Morgunblaðið - 30.03.2006, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 30.03.2006, Qupperneq 50
50 FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Tímamót eru yfirvofandi. Skýin hverfa og fuglarnir byrja að syngja. Reyndar hafa þeir sungið allan tímann þótt þú hafir ekki veitt því eftirtekt. Núna veistu af hverju þú hefur verið að missa. Naut (20. apríl - 20. maí)  Nautið verður einstaklega heppið í dag. Það hefur þann hæfileika að geta létt allar aðstæður með þokka og persónu- töfrum. Leyfðu reynslunni að koma þér að notum í félagslegu samhengi í kvöld. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Samræður tvíburans við hina sígildu vinnustaðakaffivél eru yfirleitt skemmtilegri en aðrar, líklega vegna þess að þær eru miklu betri en síðari tíma útgáfa af einhverjum slúðursögum. Þú ert svo sannarlega frumlegur og færð aðra til að hlæja. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Krabbinn leysir vandamál sitt snilld- arlega. En til þess að geta það verður hann að hefja sig yfir hugsunarháttinn sem hann tamdi sér þegar hann bjó það til. Ef þú veist ekki enn að vandamál þitt er heimatilbúið er það þinn helsti vandi. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Manneskjan sem ýtir undir léttlyndi þitt og óbælda hegðun er svo sann- arlega góður vinur. Sá sem lætur þér líða eins og þú hafir lent undir vörubíl er kannski líka góður vinur, en sá sem þú átt að forðast í dag. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Meyjan er meistari tíma síns og orku. Að vera og finnast maður vera við stjórnvölinn er frábær tilfinning. Hins vegar muntu skemmta þér betur í kvöld ef þú lætur eldmerki, hrúti, ljóni eða bogmanni, eftir stjórnartaumana. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Gerðu þér grein fyrir því að einhver sem þú ert að reyna að þóknast kann í raun ekki að njóta hamingjunnar. Þessi manneskja leggur stein í götuna til þess að viðhalda volæðinu sem hún þekkir. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Tækifæri glatast aldrei, ef á það er litið. Einhver tekur þau sem þú missir af. Það á við í dag, svo vertu með augun op- in. Eyddu kvöldinu með einhverjum sem hefur góð áhrif á þig. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Vinna bogmannsins virðist ekki skila því sem hann þráir eða þarfnast þessa dag- ana. En vertu viss um að aðferðirnar sem þú notar við iðju þína gera heiminn að betri stað. Umbunin er ekki langt undan. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Fjölskyldumeðlimur lumar á gamalli áskorun. Ekki bregðast við á sama gamla háttinn, þannig tryggir þú best þinn innri frið. Berðu gæsku og þraut- seigju gott vitni. Þú verðskuldar virð- inguna sem þú uppskerð. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberinn heimsækir nýtt fólk og nýja staði. Lítil gjöf gerir mikið til þess að greiða þér götuna sem er framundan. En ef þú ert ekki með neitt er hlýlegt bros, traustvekjandi augnaráð og vin- gjarnlegt orð gjöf í sjálfu sér. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Fiskurinn hefur ótrúlegt þolgæði. En gættu þess að reyna ekki að umbera hið ómögulega. Það er í góðu lagi að labba í burtu ef eitthvað gengur ekki. Það er engum að kenna. Sólin skín á næstunni. Stjörnuspá Holiday Mathis Tunglið myndar ekki af- stöðu við neina plánetu fyrir hádegi og ýtir undir áhugaleysi. Kannski er hvíldin skilvirk- ari en vinnan þegar upp er staðið. Ekki er allt glatað. Framleiðslan fer af stað á ný þegar tungl fer í naut eftir hádegi. Eitt skref í einu kemur manni á leiðarenda. Ekki er auðvelt að vera þolinmóður á meðan hrúturinn ræður ríkjum. