Morgunblaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ Daglegtlíf apríl Egg hafa verið áberandipáskatákn um margaraldir, enda tákn um vorog frjósemi sem liggur í loftinu þegar allt er að vakna til lífs- ins á ný á vorin. Til eru ýmiss konar egg og eru eggjaskreytingar þjóða mismunandi, t.d. hvort notuð eru hænuegg eða egg úr málmi, súkku- laði eða pappa, fyllt með gjöfum eða eingöngu sem skraut. Gull- og silfur- egg eru algeng í Austur-Evrópu, oft mjög skrautleg og flott, sannkölluð listaverk, sem finna má dæmi um á söfnum í Rússlandi, og hafa þá jafn- vel verið gefin að gjöf milli elskenda eða sem verðlaun í keppnum. Einnig hefur þá tíðkast að lita hænuegg, í Grikklandi voru eggin oft rauð eins og blóð Krists, en græn egg voru algeng í Þýskalandi og Austurríki þar sem egg eru t.d. lituð með því að sjóða þau með plöntum sem lita. Þá hefur líka tíðkast að blása innihaldið úr eggjunum, skreyta skelina svo og hengja á greinar sem skraut yfir páskana. Í dag má svo orðið fá alls konar skrautleg pappaegg, sem óneit- anlega eru mun auðveldari í með- förum en brothætt eggjaskurnin. Ég vandist því að skreyta harðsoðin egg með tússlitum og það er gaman að borða svo persónulega skreytt egg, ef maður tímir því. Nú ber ég fram á páskum marglit egg. Þau geta verið linsoðin með morgunverðinum eða harðsoðin til að setja ofan á brauð eða bara hreinlega notuð sem skraut á páskaborði. Lita má egg með mörgum mat og auðvitað matarlit, smálitur kann að fara í gegnum skurnina en það er engu að síður í góðu lagi að borða eggin og skemmtilegt verkefni að prófa sig áfram með eggjalitunina í félagi við eldri börn. Sjóða þannig egg með ál- pappír eða lituðum kreppappír og sjá hver útkoman verður.  Rauð/bleik; rauðrófubiti er settur í pottinn með eggjum eða safi af niðursoðnum rauðrófum  Gul; túrmerik er sett í pottinn með eggjunum.  Brún, sjóðið hýði af nokkrum laukum í potti í 10 mínútur og setjið svo eggin út í og sjóðið þau í vatninu. AF hverju heitir næsta vika dymbilvika? Af hverju eru páskaeggin ómissandi hluti af páskahátíðinni? Þessum spurningum og mörgum fleiri er svarað á vef Náms- gagnastofnunar þar sem for- eldrar og börn geta vafrað saman. Vefurinn er öllum op- inn og undir hnappnum Í dagsins önn er m.a. að finna fróðleik um páskana. Svörin við fyrrnefndum spurningum eru ekki beint stutt og laggóð heldur í formi pistla þar sem saga páskanna er sögð, atburða- rás dymbilvikunnar rakin og greint frá ýmsum útskýr- ingum á nafngiftinni. Höf- undur pistlanna er Sigurður Ægisson. Sr. Hjörtur Magni Jó- hannsson segir einnig frá reynslu sinni af því að búa í Jerúsalem. Deyfðu ljósin og hringdu ekki klukkum Um dymbilviku segir m.a. á vef Námsgagnastofnunar: „Úr vöndu er að ráða þegar leita á skýringa á þessari nafngift, dymbilviku. Senni- legast er talið að hún sé dregin af einhverju áhaldi, sem kallað var dymbill og notað í kaþólskum sið við guðsþjónustur, undir lok sjö- viknaföstu, enda finnast hlut- ir með þessu heiti í upptaln- ingu kirkjugripa í mál- dögum. Þessi dymbil-orð þekkjast einnig í gömlum norskum og sænskum text- um, og í hjaltlensku, en eiga sér enga einhlíta hliðstæðu í öðrum málum. Í umræddri viku deyfðu menn öll ljós og hringdu ekki klukkum. Morgunblaðið/Jim Smart Fróðleik- ur um