Morgunblaðið - 30.03.2006, Page 23

Morgunblaðið - 30.03.2006, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006 23 DAGLEGT LÍF Í MARS FJÓRTÁN uppvaskarar hafa skráð sig til leiks í nýstárlega keppni, sem fram mun fara á sýningunni Matur 2006 á morgun, föstudag. Þá munu uppvaskarar frá ýmsum fyrirtækj- um etja kappi saman þar til eftir stendur uppvaskari ársins 2006. Sigurvegari keppninnar ásamt fjór- um næstu sætum verður svo fulltrúi Íslands í Norðurlandakeppni upp- vaskara, sem fram fer í Stokkhólmi 24. apríl nk. „Ýmis fyrirtæki hafa verið að hvetja sína uppvaskara til þátttöku sem þurfa fyrst og fremst að vera búnir þeim kostum að vera vand- virkir og skipulagðir við iðju sína. Keppnin snýst um að þrífa leir- tauið vel í uppþvottavélina, sem síð- an sér um að skola og sótthreinsa í tvær til þrjár mínútur,“ segir Þur- íður Helga Guðbrandsdóttir, for- maður Matartækna. Krydd í tilveruna Þær Ásdís Ingólfsdóttir og Ingi- björg Bjarnarsdóttir, sem vinna saman á vöktum við uppvask hjá Alcan í Straumsvík, eru meðal kepp- enda og æfðu sig lítillega í gær. „Við ákváðum að taka þátt í keppninni upp á grín til að fá smá krydd í til- veruna, en alls munu fimm uppvask- arar frá Alcan taka þátt í þessari fyrstu keppni sinnar tegundar hér á landi,“ segja þær stöllur í samtali við Daglegt líf, sem fregnaði það jafnframt að á morgun munu starfs- menn Alcan fá að notast við einnota plastdiska og plasthnífapör þar sem uppvaskarar verða vant við látnir við önnur störf. „Til að sigra í keppninni gerum við ráð fyrir því að þurfa að vera fljótar og vandvirkar, brjóta sem minnst og skila öllu hreinu og fínu frá okkur.“ Þær segjast venjulega fá frí frá uppvaskinu þegar heim er komið þar sem uppvaskið sé í verkahring eiginmanna á báðum heimilum. „Okkur finnst þó hvorugri leiðinlegt að vaska upp þótt stóru pottarnir geti verið hálferfiðir stundum,“ segja þær stöllur, sem segjast ann- aðhvort stefna á fyrstu tvö sæti keppninnar eða neðstu tvö sætin. „Það er enginn millivegur. Ann- aðhvort tökum við þetta með stæl eða ekki.“ Aðalstyrktaraðilar keppninnar eru John Lindsay og sænska fyr- irtækið Diskteknik auk Bako- Ísbergs, Amaro og Eflingar. Morgunblaðið/Ásdís Þær Ingibjörg Bjarnarsdóttir og Ásdís Ingólfsdóttir, uppvaskarar hjá Al- can í Straumsvík, ætla galvaskar að taka þátt í fystu íslensku uppvösk- unarkeppninni sem fram fer í boxhring á sýningunni Matur 2006.  UPPVÖSKUNARKEPPNI Brothljóð, slettur og gusugangur ANTIK Rýmingarsala Við flytjum af Laugavegi í Hafnarfjörð eftir 3 vikur. Opið laugardag og sunnudag í báðum búðum. 30-70% afsláttur KAUPUM OG SELJUM Laugavegi 101, sími 552 8222 ANTIKBÚÐIN Bæjarhrauni 10b, Hafnarfirði (bak við Hraunhamar), sími 588 9595             

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.