Morgunblaðið - 07.04.2006, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 07.04.2006, Qupperneq 32
32 FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FYRIR skömmu barst í bréfalúgu fyrirtækis míns, Portus ehf. sem rekur m.a. vefverslunina Portus.is, bréf frá Microsoft Íslandi. Bréfið var þess efnis að ég gæti átt þess von að hingað kæmu fulltrúar hags- munasamtaka hugbún- aðargeirans (Business Software Alliance) og riðu húsum í leit að illa fengnum hugbúnaði. Ég efast ekki um að framkvæmdastjóri Microsoft Ísland, herra Elvar Þorkelsson, hef- ur eingöngu gott í hyggju þegar hann varar mann við að brjóta á hugbúnað- arrisunum. Ekki var þó ljóst hvort hann væri að vara við lög- broti því hann tekur enga afstöðu með því hvort sú notkun hugbúnaðar sem um ræðir sé beinlínis ólögleg á Íslandi. Hinsvegar talar hann um notkun ólöglegs hugbúnaðar. Hygg ég að hér sé á ferðinni hugtakarugl- ingur og að það sem Elvar Þorkels- son meini í raun og veru sé ann- aðhvort ólögleg notkun hugbúnaðar eða notkun á hugbúnaði sem er á einhvern hátt fenginn með ólögleg- um hætti. Það hlýjaði vissulega mínu litla fyrirtæki um hjartarætur að sjá að jafnstórt og voldugt alþjóðafyr- irtæki og sjálft Microsoft sýndi því áhuga. En hlýjan breyttist í norðan 30m/s þegar ég tók eftir því að und- irskrift Elvars er ljósrituð á bréfs- efnið. Því sendi ég honum opið svar, til að gjalda honum ópersónulegheitin. „Kæri Elvar. Þakka þér kærlega fyrir skemmti- legt bréf. Vissulega hlýtur ólögleg afritun hugbúnaðar til endursölu að vera öllum framleiðendum hugbún- aðar mikið áhyggjuefni. Þetta er augljóst hagsmunamál og algjörlega andstætt vestrænu viðskiptasiðferði. Hinsvegar get ég ekki verið sann- færður um að afritun hugbúnaðar til heimilis- og einkanota sé endilega af hinu slæma fyrir framleiðendur, né heldur not lítilla fyrirtækja á hug- búnaði sem ekki hafa verið fengin leyfi fyrir. Ég tel að snjóboltaá- hrifin sem slík hafi beinlínis átt stóran þátt í að stuðla að sterkri stöðu margra hugbún- aðarfyrirtækja og þá sérstaklega Microsoft. Þetta er kenning sem þið ættuð að þekkja nokkuð vel. Útbreiðsla Windows 95 á sínum tíma hefði líklega verið mun slakari en raun bar vitni ef allir hefðu greitt fullt verð. Micro- soft Office hefur rutt allri samkeppni úr vegi sökum stærðar sinnar og út- breiðslu. Þó að ekki hafi verið greitt fyrir hvert notað eintak er ég viss um að það tekjutap sem af því hlaust hafi skilað sér margfalt til baka síðar sökum útbreiðslunnar sem margir hafa verið dæmdir fyrir. Þeir hefðu betur fengið laun frá ykkur. Hinsvegar er það eindregin af- staða mín og míns fyrirtækis að not- ast eingöngu við hugbúnað sem stenst okkar gæða-, öryggis- og verðkröfur. Hugbúnaður frá Micro- soft hefur átt afar erfitt með að upp- fylla a.m.k. tvær þessara krafna. Ör- yggismálin hafa verið í algjörum lamasessi síðustu ár og þó að vissu- lega hafi orðið talsverðar framfarir hafa þær bara komið allt of seint fyr- ir marga. Annar hlutur sem við setjum spurningamerki við er einok- unartilburðir Microsoft. Þegar þetta bréf er skrifað var að berast frétt þess efnis að Microsoft beiti