Morgunblaðið - 26.03.2006, Side 70
70 SUNNUDAGUR 26. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Hann er nýfloginn til lands-ins eftir erfitt flug yfirhálfan hnöttinn. Það láð-ist að vekja hann í tíma
fyrir viðtalið svo hann er seinn fyrir.
Samt er Íslandsvinurinn og leik-
stjórinn Kevin Reynolds furðuhress
og í góðu stuði fyrir viðtal þótt hann
sé vansvefta, enda virðist hann van-
ur að fá lítinn svefn hér á landi:
„Þegar ég kom fyrst til Íslands held
ég að ég hafi ekki sofið nema svona
átta tíma á þremur sólahringum.
Það var alveg brjálað.“
Gerði Jón að presti
Kevin er leikstjóri stórmyndar-
innar Tristan og Ísold og er kominn
að kynna mynd sína hér á landi, en
er hérna kannski umfram allt til að
láta eftir sér enn eina Íslandsferð-
ina: „Ég held þetta sé sjöunda ferðin
mín hingað. Ég hreinlega elska Ís-
land og það er frábært að vera kom-
inn aftur. Ég veit ekki hvað það er,
en það er eitthvað við þennan stað
sem er svo spennandi,“ segir Kevin
og er ekki að draga úr hrifningunni.
Fyrstu kynni Kevins af landinu
voru fyrir tæpum 10 árum, að hann
kynntist Jóni Ólafssyni kaupsýslu-
manni í gleðskap hjá Mel Gibson
austur í Los Angeles. „Hann bauð
mér að koma til landsins í einn af
sínum frægu laxveiðitúrum. Ég fór í
nokkra slíka og varð hugfanginn af
staðnum. Að koma hingað til Íslands
var einhver sú svakalegasta upplifun
sem ég hafði átt.“
Með þeim Jóni gerðist ágætis vin-
skapur en Kevin segist ekki geta
munað hvor átti frumkvæðið að því
að láta Jón leika litla rullu í Tristan
og Ísold, en þar fær hann að fara
með nokkrar línur á latínu í hlut-
verki prests. „Hann stóð sig ágæt-
lega, en ég held að flestum eigi eftir
að reynast erfitt að þekkja hann,
eins og hann er í myndinni, með
hvítt alskegg og í múnderingu.“
Til styrktar góðu málefni
Myndin var frumsýnd í Laugarás-
bíói á föstudag og var sýningin hald-
in sérsaklega til styrktar samtök-
unum Einn af fimm, til vitundar-
vakningar um þunglyndi, en nafn
sitt draga samtökin af því að jafnaði
þjáist fimmta hver manneskja af
þunglyndi einhverntíma á ævinni.
„Ég er mjög glaður að fá að hjálpa
til við þetta starf, enda alvarlegur
sjúkdómur sem hrjáir marga, og
snertir margar fjölskyldur,“ segir
Kevin. „Í minni eigin fjölskyldu höf-
um við fengið að kynnast áhrifum
þunglyndis af eigin raun, og það er í
raun ekki fyrr en þunglyndið fer að
varða mann sjálfan að maður byrjar
að skilja til fulls áhrif sjúkdómsins.
Allt sem hægt er að gera til að berj-
ast gegn þunglyndi, er gott að gera
og sönn ánægja að styrkja við mál-
efnið með þessum hætti.“
Raunsæ sýn
En að myndinni sjálfri: Kalla má
söguna af Tristan og Ísold elstu ást-
arsögu evrópskra miðaldabók-
mennta, og hefur sem slík þróast á
ýmsa vegu og er til í ýmsum út-
færslum og hefur jafnvel á köflum
þræðst inn í aðrar sögur, eins og af
Arthúri konungi. Eins og vænta má
hafa margir reynt að fanga söguna á
filmu, í ýmsum útfærslum, og það
var strax á 8. áratugnum að hug-
myndin að kvikmyndinni kviknaði
hjá Ridley Scott, sem er framleið-
andi myndarinnar. Þeir Kevin hafa
þekkst lengi og sannfærðist Kevin
endanlega um að taka að sér gerð
myndarinnar þegar Ridley sýndi
honum tilbúið handritið: „Ég hreifst
mjög af sögunni –það er eitthvað
ljóðrænt við hana.“
Rétt eins og sagan af elskend-
unum ólánsömu tók ýmsum breyt-
ingum á miðöldum tók hún einnig
breytingum í meðförum handrits-
höfundanna í Hollywood: „Ég er viss
um að það kann að ergja suma, sem
þekkja aðrar útgáfur sögunnar.
Raunin er að sagan er til í ýmsum
útgáfum, og kannski að sagan sé
þekktust eins og hún er sett fram í
óperu Wagners. Ég verð að játa að
þegar ég las handritið, og heillaðist
af því, þekkti ég nær ekkert til sög-
unnar, en í kvikmyndahandritinu
eru engir ástarelixírar eða galdrar.
Og við nánari skoðun fannst mér
Sönn ást
án galdra
Bandaríski leikstjórinn Kevin Reynolds er stadd-
ur hér á landi að kynna mynd sína, Tristan og Ís-
old. Ásgeir Ingvarsson ræddi við þennan forfallna
Íslandsvin um erfitt tökuferli, óvæntan íslenskan
aukaleikara og drauma um víkingamynd.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti„Það er alltaf erfitt að gera
kvikmynd, en ég held að þessi
sé sú allraerfiðasta sem ég
hef gert til þessa.“ Leikstjór-
inn Kevin Reynolds.
Satt best
að segja
dauðlang-
ar mig að
gera vík-
ingamynd
og taka
hana, í það
minnsta
að hluta
til, upp hér
á landi
Epískt meistarverk frá Ang Lee
eeeee
L.I.B. - Topp5.is
V.J.V Topp5.is
S.V. Mbl.
M.M.J Kvikmyndir.com
walk the line
MARTIN
LAWRENCE
200 kr. afsláttur
fyrir XY félaga
www.xy.is
Sími - 564 0000Sími - 462 3500
N ý t t í b í ó
BEYONCÉ KNOWLES
STEVE
MARTIN
KEVIN
KLINE
JEAN
RENO
Bleiki demanturinn er horfinn
og heimsins frægastarannsóknarlögregla
gerir allt til þess að klúðra málinu…
VINSÆLASTA
MYNDIN
Á ÍSLANDI Í DAG
Mamma allra grínmynda
er mætt aftur í bíó!
Frá Grínsnillingnum Mel Brooks!!
The Producers kl. 2.40, 5.20, 8 og 10.45
Sýnd í Lúxus kl. 2.40, 5.20, 8 og 10.45
Big Momma´s House 2 kl. 1, 3.40, 5.45, 8 og 10.15
Rent kl. 8 og 10.45 B.i. 14 ára
Yours Mine and Ours kl. 4 og 6
Pink Panther kl. 1, 3.45, 5.50, 8 og 10.10
Zathura m / ísl tali kl. 1 B.i. 10 ára
Tristan & Isolde kl. 5.45, 8 og 10.20
Big Momma´s House 2 kl. 4, 6 og 8
The New World kl. 10
The Pink Panther kl. 4
Nanny McPhee kl. 2 (400 kr.)
Yours, Mine & Ours kl. 2 (400 kr.)