Morgunblaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2006 35 UMRÆÐAN Smáauglýsingar Morgunblaðsins og mbl.is eru ódýr og þægilegur viðskiptavettvangur með óþrjótandi möguleika. Hvort sem þú vilt selja eitthvað eða kaupa þá eru smáauglýsingarnar hagkvæmasta lausnin. Ókeypis á smáauglýsingar Ef þú kaupir smáauglýsingu í Morgunblaðinu birtist hún ókeypis á mbl.is. - ódýrari í Morgunblaðinu! Sjáð u m ögu leik ana l i l i l.i il i i j i l i . il lj i l i l i . ypis smáauglýsingar á - ódýrari í Morgunblaðinu!                  BARNAHÁTÍÐ í Reykjavík var yfirskrift tillögu sem við sjálfstæð- ismenn lögðum fram í borgarstjórn 4. apríl síðastliðinn. Hátíðin á að vera sniðin að börnum, örva sköp- unargleði þeirra og bjóða þeim uppá þroskandi og góða skemmtun. Barnaborgin Reykjavík er yndisleg borg og hefur á mörgum sviðum tekið fram- förum á undanförnum árum. Mörg- um finnst þó sem betur mætti gera í málefnum fjölskyldunnar. Barnahá- tíð er liður í þeirri stefnu Sjálfstæðisflokksins að beina sjón- um að yngstu Reykvíkingunum. Hvernig sjá þau borgina okkar? Hvernig getur verið enn betra að alast upp í Reykjavík? Hvernig lít- ur borgin út úr rúmlega eins metra hæð? Þessum spurningum og fjöldamörgum öðrum verður gaman að svara á jákvæðan og upp- byggilegan hátt á Barnahátíð í Reykjavík. Ótal útfærslur á árlegri Barnahá- tíð í Reykjavík má hugsa sér. Fjöldi erlendra skemmtikrafta og listamanna sérhæfir sig í að skemmta börnum. Því skyldum við ekki kalla slíka aðila til landsins, rétt einsog við fáum hingað heims- fræga skemmtikrafta til að skemmta fullorðnum? Skólar borg- arinnar geta líka tekið virkan þátt, og leitað yrði samstarfs við þá. Hin- ar framúrskarandi menningarstofn- anir borgarinnar ættu líka að leggja sitt lóð á vogarskálar. Leitað yrði eftir því að Listasafn Reykja- víkur héldi myndlistarsýningu fyrir börn með myndum eftir bæði börn og fullorðna. Borgarbókasafnið, sem alltaf hefur sinnt börnum ákaf- lega vel, er vel í stakk búið til að taka þátt í hátíð af þessum toga. Sama má segja um Borgarleikhúsið þar sem setja mætti saman barna- dagskrá. Minjasafn Reykjavíkur hefur boðið upp á skemmtilega og fróðlega dagskrá fyrir börn og þannig mætti áfram telja. Þegar allt þetta kemur saman undir ein- um hatti, auk fjölda annarra uppá- koma frá innlendum og erlendum listamönnum og skemmtikröftum, ætti okkur að takast að bjóða börn- unum okkar upp á ógleymanlega daga eða vikur í borginni. Hjá Listahátíð í Reykjavík liggur mikil sérhæfing og þekking á hátíðum af þessum toga, sem leitast yrði við að nýta sem allra best. Afgreiðslan Tillaga okkar sjálfstæðismanna var því miður ekki samþykkt í borgarstjórn, en í henni tókum við sérstaklega fram að fyrsta hátíðin skyldi haldin sumarið 2007. Málið fer nú til umfjöllunar í menningar- og ferðamálaráði og íþrótta- og tómstundaráði og vonandi verður henni tekið vel. Þá fáum við öll að rækta barnið í okkur eftir rúmt ár, og bjóða börnum okkar uppá jafn- glæsilega skemmtun og við bjóðum sjálfum okkur uppá. Barnahátíð í Reykjavík Gísli Marteinn Baldursson skrifar um tillögu sjálfstæðismanna um Barnahátíð í Reykjavík ’Hvernig lítur borgin útúr rúmlega eins metra hæð? Þessum spurn- ingum og fjöldamörgum öðrum verður gaman að svara á jákvæðan og upp- byggilegan hátt á Barnahátíð í Reykjavík.‘ Gísli Marteinn Baldursson Höfundur er í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. Hlíðasmára 11, Kóp. sími 517 6460 www.belladonna.is Réttu stærðirnar Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.