Morgunblaðið - 07.04.2006, Page 8

Morgunblaðið - 07.04.2006, Page 8
8 FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Guð á himninum, ég verð drullusjóveik, ég hef aldrei migið í saltan sjó. Verðbólgan vex hröðumskrefum um þessarmundir með óhjákvæmi- legum afleiðingum á kaupmátt launafólks og skuldabyrði heimil- anna. Spár um verðlagsþróunina næstu mánuði hafa tekið stakka- skiptum að undanförnu og er það til marks um óvissuna framundan í efnahagslífinu, að meiri munur er nú á verðbólguspám opinberra stofnana, sérfræðinga á vinnu- markaði og greiningardeilda bankanna en sést hefur um langt skeið. Í desember sl. spáði OECD 4% verðbólgu á Íslandi á árinu 2006. Mánuði síðar setti fjármálaráðu- neytið fram þá spá að verðbólgan yrði 3,9%. Seðlabankinn endur- skoðaði fyrri spá sína í seinustu viku og telur nú að verðbólga muni aukast hratt á næstunni, verða komin í tæplega 5½% í lok þessa árs og ná hámarki um mitt næsta ár er hún verði rúmlega 6%. Seðlabankinn spáir 4,9% verðbólgu yfir allt þetta ár. Verð- bólguspá KB banka í seinasta mánuði hljóðaði upp á 5,8% á þessu ári. ASÍ sendi frá sér end- urskoðaða hagspá í gær og spáir nú 4,8% verðbólgu á þessu ári en að síðan muni heldur draga úr verðbólgu og að hún verði 4,2% á næsta ári. Í gær sendi svo Glitnir frá sér spá sem hljóðaði upp á um 8% verðbólgu yfir þetta ár, mun hærri spá en í janúar sl. þegar greiningardeild bankans spáði 4,7% verðbólgu á þessu ári. Þrátt fyrir mismunandi spár eiga allir þeir sem spáð hafa fyrir um verðbólguna það sameiginlegt að sjá það fyrir að verðbólga verði yfir verðbólgumarkmiði Seðla- bankans (2,5%) út spátímabilið. Skulda bönkum 577 milljarða Heildarskuldir heimilanna í landinu rufu á seinasta ári eitt þúsund milljarða múrinn. Sam- kvæmt upplýsingum frá Seðla- bankanum voru heildarskuldir heimilanna um seinustu áramót 1.082 milljarðar króna. Jukust þær á seinasta ári um 23,4%. Helmingur af skuldum heimila við lánakerfið eru skuldir við inn- lánsstofnanir og jukust þær á árinu um 76,5%. Skv. nýjustu upplýsingum voru skuldir heim- ilanna við banka og sparisjóði komnar í um 577 milljarða kr. í febrúar sl. Þar af voru verð- tryggðar skuldir heimilanna við innlánsstofnanirnar tæplega 435 milljarðar kr. Til að bregða upp mynd af þeim fjárhæðum sem hér um ræðir og ef gengið er út frá 4,9% verð- bólgu, mætti að óbreyttu ætla að skuldir heimilanna við bankakerf- ið gætu aukist um ríflega 20 millj- arða á árinu, eingöngu vegna verðlagshækkana. Skuldir heim- ilanna við lífeyrissjóði hafa einnig aukist jafnt og þétt en lífeyris- sjóðslán eru yfirleitt vísitölubund- in. Þær námu samtals um 94,5 milljörðum um seinustu áramót skv. bráðabirgðatölum. Skuldir við Lánasjóð íslenskra náms- manna voru komnar í 68,8 millj- arða um seinustu áramót og skuldir heimila við ýmis lánafyrir- tæki, þ.e. fyrst og fremst við Íbúðalánasjóð, voru 369 milljarð- ar. Ljóst er því að vaxandi verð- bólga mun hafa uggvænleg áhrif á kaupmátt heimilanna og auka skuldirnar, þar sem um 80% af skuldum heimilanna eru verð- tryggð. Gengisbundin lán heimil- anna hafa einnig aukist en þau voru komin í ríflega 30 milljarða kr. í febrúar sl. Á móti þessum skuldum standa svo eignir heimilanna í landinu, sem eru áætlaðar tæplega 3.000 milljarðar í lok síðasta árs. Þar af eru eignir í íbúðarhúsnæði og bíl- um áætlaðar 1.789 milljarðar um seinustu áramót og jókst verð- mæti þeirra um 23,5% í fyrra. Eignir einstaklinga í lífeyrissjóð- um landsins eru svo taldar vera um 1.176 milljarðar kr. Jókst líf- eyriseign landsmanna um tæp 22% á seinasta ári skv. bráða- birgðatölum. Sérfræðingar Seðlabankans telja í nýútkomnum Peningamál- um bankans, að þær hræringar sem orðið hafa á fjármálamörk- uðum nýlega hafi aðhaldsáhrif á heimili landsins. „Vextir húsnæð- isveðlána hafa hækkað þrátt fyrir nýlega lækkun ávöxtunarkröfu verðtryggðra skuldabréfa. Vextir óverðtryggðra lána hafa hækkað, en aukist verðbólguvæntingar heimilanna einnig á næstunni hef- ur hækkunin tæpast varanleg að- haldsáhrif. Gengislækkun krón- unnar mun skila sér í þyngri greiðslubyrði á erlendum lánum, en þau vega ekki þungt í greiðslu- byrði einstaklinga. Hlutfall geng- isbundinna útlána lánakerfisins til heimila er talið vera milli 3 og 4%. Undir lok síðasta árs hægði á út- lánaaukningu lánakerfisins til heimila,“ segir þar. „Mánuðum saman hefur árs- verðbólgan verið vel yfir 4% og aðalhættan er sú að væntingar um framtíðarverðbólgu séu smám saman að festast í þessu fari,“ segir Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, í leiðara fréttabréfs SA. Í Vorspá ASÍ í gær segir að dökkar verðbólguhorfur gefi tilefni til að ætla að verðlagsforsendur kjara- samninga verði brostnar í haust. Fréttaskýring | Vaxandi verðbólga eykur á skuldabyrði heimilanna Skulda billjón en eiga þrjár Skuldir heimila við banka komnar í um 577 milljarða og lífeyrissjóði 95 milljarða                    ! !"#$%%& ' ( )**+ ("'&,        ! "   Skuldir heimila eru 214% af ráðstöfunartekjum  Með sívaxandi skuldaaukn- ingu heimilanna hefur hvert metið verið slegið af öðru. Skuld- ir heimila eru nú komnar í 214% af ráðstöfunartekjum heimila, sem er með því mesta sem þekk- ist í heiminum. Árið 2000 var þetta hlutfall 165%. Þá er sam- anlögð upphæð þessara skulda orðin hærri en sem nemur vergri landsframleiðslu þjóðarinnar. Í fyrra var hlutfallið komið í 107,5% af landsframleiðslu. Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Innihaldið skiptir máli

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.