Morgunblaðið - 22.04.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.04.2006, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SIV Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra sagði á Al- þingi í gær að hún hefði nú þegar rætt við mennta- málaráðherra, Þorgerði K. Gunnarsdóttur, um nauðsyn þess að kanna leiðir til að fjölga náms- plássum í hjúkrunarfræði. Þetta kom m.a. fram í umræðu utan dagskrár um manneklu á Landspít- ala – háskólasjúkrahúsi (LSH). Jóhanna Sigurð- ardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var máls- hefjandi umræðunnar. Hún gerði það m.a. að umtalsefni að um eitt hundrað hjúkrunarfræðinga vantaði til starfa á spítalanum. Auk þess væri skortur á sjúkraliðum og aðstoðarfólki. Þetta kæmi niður á þjónustu við sjúklinga. Jóhanna sagði að þetta ástand væri full- komlega óboðlegt starfsfólki, sjúklingum og að- standendum þeirra. Strax þyrfti að grípa til að- gerða. Siv Friðleifsdóttir sagði m.a. að vandinn væri hvorki nýr né séríslenskur. Skortur á hjúkrunar- fræðingum og öðrum fagstéttum í heilbrigðisþjón- ustu væri alvarlegt og vaxandi vandamál í mjög mörgum löndum. Siv sagði þó að sumar stéttir í heilbrigðisþjónustu hér á landi væru mjög vel mannaðar. Til að mynda læknastétt og tannlækna- stétt. Læknar með hærri laun en aðrir Siv kvaðst hafa átt fund með stjórnendum spít- alans að undanförnu og fleiri aðilum, þar sem þessi vandamál hefðu verið rædd. Þá sagði hún að á LSH væru þegar hafnar ýmsar aðgerðir sem mið- uðust að því að bæta starfsumhverfið og stuðla að meiri festu og draga úr starfsmannaveltu. Þuríður Backman, þingmaður Vinstri grænna, sagði að vinnuálagið á sjúkrahúsinu væri óheyrilegt. „Það er gerð óheyrileg krafa um sparnað og hagræð- ingu innan stofnunarinnar, sem hefur komið niður á faglegri þjónustu, heilbrigði starfsmanna og sjúklinga.“ Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði að útgjöld til heilbrigðismála hefðu vaxið um- fram landsframleiðslu. Það væri alþjóðlegt vanda- mál og hættuleg þróun. „Ég held að það sé vanda- mál að íslenska heilbrigðiskerfið er niðurnjörvað í ríkisrekstri.“ Hann sagði einnig að vandinn fælist í stjórnun, forgangsröð og hagræðingu. Þess vegna væru til dæmis læknar með miklu hærri laun en aðrir háskólamenn. „Hafa stjórnendur spurt sig að því hvað lækningin er stór hluti af starfi lækna? Eru þeir allan daginn að lækna eða eru þeir að gera eitthvað annað? Hvernig er háttað verka- skiptingu lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og annarra? Er skynsemin höfð að leiðarljósi?“ Pétur kvaðst telja að stjórnendur LSH þyrftu að bæta um betur og auka gæðaeftirlit og gæða- stjórnun. Þeir þyrftu að gæta að því að þær stéttir sem væru undirmannaðar væru það ekki lengur og skera niður þær stéttir sem væru yfirmannaðar, sem væru læknarnir. Pétur Bjarnason, varaþingmaður Frjálslynda flokksins, sagði að vandinn væri ekki nýr, en hann væri eigi að síður brýnn. Þá sagði hann ljóst að nið- urskurður á rekstri sjúkrahússins bitnaði á þjón- ustu við sjúklinga. Utandagskrárumræða um manneklu á Landspítala – háskólasjúkrahúsi Ræða um nauðsyn þess að fjölga námsplássum í hjúkrunarfræði Morgunblaðið/Eyþór Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra sagði skort á hjúkrunarfræðingum í heilbrigðisþjón- ustu alvarlegt og vaxandi vandamál í mjög mörgum löndum. ANNARRI umræðu um frum- varp um Ríkisútvarpið hf. lauk á sjöunda tímanum á Alþingi í gær. Gert er ráð fyrir því að frumvarpið fari aftur til um- fjöllunar í menntamálanefnd þingsins eftir helgi, en sjald- gæft er að frumvarp fari til nefndar milli annarrar og þriðju umræðu. Önnur umræða um frum- varpið hefur staðið yfir í sam- tals nærri þrjátíu klukkutíma. Þar af talaði Ögmundur Jónas- son, þingmaður Vinstri grænna, í u.