Morgunblaðið - 30.03.2006, Síða 2

Morgunblaðið - 30.03.2006, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR OFANLEITI 2, 103 REYKJAVÍK • HÖFÐABAKKA 9, 110 REYKJAVÍK SÍMI: 599 6200 www.ru.is MEISTARANÁM Í LÖGFRÆÐI við lagadeild Háskólans í Reykjavík Umsóknarfrestur í meistaranámið 2006–2008 rennur út 31. mars. SETUVERKFALL Starfsemi á hjúkrunar- og dvalar- heimilum raskaðist nokkuð í gær vegna setuverkfalls ófaglærðs starfsfólks, sem krefst hærri launa. Stjórnvöld hafa gert þjónustusamn- ing við hjúkrunarheimilin og segir fulltrúi stjórnvalda að ekki standi til að endurskoða þann samning. Stjórnendur hjúkrunarheimilanna óttast fólksflótta, og segja besta starfsfólkið á förum. Abramoff dæmdur í fangelsi Dómstóll í Miami á Flórída dæmdi í gær Jack Abramoff, þekktan hags- munavörð (lobbíista) í Bandaríkj- unum, í fimm ára og 10 mánaða fangelsi fyrir fjársvik og samsæri. Abramoff, sem var í nánum tengslum við marga af forystu- mönnum Repúblikanaflokksins, gekkst við sakargiftunum, en þær tengdust kaupum hans á spilavíti. Misnotaði ráðandi stöðu Flugþjónustan á Keflavíkurflug- velli, dótturfélag FL Group, misnot- aði markaðsráðandi stöðu sína við afgreiðslu farþegaflugvéla, og var gert að greiða 80 milljóna króna stjórnvaldssekt samkvæmt niður- stöðu Samkeppniseftirlitsins. Y f i r l i t Kynningar – Blaðinu fylgja kynning- arblöðin Sumarbúðir KFUM og KFUK og Rannísblaðið. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %       &         '() * +,,,                    NÝJAR reglur sem framkvæmdastjórn ESB boð- ar að settar verði til að knýja farsímafyrirtæki til að lækka verð fyrir notkun farsíma í útlöndum, á svonefndum reikisímtölum, geta komið til með að hafa umtalsverð áhrif fyrir íslenska neytendur þegar fram líða stundir. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær vill ESB knýja fram lægri verð fyrir reikisímtöl sem byggjast á notkunarsamningum milli farsímafyr- irtækja og veita aðgang að farsímakerfum þeirra. ,,Við fögnum því fyrir hönd okkar viðskiptavina að gjald fyrir reikisímtöl í útlöndum muni lækka. Það tryggir þeim lægri símareikninga,“ segir Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans. „Þrátt fyrir að við höfum takmarkað vald yfir því verði sem erlend símafyrirtæki innheimta, tókum við fyrir nokkru frumkvæði að því að ein- falda og lækka verðskrá í útlöndum,“ segir Eva og vísar til breytinga sem Síminn gerði í fyrra á verðskrá símtala úr farsímum frá öðrum löndum en þar er heiminum skipt í fimm þjónustusvæði og sama verðskrá gildir innan svæðis hvort sem hringt er til Íslands, innan landsins eða til ann- arra landa. „Ef þetta verður að lögum hjá Evrópusam- bandinu mun það að sama skapi leiða til lækkunar útgjalda erlendra ferðamanna á Íslandi þegar fram líða stundir,“ segir hún. Að sögn hennar liggur ekki fyrir hversu mikil áhrif breytingin muni hafa á tekjur félagsins verði reglurnar leidd- ar í lög. Erfitt að meta áhrifin ,,Við fögnum tillögu framkvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins. Hins vegar er erfitt að segja til um á þessari stundu hvaða áhrif hún mun hafa fyrir neytendur hér á landi, þar sem ekki er vitað hvort eða hvenær hún verður hluti af EES-samn- ingnum,“ segir Gísli Þorsteinsson, upplýsinga- fulltrúi OgVodafone. „Við fylgjumst grannt með þessu,“ segir hann. „Við höfum þegar stigið þetta skref í átt að ein- faldari og gegnsærri GSM-verðskrá fyrir við- skiptavini erlendis, í samstarfi við Vodafone fyr- irtæki um heim allan. Má þar nefna Vodafone World, sem tryggir að viðskiptavinirnir vita ætíð hvað símtalið kostar. Þessi þjónusta er þegar í boði í 36 löndum. Gjaldskráin er í evrum og breyt- ist verðið ekki hvort sem hringt er að degi