endur- söluaðila samansettra tölva þrýst- ingi til að selja ekki tölvur án stýri- kerfis frá Microsoft, vegna þess að með því væru endursöluaðilar að ýta undir lögbrot. Þessar fréttir eru því miður allt of tíðar og ber að taka al- varlega. Skemmst er að minnast þess hvernig Microsoft gerði, í krafti fjármagns, útaf við BeOS stýrikerfið með mjög tvíræðum hætti. Allir eftirlitsmenn eru velkomnir til að skoða hugbúnaðarmál Portus ehf. Við vitum ekki betur en að á okkar tölvum keyri eingöngu hug- búnaður sem gefinn er út með GPL, GNU eða svipuðum leyfum. Stýri- kerfið sem við notum er GNU/Linux að nafni Fedora Core sem er sam- starfsverkefni Red Hat og hins opna hugbúnaðarsamfélags. Ritillinn sem notaður er til að rita þetta bréf heitir OpenOffice.org og er ókeypis í víð- asta skilningi þess orðs. En auðvitað er það skylda hvers stórfyrirtækis að gæta hagsmuna sinna og tel ég það af hinu góða að þið upplýsið fólk og fyrirtæki um af- stöðu ykkar, alþjóðlegra hagsmuna- samtaka og stjórnvalda í Bandaríkj- unum gagnvart dreifingu hugbúnaðar. Þó að vissulega séu einhverjir sem túlki bréf þitt sem hótunarbréf skilj- um við hjá Portus ehf. meiningu þína mjög vel og tökum þessu öllu með stóískri ró. Andsvör eru vel þegin. Með bestu kveðju, Drengur Óla Þorsteinsson, eigandi Portus ehf.“ Opið bréf til framkvæmda- stjóra Microsoft Íslandi Drengur Óla Þorsteinsson skrifar um eftirlit Microsoft með hugbúnaðarnotkun ’Það hlýjaði vissulegamínu litla fyrirtæki um hjartarætur að sjá að jafnstórt og voldugt al- þjóðafyrirtæki og sjálft Microsoft sýndi því áhuga.‘ Drengur Óla Þorsteinsson Höfundur rekur hljómtækjaverslun. FYRIR nokkru var haldin mikil íslenzk listahátíð í Þýzkalandi, þar sem a.m.k. 2.000 manns sóttu opn- unarhátíðina. Geir H. Haarde utanríkisráðherra var þar m.a viðstaddur. Í viðtali við Mbl. sagði hann það koma sér mest á óvart hinn mikli áhugi Þjóðverja á Íslandi. Því er vert að taka heilshugar undir leiðara Morg- unblaðsins 22. nóv. sl. Þess efnis að ,,utanrík- isráðherra hefur upp- lifað í Þýzkalandi þann veruleika, sem við hef- ur blasað í marga ára- tugi og raunar lengur. Þjóðverjar og aðrar þýzkumælandi þjóðir finna til mikilla og ná- inna tengsla við okkur Íslendinga, menningu okkar og náttúru lands okkar. Sennilega er engin þjóð í heimi, sem sýnir Íslandi for- tíðar og nútíðar jafnmikinn áhuga og Þjóðverjar“. Stóraukum samskiptin Þá er ennfremur vert að taka und- ir leiðara Mbl. um að ,,þann áhuga eigum við að endurgjalda með því að stórauka samskipti okkar við Þjóð- verja og leggja aukna áherzlu á að kenna þýzku í skólum og halda fram þýzkri menningu. Þjóðverjar eru ein voldugasta þjóð í heimi. Þótt þeir hafi átt við ákveðinn efnahagsvanda að stríða um nokkurt skeið er það tímabundinn vandi, sem þeir eiga eftir að ná tökum á“. Mörg af mestu stórvirkjum þýzkrar menningar á síðari öldum vísa einmitt til forn- menningar okkar. Þetta vita Þjóð- verjar, og er því ein helsta skýring á þeirra mikla áhuga á íslenzkri sögu og menningu. Þýzk-íslenzkri vin- áttu. Ísland, Evrópa og varnarmál Ísland er Evrópuþjóð. Við eigum fyrst og fremst mikið undir sterkum og góðum