þ.b. sex tíma og sló ræðumet. Hver þingmaður get- ur talað tvisvar í annarri og þriðju umræðu um þingmál og er ræðutími ótakmarkaður. Þegar umræðan um frum- varpið hófst um hádegisbil í gær var útlit fyrir að hún stæði fram á kvöld og að henni yrði fram haldið í dag, laugardag. Á fundi forseta þingsins og for- manna þingflokka náðist hins vegar samkomulag um að ljúka umræðunni síðar um daginn og setja málið aftur í nefnd milli annarrar og þriðju umræðu. Annarri umræðu um RÚV lokið ÞINGMENN Samfylkingarinnar hvöttu til þess á Alþingi í gær að álögur ríkissjóðs á olíuvörum yrðu lækkaðar tímabundið til að mæta vaxandi olíuverði. Árni M. Mathie- sen fjármálaráðherra sagði að eins og sakir stæðu yrði að horfa til heild- arinnar og til þess hvernig mál myndu þróast, áður en farið yrði að velta fyrir sér tilteknum aðgerðum, eins og tímabundinni lækkun olíu- gjalds. Össur Skarphéðinsson, þingmað- ur Samfylkingarinnar, sagði m.a. að verð á olíuvörum færi mjög hækk- andi og að það kynti undir verð- bólgu. Hann spurði fjármálaráð- herra hvort hann væri ekki sammála Samfylkingunni um að lækka álögur ríkissjóðs á olíuvörum um tímabund- ið skeið. Fjármálaráðherra svaraði því til að sú þróun sem hefði átt sér stað í efnahagslífinu hefði leitt til þess að skoða þyrfti þetta mál í heild sinni. „Eins og sakir standa held ég að við verðum að horfa til heildarinnar hvað þetta varðar og til þess hvernig málin munu þróast hjá okkur áður en við förum að velta fyrir okkur ein- hverjum aðgerðum eins og háttvirt- ur þingmaður er að boða í máli sínu,“ sagði Árni. Jón Bjarnason, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, taldi að þessi viðbrögð ráðherra væru snautleg. Hann sagði að hækkanir á eldsneyti væru ekki bara gríðarlega íþyngjandi fyrir ein- staklinga heldur stórykju þær flutn- ingskostnað út á land og skertu sam- keppnisstöðu atvinnulífsins þar. Ekki tímabundin hækkun Geir H. Haarde utanríkisráðherra sagði að ríkisstjórnin hefði beitt sér fyrir mikilli kerfisbreytingu árið 1999 þ.e. þegar afnumið hefði verið hlutfallslegt vörugjald á bensíni og olíuvörum og þess í stað tekin upp föst krónutala. Sú krónutala hefði verið nánast óbreytt síðan þá; hefði einu sinni hækkað, þ.e. árið 2003. „Í millitíðinni reyndar var einu sinni gerð breyting þar sem þetta gjald var lækkað tímabundið í þrjá mánuði vegna þess að það var fyrirsjáanleg- ur kúfur í þessu efni. Það var gert þá. Það er ekkert sem bendir til þess, því miður, að um sé að ræða eitthvert sérstakt tímabundið ástand í þessum efnum núna,“ sagði hann og tók síðar fram að hann væri að vísa til olíuverðs. „Ég tel því miður ekki að sú hækkun á heimsmarkaðsverði á olíu sem við horfum nú fram á sé tímabundin.