troða upp á þremur stöðum á
Manhattan. Þar á meðal eru áætlaðir tónleikar á hinum
fornfræga stað CBGB’s en staðnum verður að öllum
líkindum lokað á þessu ári. Höskuldur Ólafsson hitti á
tvo meðlimi Jeff Who? og spurði þá út í eitt og annað.
’Ef þú fílar ekki Jeff Who? viðfyrstu hlustun þá áttu líklega
ekki eftir að fíla hana betur við
næstu hlustun.‘
hoskuldur@mbl.is
68 SUNNUDAGUR 26. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