til, að kvöldi eða um helgar. Með þessum hætti höfum við verið að leitast við að tryggja viðskiptavinum okkar hagstæðari kjör hvar sem þeir eru staddir, í samstarfi við Vodafone fyrirtæki,“ segir Gísli Í Morgunblaðinu í gær sagði Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, að fyrirhuguð lög gætu haft áhrif á gjaldtöku fyrir farsímanotkun Íslendinga hér heima og erlendis. Verði lögin samþykkt af aðildarlöndum ESB og reglurnar verði síðan innleiddar í EES-löndunum muni þau hafa áhrif á tekjur íslensku farsímafyr- irtækjanna. Þetta sé mjög mikilvægt skref fyrir neytendur, enda sé æskilegt að verðlagning á far- símaþjónustu færist í átt til raunkostnaðar. Fyrirhugaðar breytingar framkvæmdastjórnar ESB á reikisímtölum í Evrópu Umtalsverð áhrif fyrir íslenska símnotendur Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is FRUMVARP Valgerðar Sverris- dóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra um Nýsköpunarmiðstöð var ekki af- greitt úr þingflokki Sjálfstæðis- flokksins í gær, að sögn Arnbjargar Sveinsdóttur, þingflokksformanns. Hún segir að þingflokkurinn vilji taka sér lengri tíma til að ræða frum- varpið. Frumvarpið var hins vegar af- greitt úr þingflokki framsóknar- manna, að sögn Magnúsar Stefáns- sonar, starfandi þingflokksfor- manns. Samkvæmt frumvarpinu á að sameina starfsemi Byggðastofn- unar, Iðntæknistofnunar og Rann- sóknarstofnunar byggingariðnaðar- ins undir merki Nýsköpunarmið- stöðvar Íslands. Ný stofnun á að hafa höfuðstöðvar á Sauðárkróki. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær er kurr í þingmannaliði sjálfstæðismanna vegna frumvarps- ins. Arnbjörg segir að þingmenn hafi m.a. áhyggjur af því að byggðasjón- armiðum sé ekki gert nógu hátt und- ir höfði í frumvarpinu. „Það er margt í þessu sem við viljum skoða aðeins betur og fara yfir,“ segir hún. Ekki afgreitt úr þingflokki HLUTI starfsemi MS í Reykjavík verður fluttur á Selfoss á næstu tveimur árum, og verður starfsfólki tilkynnt þetta á fundi með forstjóra félagsins í dag. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins flyst mjólkur- pökkunin austur, en dreifingardeild- in í Reykjavík verður efld á móti. Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri MS, vildi ekki staðfesta þessar frétt- ir í gær. Heimildir blaðsins herma að til standi að ræða skipulagsbreyting- ar á fundi Guðbrands með starfs- mönnum kl. 9 í dag, og verður málið auk þess kynnt á aðalfundi félagsins síðar í dag. Alls munu um 40 manns missa vinnu sína í Reykjavík, en um helm- ingi verður boðið starf á Selfossi. Heimildir blaðsins herma að dreif- ingardeild félagsins í Reykjavík verði byggð upp á sama tíma, og þar muni verða til um 15 ný störf. Sam- tals starfa um 140 manns í MS í Reykjavík í dag, að starfsmönnum dótturfélags meðtöldum, en á Sel- fossi starfa um 100 manns. Hluti starfsemi MS fluttur frá Reykjavík SLÖKKVILIÐINU á Akureyri barst tilkynning um eld á veitinga- staðnum Strikinu skömmu eftir klukkan átta í gærkvöldi. Þegar slökkvilið kom á vettvang logaði eld- ur á bakvið járnklæðningar sem stóðu í kringum eldunartæki og í kjölfarið var staðurinn rýmdur. Greiðlega gekk að ráða niðurlög- um eldsins og var slökkvistarfi lokið um klukkustund síðar og staðurinn þá reykræstur. Ljósmyndir /Þórhallur Jónsson Eldur á veitingastað á Akureyri Í dag Fréttaskýring 8 Minningar 34/42 Úr verinu 14 Brids 45 Erlent 16/17 Hestar 46/47 Landið 19 Dagbók 48 Höfuðborgin 20 Víkverji 48 Austurland 20 Velvakandi 49 Akureyri 21 Staður og stund 50 Daglegt líf 22/25 Menning 52/57 Listir 26/27 Bíó 59 Umræðan 28/33 Ljósvakamiðlar 58 Forystugrein 30 Veður 59 Viðhorf 32 Staksteinar 59 * * *

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.