Morgunblaðið - 07.04.2006, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 07.04.2006, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2006 33 UMRÆÐAN EIGN CHEP CHEP bretti og gámar (CHEP búnaður) eru og verða ætið einkaeign CHEP UK Limited eða eins af tengdum fyrirtækjum þess (CHEP). Aðeins CHEP, leigutakar CHEP búnaðar og viðkomandi umboðsaðilar CHEP hafa lögmætan rétt til að nota CHEP búnað. Ólögmætt er að kaupa eða breyta CHEP búnaði eða skipta á honum fyrir aðra tegund búnaðar, selja eða losa sig við hann á annan hátt. Eignaupptaka í leyfisleysi, notkun eða sala á CHEP búnaði er stranglega bönnuð. Vinsamlegast hafið samband í síma 568-5000 eða fax 568-5002 til að láta sækja CHEP búnað. ÞAÐ skiptir miklu máli fyrir Suð- urland allt og landið í heild að vel takist til um næsta stóra skrefið í endurbótum á samgöngum milli lands og Eyja, en leiðin milli lands og Eyja hefur alltaf verið sérmál í samgöngum þar sem farþegafjöldi er um 200 þúsund á ári. Um langt árabil hafa Vestmannaeyjar verið með fjölsóttustu ferðamannastöðum á Íslandi, ein öflugasta verstöð landsins í heila öld og ein af helstu dyrum Íslands til Evrópu í sigl- ingum. Þeir þrír valkostir sem nú eiga að vera til skoðunar þegar nú- verandi Herjólfur er kominn á tíma, skipta allir mjög miklu máli og það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir allt Suðurland með tilliti til atvinnusköp- unar og ferðaþjónustu, nýr Herj- ólfur sem engin úttekt hefur reynd- ar verið gerð á og þó sérstaklega möguleikarnir sem myndu valda byltingu á Suðurlandi austan Þjórs- ár, þ.e. jarðgöng milli lands og Eyja eða bygging ferjuhafnar á Bakka- fjöru. Aðgengilegustu byggingar- svæði landsins í Suðurkjördæmi Það er engin spurning að mati undirritaðra að jarðgöng sömu gerð- ar og Hvalfjarðargöng myndu gefa mesta og dýrmætasta möguleika fyrir margs konar framfarir og upp- byggingu á Suðurlandi og úti í Eyj- um, en ferjuhöfn á Bakkafjöru er kostur númer tvö í ljósi þess að hann gefur ekki færi á aðgengi að stórskipahöfn eins og jarðgöng myndu gera milliliðalaust fyrir tvær einu hafnlausu sýslur landsins, Rangárvallasýslu og Vestur- Skaftafellssýslu, auk þess að stytta siglingaleiðina milli Íslands og Evr- ópu um tæpan sólarhring. Undirrit- aðir leggja áherslu á að aðgengileg- ustu byggingarsvæði Íslands í náinni framtíð eru í Suðurkjördæmi, frá Suðurnesjum, inn í Árnessýslu, í Rangárvallasýslu og austur úr. Allir kostirnir eru framkvæmanlegir 50 ára reynsla er af Herjólfi milli lands og Eyja, en þröskuldurinn er löng og erfið siglingaleið. Þess vegna er lykilatriði að kanna til hlít- ar hvaða möguleikar og kostnaður liggur í gerð jarðganga eða ferju- hafnar á Bakkafjöru með 20 mín- útna akstursleið eða innan við 30 mín. siglingaleið. Reikna má með að nýr Herjólfur myndi kosta um 25 milljarða króna á 30 ára tímabili og gert er ráð fyrir þeim peningum í vegaáætlun þannig að talsvert svig- rúm er til þess að kanna aðra kosti án þess að raska nokkrum áætl- unum í samgöngumálum annars staðar á landinu um árabil. Ef sam- gönguleiðin milli lands og Eyja ligg- ur um Rangárvallasýslu skapast al- veg nýjar víddir í möguleikum á svæðinu. Allir kostirnir eru fram- kvæmanlegir, nýr Herjólfur á grunni reynslunnar, jarðgöng að mati yfirlýstrar niðurstöðu Vega- gerðarinnar og allra sérfræðinga sem hafa unnið að málinu og sama er að segja um Bakkafjöruhöfn að mati Siglingastofnunar sem hefur hingað til unnið metnaðarfyllst og markvissast að könnun þess val- kostar sem næst þeim stendur. Sér- fræðingum ber ekki saman um kostnað við gerð jarðganga, en mun- urinn er svo mikill og svo síbreyti- legur af hálfu opinberra aðila að ekkert annað en rannsóknir geta skorið þar úr. Það er slíkur himinn og haf á milli kostnaðaráætlana og hugmynda sérfræðinga að hjá því verður ekki komist að kanna málið ítarlega og m.a. ræða við alla sem hafa sett fram hugmyndir í málinu, ekki síst vegna þess að þeir sem hafa eytt mestum tíma í málið eru með lægstu kostnaðaráætlanirnar. Sérstaða jarðgangagerðarinnar mið- að við hina valkostina er sú að jarð- göngin afskrifast á ákveðnu árabili og miðað við kostnaðaráætlun eins stærsta verktakafyrirtækis á Norð- urlöndum, ættu göngin auðveldlega að geta afskrifast á 30 árum á með- an hinir valkostirnir spinna báðir framhaldandi kostnað. Það verður að gera ófrávíkjanlega kröfu um það að lokið verði nauð- synlegum rannsóknum á jarðganga- möguleikunum milli lands og Eyja með kjarnaborun og frekari berg- málsmælingum á jarðgangaleiðinni frá Eyjum að Krossi í Landeyjum. Mælingar sem kosta um 20–30 millj- ónir króna miðað við það að tekinn sé af vafinn um gerð berglaganna.. Það er ekki hægt að bjóða Sunn- lendingum upp á annað en að sam- gönguráðherra tryggi að Vegagerðin ljúki þeim rannsóknum sem hún er byrjuð á, allt annað mun þýða enda- lausar vangaveltur og tortryggni í framtíðinni og Sunnlendingar vilja ekki vera metnir eins og annars flokks þegnar á Íslandi, því nið- urstöður í samgöngum eiga að byggjast á óyggjandi rökum, en ekki spádómum. Ljúka verður rannsóknum vegna jarðganga milli lands og Eyja Árni Johnsen, Sveinn Pálsson og Þorgils Torfi Jónsson skrifa um samgöngubætur fyrir Suð- urland og Vestmannaeyjar ’… jarðgöng sömu gerðar og Hvalfjarð- argöng myndu gefa mesta og dýrmætasta möguleika fyrir margs konar framfarir og upp- byggingu á Suðurlandi og úti í Eyjum, en ferju- höfn á Bakkafjöru er kostur númer tvö …‘ Höfundar eru stjórmálamenn úr röðum sunnlenskra sjálfstæðismanna. Sveinn PálssonÁrni Johnsen Þorgils Torfi Jónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.