samskiptum við þjóðir Evrópu. Þýzkaland er eitt af þremur til fjórum öfl- ugustu efnahags- veldum heims, og eitt af þeim fremstu hvað hernaðarmátt varðar. Auk þess er Þýzkaland sterkasta ríkið innan Evrópusambandsins. Þar sem Ísland hefur réttilega ákveðið að standa utan ESB eru sterk og öflug tengsl við Þýzkaland lykil- atriðið varðandi okkar hagsmuni þar. Í títtnefdum leiðara Mbl. segir ennfremur að ,,við eigum jafnvel í vissum erfiðleikum með að fá Bandaríkjamenn til þess að standa við skuldbindingar sínar við okkur í öryggismálum. Meðal ann- ars af þeim ástæðum er ástæða til þess fyrir okkur að auka pólitísk samskipti okkar við Þjóðverja. Við þurfum á öflugum bandamanni að halda í Evrópu, sem við getum leitað til, þegar við þurfum á að halda. Þjóðverjar skilja Íslendinga betur en flestir aðrir“. Í ljósi þess að samskipti okkar við Bandaríkjamenn í varnar- og örygg- ismálum dvína nú ört þurfum við á öflugum bandamanni að halda í Evr- ópu eins og fram kemur í leiðara Mbl. Á grundvelli aldargamallar vináttu Þjóðverja og Íslendinga hljótum við nú að horfa til þeirra í þeim efnum. Þá ber okkur enn frekar að efla öryggissamvinnu við frændþjóðir okkar Norðmenn og Dani á N- Atlantshafi. Sömuleiðis við vinaþjóð okkar Rússa. Íslenzku landhelg- isgæzluna þarf verulega að efla svo hún verði í stakk búin að yfirtaka starfsemi Bandaríkjamanna á Kefla- víkurflugvelli. Við þá yfirtöku hljót- um við að fá verulegan stuðning frá NATO. Leyfum Bandaríkjamönnum að fara! Það er reyndar líka þeirra ósk og vilji. – Íslendingar eru sjálfstæð og fullvalda þjóð. Þess vegna eigum við nú að taka fullan þátt í varnar- og öryggismálum okkar, eins og sjálf- stæðri og fullvalda þjóð sæmir. Þýzkaland Guðmundur Jónas Kristjánsson fjallar um varnarmál ’Íslendingar eru sjálf-stæð og fullvalda þjóð. Þess vegna eigum við nú að taka fullan þátt í varnar- og öryggis- málum okkar, eins og sjálfstæðri og fullvalda þjóð sæmir.‘ Guðmundur Jónas Kristjánsson Höfundur er bókhaldari. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing stjórnenda gjörgæsludeilda Landspítala – há- skólasjúkrahúss vegna frétta um meðferð sjúklinga í öndunarvélum. Undir yfirlýsinguna skrifa Alma D. Möller, yfirlæknir gjörgæslu- deildar LSH við Hringbraut, Mari- anne Hólm Bjarnadóttir, deildar- stjóri gjörgæsludeildar LSH við Hringbraut, Kristinn Sigvaldason, yfirlæknir gjörgæsludeildar LSH í Fossvogi, Margrét Ásgeirsdóttir, deildarstjóri gjörgæsludeildar LSH í Fossvogi og Gísli H. Sig- urðsson, prófessor í svæfinga- og gjörgæslulækningum. „Í kvöldfréttum á RÚV hinn 5.4. og í Morgunblaðinu 6.4. er haft eftir hjúkrunarfræðingi að sjúk- lingum sé haldið sofandi í önd- unarvélum á gjörgæsludeildum LSH lengur en eðlilegt getur talist vegna skorts á hjúkrunarfræðing- um. Mikilvægt er að leiðrétta þann misskilning sem þessi fullyrðing veldur. Það er ástand sjúklings sem ræður öllu um hvenær sjúk- lingur er vakinn og öndunarvél- armeðferð hætt. Þá þarf hjúkr- unarfræðingur að vera stöðugt hjá sjúklingi og læknir að vera til taks en á báðum gjörgæsludeildunum eru sérfræðilæknar og deildar- læknar á vakt á staðnum allan