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 saltlög, 8 dáin, 9 vægar, 10 tölustafur, 11 arka, 13 blæs kalt, 15 ósoðið, 18 vegurinn, 21 máttur, 22 sjófugl, 23 peningar, 24 af- brotamaður. Lóðrétt | 2 standa gegn, 3 kaggi, 4 getnaður, 5 at- vinnugrein, 6 rekald, 7 konur, 12 megna, 14 espa, 15 jó, 16 gróða, 17 spjald, 18 káta, 19 köku, 20 ill kona. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 alveg, 4 þytur, 7 volks, 8 eðlið, 9 tík, 11 karp, 13 fann, 14 ostur, 15 tölt, 17 ágæt, 20 kal, 22 pútan, 23 um- ber, 24 rænir, 25 draga. Lóðrétt: 1 atvik, 2 volar, 3 gust, 4 þrek, 5 tolla, 6 rúðan, 10 ístra, 12 pot, 13 frá, 15 tæpur, 16 lotan, 18 gubba, 19 torfa, 20 knýr, 21 lund.  Skráning viðburðar í Staður og stund er á heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos Skráning viðburða Tónlist Café Cultura | Kristín Bergsdóttir ásamt hljómsveit flytja ýmsa tónlist, þar á meðal soul, pop, djass og frumsamið efni. Café Rosenberg | Halli Reynis heldur tón- leika kl. 21.30, í tilefni geisladisksins „Leiðin er löng“ sem hann er að senda frá sér þessa dagana. Fríkirkjan í Reykjavík | Sálmatónleikar Ellenar Kristjánsdóttur og Eyþórs Gunn- arssonar í Fríkirkjunni 9. apríl nk. kl. 20. Miðasala hafin á midi.is og í verslunum Skífunnar og BT Hótel Borg | Stórtónleikar Benna Hemm Hemm kl. 21. Sá möguleiki fyrir hendi að óvæntir leynigestir stígi á stokk og taki lagið með sveitinni. Einnig koma fram Borko og Seabear. Miðasala fer fram í 12 tónum, Skólavörðustíg. Miðaverð er kr. 1000. Íslenska óperan | Píanónemendur í Tón- listarskólanum í Reykjavík flytja verk eftir ýmsa höfunda kl. 20. Allir velkomnir. Nasa | Miðnæturköntrísveitarhódán á NASA. Húsið opnað kl. 23 og miðaverð er 1500 kall. Síðasta tækifæri til að upplifa alíslenska köntrísveitarstemningu fyrir Rússlandsferð sveitarinnar í apríl. Sér- stakir leynigestir (í stafrófsröð): Björgvin Halldórsson! Páll Óskar Hjálmtýsson! Val- geir Guðjónsson! Þjóðmenningarhúsið | Smekkleysa sendir nú frá sér á Boðunardegi Maríu, 25. mars, geisladiskinn „Til Máríu“ með söng Kammerkórs Suðurlands. Þar er að finna trúarlega tónlist eftir Gunnar Reyni Sveinsson tónskáld svo og lagasmíðar hans við ærslavísur Æra-Tobba. Myndlist 101 gallery | Hulda Hákon, EBITA. Opið kl. 14–17 fim., föst. og laug. Til 15. apríl. Artótek Grófarhúsi | Steinunn Helgadótt- ir myndlistarmaður sýnir ljósmyndir og DVD. Nánar á artotek.is Aurum | Berglind Laxdal – Catch of the day – til 2. apríl. Café Karólína | Föstudaginn 31. mars lýk- ur sýningu Örnu Valsdóttur „Stað úr stað“. Á sama tíma lýkur sýningu Óla G „Týnda fiðrildið“. Það eru því nokkrir dag- ar uppá að hlaupa fyrir þá sem enn hafa ekki náð að sjá þessar sýningar. Gallerí Fold | Lilja Kristjánsdóttir sýnir málverk í Baksalnum til 9. apríl. Gallerí Gyllinhæð | Föstudaginn 31. mars kl. 17 opna 2. árs myndlistarnemar LHÍ sýninguna „mini me“ í Gallerí Gyllinhæð, Laugavegi 21. 2.h.. Sýningin stendur til 9. mars. Opið fim–sun: 14–18. Gallerí Humar eða frægð! Sýning á veg- um Leikminjasafns Íslands um götu- leikhópinn Svart og sykurlaust. Ljós- myndir, leikmunir, kvikmyndasýningar. Opið kl. 12–17 laug., 12–19 fös. og 12–18 virka daga. Gallerí Sævars Karls | Pétur Halldórsson til 19. apríl. Gerðuberg | Tískuhönnun Steinunnar Sig- urðardóttur, myndbönd frá tískusýningum, ljósmyndir o.fl. Til 30. apríl. Opið mán. og þrið. kl. 11–17, mið.. 11–21, fim. og fös. 11–17 og kl. 13–16 um helgar. Gerðuberg | Margræðir heimar – Alþýðu- listamaðurinn Valur Sveinbjörnsson sýnir málverk í Boganum. Til 30. apríl. Hallgrímskirkja | Sýning á olíumálverkum Sigrúnar Eldjárn stendur til 30. maí. i8 | Tumi Magnússon sýnir ljósmyndir og myndbandsverk