Morgunblaðið - 22.04.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.04.2006, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING NÝ ÍSLENSK ópera verður frumflutt í Íslensku óperunni í kvöld. Höfundur hennar er Þórunn Guðmundsdóttir, en óperan ber heitið Mærþöll og er byggð á gömlu íslensku æv- intýri með sama heiti. Það eru nemendur Tónlistar- skólans í Reykjavík sem bera hitann og þungann af uppsetn- ingunni og skipa bæði stærstan hluta hljómsveitarinnar og eru í öllum sönghlutverkum. „Fyrir um það bil ári, þegar skólanum var að ljúka, spurði Kjartan Óskarsson skólastjóri mig hvað ég ætlaði að gera um sumarið. Ég svaraði honum að mig langaði dálítið að prófa að skrifa óp- eru, í hálfgerðu bríaríi. En svo byrjaði ég, og var komin með textann og eitthvað af tónlistinni þegar skólinn byrjaði aftur um haustið. Hann fór þá að spyrja mig útí þetta og spurði hvort við ættum ekki bara að setja verkið upp. Ég var svo kæru- laus að ég sagði bara jújú,“ segir Þórunn og hlær. Byggð á Mærþallar sögu Veturinn hjá Þórunni hefur því farið að miklu leyti í skrif og aðra vinnu tengda óperunni. „Hugs- unin var ætíð sú að skrifa óperu sem hentaði nem- endum. Það vantar alltaf slík verkefni, ekki síst vegna þess að það eru fleiri hlutverk fyrir karl- menn en konur í flestum óperum, eins og er gegn- umgangandi í öllum leikbókmenntum reyndar líka. Þess vegna hafði ég í huga að tónlistin væri hæfileg áskorun fyrir nemendur, og einnig að í sögunni væru nokkrar kvenpersónur. Þess vegna varð ég ofsalega glöð þegar ég rakst á Mærþallar sögu, sem er gamalt íslenskt ævintýri,“ segir Þór- unn. Strax á fyrstu blaðsíðunni í sögunni koma fyrir þrjár álfkonur, hertogaynja og þjónustustúlka hennar, að sögn Þórunnar, þannig að fimm hlut- verk lágu þegar fyrir. Þegar upp var staðið voru síðan sjö kvenhlutverk í óperunni, og fjögur karl- hlutverk. „Það er mun nær kynjahlutföllunum í söngnámi eins og það er í dag, heldur en oft er,“ segir Þórunn, en í óperunni segir frá hertogahjón- um sem eignast barn með aðstoð álfkvenna. Þegar að skírninni kemur gleymist að bjóða einni þeirra – kunnuglegt stef úr Þyrnirós, svo dæmi sé tekið – og hún leggur álög á stúlkuna. En sögunni lýkur þó ekki þar og endar betur en á horfðist, eins og gengur og gerist í ævintýrum. Komið að ýmsum póstum Þetta er ekki fyrsta sviðsverk Þórunnar, því hún hefur skrifað þó nokkur leikverk og einn söngleik á undanförnum árum. Hið nýjasta er Systur, sem leikfélagið Hugleikur sýnir um þessar mundir. Þá hefur hún einnig bakgrunn sem söng- kona, þó hún sé ekki menntuð í tónsmíðum. „Ég þekki auðvitað óperuheiminn dálítið, bæði úr mínu námi og hef tekið þátt í einhverjum uppfærslum. Eins nýttist mér gífurlega vel bakgrunnur minn úr áhugaleikhúshreyfingunni. Það má segja að öll sú reynsla og menntun sem ég hef aflað mér gegn um tíðina hafi komið þarna heim og saman.“ Þórunn hefur líka þurft að bregða sér í ýmis hlutverk við undirbúning uppsetningarinnar á óperunni, því hún hefur séð um að kenna tónlist- ina, spila undir á æfingum og ýmislegt fleira. „Þetta er fátæka leikhúsið, þannig að við gerum allt sjálf. Ég hef varla fest tölu á flík í tuttugu ár, en undanfarnar vikur hef ég setið löngum stund- um og saumað. Fólk kemur að ýmsum póstum,“ segir hún hlæjandi, en Hrefna Friðriksdóttir, sem er lögfræðingur að mennt, sér um leikstjórn og nánast allt útlit sýningarinnar og Kjartan Ósk- arsson skólastjóri stjórnar hljómsveitinni. Hún segir nemendurna alla hafa staðið sig mjög vel. „Þau hafa vaxið mjög í þessu verkefni. Þau hafa ólíkan bakgrunn, bæði hvað söngnámið varð- ar og eins reynslu á sviði. En á síðustu vikum hef- ur maður séð algjöra umbreytingu á mörgum þeirra,“ segir Þórunn og bætir við að hún hlakki mjög til sýninganna. „Ég held að þetta verði mjög skemmtilegt. Maður fer alltaf í gegnum sama ferl- ið; nokkrum dögum fyrir frumsýningum fórnar maður höndum og hugsar með sér að verkið verði aldrei barn í brók. En núna held ég þetta eigi eftir að verða hin prýðilegasta skemmtun.“ Ópera | Ný íslensk ópera, Mærþöll eftir Þórunni Guðmundsdóttur, frumflutt í kvöld Morgunblaðið/Brynjar Gauti Úr óperunni Mærþöll eftir Þórunni Guðmundsdóttur. Tvær sýningar verða á Mærþöll í Íslensku óperunni; í kvöld og annað kvöld kl. 20. Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is Þórunn Guðmundsdóttir Með þarfir nemenda í huga Í dag hefði ljóðskáldið SnorriHjartarson orðið hundraðára og af því tilefni munu ættingjar skáldsins í samstarfi við Þjóðmenningarhúsið og Rithöf- undasamband Íslands standa fyrir minningarsýningu um hann sem verður opnuð í dag í bókasal Þjóðmenningarhússins. Það er gjarnan sagt um Snorra að hann hafi verið listfengasta ljóðskáld sem Ísland hefur alið af sér. Einnig er talað um hann sem myndlistarmanninn í íslenskum skáldskap. Hann stundaði listnám í Kaupmannahöfn og við Lista- akademíuna í Osló í tvö ár áður en hann sneri sér að skáld- skapnum og síðan þá bar lítið sem ekkert á eiginlegri myndlist frá honum en áhrifa myndlist- arinnar gætir vissulega mikið í ljóðum hans. Það sést hvað best í notkun hans á litum og nátt- úrumyndum og myndbeitingu sem einkennist af samþjöppun máls.    Snorri telst ef til vill ekki tilformbyltingarskálda eða nýj- ungamanna í ljóðagerð, þó svo að hann hafi brotið upp formið af og til, en engu að síður hefur hann haft töluverð áhrif á landslag ís- lenskrar ljóðagerðar. Það má segja að hann hafi átt hvað mest- an þátt í því að opna ungum skáldum nýja sýn á íslenska nátt- úru. Þegar Snorri kom fyrst fram á sjónarsviðið var hann þekktur sem hagleikssmiður hefðbundins ljóðforms og myndmáls en smám saman fór hann að hneigjast til módernisma. Náttúran er mjög fyrirferðarmikil í ljóðum Snorra en hann hafði mjög sérstaka skynjun á því yrkisefni, einkum í því hvernig hann skynjaði liti landsins. Jafnvel í ljóðabókinni Kvæði, sem kom út undir lok seinni styrjaldarinnar, ber lítið á ljóðum um mannlegan harmleik heldur eru náttúruljóðin þar í for- grunni. Samt sem áður var yrk- isefni hans einnig á tíðum þjóð- félagslegt og orti hann t.d. margt um sjálfstæðismál þjóðarinnar, menningu og erlenda hersetu. Snorri hlaut ýmsar viðurkenn- ingar á ferli sínum og ber þar helst að nefna bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs sem hann fékk árið 1981 fyrir ljóðabókina Hauströkkrið yfir mér.    Á þessu aldarafmæli skáldsinshefur verið hrundið af stað heildarútgáfu á verkum hans sem kemur út hjá Eddu útgáfu og er að vænta á næstu misserum. Alls komu út eftir Snorra fjórar ljóða- bækur ásamt skáldsögunni Høit flyver ravnen sem var gefin út í Noregi og er jafnframt hans Myndlist- armaður í ljóðagerð AF LISTUM Þormóður Dagsson Myndlist | Sölusýning opnuð í Gallery Kolbrúnar S. Kjarval í dag Vatnslitamyndir eftir Louisu Matthíasdóttur Morgunblaðið/Sverrir Kolbrún S. Kjarval við vatnslitamynd Louisu Matthíasdóttur, eina af fjöl- mörgum á sýningu sem verður opnuð í dag. SÖLUSÝNING með vatnslita- myndum eftir Louisu Matthías- dóttur verður opnuð í Gallery Kol- brúnar S. Kjarval á Skólavörðustíg 22 í dag. „Þetta eru sautján vatns- litamyndir í minni kantinum. Þær koma allar úr dánarbúi Louisu og hafa aldrei verið sýndar hér á landi áður,“ segir Kolbrún. „Reykjavík er aðalþemað í mynd- unum, þetta eru allt götu- og hafn- armyndir og Esjan kemur líka þarna fyrir. Louisa hefur líklega málað myndirnar á árunum 1980 til 1983, þær eru dálítið öðruvísi en olíu- málverk hennar en þetta eru aug- ljóslega verk eftir Louisu.“ Kolbrún segir verk eftir Louisu ekki hafa verið mikið í umferð og að myndir eftir hana sjáist varla í lista- sölum eða á uppboðum og því sé mik- ið tækifæri að fá að halda þessa sölu- sýningu. „Dóttir hennar Louisu kemur með þessar myndir til mín úr dánarbúi móður sinnar í New York. Sumar þeirra hafa verið sýndar úti en aðrar hafa ekki komið fyrir sjónir almennings áður. Þetta eru ynd- islegar myndir sem vinna á og það gera bara góð málverk.“ Kolbrún hefur verið að selja olíu- málverk eftir Louisu í galleríi sínu í þrjú og hálft ár. „Ég hef verið að selja verk eftir Louisu og tvær aðr- ar listakonur ásamt mínu eigin keramiki. En þetta er í fyrsta skipti sem ég held slíka sýningu.“ Kolbrún segir þetta fallega litla sýningu og það sé mjög spennandi fyrir aðdáendur Louisu Matthías- dóttur að upplifa hana. Sölusýningin í Gallery Kolbrúnar S. Kjarval verður opnuð kl. 15.00 í dag og stendur til 8. maí. Á sumardaginn fyrsta var opnuð stór sýning á verkum Louisu á Norðuratlantshafsbryggjunni í Kaupmannahöfn. Louisa hóf lista- feril sinn í Kaupmannahöfn þar sem hún var við listnám við Kunst- håndværkerskolen á árunum 1934- 38. Eftir árin í Kaupmannahöfn lá leið Louisu til Parísar og síðar til New York þar sem hún bjó til dauðadags. Sýningin í Kaupmanna- höfn kemur frá Berlín og var þar á undan í New York og mun standa til 11. júní. Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.