sól- arhringinn alla daga ársins. Á gjörgæsludeildum LSH við Hringbraut og í Fossvogi liggja sjúklingar sem af ýmsum orsökum þurfa meðferð í öndunarvél. Til að gera erfið veikindi og öndunarvél- armeðferð auðveldari fyrir sjúk- lingana eru þeim oftast gefin verkjalyf og slævandi lyf og þeir „svæfðir“ eða „slævðir“ að því marki sem þarf í hverju tilviki. Þegar sjúklingurinn er farinn að ná bata og hann þarf minna magn súrefnis og stuðnings frá öndunar- vélinni er létt á svæfingu/slævingu og slanga sem liggur í barka sjúk- lingsins og tengir hann við önd- unarvélina fjarlægð. Þetta er gert eftir nákvæmt læknisfræðilegt mat og þarfnast góðs undirbúnings. Fyrst eftir að barkaslangan og öndunarvélin eru fjarlægð er fylgst sérstaklega vel með sjúk- lingnum. Öndunarvélin er fjarlægð þegar sjúklingur er vel vaknaður, hvíldur og rannsóknarniðurstöður liggja fyrir. Þannig ræður ástand og hagsmunir sjúklings fyrst og fremst hvenær hann er tekinn úr öndunarvélinni en ekki hvaða viku- dagur er. Óvenju mikið álag hefur verið á starfsfólki gjörgæsludeildanna tveggja að undanförnu vegna mik- ils fjölda bráðveikra og slasaðra sjúklinga en ekki er vitað til neinna tilvika þar sem sjúklingi hefur farnast verr af þeim sökum enda hafa stjórnendur deildanna lagt sig fram um að stýra álaginu að því marki sem unnt er. Þurft hefur að grípa til þess neyðarúr- ræðis að fresta ráðlögðum, stórum skurðaðgerðum þar sem þarf gjör- gæslumeðferð á eftir og öryggi sjúklings er ekki ógnað vegna frestunar. Stjórnendum spítalans hefur fyrir nokkru verið gerð grein fyrir því álagi sem ríkt hefur og í sam- ráði við þá er unnið að ráðstöf- unum til að bregðast við með tilliti til bættrar mönnunar og húsa- kosts. Þetta á einkum við um gjör- gæsludeildina við Hringbraut. Við undirrituð viljum þakka starfsfólki gjörgæsludeildanna fyr- ir frábærlega vel unnin störf og bindum vonir við það að úr álaginu dragi sem fyrst. Við viljum full- vissa sjúklinga og aðstandendur um að fagleg meðferð og öryggi sjúklinga er leiðarljós lækna og hjúkrunarfræðinga gjörgæslu- deildanna.“ Yfirlýsing stjórnenda gjör- gæsludeilda LSH Hafnarfjörður | Bæjarstjóri Hafn- arfjarðar og sendiherra Þýska- lands á Íslandi undirrituðu á þriðju- dag samning þess efnis að Hafnarfjarðarbær hýsi þýska bóka- safnið fyrir Goethe-Zentrum á Ís- landi. Mun safnið í framtíðinni verða sérdeild innan Bókasafns Hafnarfjarðar. Starfsmenn Bókasafns Hafn- arfjarðar hafa þegar hafist handa við að skrá barnabækur úr safninu í Gegni. Lögð verður mikil áhersla á að reyna að koma safnkosti Goethe- Zentrum eins fljótt og mögulegt er í Gegni svo safnkosturinn verði öll- um aðgengilegur á netinu. Starfs- menn Bókasafns Hafnarfjarðar munu taka á móti öllum sem áhuga hafa á að nýta sér safnkostinn á opnunartíma bókasafnsins og auk þess veita upplýsingar frá 8 til 10 í síma eða þar til bókasafnið er opn- að virka daga. Morgunblaðið/Ásdís Oddný G. Sverrisdóttir og Lúðvík Geirsson fagna hinum nýgerða samningi um fóstur Bókasafns Hafnarfjarðar á bókasafni Goethe Zentrum. Þýska bókasafnið heim í Hansabæinn FRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.