páskana  VEFUR „ÞVÍ yngri, sem unglingar eru þegar þeir hefja neyslu áfengis og því meira magn sem þeir drekka, því meir skaðast heili þeirra, sem getur síðan haft í för með sér vitræna skerðingu. Heilinn er ekki fullþrosk- aður fyrr en um 20 ára aldur og taugaeituráhrif alkóhóls eru mun al- varlegri á heila sem er í mótun held- ur en á heila sem náð hefur fullum þroska. Mestu skemmdirnar verða þegar mikið magn áfengis er drukkið á stuttum tíma eins og gerist í fyll- iríisdrykkju,“ segir Sólveig Jóns- dóttir, sérfræðingur í klínískri tauga- sálfræði barna á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi, um niðurstöður úr bandarískum rannsóknum, þar sem heili unglinga var skannaður og skoðað hvernig og hvaða svæði hans hefðu orðið fyrir skemmdum vegna áfengisdrykkju. „Viss svæði í heila þeirra unglinga sem drekka, eru greinilega minni heldur en í þeim sem ekki drekka.“ Standa sig ekki eins vel á minnisprófum Sólveig segir áfengi hafa bein áhrif á myndun og starfsemi taugafrumna og skaði mest tvö svæði í heilanum, sæhestinn (hippocampus) og fram- heila (prefrontal cortex). „Sæhest- urinn er ákaflega mikilvægur fyrir allt nám og minni. Rannsóknir með segulómun hafa sýnt að sæhesturinn í unglingum, sem drekka mikið áfengi, er mun minni, heldur en í unglingum, sem drekka ekki. Rann- sóknir hafa líka sýnt að unglingar sem drekka standa sig mun ver á ýmsum minnisprófum heldur en þeir sem drekka ekki.“ Sólveig segir að mikil áfengisneysla ungs fólks skaði einnig stöðvar fremst í framheil- anum, sem liggja undir enninu. „Þessar stöðvar hafa verið kallaðar stjórnunarstöðvar heilans og eru mikilvægar fyrir hegðunarstjórnun, ákvarðanatöku, dómgreind og mótun persónuleikans.“ Þunglyndi og sjálfsvíg Heilaskaði sem verður vegna áfengisneyslu á unglingsárum, er óafturkræfur og af því má ljóst vera hversu miklu máli það skiptir að ung- menni drekki sem minnst fram að tvítugu. Auk þess hafa rannsóknir sýnt að unglingar sem drekka eru í meiri hættu en þeir sem ekki drekka með að verða þunglyndir og árásar- hneigðir, þeir hafa frekar sjálfsvígs- hugsanir og eiga oftar í félagslegum vanda og þjást oftar af svefntrufl- unum. Því yngra sem fólk er þegar það hefur áfengisneyslu, því meiri líkur eru á því að það verði háð áfengi síðar á ævinni, og ætti það að vera enn ein ástæða fyrir ungt fólk til að halda sig frá drykkju sem allra lengst. Áfengisdrykkja fyrir tvítugt skaðar heila ungs fólks Reuters Sláandi munur er á vissum svæðum í heila tveggja 15 ára unglinga, sá til vinstri drekkur ekki áfengi en sá til hægri notar áfengi ótæpilega.  HEILSA Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is www.alcoholpolicymd.com Áfengisdrykkja skaðar minnisstöðvar í heilanum, stöðvar fremst í fram- heilanum sem eru mikilvægar fyrir hegðunarstjórnun, ákvarðanatöku, dómgreind og mótun persónuleikans.  MATUR Morgunblaðið/Arnaldur Það er til dæmis hægt að lita eggin með því að setja í vatnið rauðrófubita, túrmerik eða hýði af nokkrum laukum. Páskaegg geta verið margvísleg, því þótt sæl- gætisfyllt súkkulaðiegg séu okkur Íslendingum hvað best kunn er sinn siðurinn í landi hverju. Heiða Björg Hilmisdóttir setur litrík hænuegg á páskaborðið. Litrík egg á páskaborðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.