“ Samkvæmt lögum um olíugjald og kílómetragjald er olíu- gjald 45 kr. á hvern lítra af olíu. Vilja að opinberar álögur á olíuvörur verði lækkaðar Ráðherra segir að horfa verði til heildarinnar Morgunblaðið/Eyþór Samfylkingarþingmenn hvöttu til þess í umræðum á þingi í gær að álögur á olíuvörur yrðu lækkaðar. Hér ræðir Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður flokksins, við Drífu Hjartardóttur, sessunaut sinn í þingsalnum. ALLSHERJARNEFND Alþingis leggur til að frumvarp ríkisstjórnar- innar um bætta réttarstöðu samkyn- hneigðra verði samþykkt svo til óbreytt. Nefndin leggur til fáeinar tæknilegar breytingar á frumvarp- inu. Hún leggur ekki til að trúfélög- um verði heimilað að staðfesta sam- vist. Aðeins lengri þroskunartíma Bjarni Benediktsson, formaður nefndarinnar, segir að nefndin hafi rætt þetta við fulltrúa þeirra trú- félaga sem hafi óskað eftir heimild- inni sem og við fulltrúa þjóðkirkjunn- ar. Niðurstaðan hafi orðið sú að gefa þessari hugmynd aðeins lengri þroskunartíma, m.a. til þess að trú- félögin hefðu tíma til að móta stefnu sína nánar í þessum efnum. Þetta mál sé m.a. til umfjöllunar innan þjóð- kirkjunnar. Bjarni segir að vonir standi til að hægt verði að afgreiða frumvarpið um bætta réttarstöðu samkyn- hneigðra á vorþingi. „Ég held að það sé slíkur einhugur á bak við þetta mál að það geti varla orðið neinn ágrein- ingur um að það fari hér í gegn.“ Leggur fram sérfrumvarp Guðrún Ögmundsdóttir, þingmað- ur Samfylkingarinnar, lagði fram á Alþingi í gær frumvarp um að prest- um og forstöðumönnum skráðra trú- félaga, er hafi vígsluheimild skv. hjú- skaparlögum, verði heimilt að staðfesta samvist. „Samkvæmt lög- um um staðfesta samvist geta ein- ungis sýslumenn og fulltrúar þeirra staðfest samvist,“ segir í greinargerð frumvarpsins. „Prestum og forstöðu- mönnum trúfélaga er það ekki heim- ilt en skiptar skoðanir eru meðal þeirra um hvort heimila eigi slíkt. Staðfest samvist er hliðstæður lög- gerningur við giftingu, en hún er ein- ungis heimil í borgaralegri athöfn eins og lögin eru nú. Mikilvægt er að söfnuðir og trúfélög hafi einnig heim- ild til þess að framkvæma staðfest- ingu á samvist til jafns við giftingar samkynhneigðra.“ Frumvarp ríkisstjórnarinnar um bætta réttarstöðu samkynhneigðra Fá ekki heimild til að staðfesta samvist SVAR við því hvort ráðherra muni beita sér fyrir því að fella niður tekjutengingu almannatrygginga- bóta er að ekki standi til að draga úr þeim jöfnuði sem felst í því að hafa bætur tekjutengdar, segir í svari heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra við fyrirspurn Jóns Kr. Ósk- arssonar, Samfylkingu, um hvort til standi að fella niður tekjutengingu bóta frá Tryggingastofnun. „Ef einstaklingar hafa aðrar tekjur en bætur almannatrygginga og geta framfært sig án tilstuðlunar ríkisins er gert ráð fyrir að þeir geri það. Gildandi lög um tekjutengingar almannatryggingabóta gera ráð fyr- ir að fólk geti haft aðrar tekjur upp að ákveðnu marki áður en bætur fara að skerðast, svokölluð frítekju- mörk,“ segir í svarinu Minnt er á að forsætisráðherra skipaði í janúar nefnd sem í sitja fulltrúar fjögurra ráðuneyta og Landssambands eldri borgara. Er talið rétt að bíða niðurstöðu nefnd- arinnar áður en fjallað verður frekar um að draga úr tekjutengingum al- mannatryggingabóta en áætlað er að nefndin ljúki störfum í haust. Tekjutengingu bóta ekki hætt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.