út apríl. Karólína Restaurant | Óli G. með sýn- inguna Týnda fiðrildið til loka apríl. Listasafn ASÍ | Olga Bergmann – Utan garðs og innan. Jón Stefánsson, málverk í eigu safnsins. Til 2. apríl. Opið 13–17, nema mánudaga. Aðgangur ókeypis. Listasafn Einars Jónssonar | Fastasýn- ing. Listasafnið á Akureyri | Spencer Tunick – Bersvæði, Halla Gunnarsdóttir – Svefnfar- ar. Safnið er opið alla daga nema mánu- daga 12–15. Listasafn Íslands | Gunnlaugur Blöndal – Lífsnautn og ljóðræn ásýnd og Snorri Ar- inbjarnar – Máttur litarins og spegill tím- ans. Ókeypis aðgangur. Kaffistofa og Safnbúð opin á opnunartíma. Listasafn Reykjanesbæjar | Sýningin Náttúrurafl er samsýning 11 listamanna þar sem viðfangsefnið er náttúra Íslands. Málverk, skúlptúrar, vefnaður og graf- íkmyndir. Verkin eru í eigu Listasafn Ís- lands. Opið kl. 13–17.30. Listhús Ófeigs | Dominique Ambroise sýnir olíumálverk. Sýninguna nefnir hún Sjónhorn. Sýningin er opin virka daga kl. 10–18 og laug. kl. 11–16. Til 5. apríl. Ráðhús Reykjavíkur | Sautján félagar í Fókus, félagi áhugaljósmyndara, sýna á ljósmyndasýningunni Fegurð í Fókus í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur til 9. apr- íl. Reykjavíkurborg | Stella Sigurgeirsdóttir sýnir 20 Minningastólpa, til 28. ágúst. Safn | Kristján Steingrímur Jónsson sýnir nýleg verk sín á grunnhæðinni. Sýning bandarísku listakonunnar Roni Horn held- ur áfram á öllum hæðum. Sýningarnar eru opnar til 9. apríl. Opið mið–fös kl. 14–18 og lau–sun kl. 14–17. Ókeypis inn. Saltfisksetur Íslands | Elísabet Dröfn Ástvalsdóttir sýnir til 3. apríl. Opið alla daga kl. 11–18. Skaftfell | Sýning á afrakstri hinnar ár- legu vinnustofa á vegum Listaháskóla Ís- lands og Dieter Roth Akademíunnar stendur nú yfir í Menningarmiðstöðinni Skaftfelli. Þátttakendur sýningarinnar eru útskriftarnemendur frá myndlistardeild LHÍ ásamt erlendum listnemum. Sýningin stendur til 29. apríl. Þjóðminjasafn Íslands | Sýningin Huldu- konur í íslenskri myndlist fjallar um ævi og verk tíu kvenna sem voru nær allar fæddar á síðari hluta 19. aldar. Þær nutu þeirra forréttinda að nema myndlist er- lendis á síðustu áratugum 19. aldar og upp úr aldamótum. En engin þeirra gerði myndlist að ævistarfi. Þjóðminjasafn Íslands | Ljósmyndir hol- lenska ljósmyndarans Rob Hornstra eru afrakstur af ferðum hans um Ísland. Meg- inþema verkefnisins var atvinna og ákvað Rob að einbeita sér að starfsfólki í fisk- iðnaði. Rúnturinn vakti sérstakan áhuga hans vegna þess að hann sýndi hvað ungt fólk í litlum þorpum gerir til að drepa tím- ann. Söfn Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Sýning Guðfinnu Ragnarsdóttur á ættargripum og ættarskjölum frá fjölskyldu hennar, ættrakningum af ýmsu tagi auk korta og mynda stendur yfir. Opið virka daga kl. 10–16. Aðgangur er ókeypis. Duus hús | Sýning Poppminjasafnsins frá tímabilinu 1969–1979 í máli og myndum. Til 1. apríl. Opið daglega kl. 13–18.30. Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra- steinn er opinn alla daga kl. 10–17, nema mánudaga. Hljóðleiðsögn, margmiðl- unarsýning, minjagripir og fallegar göngu- leiðir í næsta nágrenni. Sjá nánar á www.gljufrasteinn.is Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Friðrik Örn sýnir. Perlan | Sögusafnið í Perlunni er opið alla daga kl. 12–17. Hljóðleiðsögn leiðir gesti í gegnum söguna frá landnámi til 1550. www.sagamuseum.is Veiðisafnið – Stokkseyri | Uppstoppuð veiðidýr ásamt skotvopnum og veiði- tengdum munum. Opið alla daga kl. 11–18. Sjá nánar á hunting.is Þjóðmenningarhúsið | Samsýning 19 myndlistarmanna; Norðrið bjarta/dimma,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.