Morgunblaðið - 07.04.2006, Side 54

Morgunblaðið - 07.04.2006, Side 54
54 FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ ÞÉR MUN STANDA AF HLÁTRI! www.xy.is Frá Grínsnillingnum Mel Brooks!! Ice Age 2 m/ensku tali kl. 6, 8 og 10 Ísöld 2 m/íslensku tali kl. 6 og 8 Date Movie kl. 10 B.i. 14 ára N ý t t í b í ó Ice Age 2 m/ensku tali kl. 4, 6, 8 og 10 Ice Age 2 m/ensku tali í Lúxus kl. 4, 6, 8 og 10 Ísöld 2 m/íslensku tali kl. 4, 6 og 8 Date Movie kl. 6, 8 og 10 B.i. 14 ára Big Momma´s House 2 kl.3.40, 5.45, 8 og 10.15 Pink Panther kl. 3.50 og 10.10 Ein stærsta opnun allra tíma í USA ! RANGUR TÍMI, RANGUR STAÐUR, RANGUR MAÐUR „FRÁBÆR, FLOTT OG FYNDIN... OFURSVALUR SPENNUTRYLLIR“ THM Sýnd með íslensku og ensku tali eee LIB, Topp5.is FRÁ ÖLLUM HANDRITS-HÖFUNDUM „SCARY MOVIE“ 2 af 6 Hvað segirðu gott? Ekkert sérstakt, því miður. Ég er rúmliggjandi með 40 stiga hita, vítiskenndan höfuðverk og hálsbólgu af verstu gerð. Hvað dreymdi þig í nótt? (Spurt af síðasta aðals- manni, Vigdísi Hrefnu Pálsdóttur) Mig dreymdi viðmótsþýðan hest, mann í loftbelg og reipi. Ég man hins vegar ekki alveg hvernig þessi fyr- irbæri tengdust innbyrðis. Kanntu þjóðsönginn? Nei, og ég hyggst ekki læra hann. Hvenær fórstu síðast til útlanda og hvert? Ég tók þátt í verkefni á vegum Hins hússins í Grikk- landi síðasta sumar. Ákaflega skemmtilegt fólk sem þar býr og ökumenning þeirra verður að teljast rannsókn- arefni. Það sem stendur þó upp úr er líklega að hafa kennt Þjóðverjum, Grikkjum og Lettum að dansa Stuð- mannadansinn í hátíðarsal í bænum Argos, við Kastor- iavatn. Uppáhaldsmaturinn? Nautalundir sem mamma eldar af mikilli íþrótt. Glóð- arsteiktur hrægammur fylgir þar fast á hæla. Bragðbesti skyndibitinn? Veitingahúsið Miltað á hug minn allan þessa dagana. Besti barinn? Ég hef ekki nægilegt vit á íslenskri drykkjumenningu til að geta svarað þessari spurningu. Ég hef ekki einu sinni aldur til að stíga fæti inn á slíka menningarstofnun þegar út í það er farið. Hvaða bók lastu síðast? Ég er að lesa Bréf til Láru og finnst hún stórkostleg. Hvaða leikrit sástu síðast? Nemendasýningu skólans míns, MH, sem ber nafnið Íslenski fjölskyldusirkúsinn. Sýningin er í einu orði sagt frá- bær. En kvikmynd? München og fannst hún mjög áhugaverð. Hvaða plötu ertu að hlusta á? Steely Dan-plöturnar. Þær eru hver annarri betri. Svo hlusta ég líka mikið á Jeff Beck og Pink Floyd þessa dag- ana. Uppáhaldsútvarpsstöðin? Rás 2. Aðrar stöðvar beinlínis fyrirlít ég. Besti sjónvarpsþátturinn? Ég bara horfi eiginlega ekkert á sjónvarp. Gætirðu hugsað þér að taka þátt í raunveru- leikaþætti í sjónvarpi? Það efa ég stórlega. G-strengur eða venjulegar nærbuxur? Ja, hingað til hef ég kosið venjulegar á sjálfan mig en hver veit nema breyting verði gerð á því. Helstu kostir þínir? Ég er allavega skipulagður í hugsun. En gallar? Ég er mjög óþolinmóður maður með stuttan kveiki- þráð og ég er ekki skipulagður í verki. Besta líkamsræktin? Fótbolti úti á velli í góðra vina hópi. Hvaða ilmvatn notarðu? Eitthvað drasl bara. Ertu með bloggsíðu? Nei, en ég er með veftímarit. www.dindill.is Pantar þú þér vörur á netinu? Ekki enn. Langar samt mikið að kaupa mér notaðan skriðdreka. Flugvöllinn burt? Já, burt með hann. Hvers viltu spyrja næsta viðmælanda okkar? Hvar endar þetta líf? Íslenskur aðall | Halldór Ásgeirsson Vill kaupa notaðan skriðdreka Aðalsmaður vikunnar lék ásamt Furstaskyttunni í úrslitum Músík- tilrauna, auk þess sem hann keppti til úrslita í Morfís og hreppti titilinn ræðumaður Íslands. Líka sigraði hann í Örleikritasamkeppni fram- haldsskólanna í síðustu viku. Morgunblaðið/Eyþór „Mig dreymdi viðmótsþýðan hest, mann í loftbelg og reipi,“ segir Halldór Ásgeirsson. SVOKALLAÐIR Manchester- tónleikar verða haldnir í Laug- ardalshöll laugardaginn 6. maí næstkomandi. Á tónleikunum koma fram nokkrir fulltrúar Man- chestersvæðisins, tónlistarmað- urinn Badly Drawn Boy og hljóm- sveitirnar Elbow og Echo and the Bunnymen. Þá hyggjast hinar ís- lensku Trabant, Benni Hemm Hemm og Foreign Monkeys einn- ig troða upp en sú síðastnefnda vann Músíktilraunir á dögunum. Það er Icelandair sem stendur að baki tónleikunum en flugfélagið er með þeim að kynna nýja flug- leið á milli Íslands og Manchester á Englandi. Miðasala á tónleikana hefst í dag og geta 14 heppnir unnið ferð til Manchester og fá þeir lánsömu tilkynningu um vinninginn um leið og þeir hafa lokið við að kaupa. Miðasala fer fram í versl- unum Skífunnar og BT um allt land. Miðaverð í stæði er 2.600 krónur en 3.700 í stúku. Miða- gjald er innifalið. Tónlist | Fjórtán heppnir tónleika- gestir vinna farseðla til Englands Echo and the Bunnymen verða í Höllinni 6. maí. Miðasala á Manchester- tónleika hefst

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.